Morgunblaðið - 04.03.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.03.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MARZ 1989 4 Jltangiiiitfjifeife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. Kalda stríðið, marxismi og stalínismi Evrópa öll Marxisminn hefur gengið sér til húðar sem grund- völlur lífvænlegs þjóðfélags- kerfís. Um marxisma sem hug- myndafræði er nú haft á orði, að einkum sé lögð stund á hann í vemduðu umhverfí vest- rænna háskóla. Menntamenn í þeim ríkjum sem kenna sig við marxisma vilja ekkert hafa með hann að gera. Þeir átta sig manna best á því, hvílíkt böl hefur leitt af honum í fram- kvæmd. Því fólki sem býr í löndum kommúnismans og hefur orðið að þjást vegna marxismans fínnst að sjálf- sögðu ekkert til þeirra stefnu koma, sem leiðir yfír það skort jafnt á matvælum og á frelsi til orðs og æðis. Málstaður lýðræðis, mann- réttinda og frelsis í efnahags- og atvinnumálum hefur sigrað í átökum hugmyndanna. At- burðir fyrir austan jámtjald í Evrópu og í öðrum kommún- istaríkjum sýna að þjóðfélögin eru að þróast frá gjaldþrota- stefnu marxismans. Þetta eru ekki sársaukalaus umskipti og enn er óvíst til hvers þau kunna að leiða. Markverðustu breyt- ingamar sjáum við í Ungveija- landi. Til að losna undan rauðu stjömunni ætla Ungveijar meðal annars að þurrka hana út úr skjaldarmerki sínum og velja þau tákn sem minna á sögu þjóðarinnar og aldagaml- ar hefðir. M.arxisminn hefur í senn leitt til ófrelsis og erlendr- ar íhlutunar í Ungveijalandi og öðmm fylgiríkjum Sov- étríkjanna, hann er eins og hvert annað aðskotadýr og rauða stjaman tákn hans. Ekkert af þessu er í sjálfu sér nýtt fyrir lesendur Morgun- blaðsins, sem hefur í marga áratugi bent á hörmulegar af- leiðingar marxismans. Blaðið hefur einnig haldið því stað- fastlega fram, að undirrót kalda stríðsins svonefnda hafí ekki verið á Vesturlöndum heldur hjá ráðamönnum í Moskvu. Með vísan til kalda stríðsins hefur oftar en einu sinni verið gerð tilraun til að úthrópa þá menn í lýðræð- isríkjunum, sem hafa staðið fast gegn því að gefíð sé eftir gagnvart ráðamönnum Sov- étrílq'anna, sem hafa talið sögulegt hlutskipti sitt að út- breiða marxisma-lenínisma um allar jarðir. Kalda stríðið hefur verið tengt áróðri um drottnun- argimi fámenns hóps vest- rænna valdamanna, sem vilji vígbúast og standa í vegi fyrir sáttaviðræðum milli aústurs og vesturs. Jafnframt hefur legið í loftinu að viðbúnaður Vestur- landa gagnvart hættu úr austri hafí alla tíð verið ástæðulaus. Þá hefur jafnan verið talið að lítið mætti út af bera til að kalda stríðið leiddi til vopnaðra átaka. Nú hefur sovéskur sagn- fræðingur, Níkolaj Popov, birt grein í vikuritinu Líteratúmaja Gazeta og bent lesendum þess á, að kalda stríðið eigi ekki upptök á Vesturlöndum heldur hafí það verið Sovétstjómin sjálf undir forystu Stalíns, sem hafí að mestu búið til „and- rúmsloft átaka og óvildar" til að geta kennt utanaðkomandi ógnun um allt, sem miður fór í landinu. Telur sagnfræðing- urinn ótta forystumanna á Vesturlöndum við stalínismann skiljanlegan og segir réttilega, að tortryggni margra Vestur- landamanna í garð Míkhafls Gorbatsjovs sé runnin af þess- um sömu rótum af „andstöð- unni við stalínismann, sem tal- inn er eitt og hið sama og kommúnisminn, hugmynda- fræði hans og pólitískt kerfí". Löngum hefur því verið haldið fram og með réttu, að það hafí verið grimmd Stalíns sem gat af sér Atlantshafs- bandalagið. Sovéski sagnfræð- ingurinn Popov gefur nú til kynna í sovésku vikuriti, sem löngum hefur verið talið eitt ábyrgðarmesta rit sovéskra stjómvalda, að þessi viðbrögð séu skiljanleg vegna eðlis stalínismans. En hvar á að draga mörkin milli stalínisma og marxisma? Hver er í raun munurinn á stjómarfarinu í Sovétríkjunum nú og á tímum Stalíns? Eins og maður sagði úti á götu í Moskvu í sjón- varpsmyndinni um Prövdu: Hvað, þeir hafa allir einhvem tíma verið með sína perestr- ojku en svo fer þetta allt í sama farið. Hann gaf ekki mikið fyr- ir breytingamar og þær þurfa vissulega að verða meiri í raun. Mikilvægi hins skal þó ekki vanmetið, að því sé haldið á loft í Sovétríkjunum, sem er satt og rétt um samskipti aust- urs og vesturs. Tortiyggni verður ekki eytt nema byggt sé á sannleika og réttum for- sendum. eftir Þorstein Pálsson Þing Norðurlandaráðs hefur setið á fundi í Stokkhólmi í þessari viku. Að venju eru mörg mál á dagskrá en óhætt er að segja að í almennu umræðunum hafi ástand og horfur í samvinnu og viðskiptum Evrópu- ríkja verið efst á bauti. Það þarf ekki að koma neinum á óvart í ljósi þeirrar þróunar sem nú á sér stað í álfunni. Nýjar aðstæður Eftir fund leiðtoga aðildarríkja Evrópubandalagsins (EB) í Hannov- er sl. sumar er víst að hinn svo- nefndi „innri markaður" eða heima- markaður bandalagsins verður í öll- um meginatriðum að veruleika fyrir árslok 1992. Norðurlönd, að Dan- mörku undanskilinni, standa utan Evrópubandalagsins en eiga mikil viðskipti við aðildarríkin. Til dæmis er ríflega helmingur utanríkisvið- skipta okkar íslendinga við Evrópu- bandalagsríkin. Heimamarkaðurinn nýi í Evrópu, þar sem tollmúrar og aðrar tálmanir á viðskiptum, samgöngum og at- vinnu eru ekki fyrir hendi, skapar okkur sem ekki eigum aðild að mark- aðnum í senn vanda og ný tæki- færi. Það getur ráðið úrslitum um farsæla þróun efnahagsmála íslend- inga á næstu árum hvemig við bregðumst við og lögum okkur að þessum nýju aðstæðum. Um þetta hafa raunar verið í gangi miklar og gagnlegar umræður hér á landi upp á síðkastið, meðal annars að frum- kvæði sjálfstæðismanna. Aðild að Evrópubandalaginu er ekki á dagskrá. En eigi að síður hef ég hvatt til þess um nokkurt skeið að íslensk stjómvöld hæfu þegar formlegar tvíhliða viðræður við for- ystumenn Evrópubandalagsins um sameiginleg hagsmunamál. Astæða er til að ítreka þá hvatningu nú. Að sjálfsögðu þurfum við í viðræðum við EB að eiga samleið með ríkjunum sem ásamt okkur eru í Fríverslunar- samtökum Evrópu, en á endanum hljóta samningar sem við gerum við bandalagið að vera tvíhliða. Og við höfum ríkari ástæðu en aðrar þjóðir að fá sérstöðu viðurkennda, því ekk- ert annað Evrópuríki á jafn mikið undir fiskveiðum og fiskvinnslu og við ísíendingar. Ný Evrópuhugsun Ég hef þegar látið þá skoðun í ljós að umræður um framtíð Evrópu, þegar til lengri tíma er litið, eigi ekki eingöngu að snúast um ríkin átján sem nú eiga aðild að EB og EFTA. En slík sjónarmið þóttu mér um of einkenna umræðurnar á þing- inu, einkanlega af hálfu sósíaldemó- krata. Forsætisráðherra Noregs notaði þannig hugtakið „18 ríkja Evrópa“ í ræðu sinni sem að mestu snerist um Evrópubandalagið. Mín skoðun er sú að það sé ekki aðeins heima- markaður EB-ríkjanna sem skipti máli í þessu tilliti, heldur ekki síður hinar sögulegu hræringar í Austur- Evrópu. Allir sem fylgjast með fréttum vita að síðustu árin hefur heims- byggðin verið að horfa upp á fjör- brot sósíalismans. Forystumenn kommúnista viðurkenna nú hrein- skilnislega að það kerfi, sem átti að leysa öll mannleg vandamál, sé gjaldþrota. Þeir fallast á að það er hið ftjálsa markaðshagkerfí Vestur- landa sem hefur skapað hagsældina í lýðræðisríkjunum. Smám saman eru þeir að taka upp leikreglur frjálsra viðskipta og framtaks og reyna að laga þær að miðstjórnar- valdinu. En frelsi og miðstýring fer ekki saman og þess vegna ríkir svo mikil óvissa um það hver framvindan verður. Vissulega gæti komið afturkippur í frjálsræðisþróunina í Austur-Evr- ópu og Sovétríkjunum, og þann möguleika skyldu menn ekki van- meta. En margt bendir hins vegar til þess að þróunin í þessum ríkjum verði hægfara aðlögun þeirra að hagkerfí og þjóðskipulagi fijálsra þjóða. Menn eru jafnvel famir að tala um það í fullri alvöru að einstök ríki í Austur-Evrópu, t.d. Ungveijal- andi muni sækja um aðild að Evrópu- bandalaginu áður en langt um líður. í ljósi þessa tel ég að í umræðum um framtíðarskipan ríkjasamvinnu í Evrópu megi ekki horfa fram hjá hinum grónu menningarríkjum í Austur-Evrópu. í sögulegum skiln- ingi er raunar afar stutt síðan menn hættu að tala um Búdapest, Dresden eða Prag, svo dæmi séu tekin, sem hluta af Evrópu og fóm að Ííta á þessar borgir sem hluta af annarri heimsálfu. Vera má að langur tími líði enn þar til íbúar í ríkjum sósíalista njóti sams konar mannréttinda og við Vesturlandabúar. En reynslan sýnir að frelsi í viðskiptum greiðir fyrir frelsi á öðmm sviðum. Eg er sann- færður um að besti stuðningur okk- ar við fijálsræðisþróunina í Austur- Evrópu og Sovétríkjunum felist í blómlegum, fijálsum viðskiptum við fyrirtæki og einstaklinga í þessum ríkjum. Það væri mikil skammsýni að leiða Austur-Evrópu hjá sér þeg- ar framtíð Evrópu er til umræðu. Ný Evrópuhugsun á að beinast að því markmiði að Evrópa öll verði fijáls. Þjóðleg sérstaða hljóti viðurkenningu Hin nýja skipan sem er að kom- ast á samvinnu ríkja Evrópu mun án vafa leiða til bættra lífskjara al- mennings í álfunni. Um það em svo skiptar skoðanir meðal manna í að- ildarríkjum Evrópubandalagsins hversu langt eigi að ganga, þegar hindmnarlausum viðskiptum og samgöngum hefur verið komið á. Sumir sjá fyrir sér sameinaða Evr- ópu með áþekkt stjómarfyrirkomu- lag og í Bandaríkjunum. Aðrir telja að aðildarríkin eigi ekki að afsala sér völdum á þennan hátt. Fijáls heimamarkaður eigi í vissum skiln- ingi að vera endastöð en ekki áfangi í samvinnu Evrópuríkja. í samræmi við skyldur okkar við þjóðlega arfleifð hef ég margsinnis látið þá skoðun mina í ljós að við íslendingar yrðum að gæta þess að sogast ekki inn í „yfírþjóðlegt" ríkja- bandalag, þar sem tunga, saga og menning smáþjóða yrðu homreka. Ég hygg að flestum íslendingum fínnist að það sé þjóðemi okkar, menning, tunga og saga sem gefí lífí okkar gildi. Efnaleg velmegun er að sönnu mikilvæg, en hún er ekki mikils virði ef við glötum þeim verðmætum sem felast í þjóðarvit- und okkar. Þess vegna verða menn að gæta sín á því að vanmeta ekki Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjóri um fjárhagsáætlun Þriðja hver króna til nýframJ í FJÁHAGSÁÆTLIJN Hafaar- Qarðarbæjar fyrir árið 1989 er gert ráð fyrir rúmlega 1,6 mil(j- arði króna í tekjur á árinu og er það um 20% hækkun frá fyrra ári að sögn Guðmundar Árna Stefáns- sonar bæjarstjóra. Gert er ráð fyrir að þriðja hver króna fari til nýframkvæmda. Ákveðið heftir verið að útsvarsprósentan verði sú sama og árið 1988 eða 6,7% og eru það rúmlega 560 miljjónir. „Innheimtan nú eftir að stað- greiðslukerfíð var tekið upp er mun öruggari og skilvirkari, sérstaklega er til bóta jafnara telgustreymi út- svarsins," sagði Guðmundur Ámi. „Að visu eigum við ennþá í erfiðleik- um með útistandandi útsvarsskuldir frá árinu 1987, sem innheimtast seint og illa.“ Boginn hátt spenntur Guðmundur sagði að fjárhagsáætl- unin bæri með sér að bærinn stæði vel að vfgi en sveitarstjómarmönnum er nokkur vandi á höndum, þar sem erfítt er að áætla verðlagsþróunina á árinu og eru margir uggandi þess vegna. Reiknað er með 10,5% hækk- un á launakostnaði bæjarins miðað við meðalta! ársins 1988 og að rekst- argjöld hækki um 12%. „Almennt má segja að boginn sé nokkuð hátt spenntur og hyggjum við á miklar framkvæmdir enda gerum við ráð fyrir að þriðja hver króna fari til nýframkvæmda á árinu," sagði Guð- mundur Ámi. „Það er mikilvægt þeg- ar vaxandi samdráttur er í atvinn- ulífí að opinberir aðilar eins og sveit- arfélög bregðist við og setji kraft í framkvæmdir." Opnuð verða tvö dagheimili og framkvæmdir hafnar við það þriðja. Annað heimilið verður við Flata- hraun, þar sem áður var æskulýðs- heimili. Verður það rekið af foreldr- unum og er reiknað með að þar dvelji um 50 böm á leikskóladeild og dagheimilisdeild. Bærinn á húsið og kostar allar breytingar á því og mun greiða 37% af kostnaði við rekstur. Við Hjallabraut verður byggt dag- heimili fyrir 44 milljónir, ætlað 120 bömum á tveimur dagheimilisdeild- um og tveimur leikskóladeildum og á að vera tilbúið 1. september. Þá er gert ráð fyrir enn einu dagheim- ili, sem ekki hefur verið staðsett enn- þá, en það á að rúma 100 böm og vera komið í notkun í mars á næsta ári. Dagheimilisplássum fjölgar því um 270. 30 milljónir til félagslegra íbúða Til félagslegra íbúða verður veitt 30 milljónum og á sú fjárhæð að geta staðið undir 60 íbúðum í verka- mannabústöðum, kaupleiguíbúðum og leiguíbúðum þegar framlag ríkis- ins hefur skilað sér. Á vegum ein- staklinga hafa verið byggðar 30 þjón- ustuíbúðir fyrir aldraða við Hjalla- braut þar af á bærinn 5 íbúðir, sem Morgunblaðið/Sverrir Guðmundur Arni Stefánsson bæjarstjóri Hafiiarfíarðar á skrifstofu sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.