Morgunblaðið - 09.03.1989, Síða 1

Morgunblaðið - 09.03.1989, Síða 1
64 SÍÐUR B 57. tbl. 77. árg. FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1989 Prentsmiðja Morgoinblaðsins Afganistan: Skæruliðar gera árásir á Jalalabad Islamabad, Kabúl. Reuter. APGANSKIR skœruliðar hafa haldið uppi stöðugum eldflauga- og stórskotaárásum á borgina Jalalabad í Suður-Afganistan undanfarna daga, að sögn tals- manns Kabúlstjórnarinnar í gær. Skæruliðar hafa eyðilagt nokkr- ar flugvélar á flugvellinum í borginni og talið er að mannfall meðal óbreyttra borgara sé mik- ið. Skæruliðar náðu bænum Sa- markhel, um 20 km austur af Jalalabad, á sitt vald á miðviku- dag, en bærinn gegndi mikil- vægu hlutverki í vörnum stjórn- Júgóslavía: Verðbólga 350 prósent Belgrað. Reuter. MIKIL efnahagskreppa ríkir í Júgóslaviu á sama tíma og þar fer fram valdabarátta milli Serba annars vegar og Króata og Slóvena hins vegar. Sam- kvæmt opinberum tölum hækk- aði verð á smásöluvarningi um 21,7% í febrúar og jafhgildir það 346,3% verðbólgu á ári. Verð- bólga í lok janúar var 290,7%. Miklar verðhækkanir á olíu, matvælum og þjónustu eru orsök hinnar auknu verðbólgu og dýrtí- ðin í landinu hefur ekki verið meiri í yfir 20 ár. Mánaðarlaun í Júgó- slavíu eru að meðaltali sem svarar um 5.200 ísl. krónur á mánuði. Leiðtogar flokksdeildarinnar í Kosovo hafa nú lýst sig samþykka tillögum Serba um að boðað verði til neyðarráðstefnu kommúnista- flokksins, sem hefur vald til að gera róttækar breytingar innan flokksins og breyta valdahlutföll- um í Júgóslavíu. arhersins. 15 skæruliðar létust í árásinni og 40 særðust, sagði fréttastofan AIP, sem skæruliðar starfrækja. Afganskir skæruliðar beittu að minnsta kosti fimm skriðdrekum, sem þeir tóku herfangi í Samark- hel, gegn stjómarhemum við flug- völlinn í Jalalabad. Stjómin í Kabúl sagði að skæruliðar hefðu gert harðar árásir við flugvöllinn í Jal- alabad en að víglína stjómarhersins hefði ekki verið rofín. Skæmliðar ráðgera að halda fyrsta fund bráðabirgðastjómarinn- ar, sem mynduð var í Pakistan í síðasta mánuði, í Jalalabad innan nokkurra daga. Skæmliðar róa að því öllum ámm að fá vestræn ríki til að samþykkja bráðabirgðastjóm- ina og er talið að þeir vilji sýna styrk hennar með því að halda fyrsta fundinn í borginni eða í grennd við hana. Talsmenn mujahideen-skæmliða segja að þeir séu undir þrýstingi frá pakistönskum yfirvöldum um að ná stórri borg á sitt-vald sem aðsetur fyrir bráðabirgðastjómina. Það sé nauðsynlegt til að halda uppi baráttuandanum í heilögu stríði, jihad, múhameðstrúarmanna nú þegar Sovétmenn hafa yfírgefið Afganistan. Reuter Samtök námsmanna lögleidd Pólskir námsmenn gengu fylktu liði um stræti Varsjár í gær i fyrstu löglegu mótmæla- föngu þeirra frá því árið 1981. gær leyfðu pólsk stjórnvöld starfsemi Samtaka náms- manna, NZS, sem þau bönnuðu árið 1982 um leið og starfsemi Samstöðu, hinna óháðu verka- lýðssamtaka, var bönnuð. Pólskir námsmenn minnast þess 8. mars á hveiju ári að þánn sama dag árið 1968 bældi lögregla niður mótmæli náms- manna i Varsjá og kynti með þvi undir miklum stúdenta- óeirðum í landinu. Á myndinni sjást námsmenn bera borða þar sem lýst er yfir stuðningi við Samtök námsmanna. Sjá ennfremur: „Efasemdir um . . .“ bls. 22. Tower þarfinast stuðn- íngs tveggja demókrata Lloyd Bentsen samþykkur útneftiingu Towers Washington. Reuter. ÞRÍR öldungadeildarmenn úr röðum demókrata hafa nú ákveð- ið að styðja John Tower, þegar deildin greiðir atkvæði um hvort Mestu átök í 30 ár í Tíbet Tíbetar hafa látið greipar sópa um opinberar byggingar og versl- anir í eigu Kinveija undanfarna þijá daga í mestu óeirðum sem hafa orðið i Tíbet frá þvi að Kínveijar kváðu þar niður vopnaða uppreisn aðskilnaðarsinna árið 1959. Kínversk yfirvöld settu á herlög i borginni á miðnætti þriðjudags og telja vestrænir stjórn- arerindrekar að Kinveijar hyggist með því hindra að til meirihátt- ar óeirða komi á morgun, föstudag, þegar þess verður minnst að 30 ár eru liðin frá uppreisninni. staðfesta skuli útnefiiingu hans sem varnarmálaráðherra Banda- rikjanna. Lloyd Bentsen, vara- forsetaefiii demókrata í siðustu forsetakosningum, lýsti þvi yfir i gærkvöldi að hann ætlaði að styðja Tower í embætti varnar- málaráðherra, að sögn breska útvarpsins BBC Þarf Tower stuðning tveggja demókrata til viðbótar til þess að halda emb- ætti. Öldungadeildarmaðurinn Christopher Dodd frá Connecticut- ríki ákvað í gær að styðja Tower, en nýlega hafði hinn íhaldssami demókrati Howell Heflin frá Alab- ama ákveðið að greiða honum at- kvæði. Loks ákvað Lloyd Bentsen, öldungadeildarþingmaður frá Tex- as og einn áhrifamesti demókratinn í öldungadeildinni, að styðja Tower. Útnefning George Bush, forseta, á Tower var til umræðu í öldunga- deildinni fimmta daginn í röð í gær. Hvatti Georg Mitchell, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, til þess að atkvæði yrðu greidd í dag, en Robert Dole, leiðtogi repúblikana í deildinni, sagði að ekki yrði fallist á að hún færi fram fyrr en flokkur- inn teldi sig hafa gert allt sem þyrfti til þess að vinna útnefningu Kvenna- flokkur í Hollandi Haag. Reuter. HOLLENSKAR konur stofnuðu stjórnmálaflokk I gær, á alþjóð- legum degi kvenna, sem ætlað er að beijast fyrir jafiirétti kyiy'- anna. Karlmenn geta ekki geng- ið í flokkinn. „Karlmenn eru velkomnir til að að setja bréf í umslög og sleikja frímerki og taka þannig þátt í flokkstarf- inu,“ sagði stofiiandi flokksins, Betty Nahoun. Talsmaður Kvennaflokksins sagði á fundi með blaðamönnum að flokkskonur gerðu sér vonir um að vinna tvö til þijú þingsæti í næstu kosningum. Flokkurinn vill að opinber fram- lög til baráttu gegn kynferðislegri misnotkun kvenna verði aukin og ætlar flokkurinn jafnframt að beita sér fyrir því að karlmönnum verði gefinn kostur á hlutastörfum í nkari mæli svo þeir fái annast- uppeldi bama sinna, að sögn Naho- un. Konur eru 34% af vinnuafli 1 Hollandi, sem er heldur lægra hlut- fall en í Evrópubandalagsríkjun- um, þar sem konur eru að meðal- tali 38% af vinnuafli. Towers nægan stuðning. Falli atkvæði jafnt kemur það í hlut Dans Quayle, varaforseta, sem forseta öldungadeildarinnar, að greiða oddaatkvæði, en talið er fullvíst að það falli Tower í skaut. Hafni öldungadeildin Tower yrði það í fyrsta sinn í sögu Banda- John Tower. ríkjanna sem fyrrverandi öldunga- deildarmanni væri hafnað sem ráð- herra. Barnlaust fólk í getnað- arfrí á fullum launum Danskir jafiiaðarmenn hafa ákveðið að beijast fyrir getnaðar- orlofi fyrir hjón, sem hafa átt í basli með að eignast barn. Var frá þessu skýrt í danska bíaðinu B.T. á þriðjudag. „Um 10% allra hjóna eru bam- laus og í helmingi tilfellanna stafar það af því, að eiginmaðurinn á í éinhveijum erfiðleikum með að geta böm. Oftar en ekki má rekja það til óheppilegra umhverfisáhrifa á vinnustað," sagði Jytte Andersen, talsmaður danskra jafnaðarmanna í málefnum bama. Nefndi hún sem dæmi hjón í Óðinsvéum, sem verið höfðu bamlaus og líklega vegna þess, að maðurinn er málari. Fór hann þá í þriggja mánaða frí frá málningargufunum með þeim ár- angri, að konan hans varð ófrísk og átti tvíbura. „Það eru atvinnurekendur, sem eiga að kosta getnaðarorlofið, og vegna þess, að oftast er vinnu- staðnum um að kenna bamleysið," sagði Jytte. Jytte kvaðst raunar vita, að Qár- hagsstaða ríkisins væri erfíð um þessar mundir og þvi yrði að at- huga hvort ekki mætti stokka upp í forgangshópnum og taka þetta nauðsynjamál fram yfir önnur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.