Morgunblaðið - 04.03.1989, Síða 23

Morgunblaðið - 04.03.1989, Síða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MARZ 1989 Fegurðardrottning Suðurnesja 1989: Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Stúlkumar 9 sem keppa um titilinn Fegurðardrottning Suðurnesja 1989. í fremri röð frá vinstri era: Una Kristín Stefánsdóttir úr Keflavík, Súsanna Fróðadóttir úr Keflavík, Guðmunda Sigurðar- dóttir úr Keflavík og Þórdís Ámý Siguijónsdóttir úr Keflavík. i aftari röð frá vinstri eru: Elfa Guttormsdóttir úr Njarðvík, Helga Jónsdóttir úr Höfnum, Linda Ólafsdóttir úr Garði, Ragnheiður Guðný Ragnarsdóttir úr Keflavik og Valdís Ásta Aðalsteinsdóttir úr Keflavík. Níu stúlkur taka þátt í fegurðarsamkeppninni Keflavík. KEPPNIN um titilinn Fegurðardrottning Suðurnesja fer fram í Glaumbergi í Keflavík annað kvöld og keppa 9 stúlkur um þenn- an eftirsótta titil, sem gefúr sigurvegaranum rétt til að taka þátt i keppninni um Fegurðardrottningu íslands. Ágústa Jónsdóttir er umboðsmaður keppninnar á Suðurnesjum ásamt Birau Magnús- dóttur. Ágústa sagði i samtali við Morgunblaðið að áhuginn á keppninni meðal Suðuraesjamanna væri geysilega mikill og virt- ist aukast með hveiju ári og nú hefðu allir aðgöngumiðarnir selst upp á 15 mínútum. Þetta er fjórða árið í röð sem keppt er um titilinn Fegurðar- drottning Suðumesja og eru stúlkumar valdar eftir ábending- um. Ágústa sagði að þær stúlkur sem taka þátt í keppninni í ár hefðu verið valdar fljótlega eftir áramót og síðan hefðu þær lagt á sig mikla vinnu til að vera sem best undirbúnar fyrir sjálfa keppnina. Ágústa sagði ennfrem- ur að hún vildi koma á framfæri þakklæti til allra hinna fjölmörgu aðila sem hefðu stutt og unnið að framgangi keppninnar. Stúlkumar sem taka þátt f keppninni um titilinn Fegurðar- drottning Suðumesja í ár era: Ragnheiður Guðný Ragnarsdóttir, fædd 1969, úr Keflavík, Guð- munda Sigurðardóttir, fædd 1970, úr Keflavík, Þórdís Ámý Siguijónsdóttir, fædd 1970, úr Keflavík, Una Kristín Stefáns- dóttir, fædd 1970, úr Keflavík, Linda Ólafsdóttir, fædd 1970, úr Garði, Valdís Ásta Aðalsteins- dóttir, fædd 1969, úr Keflavík, Helga Jónsdóttir, fædd 1970, úr Höfnum, Elfa Guttormsdóttir, fædd 1971 úr Njarðvík og Sú- sanna Fróðadóttir, fædd 1971, úr Keflavík. pp Garður: Fjölmenni í tónlistarafinæli Skíðafélag Reykjavíkur 75 ára: 30 km ganga úr BláQöilum í borgina Garði. Tónlistarfélag Gerðahrepps varð 10 ára sunnudaginn 26. febrúar og var af því tilefni haldinn afinælisfagnaður í Sam- komuhúsinu. Um 100 manns sóttu skemmtunina. Ymsir tónlistarmenn komu fram. Má þar nefna kennara og skólastjóra Tónlistarskólans í Garði, Lúðrasveit tónlistarskólans, tvo nemendur í píanóleik, bama- kór skólans og tónlistarmenn úr nágrannabyggðarlögunum. Tónlistarfélagið var stofnað 26. febrúar 1979 og var Edda Karls- dóttir fyrsti formaður þess. Félag- ið stóð fyrir stofnun útibús frá Tónlistarskólanum í Keflavík og hófst sú starfsemi 21. september 1979. Nemendur fyrsta árið vom 63 en í vetur hafa þeir verið 90. Oddviti Gerðahrepps, Finnbogi Bjömsson, færði félaginu gjöf frá hreppnum sem og flest starfandi félög innan hreppsins. Núverandi formaður Tónlistar- félags Gerðahrepps er Björk Gránz en skólastjóri tónlistarskólans er Jónína Guðmundsdóttir. Arnór Skíðafélag Reykjavíkur stendur fyrir skíðagöngpi fyrir almenn- ing á morgun, sunnudag. Er það gert í tilefni af 75 ára afinæli félagsins. Gangan hefst við Blá- Qallaskála og gengið verður eft- ir BláQallaleið niður að Foss- vogsskóla eða jafii vel niður í Hljómskaálgarð, alls um 30 kíló- metra spotti. Þetta mun vera skíðaganga við flestra hæfi, ekki síst vegna þess að möguleiki er á því að koma inn í göngúna á nokkmm stöðum. Van- ir menn munu fara fyrir göngunni. Rútuferðir verða fyrir þá sem það kjósa og verður farið frá Umferðar- miðstöðinni klukkan 9.45 og frá Fossvogsskóla klukkan 10.00. F) ölskyldugnðsþj ón- ustur á æskulýðsdegi ÍSLENSKA Þjóðkirkjan heldur árlega upp á æskulýðsdag Þjóð- kirkjunnar með Qölskylduguðs- þjónustum i kirkjum sínum. Dag- inn ber nú upp á nk. sunnudag 5. mars 1989. Guðspjallatexti þessa dags er mettunarfrásagan úr 6. kafla Jó- hannesarguðspjalls, er Jesús mettar 5000 manns með tveim fiskum og fimm brauðum. í samræmi við guðspjallið hefur deginum verið valin yfirskriftin „Við sama borð“ og prestum og söfnuðum verið send áskomn um að þeir vinni með þetta þema og tengi það þróun- araðstoð og vandamálum þriðja heimsins, svo og réttlætismálum í okkar heimshluta. Messur nk. sunnudag verða þann- ig helgaðar þessu þema í flestum kirkjum landsins. Söngleikur fluttur á æskulýðsdegi Um kvöldið verður sérstök sam- vera, helguð þema dagsins, á vegum æskulýðssasmbands kirkjunnar í Reylqavíkurprófastsdæmis Samver- an verður í Bústaðakirkju og hefst kl. 20.30. Þar verður meðal annars söngleik-f urinn „Brauðundrið" fluttur af ungl- ingum í æskulýðsfélögum prófasts- dæmisins. Dýrin í Hálsaskógi sýnd í Hveragerði Hveragerði. LEIKFELAG Hveragerðis frum- sýnir Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner f dag, laugar- dag, kl. 15.00. Sýnt verður á nýju sviði í nýja grunnskólanum f Hveragerði. Leikendur em 20 talsins og með helstu hlutverk fara Hjörtur M. Benediktsson, Steindór Gestsson og Valdimar I. Guðmundsson. Leikstjóri er Sigurgeir H. Friðþjófsson. Alls starfa 37 manns að uppfærslu leik- verksins. Sýningaflöldi hefur ekki^_ verið ákveðinn en hann mun ráðast af aðsókninni. ✓ Sigrún Leikendur og aðstoðarfólk í barnaleikritinu Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjöra Egner. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 3. mars. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verö (lestir) verð (kr.) Þorskur 44,00 30,00 41,63 9,435 392.845 Þorskurfósl.) 42,00 30,00 40,79 22,158 904.019 Þorskurjdbl.) 25,00 25,00 25,00 0,160 4.000 Smáþorskur 18,00 17,00 17,41 1,695 29.518 Ýsa 79,00 55,00 66,42 9,663 641.971 Ýsafósl.) 71,00 36,00 68,51 2,031 139.142 Karfi 15,00 15,00 15,00 0,450 6.750 Steinbítur 40,00 15,00 25,22 7,098 179.044 Steinbítur(óst) 14,00 9,00 10,96 6,324 69.340 Lúða 255,00 220,00 236,85 0,135 31.975 Langa 15,00 15,00 15,00 1,080 16.200 Keila 12,00 12,00 12,00 0,727 8.724 Hrogn 140,00 140,00 140,00 0,150 21.000 Samtals 40,00 61,113 2.444.808 Selt var aðallega úr Stakkavík ÁR, Núpi ÞH, frá Tanga hf., Sig- urði Agústssyni og Nesveri. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 43,00 43,00 43,00 2,092 89.935 Þorsk(ósl.l.bL) 45,00 30,00 42,43 18,288 775.894 Ýsa 65,00 29,00 62,41 9,082 566.789 Ýsa(ósl.) 64,00 15,00 31,73 0,285 9.043 Ufsi 20,00 15,00 15,92 2,120 33.733 Karfi 29,00 27,00 27,73 2,159 59.873 Steinbítur 13,00 11,00 12,25 1,629 19.956 Hlýri+steinb. 11,00 11,00 11,00 1,476 16.236 Lúöa 195,00 195,00 195,00 0,030 5.850 Rauömagi 115,00 115,00 115,00 0,058 6.670 Samtals 42,48 37,327 1.585.751 Selt var úr Freyju RE, Keili RE og bátum. Boðið verður upp úr netabátum klukkan 12.30 í dag. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 62,00 43,00 46,77 58,840 2.751.760 Þorskur(ósL) 60,50 38,50 47,40 32,573 1.553.938 Ýsa 76,00 35,00 68,88 10,454 720.040 Ýsa(ósl.) 74,00 51,00 62,59 1,191 74.541 Ufsi 23,00 20,00 22,74 2,958 67.279 Ufsi(ósl.) 20,50 17,00 17,68 15,756 278.685 Karfi 28,00 15,00 25,46 0,546 14.360 Steinbitur 21,50 10,00 20,63 0,270 5.580 Skarkoli 50,00 13,00 48,44 0,522 25.286 Langa 30,50 30,50 30,50 1,000 30.500 Langa(ósL) 30,00 30,00 30,00 0,500 15.000 Keila 19,00 19,00 19,00 3,000 57.000 Keila(ósl.) 1.2,00 12,00 12,00 1,500 18.000 Skata 81,00 10,00 64,62 0,155 10.425 Skötuselur 131,00 131,00 131,00 0,026 3.498 Samtals 43,45 130,149 5.655.392 Selt var aðallega úr Skarfi GK, Margróti HF, Mána HF og Hraunsvík GK. Sameiginlegt uppboð Fiskmarkaðs Suðurnesja og fiskmarkaöarins í Hafnarfirði verður klukkan 14.30 í dag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.