Morgunblaðið - 04.03.1989, Side 12

Morgunblaðið - 04.03.1989, Side 12
n jJíORqyNBkAÐJÐ/LAtJGARDAQUR 4. MARZ ‘ 1989 8*2 12.800 íslendingarmeð lögheimili erlendis 4.800 erlendir ríkisborgarar hér Nína Björk les upp í Jónshúsi Jónshúsi. NÍNA Björk Árnadóttir rithöfund- ur las upp úr verkum sínum í fé- lagsheimilinu i Húsi Jóns Sigurðs- sonar, fimmtudagskvöldið 23. febrúar. Nína hefur dvalið hér í Höfn við ritstörf um nokkurt skeið og vinnur að skáldsögunni „Þriðja ástin“. Er það önnur skáldsaga höfundarins, sem samið hefur 10 leikrit og gefið út 6 ljóðabækur. Hér las Nína Björk úr nýjustu ljóðabókinni „Hvíti trúður- inn“ og einnig úr skáldsögunni, sem er í smíðum. Skáldkonan er frábær upplesari og var margt manna saman komið, til að hlusta á hana. - G.L.Ásg. Morgunblaðið/Guðrún L. Ásgeirsdóttir Nina Björk les upp í Jónshúsi. Samkvæmt janúarhefti Hag- tíðinda höfðu 12.822 einstakling- ar, fæddir á íslandi, lögheimili eríendis árið 1988,^ 5.773 karlar og 7.049 konur. Á sama tíma dvöldu 13.838 íslenzldr ríldsborg- arar í öðrum ríkjum, 6.319 karlar og 7.519 konur. Hcr á landi vóru hinn 1. desem- ber 1988 9.351 íbúi fæddur erlend- is og 4.829 með erlent ríkisfang. Á sl. ári vóru 8.996 íslenzkir ríkisborgarar búsettir á Norður- löndum: 3.544 í Svíþjóð, 3.052 í Danmörku, 2.069 í Noregi, 232 í Færeyjum, 34 í Grænlandi og 32 í Finnlandi. í öðrum Evrópulönd- um 1.353, flestir í Bretlandi, V- Þýzkalandi og Luxemborg. í Bandaríkjunum vóru 2.582, Kanada 370, Eyjaálfu 308 og ann- arsstaðar færri. Af 12.822 einstaklingum, fædd- um á íslandi með lögheimili er- lendis, vóru 8.114 búsettir á Norð- urlöndum, 1.110 í öðrum Evró- puríkjum, 3.148 í Ameríku, 38 í Afríku, 39 í Asíu, 280 í Eyjaálfu og 93 ótilgreint. Þeir, sem fara til útlanda til atvinnudvalar, fyltja að jafnaði lögheimili sitt til viðkomandi lands, en námsmenn halda jafnan lög- heimili á íslandi. Þetta á þó ekki við þá sem stunda nám á Norðurl- öndum. Hér búandi, fæddir erlendis, vóru 9.351, 4.214 karlar, 5.137 konur. Flestir 4.334 fæddir á Norðurlöndum, 2.667 í Öðrum Evrópulöndum, 1.468 í Ameríku, 166 í Afríku, 544 í Asíu, 164 í Eyjaálfu. 4.819 erlendir ríkisborgarar dvöldu í landinu, 2.117 karlar og 2.712 konur. Flestir eða 1.785 frá Norðurlöndum, 1.582 frá öðrum Evrópulöndum, 965 frá Ameríku, 99 frá Afríku, 240 frá Asíu, 151 frá Eyjaálfu og 7 ótilgreint nánar. Hafnarfjörður: Átta tilboð í gatnagerð ÁTTA tilboð bárust í gatnagerð í Setbergslandi í innsta hluta Lækjarbergs og Hlíðarbergs. Átti J.V.J. lægsta tilboðið, rúm- lega 9,1 milljón en kostnaðará- ætlun er rúmlega 16,4 milljónir. Hefúr bæjarráð samþykkt að fela bæjarverkfræðingi að ganga til samninga við J.V.J. Aðrir sem buðu í verkið voru: Borgarvirki, rúmlega 10,6 millj., Halldór og Guðmundur, rúmlega 11,7 millj. og Rúnar Smárason, Gnoðavogi 54, Reykjavík, 12,5 millj. Tilboð Háfells og Loftorku voru nær samhljóða, rúmar 12,8 millj. og Hagvirki bauð hæst rúm- lega 13,8 millj. Símar 35408 og 83033 GAMLI BÆRINN Hverfisgata 63-115 Óðinsgata o.fl. JR»riíiU»M«ií>iíþ MAJORKA • KÍPUR • FLORIDA • LUXEMBOURG • ÞYSKALAND • FRAKKLAND • AUSTURRIKI FERÐABINGÓ ÁRSINS Ferðaskrifstofan JJRVAL og Félag eldri borgara efna til glæsilegs ferðabingós á HÓTEL ÍSLANDi, laugardaginn 4. mars kl. 14.00, fyrir 55 ára og eldri. Húsið opnar kl. 13.00. Spilaðar verða 8 umferðir um stórkostlega ferða- vinninga frá ferðaskrifstofunni ÚRVAL og FLUG- LEIÐUM. Aukavinningar eru gefnir af NÓA SIRÍUS. HAUKUR MORTHENS syngur við undirleik. HEILDARVERÐMÆTI VINNINGA ER KR. 550.000,- Aðgangseyrir er 290 kr. — innifalið er kaffi & kökur Bingóspjaldið kostar aðeins 350 kr. og gildir fyrir allar umferðirnar HÓPFERÐAMIÐSTÖÐIN verður með fríar ferðir ,til og frá félagsmiðstöðvum og elliheimilum borgarinnar, og einnig frá Seltjarnarnesi, Mos- fellsbæ, Hafnarfirði, Kópavogi og Garðabæ. Bifreiðastöðin HREYFILL ekur frítt fyrir ellilífeyrisþega innan borgarmarkanna. Síminn er 68 55 22. VINNINGASKRA 1. umferð Flugfar innanlands með Flugleióum. 2. umferð Flugfar til og frá Luxembourg eða Frankfurt með Flugleiöum. 3. umferð Flugfar til og frá Kaupmannahöfn, Osló eða Stokkhólm með Flugleiðum. 4. umferö Ferð með Úrvali í 24 daga 3. maí til Majorku. 5. umferð Ferð meö Úrvali 2. október í 4 vikur til Majorku. 6. umferð Flugfar með Flugleiðum til og frá Florida. 7. umferð Ferð eldri borgara I 18 daga til Miö-Evrópu 5. september með Úrvali. 8. umferð Ferð fyrir tvo til Majorku með Úrvali í 24 daga 3. maí FÉLAG ELDRI BORGARA FERÐOSKRIFSrOFAN ÚRVOL - fólk sem kann sitt fag! Pósthússtrœti 13 - Sími 26900. MAJORKA • KÍPUR • FLÓRÍDA • LUXEMBOURG • ÞÝSKALAND • FRAKKLAND • AUSTURRÍKI *

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.