Morgunblaðið - 04.03.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.03.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MARZ 1989 Kammertónleik- ar í Gerðubergi ÍSLENSKA hljómsveitin heldur kammertónleika i Menningar- miðstöðinni sunnudaginn 5. mars nk. og heQast þeir kl. 16.00. Þetta eru aðrir tónleik- arnir af tólf sem fyrirhugaðir eru á þessu starfsári hljómsveit- Vinnuhópur Qallar um tónlistarskóla Menntamálaráðherra skipaði 2. febrúar sl. vinnuhóp til að íjalla um málefiii tónlistarskól- anna með tilliti til áforma sem fram koma í frumvarpi um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. í vinnuhópnum eiga sæti: Run- ólfur Birgir Leifsson, deildarstjóri, eftir ákvörðun menntamálaráð- herra og er hann formaður nefnd- arinnar., Sigríður Sveinsdóttir, formaður Félags tónlistarskóla- kennara, eftir tilnefningu FT, Sig- ursveinn Magnússon, skólastjóri, eftir tilnefningu Samtaka tónlist- arskólastjóra STS, Húnbogi Þor- steinsson, skrifstofusijóri, eftir tilnefningu félagsmálaráðherra og Njáll Sigurðsson, námssijóri, er ritari starfshópsins. arinnar, hinu áttunda i röðinni. Samtök tónlistarmanna um ís- lensku hljómsveitina, skipuð 40 hljóðiæraleikurum, einsöngvur- um og tónskáldum, hafa skipu- lagt tónleikana, sem ýmist eru söngtónleikar, kammertónleik- ar eða hljómsveitartónleikar. Þeir verða allir haldnir í Gerðu- bergi, nánar tiltekið kl. 16.00 fyrsta sunnudag hvers mánaðar frá og með febrúar til desem- ber. A kammertónleikunum nk. sunnudag koma fram tveir hljóð- færaleikarar úr hljómsveitinni, þau Sigurður I. Snorrason, klari- nettuleikari, og Anna Guðný Guð- mundsdóttir, píanóleikari. Tónverkin á efnisskránni eiga það sammerkt að vera samin í Austurríki og í löndum austur- Evrópu á þessari öld. Þau eru: Korondi Táncoc (Dansar frá Kor- ond) eftir László Draskóczy, „Essays in Sound" (Hljóðsmíðar) eftir Jenö Takács, „Miniature" (Þrjú smáverk) eftir Krzysztof Etyde (Æfíng) eftir Rudolf Jettel, og Vier Stiicke fiir Klarinette und Klavier, op. 5. (Fjögur stykki fyrir klarinett og píanó) eftir Alban Berg. Loks flytja þau Sigurður og Anna Guðný Eyðimerkurljóð Páls P. Páissonar. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn á meðan húsrúm leyf- ir. (Úr fréttatilkynningu) t ''1 ^ Sumarfrí og siglingar Ætlar þú að sigla í sólarlöndum? Eyddu þá ekki öllu fríinu þar í að læfa að sigla. Vertu búinn að því áður. Þekking á siglingaregl- um, kunnátta í sigl- ingafræði og meðferð seglbóta er óvisun á vel heppnað sumarfrí. Nómskeið í skútusiglingum, á kvöldin og um helgar í 7 daga og að degi til frá mánudegi til föstudags- verða haldin af Siglingaskólanum í sumar eins og undanfarin sumur. Hvert námskeið er 40 stundir og siglingasvæði er sundin við Reykjavík, Kollafjörður, mynni Hvalfjarðar og Skerjafjörður. Kennsla samkvæmt námskrá Alþjóða siglingaskólasambandsins. Námskeiðin hefjast í byrjun júní og standa allt sumarið til loka ágústmánaðar. Verð frá kr. 14.000. Allir, sem sótt hafa bókleg eða verkleg námskeið Siglingaskólans, fá 10% afslátt. Ef 4 eða fleiri innrit- ast í einu, fá þeir sama afslátt svo og meðlimir í Siglinga- klúbbi Veraldar, Ferðamiðstöðinni Veröld, Austurstræti 17. Innritun alla næstu viku frá kl. 16-18 í húsnæði Siglingaskól- ans í Lágmúla 7. Innritunargjald er 25% af námskeiðsgjaldi. /iGunGfl/KOLinn Siglingaskólinn meðlimur í Alþjóðasambandi siglingaskóla. 30 tonna námskeið (pungapróf), það síðasta sem Siglingaskól- | inn heldur á þessum vetri, hefst 15. mars og lýkur 3. maí. Kennsla fer fram á mánudags- og miðvikudagskvöldum frá kl. 19-23. Hafsiglinganámskeið (Yachtmaster Offshore) fyrir þá, sem lokið hafa pungaprófinu, hefst 16. mars og lýkur 2. maí. Kennsla fer fram á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum frá kl. 19-23 og er samkvæmt námskrá Alþjóðasiglingaskólasam- bandsins. Upplýsingar ( símum 91-689885 og 91-31092. Opið í dag og á morgun f Lágmúla 7 frá kl. 14-18. Litið inn á æfingu hjá Leikfélagi Flateyrar, leikhópurinn ásamt sviðsfólki. Flateyrí: Gamanleíkurínn „Drauga- glettur “ frumsýndur Flateyri. LEIKFÉLAG Flateyrar frumsýnir nýtt íslenskt leikrit 8. mars nk. eftir Iðunni Steinsdóttur. Leikritið heitir „Draugaglettur“ og er gamanleikur fyrir alla fjölskylduna. Oktavía Stef&nsdóttir er leik- stjóri. í upphafi leikritsins og á milli atriða verður leikin tónlist sem samin er af skólastjóra Tónlistarskólans, David Irms, en tónlistin sem samin er við verkið er hugmynd leikstjóra. Átta leikarar eru í leikritinu en á milli 15 og 20 manns standa að sýningunni. Leik- félag Flateyrar á 25 ára afinæli um þessar mundir og verður hald- ið upp á afinælið við frumsýningu. Formaður Leikfélags Flateyrar er Sigrún Gerða Gísladóttir. Fyrir um 25 árum stofnuðu nokkur félög á Flateyri leikfélag, en þá hafði um margra ára skeið verið mjög öflug leikstarfsemi á staðnum. Fyrsti formaður leikfé- lagsins var Kristján Guðmundsson bakarameistari og með honum í stjóm voru María Jóhannsdóttir ritari og Gunnhildur Guðmunds- dóttir gjaldkeri. Á tímabili varð hlé á starfsemi félagsins sem kom í kjölfar fráfalls Kristjáns sem lést fyrir aldur fram, en hann var aðaldriffjöðrin í allri leikstarfsemi í áraraðir á Flateyri. Fyrir um 10 árum var félagið síðan endurreist og hefur verið leikið á hveiju ári síðan, þá tók við for- mennsku Sigrún G. Gísladóttir. Það má því segja að hjá félaginu séu tvenn tímamót. „Ekki ómerkara starf hjá áhugaleikfélögfunum” Iðunn var spurð hvemig henni fyndist að afhenda áhugamanna leikfélagi verk sitt til frumflutn- ings, „mér finnst það mjög ánægju- legt, áhugamannaleikfélög vinna ekkert ómerkara starf en það sem atvinnuleikhúsin eru að fást við. Ég er mjög ánægð með að Oktavía Stefánsdóttir skyldi taka þetta verkefni, hún hefur áður sett upp verk eftir okkur systumar, 19. júní á Höfti og vomm við ákaflega án- ægðar með þá uppsetningu." Iðunn ætlar að sjálfsögðu að koma vestur á frumsýningu ef veð- ur leyfir. „Það er mjög spennandi þegar þetta er að gerast", sagði Iðunn. „Samstilltur hópur“ Oktavía Stefánsdóttir sagði í við- tali við Morgunblaðið að sér hefði þótt mjög gaman að vinna að þessu leikriti „því leikritið sjálft er svo skemmtilegt", sagði Oktavía. „Svo er ég með hóp sem er alveg ótrú- lega samstilltur miðað við mikinn aldursmun í hópnum. Það hefur ekki verið misfella á samstarfinu, leikendur hafa lagt mikið á sig við að koma á æflngar, hér hefur ver- ið vont veður og fólk hefur vaðið snjó. Það hefur komið frá smáböm- urn, og með smáböm langar leiðir á æfíngar á snjósleða og allt er þetta gert fyrir áhugann á að vera með. Eg er með tvo drengi sem leika til skiptis sama hlutverkið svona til þess að létta á þeim álag- ið. Þeir hafa staðið sig með ein- dæmum vel ( að samlagast hinu fólkinu og hefur aldrei borið á þess- um aldursmun sem er í hópnum og er ég mjög hrifln af því sem leikstjóri." Morgunblaðið/Magnea Emil Hjartarson og Júlíana Jónsdóttir, sem leika draugínn og Lúllu frænku að vestan. Oktavia Stefánsdóttir, leik- stjóri. Aðspurð sagði Oktavía að sér fyndist heillandi að vinna með áhugamannaleikfélögum. „Ég álít að það gefi mér meira, I ár hafði ég ekki hugsað mér að fara út á land en mér bauðst að koma til Flateyrar fjórða árið í röð og selja upp þessa 25 ára afmælissýningu og það gat ég ekki staðist. Þegar Leikfélag Flateyrar biður mig að setja upp er öllu öðru kastað til hliðar því það er eins og að koma heim“, sagði Oktavía. „Samvinna við höfund hefur líka verið með eindæmum ánægjuleg, hef ég áður unnið með Iðunni og systur hennar Kristínu. 25 ára afmæli „í tilefni af afmælinu ákvað stjóm leikfélagsins að gera eitt- hvað sérstakt", sagði Sigrún G. Gísladóttir formaður Leikfélags Flateyrar. Áður hefur verið frum- flutt nýtt ísl. leikrit á Flateyri það var Orðabelgurinn eftir Brynju Benediktsdóttur sem Oktavía leik- stýrði einnig. Að sögn Sigrúnar var það álit þeirra sem að þeirri sýn- ingu stóðu að það væri eitt það skemmtilegasta sem áhugamanna- leikhópur fengi að glíma við væri nýtt Ieikrit. „Það var okkur því sérstök ánægja í annað skipti að fá að glíma við nýtt verkefni og mjög þýðingarmikið fyrir áhuga- mannaleikfélög þegar höfundar vilja afhenda þeim verk sín til frum- flutnings", sagði Sigrún. „Við höf- um verið mjög heppin með leik- stjóra í gegnum árin. Sl. fíögur ár höfum við haft sama leikstjórann, Oktavíu Stefánsdóttur, og að fá tækifæri til að vinna með slíkri hæflleikakonu er Leikfélagi Flat- eyrar gífurlega þýðingarmikið, hún hefur veitt okkur sérstakan með- byr. Ég tel að áræðni okkar við að frumflytja íslensk verk séu því Oktavíu mikið að þakka. Fyrir hönd Leikfélags Flateyrar vil ég að lok- um þakka öllum þeim flölmörgu sem hafa starfað fyrir og styrkt þetta leikfélag sem nú er 25 ára. „Leikbakterían blundar alltafí manni“ Júlíana Jónsdóttir sem leikur Lúllu frænku að vestan er ein af stofnendum leikfélagsins, og lék m.a. i fyrsta leikriti félagsins sem var, Svört og brún á brá. Hún hafði tekið sér margra ára hlé í leiklistinni en stéðst ekki mátið þegar hún var beðin að vera með. „Ég held að þegar maður hefur tekið þátt í leikstarfseminni blund- ar alltaf í manni bakterían að vera með annars væri maður ekki að þessu“, sagði Stella, eins og hún er kölluð. „Þetta hefur verið ákaf- lega gaman að vinna að þessu, hópurinn samstilltur og góður, og leikritið skemmtilegt. Emil Hjartarson tók einnig þátt í stoftiun leikfélagsins. „Lífið og sálin í því félagi fyrstu árin var Kristján Guðmundsson bakara- meistari, hann mun hafa leikið í öllum leikritum sem sviðsett voru á Flateyri frá því að hann fluttist fra Patreksfirði þangað til hann féll frá langt um aldur fram. Ég minnist samstarfsins við hann og marga aðra frá þessum tíma með mikilli ánægju. Ég hef haft gaman af að taka þátt í starfí félagsins nú eftir alllangt hlé. Enda er það svo að enginn tekur þátt í jafnkre- fjandi verki og æfingar og sýning- ar eru nema hann hafí gaman af. Leikstjórinn okkar, hún Oktavía, er hjá okkur ( fjórða sinn. Ég hef ekki starfað undir hennar stjóm fyrr. Samstarfið við hana hefur verið skemmtilegt og lærdómsríkt. Eftir kynni við hana veit ég að Leikfélag Flateyrar á henni mikið að þakka." Emil leikur gamla drauginn sem fjöldskyldan glímir við í leikritinu. - Magnea

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.