Morgunblaðið - 04.03.1989, Page 40

Morgunblaðið - 04.03.1989, Page 40
ÆPÆFÆFÆAfÆr Efstir á blaði FLUGLEIDIR LAUGARDAGUR 4. MARZ 1989 VERÐ I LAUSASÖLU 80 KR. Endurgreiða söluskatt af snjóruðningi ÓLAFIIR Ragnar Grímsson Qár- málaráðherra segir að söluskatt- ur sá sem sveitarfélög greiði af snjóruðningi verði endurgreidd- í samtali við Morgunblaðið í gær sagði fjármálaráðherra að ákveðið hefði verið að felia söluskatt af snjóruðningi niður. Ekki hafi verið þörf á undantekningarheimild í fjár- lögum, þar sem heimild til endur- greiðslu á söluskatti af snjóruðningi sé fyrir hendi f söluskattslögunum. Hæstiréttur: Fangelsi fyrir að aka vilj- andi á mann HÆSTIRÉTTUR hefur stað- fest fimm mánaða fangelsis- dóm yfir manni sem ók af ásettu ráði á hjólreiðamann. í sakadómi var maðurinn sviptur ökuréttindum í eitt ár en Hæstiréttur þyngdi þau viðuriög í tvö ár. Atburður þessi átti sér stað á Laugavegi í mars á síðasta ári. Samkvæmt framburði vitna ók maðurinn hjólreiðamanninn niður og ók síðan á hann aftur eftir að hann hafði fallið af reiðhjólinu. Hjólreiðamaðurinn slapp án alvarlegra áverka. Að þessu loknu ók maðurinn hratt og óvarlega upp á gangstétt hægra megin fram úr bílum á Laugavegi og stofnaði þannig á ófyrirleitinn hátt lífi og heilsu annarra vegfarenda í augljósan háska, að áliti sakadómara. Innifalið í fimm mánaða fangelsisdómi þessum er eldri dómur yfir sama manni um þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hæstaréttardómaramir Þór Vilhjálmsson og Hrafn Braga- son kváðu upp dóminn ásamt Amljóti Bjömssyni prófessor og settum hæstaréttardómara. Á loðnumiðunum við Eyjar Morgunblaðið/Sigurgeir ÞAÐ var mikið að gera á loðnumiðunum innan við Vestmannaeyjar í gær. 20-30 bátar vom þar að veiðum í góðu veðri á meðan höfrunga- og háhymingavöður ösluðu þar um. Flotanum gekk mjög misjafnlega, sumir hittu á ágætar torfur en aðrir fundu lítið. Loðnan hefur verið erfið að eiga við upp á síðkastið, veiði gengið treglega og menn þurft að kasta oft. Skýringuna á þessari tregu loðnuveiði undanfamar vikur töldu sumir vera að aðalgangan ætti eftir að koma vestur yfir. Loðnan er nú komin að hrygningu og sá afli sem berst á land er kreistur og hrognin fryst. Sigldu menn vítt og breitt til löndunar í gær. í Eyjum var landað eins og hægt var en síðan fóm menn til Grindavíkur og jafnvel inn í flóa. Stjórnarnefiid ILO um bráðabirgðalögin maí 1988: Brýna þjóðamauðsyn bar tíl afskipta af samningum Sljórnvöld gáfii rangar upplýsingar um efiiahagsástandið, segir Ásmundur Stefánsson LÖGGJAFINN hefur of ríka til- hneigingu til afskipta af kjara- samningum á íslandi, er niður- staða stjóraamefndar Alþjóða- vinnumálastofnunarinnar, ILO, en hún afgreiddi á fúndi sinum 28. febrúar sl. skýrslu nefiidar um félagafrelsi og þar á meðal var kæra ASÍ á hendur ríkis- stjórn íslands vegna setningar bráðabirgðalaga um efiiahags- ráðstafanir 20. maí 1988. Hins vegar telur nefiidin, „að þegar á heildina er litið, hafi brýna þjóð- amauðsyn borið til að setja slikar hömlur, þær hafi verið settar aðeins að því marki sem nauðsyn- legt var, þær hafi aðeins verið i gildi um eðlilegan tima og jafii- framt þeim hafi verið gerðar viðunandi ráðstafanir til að tryggja lífskjör launafólks." I niðurstöðunum er tekið undir þau sjónarmið sóknaraðila að end- urtekin beiting laga til að breyta gildandi kjarasamningum grafi undan tiltrú launafólks á gildi aðild- ar að verkalýðsfélögum. Félagar geti talið lítið gagn að því að ganga í samtök sem hafí þann megintil- gang að vera fulltrúi fyrir félaga sína í kjarasamningum við atvinnu- rekendur ef löggjafinn nemur þá Töluin um veiðiheimild- ir gegn veiðiheimildum - en EB getur ekki boðið neitt, segir Steingrímur Hermannsson HALLDÓR Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra heldur til Brussel f byrjun næstu viku til viðræðna við ráðamenn Evrópubandalagsins. Gengið er út frá þvi sem vísu, að fúlltrúar EB muni enn sem fyrr krefjast veiðiheimilda innan íslenskrar fiskveiðilögsögu og sömuleið- is er búist við að sjávarútvegsráðherra muni vísa slikum kröfúm á bug. „Það kemur ekki tíl mála að bjóða upp á neinar veiðiheimildir innan okkar lögsögu, nema gegn veiðiheimildum innan lögsögu EB-landanna,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að á fundi sem sjávarút- vegsráðherra hélt nýverið með bingnefnd þeirri sem mótar stefnu Islands gagnvart Evrópubandalag- inu hafi ráðherra kannað viðhorf nefndarmanna til þess að opna möguleika á veiðiheimildum innan íslenskrar fiskveiðilögsögu gegn veiðiheimildum innan lögsögu EB- ríkja. Sömu heimildir herma að ákveðnir nefndarmenn hafi brugðist ókvæða við og talið fráleitt að ljá yfirhöfuð máls á slíkum viðræðum. Því mun fararnesti sjávarútvegs- ráðherrans væntanlega verða það að hafna alfarið viðræðum um veiði- heimildir. Sjávarútvegsráðherra hefur ekki viljað tjá sig um málið, en Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra sagði í samtali við Morg- unblaðið: „Þessi fundur átti að fara fram í september sl. og ég undirbjó hann sl. sumar, sem utanríkisráð- herra. Ætlunin með þessum fundi er sú, að Halldór kynni okkar fisk- veiðar eins og þær eru, álagið á stofnana og þess háttar, til þess að gera mönnum grein fyrir að hér er ekkert af ónýttum veiðimöguleik- um. Við höfum á hinn bóginn alltaf sagt þegar EB-löndin hafa verið að krefjast veiðiheimilda: „Við skulum tala um veiðiheimildir fyrir veiði- heimildir. Komið þið með eitthvað sem við höfum áhuga á.“ Þá hafa þeir aldrei getað boðið neitt. Við höfum alltaf hafnað því og munum áfram hafna því að veita veiðiheim- ildir í stað viðskiptaheimilda." úr gildi hvað eftir annað. „Það eru mér vonbrigði að ríkis- stjómin skuli ekki vera harðar for- dæmd í niðurstöðum nefndarinnar. Aðalatriðið er þó að hún tekur ein- dregið undir okkar sjónarmið," sagði Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ um niðurstöður Alþjóðavinnu- málastofnunarinnar. Taldi hann einkum tvær ástæður liggja að baki því að ríkisstjómin er ekki fordæmd harkalegar. I fyrsta lagi að í grein- argerð til nefndarinnar hafi efna- hagsástandið verið blásið' út og beinlínis verið farið með rangt mál þegar stjómin segir ASÍ hafa kom- ið í veg fyrir víðtækt samráð um efnahagsaðgerðir í haust sem leið. I öðm lagi taldi Ásmundur að máli skipti að ríkisstjóm íslands hefur aldrei áður verið kærð til Alþjóða- vi nnumálastofnunarinnar. í kæru ASÍ er bent á að á undan- fömum tíu ámm hafi löggjafínn gripið inn í kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins í níu skipti. Á fimmtán mánaða tímabili frá 1978-79 var gripið til þessara ráð- stafana fimm sinnum. „Þegar litið er á málið í heild benda þessar töl- ur vissulega til þess að löggjafínn hafí of ríka tilhneigingu til afskipta af kjarasamningum á íslandi," seg- ir í niðurstöðunum. Ásmundur segir niðurstöðumar vera skýra aðvörun til ríkisstjómar- innar. Þeir ASÍ menn telja að mál- inu sé ekki lokið þó þessar niður- stöður liggi fýrir. í sumar mun nefnd um framkvæmd alþjóðasam- þykkta þinga og þá getur verið að málið verði tekið fyrir að nýju.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.