Morgunblaðið - 04.03.1989, Síða 21

Morgunblaðið - 04.03.1989, Síða 21
Þorsteinn Pálsson „í samræmi við skyldur okkar við þjóðlega arf- leifð hef ég margsinnis látið þa skoðun mína í ljós að við Islendingar yrðum að gæta þess að sogast ekki inn í „yfir- þjóðlegt“ ríkjabanda- lag, þar sem tunga, saga og menning smá- þjóða yrðu hornreka. Eg hygg að flestum ís- lendingum fínnist að það sé þjóðerni okkar, menning, tunga og saga sem gefí lífi okkar gildi. Efíialeg velmeg- un er að sönnu mikil- væg, en hún er ekki mikils virði ef við glöt- um þeim verðmætum sem felast í þjóðarvit- und okkar.“ hinn þjóðlega og menningarlega þátt þegar lagt er á ráðin um stór- felldar breytingar á samskiptum ríkja. Hafiiarfjarðar: ívæmda leigðar verða út. Þar verða byggðar aðrar 30 íbúðir á árinu. Bærinn mun hins vegar sjá um rekstur á hluta þjónustukjama fyrir íbúana, með að- stöðu fyrir tómstundir, föndur og matsölu. í fyrra var opnuð ný heilsugæslu- stöð og í ár verður lokið við frágang á viðbyggingu við Sólvang. Fram- kvæmdir við Setbergsskóla hófust síðastliðið haust og á þeim að vera lokið X. september næstkomandi. Skólinn er 2.200 fermetrar og er gert ráð fyrir að þar verði tíu bekkja- deildir, frá sex til tíu ára. Hverfið er í byggingu og fjöldi íbúa margfaldast á næstu árum. Gæsla barna utan skólatíma „Fyrir tveimur árum tókum við upp gæslu 6 ára bama utan skólatíma og í fyrra var einnig tekin upp gæsla 7 ára bama. Þetta hefur gefið mjög góða raun og verið vinsælt og því ______________________________p' MORGUNBLAÐÍÐA IiÁPGÁRDAGUR 4. MARZ 1989 21 Að hefha þess í Stokkhólmi... Afstaða íslensku ríkisstjórnarinn- ar til nýrrar efnahagsáætlunar Norðurlanda lýsir vel þeim tvískinn- ungi sem gjaman kemur fram í umræðum um frelsi á flármagns- markaðnum. Ríkisstjómin gerði fyr- irvara um þennan þátt efnahagsá- ætlunarinnar svo sem kunnugt er. Fyrirvarinn er í fullu samræmi við stefnu stjórnarinnar allt frá því að forsætisráðherra lýsti því yfir að það væri eins konar einingartákn stjóm- arflokkanna að hverfa frá almennt viðurkenndum vestrænum aðferðum við stjórn efnahagsmála. Þetta ger- ist á sama tíma og sósíalistaríkin leita í vaxandi mæli markaðslausna. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur síðustu vikur verið önnum kafínn við það að keyra fram laga- fmmvörp á Alþingi sem miða að því að færa ísland frá almennt viður- kenndum vestrænum aðferðum við stjórn efnahagsmála. Þar má nefna aukna miðstýringu varðandi vaxtaá- kvarðanir. Einnig koma þar við sögu ákvarðanir ríkisstjórnarinnar um að gera bankaráð ríkisbankanna að eins konar kommissaranefndum fyrir ráðherrana. Reynt er að þrengja al- menna starfsemi á verðbréfamark- aði. Og verðmyndun er verið að sveigja í átt til úreltra verðlags- hafta. Loks er þess að geta að mark- visst er unnið að því að gera atvinnu- fyrirtækin háð kommissarasjóðum ríkisstjómarflokkanna. Allt gengur þetta þvert á þá þróun sem nú á sér stað á Norðurlöndum og í Evrópu. En síðan fer viðskiptaráðherrann á þing Norðurlandaráðs og talar þar ftjálslega um fijálsan íjármagns- markað. Og berum orðum sagði ráð- herrann að íslenska ríkisstjómin stefndi að því að taka fullan þátt í fijálsum íjármagnsmarkaði Norður- landa. Að vísu er það lofsvert að þegja á erlendum vettvangi um þá maka- lausu efnahagsstefnu sem fjármála- ráðherrann hefur mótað síðustu mánuði. En ræða Jóns Sigurðssonar hér á Norðurlandaráðsþinginu bend- ir hins vegar til þess að hefna þurfi þess í Stokkhólmi sem tapaðist á Alþingi. Sannarlega hefði verið meiri reisn yfir því að beijast einnig fyrir málstaðnum á Alþingi íslendinga. En þar stendur fjármálaráðherrann í veginum. Höfundur er formaður Sjálfstæð- isflokksins. okkur, heldur hafa þeir haldið áfram námi og jafnvel gert hljóðfæraleik að kennslu og ævistarfí. Þar má til dæmis nefna einn félaga í Sinfóníu- hljómsveit íslands, skólastjóra tón- listarskóla og nokkra kennara við tónlistarskóla. Þá eru nokkrir krakk- ar frá okkur í tónlistamámi núna, og meðal annars er einn í fram- haldsnámi í Bandaríkjunum. Samstarfið við foreldrana hefur alla tíð verið með miklum ágætum, en mjög hefur reynt á það og vinnu foreldranna í tengslum við ferðalög hljómsveitarinnar, og þá sérstaklega varðandi utanlandsferðimar. í sam- bandi við þær hefur verið efnt til sérstakra fjölskylduskemmtana í Hlégarði og í íþróttahúsinu Varmá, og sjá þá krakkamir sjálfír að mestu um skemmtiatriðin og leggja á sig feiknamikla vinnu í því sambandi. Þar er meðal annars er efnt til leik- sýninga, en dágóður hópur sem stig- ið hefur sín fyrstu skref á leiksviði á skemmtunum hjá okkur hefur síðan farið til starfa með leikfélaginu í Mosfellsbæ. Starfið í hljómsveitinni er því ekki eingöngu fólgið í því að krakkamir spili á hljóðfæri, heldur þroskast þeir einnig ágætlega félags- lega. Reyndar hefur það komið í ljós að margir þeirra em komnir á kaf í félagsmál þegar þeir eru komnir í framhaldsskóla. Starfið í hljómsveit- inni er því líka góður skóli að þessu leyti." Að loknum afmælistónleikunum í dag stendur nefnd foreldra og nokk- urra félaga úr Skólahljómsveit Mos- fellsbæjar fyrir sérstakri skemmti- dagskrá í Hlégarði. „Það er von okk- ar að eitthvað af því fólki sem verið hefur með okkur á þessum 25 árum heimsæki okkur á þessa skemmtun. og heilsi þar upp á gamla félaga," sagði Birgir D. Sveinsson. Morgunblaðið/Sverrir Framkvæmdir eru hafiiar við dýpkun suðurhafnarinnar og á fiár- hagsáætlun HafharQarðarbæjar er gert ráð fyrir að endurbæta smábátahöfhina. hefur verið ákveðið að 8 ára böm verði með á næsta skólaári." Þá eru hafnar framkvæmdir við nýtt 2.700 fermetra íþróttahús við Kaplakrika sem á að vera tilbúið að ári. Áætlaður kostnaður er 130 til 140 millj. og er húsið byggt í sam- vinnu við FH. Bærinn kostar 80% af framkvæmdinni. Húsið verður fyrir alla bæjarbúa og sér bærinn um rekstur þess til ársins 2005, er FH tekur við. „Reykjanesbrautin er að verða okkur þymir í augum eftir að bærinn þandist út og byggðin færðist upp fyrir brautina. Við höfum því reynt og munum halda áfram að auka ör- yggi gangandi vegfarenda eins og kostur er. í þvi sambandi verða með- al annars gerð undirgöng undir hana til móts við íþróttahúsið í Kapla- krika," sagði Guðmundur Ámi. Mikil eftirspurn eftir lóðum Eftirspum eftri lóðum hefur verið mikil og er gert ráð fyrir að veita um 60 millj. í lagningu nýrra gatna. Á Hvaleyrarholti er gert ráð fyrir nýju hvefi í landi í eigu bæjarins, þar sem um helmingur byggðarinnar verða fjölbýlishús. Þar verða ódýrar lóðir sem henta vel yngra fólki. Um 25 milljónum verður varið til endurbóta á götum í miðbænum og er fyrirhugað að halda áfram með lagfæringar á Strandgötu. Malbikun- arframkvæmdir munu halda áfram en um eitt til tvö ár líða að jafnaði frá því húsið er risið þar til gatan hefur verið malbikuð. Til vatnsveitunnar er veitt 25 millj- ónum en þar standa fyrir dyrum fjárf- rek verkefni. í vatnsbólum í Kaldár- botnum er nægilegt vatn en end- urnýja þarf lagnir í dreifikerfí sem eru famar að gefa sig enda margar komnar til ára sinna. Smábátahöfinin stækkuð Til hafnarframkvæmda er áætlað að veija um 35 milljónum en þar er unnið við að dýpka suðurhöfnina. „Meiningin er að stækka smábáta- höfnina, sem er löngu orðin að- þrengd," sagði Guðmundur Ámi. „Bætt verður við um eitt hundrað viðlegum og hún gerð aðgengileg og skemmtileg. Þá er lína rafmagnsveitunnar til Hafnarfjarðar komin til ára sinna. Við emm orðin langþreytt á því hér að búa við þetta öryggisleysi í raf- magnsmálum þegar línan frá Elliða- ánum er að gefa sig. Nú fáum við nýja tengingu við nýja spennistöð Landsvirkjunnar við Grísanes í árslok og er gert ráð fyrir að veija 108 milljónum til verksins. Almennt talað ber þessi fjárhagsá- ætlun þess merki, að Hafnarfjarðar- bær stendur styrkum fótum fjár- hagslega. Framkvæmdagetan segir sína sögu ! því sambandi. Auk þess verður lokið við fjölmargar fram- kvæmdir í bænum, það er framtíð í Firðinum," sagði Guðmundur Ámi Stefánsson bæjarstjóri. Morgunblaðið/Sverrir Hluti Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar á æfingu fyrir aftnælistónleikana sem haldnir verða í íþróttahús-^ inu Varmá í dag. Til hægfri er Birgir D. Sveinsson, stofnandi og stjórnandi hljómsveitarinnar. Skólahljómsveit Mosfellsbæjar 25 ára: Starfíð í hljómsveitinni er góður skóli fyrir krakkana - segir Birgir D. Sveinsson, stofiiandi og stjórnandi SKÓLAHLJÓMSVEIT Mosfellsbæjar heldur upp á 25 ára starfsafinæli sitt um þessar mundir, og verður af því tilefiii eftit til sérstakra af- mælistónleika í íþróttahúsinu Varmá í dag, laugardag, kl. 15. Auk Skóla- hljómsveitar Mosfellsbæjar koma fram á tónleikunum Lúðrasveit Stykk- ishólms, Karlakórinn Stefiiir, Álafosskórinn, Kirkjukór Lágafellssókn- ar, Mosfellskórinn og Reykjalundarkórinn. Stofiiandi Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar og stjórnandi hennar frá upphafi er Birgir D. Sveinsson, skólastjóri Varmárskóla, og var hann beðinn um að greina frá sögu hljómsveitarinnar og starfi. „Þegar á fyrsta starfsárinu var mikill áhugi fyrir starfi hljómsveitar- innar, og kom hún meðal annars fram við vígslu sundlaugarinnar að Varmá á þjóðhátíðardaginn árið 1964. Þetta byggðarlag er að mótast sem þéttbýli og okkur finnst við eiga dálítinn þátt í því að þetta er bæjar- samfélag. íbúamir hér hafa alla tíð tekið okkur mjög vel, og við vonum að þeir séu svolítið stoltir af okkur. Þá eru einnig einstök fyrirtæki sem hafa stutt okkur sérstaklega í gegn- um árin og er Reykjalundur þar í fararbroddi. Yfirleitt kemur hljóm- sveitin fram í einhverri mynd um fimmtíu sinnum á ári, þannig að það liggur við að það sé vikulega, þó starfíð liggi niðri á sumrin. Á fyrstu árum starfsins komst á sú hefð að fara að mirinsta kosti í eitt gott ferðalag á hveiju ári og hefur hljómsveitin á þessum árum farið í hljómleikaferðalög vítt og breitt um landið. Þá má nefna að hún hefur heimsótt vinabæi Mosfells- bæjar á hinum Norðurlöndunum, far- ið var til Ítalíu árið 1983, og síðast- liðið sumar var farið í mikla hljóm- leikaferð til Þýskalands, Austurríkis og Ítalíu." Árið 1970 flutti bróðir Birgis, Lárus Sveinsson trompetleikari, í byggðarlagið og hefur hann síðan þjálfað hljómsveitarmeðlimi ásamt Birgi, en alls eru kennarar hljóm- sveitarinnar á þessu starfsári sjö talsins. Lárus stjómar auk þess Karlakómum Stefni og starfsmanna- kór á Reykjalundi. Að sögn Birgis eru nú um 100 böm þátttakendur í starfí hljómsveit- arinnar, en flest þeirra byija 8-9 ára gömul að spila með hljómsveitinni. „Það lætur nærri að á þessum 25 árum sem Skólahljómsveit Mosfells- bæjar hefur starfað hafí um 600 krakkar tekið þátt í starfinu. Al- gengt er að systkini taki við hvert af öðru, og reyndar er nú svo komið að böm þeirra bama sem fyrst byij- uðu eru farin að vera með f hljóm- sveitinni. Krakkamir eru allir í Tón- listarskóla Mosfellsbæjar þar sem þeir sækja sína einkatíma, en þeir taka einnig próf hjá okkur á sín hljóð- færi, sem gefur þeim stig gagnvart framhaldsnámi ef þau fara í mennta- skóla eða fjölbrautarskóla. Krakk- amir hætta ekki endilega starfinu með hljómsveitinni þó þeir hafi lokið náminu í grunnskólanum, og sumir eru með alveg fram að tvítugu. Hópnum er yfirleitt skipt í eldri og yngri deild, en jafnvel er stundum um þijár deildir að ræða. Miðað við íbúafjölda í byggðarlaginu er þetta mjög stór hópur sem tekur þátt f starfinu, og því miður höfum við ekki getað tekið við öllum sem hafa áhuga á að vera með. Þá má nefna að þó nokkrir af fyrri félögum hljóm- sveitarinnar hafa ekki sagt skilið við hljóðfæraleik þegar þeir hættu hjá

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.