Morgunblaðið - 04.03.1989, Síða 25

Morgunblaðið - 04.03.1989, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MARZ 1989 25 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson í dag ætla ég að fjalla um tvö málefni. Annars vegar um Fiskamerkið og hins veg- ar um hlutverk Venusar og Mars í ástarlífinu. Hughrif Fiskurinn (19. febrúar—19. mars) er maður hughrifa. Með því er átt við að einstak- ar hugmyndir og atburðir í umhverfi hans eiga til að hafa sterkari áhrif á hann en gengur og gerist með fólk almennt. Sterkar tilfinningar Þessi hughrif tengjast tilfinn- ingalegri skynjun og næm- leika og getur t.d. birst í því að þegar Fiskurinn hlustar á tónlist, tekst hann á loft og verður ýmist glaður eða dap- ur, allt eftir því hvaða hugs- anir og minningar tónlistin vekur. Fiskurinn er næmur og umhverfíð hefur sterk áhrif á hann, hvort sem um tónlist er að ræða eða orð sögð af vini. Utanvið sig Einn vinur minn í Fiskamerk- inu segir að ef hann ætli sér að fara á milli herbergja til að sækja einhvem hlut eigi hann til að gleyma sér á leið- inni. „Ég verð stundum að einbeita mér og vonast til að rekast ekki á eitthvað annað sem stelur athygli minni." Yjirsýn Þessi maður er ágætlega hæfur til að takast á við dag- legt líf. Ég segi það til að koma í veg fyrir þann mis- skilning að hér sé verið að segja að Fiskar eigi það til að vera úti að aka, eins og sagt er. Hér er verið að tala um það að næmleiki á um- hverfíð og sterkt ímyndunar- afl hafí þau áhrif að Fiskar hafa tilhneigingu til að gleyma sér. Yfirsýn Ég vil nefna eitt atriði enn í sambandi við Fiskamerkið. Það er þörf Fisksins fyrir að hafa yfirsýn og hugsa um stóru málin en síður um smá- málin. Vinur minn sem ég nefndi hér að framan hugsar t.d. mikið um ástand þjóð- og heimsmála og vill hafa heildaryfirsýn yfir einstök fög. Þetta er ríkt í eðli Fisks- ins þó það birtist á mismun- andi hátt hjá einstaklingum í merkinu. Ástarlífið Það hefur oft vafíst fyrir mér hvert sé hlutverk Venusar og Mars f ástarlffinu. Venus er sögð táknræn fyrir ást og samskipti en Mars fyrir þrár, langanir og kynorku. Það sem helst hefur vafíst fyrir mér er það hver sé munurinn á ást og kynorku og það hvort og á hvaða hátt Venus hafí með kynlíf að gera. Nautn oggirnd í dag er ég viss um að Venus og Mars gegna báðar hlut- verki í ástarlffinu. Mars stjómar þeim eiginleika að þrá og gimast og er því hið gerandi afl í ástinni. Hann tengist einnig sjálfsbjargar- hvöt mannsins og er þvf tákn- rænn fyrir þá orku sem á að tryggja viðkomu mannsins. Venus stjómar aftur á móti því að taka á móti og njóta, er nautnahlið ástarinnar. Staða Mars í stjömukorti segir samkvæmt því til um eðli og styrk væntinga og langana og það hvemig við föram að því að fá útrás fyr- ir þær, en Venus segir til um hæfíleika okkar til að njóta ástar og það hvers konar atlot við viljum fá. GRETTIR þV/ /ynÐUZ veeÐUR. DULL &&£>- STJÓI2IAD HÆTT/I V/£> þ£TTA ÞZO TAL mÓSL ANDER. HOHUM L ÍDUR EK.<! I/£L. ÉG HÉLT ApHNey<SL IB /HEE> BHENDU STARR OG AtHNFREÐ /HANL ey /yi yMDf OHM HAKf/J . DkÐA UÁNhJ UUZÐ/ST HAFA, FEAJGlÐ SL/eAlAR F/eéTT/R AJVL EGA, EN L ÆJ7UH SA/HUE/S<AFÓLJCJÉ> EKHJ WTA U/U Þær. - 26-Vl 1 IÁCI/A LJOoKA Skrýtið, ha? Skrýtið. Mjög skrýtið. Eru þeir að tala um mig, Magga? Þeir hafa aldrei séð nokkum með franskar kartöflur í pennastokk, herra. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Vinningsleiðin í flóram hjört- um suðurs hér að neðan er ekki margbrotin. En hún stríðir gegn áunnum viðbrögðum spilara og þess vegna er auðvelt að láta sér sjást yfir hana við græna borðið. Suður gefur, AV á hættu. Vestur ♦ KD972 V4 ♦ ÁD84 ♦ G106 Norður ♦ 64 ♦ KG1052 ♦ 95 ♦ ÁD94 Austur ♦ 853 ¥93 ♦ G1076 ♦ K872 Suður ♦ ÁGIO ¥ ÁD876 ♦ K32 ♦ 53 Vestur Norður Austur Suður 1 hjarta 1 spaði 4 hjörtu Pass Pass Pass Útspil: laufgosi. Eftir innákomu vesturs á hættunni verður að teljast líklegt að hann eigi spaðahjónin og tígulás. Spilið fer því niður ef austur kemst inn á laufkóng, hvort sem hann skiptir jrfir f spaða eða tfgul, þvf laufið gefur aðeins eitt niðurkast. Nái menn þetta langt í grein- ingunni, ÁÐUR en þeir leggja drottninguna á gosann, er stutt í rétta mótleikinn — að dúkka laufgosann! Austur hefur ekki efni á því að yfirdrepa, því þá má henda tveimur spöðum niður í lauf, svo vestur fær að eiga slaginn, og gerir best I þvf að spila laufi áfram. Sagnhafi drepur á ás, stingur tvö lauf og tekur tvívegis tromp f leiðinni, en spilar svo spaða á tíuna og lætur vestur gefa sér 10. slaginn. Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlegu móti sem sænska skákblaðið „Schacknytt" gekkst fyrir um áramótin kom þessi staða upp f skák sænska alþjóðameistar- ans Tom Wedberg, sem hafði hvítt og átti leik gegn landa sínum Ludvig Sandström. 24. Hxg6! — e5 (24. — fxg6 gekk ekki vegna 25. Bxe6+ — Kh7, 26. hxg7+ - Bxg7, 27. Hhl+ og mátar) 25. Dd2 — fxg€, 26. Be6+ - Kh7, 27. Hhl - De8, 28. Dh2 og svartur gafst upp.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.