Morgunblaðið - 04.03.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.03.1989, Blaðsíða 14
M MORGUNBLAÐIÐ LiAUGARDAGXJR 4. MARZ 1989 Sveinn Andri Sveinsson formaður Stúdentaráðs: Vil breyta SHI úr pólitískum sand- kassa í fagleg hagsmunasamtök SVEINN Andri Sveinsson er formaður Stúdentaráðs Háskóla íslands og leiðir stjórn Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúd- enta, i ráðinu. Það hefur ýmis- legt gengið á lýá Sveini og félög- um undanfarið. Andsteðingamir í Stúdentaráði, Röskva, samtök félagshyggjufólks í Háskólanum, báru upp vantraust á stjómina og sögðu málefnasamningi við Vöku upp. Utanfrá að sjá virðast átökin í Stúdentaráði vera hatrömm og fylkingamar vegast á af miklnm krafti. Átökin ein- kennast líka af því að liðsstyrkur þeirra í ráðinu er nú jafh. Sveinn Andri féllst á að spjalla við blaða- mann um deiluraar í Stúdenta- ráði, stúdentapólitík og starf SHÍ. „Til þess að skilja stöðuna í Stúd- entaráði er nauðsynlegt að þekkja aðeins forsöguna. 1986-1987 var ég varamaður Vöku í ráðinu undir formennsku Eyjólfs Sveinssonar. Vaka og Stígandi, sem var klofn- ingur út úr umbótasinnum, voru þá við stjóm. í kosningunum 1987 fór ég aftur í framboð fyrir Vöku og þá jukum við fylgi okkar meira en dæmi voru um; fengum fylgi 43% stúdenta, en höfðum 36% í kosning- unum árið áður. Vinstri menn og umbótasinnar mynduðu svo meiri- hluta í ráðinu, en ég varð oddviti minnihluta Vöku. Við urðum svo lánsöm, ef svo mætti segja, að hörmulegt starf meirihlutans leiddi til þess að Félag umbótasinna rann saman við Félag vinstri manna, sem breytti um nafn og kallar sig síðan Röskvu. Við unnum mikinn kosn- ingasigur á síðasta ári og fengum 8 af 15 fulltrúum, sem kosnir eru árlega. 15 fulltrúar, sem kosnir voru 1986, gengu þá út úr ráðinu, en eftir sátu þeir sem voru kosnir 1987. Þar voru hlutföllin 8:7 Röskvu í vil, og þess vegna kom upp þessi sérkennilega staða, 15 fulltrúar á móti 15. Röskva sætti sig fljótlega við að Vaka tæki að sér ábyrgð á störfum SHÍ, enda höfðum við augljósan meðbyr í kosningunum og jukum fylgið enn, í um 51%. Menn sáu ekki fram á að geta unnið saman í sjálfri stjóm ráðsins, og því var farið út í það að skipta með sér verkum. Vaka tók að sér stjómina og útgáfumál ráðsins, en Röskva fékk aðalfulltrúa í stjóm LÍN og fulltrúa stúdenta í stjóm Félags- stofnunar stúdenta. Það náðist samstaða um að brjóta hagsmuna- nefnd Stúdentaráðs upp í smærri nefndir, sem hver hefði sitt sérsvið. í gömlu nefndinni sátu 11 manns og hún var eiginlega ekki fær um að fjalla um neitt nema lánamál. Núna starfa hins vegar nefndir um menntamál, utanríkissamskipti, Fé- lagsstofnun, lánamál og loks önnur hagsmunamál. Þar sem önnur fylk- ingin hefur formann, hefur hin meirihluta. Með þessari nýju nefndaskipan hefur allt málefna- starfið verið gert miklu markviss- ara. Landsmálapólitík eða hagsmunamál? Deilumar í Stúdentaráði eru það, sem mest er áberandi í Qölmiðlum. Þær eru í rauninni ekkert annað en toppurinn á ísjakanum. Lang- mest starf SHÍ gengur hnökra- laust, og fulltrúamir í ráðinu hafa unnið saman í mjög góðu málefna- starfi, þar sem flestir hafa verið sammála." — Um hvað er þá deilt? „Málið er það að núverandi stjóm SHÍ, sem tók við í maí, starfaði í friði fram í október eða nóvember. Á fundum Stúdentaráðs komu ef til vill upp eitt eða tvö deilumál á hverjum fundi, og auðvitað hafa þau verið blásin upp. Hinu hafa menn eðlilega tekið minna eftir, að aragrúi ályktana og ákvarðana er afgreiddur í sátt. Eitt deilumál hef- ur hins vegar komið upp aftur og aftur, sem er áhugi Röskvu á mál- efnum Suður-Afríku. Röskvuliðar hafa lagt til að SHÍ gengi inn í Samtök gegn apartheit og að við héldum ráðstefnu um skæruliða- samtökin ANC. Stjóm Stúdenta- ráðs hafnaði þessu auðvitað á þeim gmnni, sem við höfum starfað í allan vetur; að halda landsmálum og utanríkismálum fyrir utan Stúd- entaráð. Þama stendur hnífurinn í kúnni, og um þetta greinir fylking- amar helzt á. Röskva vill að SHÍ láti landsmálapólitík og utanríkis- mál til sín taka, en við viljum leggja áherzlu á öflugt starf að hagsmuna- málum stúdenta við Háskólann. Reynslan hefur sýnt að pólitísku málin eyðileggja ævinlega starfs- andann í Stúdentaráði, og því er eðlilegt að halda þeim úti. Þegar vinstrimenn lögðu ofurkapp á að SHÍ gerðist hluthafi í Útvarpi Rót, sem komið hefur í ljós að nærri helmingur stúdenta hefur aldrei hlustað á, fóm tveir heilir fundir ráðsins í rifrildi um málið,“ segir Sveinn Andri. „Það er engin furða að hinn almenni stúdent spyiji hvort SHÍ eigi að vera pólitískt félag, þegar umfjöllun um hagsmunamál hans víkur fyrir umræðum um lé- lega útvarpsstöð. Það kemur líka fram í skoðanakönnun, sem Skáís gerði nýlega meðal stúdenta fyrir Vökublaðið, að 81,3% þeirra sem svara leggjast gegn því að blanda utanríkismálum og þjóðmálum inn í stjóm Stúdentaráðs. Skyldum fólk ekki í pólitískt félag Það er líka mikilvægt atriði í þessu sambandi, að það er skyldu- aðild að Stúdentaráði fyrir stúdenta við Háskólann. Ef við emm sýknt og heilagt að taka afstöðu til pólit- ískra mála, er ráðið auðvitað ekkert annað en pólitískt félag. Að skylda menn til að vera félagar f slíkri samkundu er þá ekkert frábmgðið því að þvinga menn til að ganga í pólitísk samtök. Slíkt er auðvitað argasta óvirðing við skoðanafrelsi stúdenta. ímyndaðu þér bara að við fæmm að skylda fólk til að ganga í Framsóknarflokkinn eða Félag fijálshyggjumanna! í Stúdentaráði situr líka fólk, sem á það sameiginlegt að vera annt um hagsmuni stúdenta, en hefur mjög mismunandi skoðanir á þjóð- málum. Það er út í hött að halda að þetta fólk geti tekið sameigin- lega afstöðu til mála, sem ekki koma stúdentum neitt meira við en öðmm.“ — En hvað finnst stúdentum sjálfum? Ertu viss um að öllum þyki stjómarhættir ykkar frá- bragðnir því sem gerðist í tíð síðustu stjómar? „Sko — sjáðu nú til. Það ríður auðvitað ákaflega mikið á því að hinn almenni stúdent finni til sam- kenndar með Stúdentaráði. Sjálfur reyni ég að vera sem mest úti í skóla og geri heiðarlega tilraun til að taka púlsinn á liðinu og gera mér ljóst hvemig landið liggur. Mér finnst ég finna fyrir mikilli og vax- andi ánægju með störf okkar. Það styður svo þessa tilfinningu, að í skoðanakönnuninni, sem ég minnt- ist á, sögðust 67% stúdenta vera ánægðir með störf stjómar SHÍ. Það sem við töldum vandamál, þeg- ar við tókum að okkur stjómina, var að hinn almenni stúdent hefði ekki áhuga á því sem væri að ger- ast hjá okkur. Við bmgðumst við með auknu upplýsingastreymi, og höfum nú komið upp töflum í nán- ast öllum útbyggingum skólans, þar sem fundargerðir Stúdentaráðs hanga uppi, gefið reglulega út fréttablað og reynt á ýmsan annan hátt að höfða meira til allra stúd- enta, auk þess sem við höfum hald- ið pólitísku málunum úti. í fyrra gerði Skáís sambærilega könnun við þá, sem ég hef verið að vitna í. Þar kom fram að 60% stúdenta sögðust ekki hafa skoðun á því sem SHÍ væri að gera. í ár hefur þetta hlutfall lækkað í 40%.“ Sveinn segir að annar þáttur í því að halda sem beztum tengslum við alla stúdenta, sé að eiga gott samstarf við félög stúdenta, sem starfa í öllum deildum og skoram Háskólans. „Við höfum lagt allan Morgunblaðið/Charlea E. Hirt „Mér finnst ég vera að reka smiðshöggið á verkið . . .“ okkar metnað í gott samstarf við deildarfélögin, enda standa þau næst stúdentum. Við höfum stór- aukið íjárstuðning við deildarfélög- in, úr 1,2 f 2,2 milljónir. Við skipuð- um vinnuhóp formanna félaganna og Stúdentaráðs um endurskoðun reglna um ijárstyrk til félaganna. Það tókst að virkja öll félögin til samstarfs um fullveldishátíðina 1. desember, sem fyrir vikið varð glæsilegri en um margra ára bil og nær því að vera hátíð allra stúd- enta. Deildarfélögin hafa tekið að sér ýmis verkefni fyrir Stúdentaráð, til dæmis sjá viðskiptafræðinemar nú um íþróttamót Háskólans. Ég er mjög stoltur af þessu starfí og núna em nokkrir félagsformenn í samstarfi við Vöku að vinna að hugmyndum um enn aukin áhrif deildarfélaganna." Stúdentar hógvær kröfuhópur — Þú segir að starf SHÍ eigi að ganga út á hagsmunabaráttu fyrir stúdenta. Þær gagniýnisraddir hafa heyrzt að stúdentar séu hávær kröfuhópur, sem hafi það í raun alltóí gott. Em stúdentar að verða félagslegt vandamál? Sveinn segir að hann sé nú ekki vanur að líta á sig og sína sem vandamál. „Stúdentaráð hefur gert ýmislegt til þess að stúdentar þurfi ekki að verða utangarðs. Við höfum til dæmis reynt að aðstoða stúdenta til að bjarga sér sem bezt sjálfir og vera sem minnst upp á aðra komnir. Við gemm okkur til dæmis fulla grein fyrir því að háskólanám er full vinna, ef menn ætla að stunda það af alvöra, og að það er óæskilegt að þurfa að vinna með námi. Engu að síður höfum við reynt að hjálpa fólki til að finna sér vinnu með skólanum, af því að sum- ir komast ekki af á annan hátt. í vetur hefur stjóm SHÍ framkvæmt stefnumál Vöku, sem er að reka atvinnumiðlun með hlutastörf allan ársins hring. Þetta hafði verið talað um áram saman, en ekkert verið gert. Atvinnumiðlunin hefur gengið nokkuð vel, og við vinnum núna að því að koma henni á sterkari gmnn. Það kaldhæðnislega í þessu er þó, að menn fara út í það að fá sér starf með náminu vegna þess að námslánin em ekki nógu há. Hækki hins vegar tekjur námsmanns, er skorið af námslánunum, og nú ætl- ar Svavar Gestsson að hækka tekju- tillitið. Við höfum einnig rekið húsnæð- ismiðlun fyrir stúdenta. í tíð fyrri meirihluta í Stúdentaráði vom menn nú svo gefandi í starfinu, að þeir fóra í frí yfir sumarmánuðina, og starfsemi húsnæðismiðlunar lá niðri á versta tíma. Félagsstofnun stúdenta var síðan fengin til að taka miðlunina yfir, en yfírmenn Félagsstofnunar vora lítið hrifnir af að sitja uppi með þetta vand- ræðabam, miðlunin náði sér ekki á strik og aðeins 30-40 manns fengu húsnæði á hennar vegum. Eitt af okkar fyrstu verkum var að taka reksturinn yfir aftur og gera samn- ing við tryggingafélag um að allir okkar leigjendur væra ábyrgðar- tryggðir vegna hugsanlegra skemmda á húsnæðinu. Síðan aug- lýstum við miðlunina grimmt bæði meðal stúdenta og húseigenda og árangurinn lét ekki á sér standa, síðan hafa 120-130 manns fengið húsnæði. Þetta er annað dæmi um það, hvemig við reynum að hjálpa stúdentum til að hjálpa sér sjálfir. Annars era námsmenn ekkert öðravísi hópur en önnur hagsmuna- samtök, til dæmis samtök laun- þega. Það er ekkert eðlilegra en að við gætum okkar hagsmuna, og við eram alls ekki hávær kröfuhóp- ur. Ég er til dæmis viss um að við höfum lægra en íþróttafélög og ýmis góðgerðasamtök. Ef þú vilt kalla okkur kröfugerðarhóp, þá held ég að við séum einn sá ábyrg- asti, sem þú finnur. Við éram vön því að taka tillit til aðstæðna og geram yfírleitt hófsamar kröfur. Við látum hins vegar ekki traðka á okkur, og ef eitthvað er gert á hlut okkar kallar það fram hörð við- brögð. Mér finnst stúdentar al- mennt mjög meðvitaðir og með sterka réttlætistilfinningu. í öðram löndum era þeir víða harður þjóð- félagskjami, sem stendur jafnvel fyrir blóðugum götuóeirðum — við vitum til allrar hamingju betur en að við látum okkur detta slíkt í hug. Unnið allar nætur Stúdentaráð gerir líka svo ótal- margt fleira en að standa í stappi um námslán og heimta hlunnindi úr hendi hins opinbera. Ég hef haft feikilega gott lið með mér í vetur, ekki aðeins stjóm SHÍ, heldur aðra Vökumenn, sem hafa lagt nótt við dag í vinnu. Það er unnið fram á nætur, og um allar helgar," segir Sveinn. Byijar svo að telja upp störf stjómarinnar og dregur hvergi und- an. Hann nefnir að hálfrar annarrar milljónar halli á Stúdentablaðinu hafí verið réttur af og hafín reglu- leg útgáfa Stúdentafrétta. Þá hafi símaskrá Háskólans verið dreift ókeypis til stúdenta, nýjar reglur um einkunnaskil verið knúnar í gegn, opnunartíminn á skrifstof- unni lengdur og keyptar tvær tölvur OPIÐ laugardag frá kl. 14-17, sunnudag frá kl. 14-17 S jón er sögu ríkari BENCO hf. Lágmúla 7, simi S4077. CombiG Camp tjaldvagnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.