Morgunblaðið - 04.03.1989, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 4. MARZ 1989
Við hæsta tind
íslendingar léku besta handboltann í B-keppn-
inni. Frábærliðsheild lagði grunninn að velgengn-
inni. Bogdan látinn fara bara til að skipta?
LIÐ íslands lék besta og falleg-
asta handknattleikinn í B-
keppninni, sem lauk í París um
síðustu helgi. Gullpeningarnir
áttu því hvergi annars staðar
neima en þar sem þeir voru
hengdir: á hálsi þessara hetja
frá 250.000 manna eyjunni í
norðri.
Handboltamenn frá öðrum þjóð-
um sem voru á B-keppninni
kepptust við að lofa íslenska liðið.
Og skyldi engan undra. Menn höfðu
Af á orði að ótrúlegt
INNLENDUM væri hve íslenska
VETTVANGI liðið væri breytt frá
Þvl" ^ Ólympíuleik-
unum. Taugastríðið
Mf. tapaðist í Suður-
Kóreu í haust, en
nú stóðu íslensku
strákamir uppi sem
sigurvegarar í því
stríði sem öðrum.
Það var ógleymanlegt að fylgjast
með þeim; í riðlakeppninni í Cherbo-
urg, síðan í Strasbourg þar sem
milliriðillinn fór fram og síðast en
ekki síst í París sem þar gullið
vannst.
fkapti
Hallgrímsson
skrífar
Uðsheildin
Þessi hópur leikmanna var ein-
staklega samstilltur, andinn frábær
og allir tilbúnir að vinna hver fyrir
annan. Það er annað en hægt er
að segja um „smákónga" sumra
annarra liða þar sem flestir hugsa
lítið um annað en sjálfan sig. Hjá
íslendingunum var það liðsheildin
sem lagði grunninn að velgengn-
inni; í flokkaíþróttum er það ein-
mitt heildin sem er dýrmætust —
það kom svo sannarlega í ljós í
þessari keppni. Liðið lék af jafn
mikilli festu og krafti gegn slöku
liðunum og þeim sterku — sem er
nokkuð sem íslenska landsliðinu
hefur aldrei tekist áður. Allt frá
upphafi til loka keppninnar var full-
komin einbeiting til staðar. Bogdan
náði upp hárréttri stemmningu í
hópinn.
Á „gullkortlð"
íslenska liðið batt endahnútinn á
frábæra keppni með sigri í úrslita-
leiknum. Sterkt pólskt landslið var
lagt að velli — en Pólveijamir höfðu
unnið alla leiki sína á mótinu fram
að því. Sem fyrr var það liðsheildin
— frábær íslensk liðsheild — sem
vann þennan sigur. „Strákamir
GEFÐU
FERMINGAR-
BARNINU
KOST Á AQ KYNNAST
SKIÐA-
BAKTERIUNNI
í SUMAR
Námsímð í Sfáðaskotanum
erholloggóðgjöf.
Verð (allt innifalið)••
frá kr. 15.950
tilkr. 19.950
Innritun er hafin og bœklingar með öllum
upplýsingum liggja frammi
á Ferðaskrifstofunni Úrval.
UPPLÝSINGAR OG BÓKANIR:
FBHUSKRimtOHÚmAL
VIÐ AUSTURVOLL
SÍMI 26900
OG UMBOÐSMENN ÚRVALS UM LAND ALLT
okkar“ byijuðu sérlega vel í úrslita-
leiknum, náðu öruggri forystu þeg-
ar í upphafi og létu forystuna aldr-
ei af hendi. Vömin var góð, sóknin
einnig. Flest það sem re}mt var
gekk upp. Það var unaðslegt að
verða vitni að þessum sigri — Island
hefur aldrei áður farið með sigur
af hólmi á svo sterku móti, og það
er geysilega mikilvægt að ná loks
að komast yfir þann þröskuld. ís-
land er nú komið á „gullkort“ hand-
knattleiksmanna, og það gæti átt
eftir að reynast dýrmætt. Eyþjóðin
kraftmikla í norðri hefur oft átt
gott landslið, en örugglega aldrei
jafn sterkt og í dag. I þessum hópi
sem lék í Frakklandi voru frábærir
leikmenn í hverri stöðu, og breiddin
er orðin það mikil að ef einhver úr
byrjunarliðinu forfallast er alltaf
einhver til að taka við. Það sást
best í leiknum gegn Vestur-Þjóð-
veijum er Alfreð og Kristján voru
báðir útilokaðir, Héðinn Gilsson og
Sigurður Sveinsson fýlltu skörð
þeirra þannig að ekki var hægt að
gera betur.
Héðinn kom, sá og sigraði í þess-
ari keppni. Hann lék frábærlega,
drengurinn, þegar hann kom inn á
— og sýndi svo ekki verður um
villst að þar er á ferðinni hand-
knattleiksmaður framtíðarinnar.
Leikmaður sem á eftir að verða á
heimsmælikvarða næstu árin, ef
hann heldur rétt á spilunum. Hafa
verður í huga að þetta var í fyrsta
skipti sem hann keppir á stórmóti.
Handknattleiksunnendur um heim
allan vissu hvað bjó í leikmönnum
eins og Kristjáni, Alfreð, nöfnunum
Sigurði Gunnarssyni og Sveinssyni,
Þorgils Óttari Mathiesen, Guð-
mundi Guðmundssyni og Einari.
En yngri drengirnir, Héðinn, Valdi-
mar, Bjarki og Jakob slógu í gegn
í keppninni.
Verkln tala
Sem fýrr segir var það fýrst og
fremst ótrúlega sterk liðsheild sem
skóp þennan frábæra árangur
íslenska liðsins. Léttleikinn var í
fyrirrúmi, taugarnar í lagi — en þær
voru einmitt aðalvandamálið í Seo-
ul; þar brugðust taugamar. Fyrir
þá keppni voru menn bjartsýnir,
ýmsar yfirlýsingar gefnar og lands-
liðsmennirnir voru mikið í sviðsljós-
inu. Það var ef til vill nauðsynlegt
vegna fjáröflunar, en þó óheppi-
legt. Menn verða að geta einbeitt
sér að handknattleiknum — ekki
að auglýsingum. Leikmenn höfðu
ekki gaman af því sem þeir voru
að gera. Æfðu of mikið, vom
þreyttir og leiðir. Kristján Arason
hitti naglann á höfuðið er hann
sagði, í samtali við Morgvnblaðið
eftir B-keppnina: „Ég tel að þar [í
Seoul] hafi fyrst og fremst valdið
því að ekki fór betur að við lékum
ekki beint „frá hjartanu" — vomm
of miklir atvinnumenn í okkur. Við
verðum að hafa gaman af því sem
við emm að gera, verðum að vilja
beijast. Ef sú hugsun er ekki fyrir
hendi náum við aldrei neinum ár-
angri, alveg sama hve mikið við
myndum æfa. „íslendingurinn" þarf
að vera nógu sterkur i okkur.“
Fyrir B-keppnina störfuðu menn
án stóryrða, nánast á bak við tjöld-
in, vildu engu spá um keppnina en
sögðust vilja láta verkin tala. Það
var svo sannarlega gert. Landsliðið
sýndi og sannaði að það stendur
nærri tindi handknattleiksfjallsins.
Engin spuming er um að lið okkar
er eitt þeirra bestu í heimi. Sovét-
menn em bestir, að allra mati sem
lifa og hrærast í alþjóða hand-
knattleik, en síðan koma lið nokk-
urra þjóða sem em álíka sterk. Á
stórmótum má því lítið út af bera.
Það sást vel í Seoul er Austur-
Morgunblaðið/Skapti
Fögnuður íslensku leikmannanna var mikill þegar flautað var til leiksloka
hjá Rúmenum og Svisslendingum. Þá var ljóst að ísland kæmist í úrslit, og
ekki var fögnuðurinn minni eftir úrslitaleikinn...
Þjóðyeijar léku um sjöunda sætið
við íslendinga, en litlu munaði að
þeir lékju úrslitaleikinn! Það sást
einnig vel í Frakklandi. Vestur-
Þjóðveijar komu fullir bjartsýni,
margir spáðu þeim sigri í keppn-
inni, en þeir duttu niður í C-
keppni. Það er stutt milli hláturs
og gráturs, fyrir því fengu þeir
heldur betur að finna. Liðið er mun
betra en frammistaða þess gefur
til kynna, en taugamar biluðu —
liðsheildin brást, og því fór sem
fór. Island getur því unnið verð-
launasæti á öllum stórmótum sem
það tekur þátt í, ef vissir hlutir em
í lagi. Á móti getur einnig blásið,
vonir bmgðist, eins og sást á
Ólympíuleikunum. I Frakklandi
gekk allt upp.
Að ári er heimsmeistarakeppnin
Morgunblafiiö/Skapti
Bogdan Kowalczyk hafði ástæðu
til að brosa í Frakklandi.
í Tékkóslóvakíu. Bogdan segir að
þar eigi liðið að geta náð góðum
úrslitum, og það er rétt. Sumir leik-
mannanna hafa reyndar lýst því
yfir að þeir hyggist hætta að leika
með landsliðinu, en tíminn verður
að leiða í ljós hvort þeir láta verða
af því. Það kitlar eflaust að hætta
nú — eftir að vel hefur gengið, en
eflaust líka að taka þátt í HM á
næsta ári. Með leikjum eins og í
Frakklandi gæti liðið náð langt í
Tékkóslóvakíu. Vonandi gefa þeir
bestu allir kost á sér.
Þjóðin
Svo virðist sem mikill meirihluti
þjóðarinnar hafi fylgst með úrslita-
leiknum í sjónvarpi. Það er auðvitað
ánægjulegt hve áhuginn er mikill,
og í París vom menn undrandi yfir
því er íslendingar flykktust alla leið
að heiman í Bercy höllina til að sjá
einn leik! Nei, það er ekki að spyija
að landanum — þegar vel gengur.
í Frakklandi gekk vel, og þá vom
„strákamir okkar“ á allra vömm.
Menn em auðvitað ekki jafn sáttir
við liðið þegar á móti blæs, en við
verðum að muna að einmitt þá er'
stuðningurinn hvað dýrmætastur.
Strákamir fengu skömm í hattinn
eftir Ólympíuleikana, og því aldeilis
uppreisn æm nú. Enda vom þeir
himinlifandi með árangurinn —
töldu sig hafa sýnt hvar þeir stæðu
í alþjóða handknattleik. Handknatt-
leiksunnendur verða að trúa því að
landsliðspiltamir reyni alltaf sitt
besta. Meira er ekki hægt að fara
fram á.
Fjármagn
Rekstur handknattleikssam-
bandsins kostar mikið fé. Þegar
sýnt var hvert stefndi á Ólympíu-
leikunum stöðvaðist nánast fjár-
magnsstreymi í kassa HSÍ, en nú
vænkast vonandi hagur sambands-
ins á ný. Ljóst er að styðja verður
við bakið á landsliðsmönnum eins
og hægt er, þeir leggja gríðarlega
mikið á sig, missa af vinnu og þar
með beinhörðum peningum. Fjöl-
skyldur landsliðsmannanna mega
ekki líða fyrir það hve snjallir leik-
menn þeir em. HSÍ þarfnast því
mikilla peninga, forráðamenn þess
hafa verið duglegir við að afla
þeirra og hafa notið góðs stuðnings
þjóðarinnar. Svo verður vonandi
áfram.
Bogdan
Og þá er það Bogdan: hann hef-
ur oft sýnt hvers_ hann er megnug-
ur sem þjálfari. í Seoul brást and-
lega hliðin, en í Frakklandi vom
öll vandamál úr sögunni. Liðið lék
frábæran handbolta, og auðvitað
er hann maðurinn á bak við það.
Leikmennimir em allir stórgóðir,
en hershöfðinginn er sá sem ræður
ferðinni. Leikur liðsins var vel
skipulagður, sóknirnar gengu vel
upp og vamarleikurinn var yfírleitt
óhemju sterkur. Stærsta spumingin
varðandi landsliðið nú er hver verð-
ur þjálfari þess. Bogdan hefur verið
nefndur. Hann hefur verið með lið-
ið í sex ár, og spumingin er hvort
rétt sé að skipta. Margir em á því.
Bogdan er einn besti þjálfari heims
— og því verða menn að velta fyrir
sér hvort jafn góður maður fæst til
starfans. Það verður erfitt að taka
við af Bogdan og spurning hveijir
treysta sér til þess. Austur-Þjóð-
veijinn Tiedemann var lengi vel
nefndur, jáfnvel talið ömggt að
hann kæmi, en nú virðist sem ekk-
ert verði af því. Leikmenn em
margir hveijir á að nú eigi að fá
nýtt blóð, en það verður að vera
úr góðum „blóðflokki" ef það á að
duga. Engin trygging er fyrir því
að nýir vendir sópi betur en gaml-
ir. Það á ekki að skipta um þjálfara
bara til að skipta; fyrr en þá eftir
lengri tíma, ef ekki fæst jafn hæfur
maður í starfið eða hæfari. Það
má ekki fara niður stigann í vali á
þjálfara. Forystumenn HSÍ hafa
velt því fyrir sér að reyna a.m.k.
að fá Bogdan til að starfa hér áfram
með því að fá honum unglinga-
landsliðin í her.dur, og er það góð
hugmynd. Hann er rétti maðurinn
í það starf. Það gæti skilað sér
þegar þeir drengir, sem þar leika
nú, verða í slagnum hér á landi í
HM 1995.
Að lokum þetta: árangurinn var
frábær í Frakklandi, en menn mega
ekki stöðva við þann punkt. Að
framtíðinni skal hyggja — ekki má
láta deigan síga. Hér á landi er
fjöldi efnilegra handknattleiks-
manna, sem geta haldið merki ís-
lands hátt á lofti, ef þeir verða í
góðum höndum.