Morgunblaðið - 04.03.1989, Side 24

Morgunblaðið - 04.03.1989, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MARZ 1989 Morgunblaðið/Eúnar Þór Steinunn Geirsdóttir var kjörinn Fegurðardrottning Norðurlands 1989 í Sjallanum í fyrrakvöld. Á myndinni er Steinunn ásamt foreldrum sinum, Geir Friðgeirssyni og Kolbrúnu Þormóðsdóttur, og systk- inum sínum, Auði 13 ára, Þormóði 9 ára og Nönnu 14 ára. Námið er númer eitt tvö og þrjú Borgarstjórn Reykjavíkur: Tími til að móta skýra stefhu varð- andi vínveitingaleyfi - sagði Arni Sigfússon formaður félagsmálaráðs Átján ára Akureyringur, Stein- unn Geirsdóttir, var kjörinn Feg- urðardrottning Norðurlands 1989 í Sjallanum á Akureyri síðastliðið fímmtudagskvöld. Jafíiframt fékk hún titilinn „Ljósmyndafyrirsæta Norður- lands“. Það var Kamilla Rún Jó- Tónleikar á morgun AÐRIR styrktartónleikar fyrir Minningarsjóð Þorgerðar S. Eiriksdóttur verða haldnir í Ak- ureyrarkirkju á morgun, sunnu- dag, og hefjast þeir kl. 17.00. Á tónleikunumm verður flutt tón- list fyrir söngrödd, orgel, strengja- og blásturshljóðfæri. Flytjendur, 27 talsins, eru flestir úr hópi nemenda og kennara við Tónlistarskólann á Akureyri. Leikin verður tónlist eftir J.S. Bach, C.Ph.E. Bach, Buxte- hude, Hándel, Haydn, Loewe, Moz- art, Reger og Vivaldi. hannsdóttir, fegurðardrottning frá því í fyrra, sem krýndi arf- taka sinn. Guðrún Karitas Bjarnadóttir var kosin vinsæl- asta stúlkan, en um það kjör sáu stúlkurnar sjálfar. Steinunn stundar nám á náttúru- fræðibraut MA. Hún æfír handbolta með meistaraflokki Þórs auk þess sem hún segist fara á skíði, í fót- bolta og sund. Hún hefur gaman af dýrum og á hund og hesta. Að loknu stúdentsprófí stefnir Stein- unn á læknisfræði. „Mér líður mjög vel, svona eftir á. Ég átti reyndar ekki von á sigri, en var búin að ákveða með sjálfri mér hver ynni keppnina. Ef til vill breytir þetta eitthvað mínum ákvörðunum. Hinsvegar verður námið númer eitt, tvö og þrjú og því verður ekki breytt. Ég stefni á læknisfræði erlendis," sagði Stein- unn í samtali við Morgunblaðið skömmu eftir krýninguna. Hún sagðist hafa mikið álit á fegurðar- samkeppnum og væru slíkar keppn- ir góður vettvangur til aðr auka sjálfstraustið. Steinunn er dóttir Geirs Frið- geirssonar, barnalæknis á Akur- eyri, og Kolbrúnar Þormóðsdóttur. Þau fylgdust að sjálfsögðu með keppninni í Sjallanum og systkini Steinunnar, þau Auður Þormóður og Nanna. „Við áttum ekkert frek- ar von á sigri. Það var talað við hana fyrir keppnina í fyrra, en þá var hún of ung,“ sagði Geir í sam- tali yið blaðamann. Þess má geta að Steinunn á afmæli í dag. „Ég held að Steinunn sé heil í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur bæði hvað snertir nám og starf," sagði Geir þegar hann var beðinn að lýsa dóttur sinni í fáum orðum. Kristnihaldið í Borgarbíói KVIKMYNDIN „Kristnihald und- ir jökli“ verður frumsýnd í Borg- arbíói á Akureyri i dag kl. 15.00. Höfundur myndarinnar, Guðný Halldórsdóttir, verður viðstödd sýn- inguna auk Halldórs Þorgeirssonar og Kristínar Pálsdóttur, en þau eru eigendur kvikmyndagerðarfyrir- tækisins Umba. VEITINGASTAÐIR í Reykjavík, sem hafa vínveit- ingaleyfí eru nú orðnir 65 og hefúr þeim Qölgað verulega að undanförnu. Þetta kom fram í umræðum í borgarstjórn Reykjavíkur __ síðastliðinn fimmtudag. í umræðunum sagði Árni Sigfússon, formaður félagsmálaráðs borgarinnar, að ráðið hefði boðað samráðs- fúnd þeirra aðila, sem fjalla um veitingu vínveitingaleyfa, enda væri tími til kominn að móta skýra stefnu í þeim efúum. Borgarfúlltrúar minnihlutans lögðu fram tillögu um málið og var henni visað til borgarráðs. Vínveitingaleyfum hefur Qölgað í 65 Guðrún Ágústsdóttir (Abl) lagði ásamt öðrum borgafulltrú- um minnihlutaflokkanna fram til- lögu um að fela félagsmálaráði Reykjavíkur, sem jafnframt er áfengisvamanefnd borgarinnar, að setja nýjar og skýrari reglur um veitingu vínvetingaleyfa. í greinargerð með tillögunni er sagt, að hún sé flutt vegna þess að á markaðinn sé komin ný áfengistegund, sem veruleg hætta sé á að unglingar sæki í. Ámi Sigfússon formaður fé- lagsmálaráðs sagði að tími væri til kominn að móta skýra stefnu í sambandi við veitingu leyfanna. Kynnti hann ályktunartillögu frá borgarfulltrúum Sjálfstæðis- flokksins varðandi málið. Þar er minnt á, að veiting vínveitingar- leyfa er í höndum dómsmálaráðu- neytisins, en félagsmálaráð er ein- göngu einn umsagnaraðila. Sagt er að félagsmálaráð hafí boðað til samráðsfundar með öðmm öðr- um aðilum sem um leyfin fyalla og að slíkt sé mun vænlegri leið til árangurs í raunhæfum áfengis- vömum heldur en nýjar reglur eins umsagnaraðilans, sem ráðu- neytinu er á engan hátt skylt að fara eftir. Engu að síður væri ástæða til þess að ræða nánar um málið og því lagt til að tillögu minnihlutans verði vísað til borg- arráðs. Ámi ræddi nokkuð um hvemig hefði verið staðið að þessum mál- um. Benti hann á, að borgarráð hefði ekki alltaf farið eftir um- sögnum félagsmálaráðs heldur orðið við óskum veitingamanna um vínveitjngaleyfí. Bætti hann við, að verið gæti að of seint héfði verið bmgðist við, því veitinga- stöðum með vínveitingaleyfí hefði flölgað verulega að undanfömu, eða úr 53 í 65. Tillaga sjálfstæðismannanna var samþykkt og málinu því vísað til borgarráðs. Launamálanefiid lög’ð niður Þann 28. febrúar var samþykkt í borgarráði Reykjavíkur tillaga Davíðs Oddssonar borgarstjóra um að leggja niður launamála- nefnd borgarinnar. Sigurjón Pét- ursson (Abl) sat hjá við þessa atkvæðagreiðslu og á fundi borg- arstjómar á fímmtudaginn gerði hann grein fyrir ástæðum þess. Sigurjón sagði að á undanfömum árum hefði nefndin hvað eftir annað verið sniðgengin. Það væri þegar búið að drepa hana og því hefði hann setið hjá. Hann sagð- ist vilja vekja athygli á því að nú ætti borgarstjóri að fara með launamál starfsmanna borgarinn- ar og þar með væri verið að flytja umræður um þau inn í borgar- stjóm. Það teldi hann óeðlilegt. Elín G. Ólafsdóttir (Kvl) sagðist vera því fylgjandi að leggja nefnd- ina niður þar sem það væri ekki óeðlilegt að þeir sem hefðu meiri- hluta í borgarstjóm og réðu þann- ig ferðinni, fæm með launamálin og bæm þá jafnframt ábyrgð á þeim. Hækkuná dagvistargjöldum Miklar umræður spunnust um hækkun á dagvistargjöldum á borgarstjómarfundinum. Borgar- fulltrúar minnihlutans töldu þá hækkun, sem samþykkt var í stjóm Dagvista barna of mikla, en hún er á bilinu 24 til 26 af hundraði. Þeir sögðust vera til- Sala bjórsins hefúr vakið spurningar um hvort breyta þurfi reglum um veitingu vínveitingaleyfia. búnir til að samþykkja hækkun upp á 20 af hundraði, enda hefði framfærsluvísitala aðeins hækkað um 19% frá því síðasta hækkun gekk í gildi. Sú hækkun er sjálf- stæðismenn legðu til væri til þess fallin að hella olíu á verðbólgubá- lið. Frekar ætti að hjálpa ríkis- stjóminni við að halda verðbólg- unni í skefjum. Katrín Fjeldsted (S) benti á, að þrátt fyrir þessa hækkun væm dagvistargjöld lægri í Reykjavík en í ýmsum sveitarfélögum í ná- grenninu svo sem Kópavogi. Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson (S) og Júlíus Hafstein (S) sögðust fíirða sig á málflutningi minnihlutans. Ríkisstjóm Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Alþýðubanda- lags hefði þrátt fyrir verðstöðvun beitt sér fyrir gífurlegum skatta- hækkunum og heimilað hækkanir á gjaldskrám opinberra stofnana. Reykjavíkurborg hefði hins vegar ekki hækkað sína skatta — útsvar og fasteignagjöld — enda væri það andstætt stefnu Sjálfstæðis- flokksins. Sú hækkun, sem stjóm Dag- vista bama lagði til var staðfest af borgarstjóm með 9 atkvæðum sjálfstæðismanna gegn 6 atkvæð- um borgarfulltrúa minnihlutans. Hefur þú hugað að sumarfríi þínu 1989? Við höfum til leigu nýjan sumarbústað (með öllu) í Hrísey í Eyjafirði. Hægt er að komast á sjó ef óskað er. Upplýsingar í síma 96-61745. Eyland sf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.