Morgunblaðið - 09.03.1989, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.03.1989, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1989 . 48 Skrifstofutækninám Betra verð - einn um tölvu Tölvuskóli íslands S: 67 14 66 Þesslr hrlngdu . . Konráð Sverrisson hringdi: Mig langar til að koma hér með eina vísu sem er svona. Kvöldið er að byrja, bjórinn rennur vel, en bara einn í viðbót granni. Annars verð ég þunnur, þunnur eins og skel, en þessi gerir oss að manni. Klútur tapaðist Ljósgrænn klútur með rauðum rósum týndist í Bíóborginni eða á Snorrabraut sl. sunnudagskvöld. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 17176. Til að verða hólpinn þarf að frelsast Jón Arnar Ingólfsson hringdi: Margt er rætt og ritað í blöð um trúmál og eru þar bæði leikmenn og lærðir á ferðinni. Ég ætla að varpa ljósi á leyndardóma guðsríkis. Spumingin er, hver getur orðið hólpinn? Eins og lærisveinar Krists spurðu hann að. Til þess að vera hólpinn og ganga inn í himnaríki þarf maður að frelsast. Það er algjört skilyrði fyrir því að vera skráður í lífsins bók. Menn spyija: Hvemig get ég frelsast?: Ég mæti alltaf í kirkju á sunnudögum og les guðs orð, segja menn gjaman. Það er ekki nóg, maður verður að lifa virku trúarlífi og ganga á guðs vegum allan sólarhringinn. Guð er góður. Þó maður gleymi guði og gleymi að biðja þá gleymir hann þér ekki. Hann sér um ferðir okkar allra. Ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili en læt frá mér heyra seinna, og þá fer ég nánar út í það frelsi sem guð veitir. Góðar stundir. Sódóma í Sjónvarpinu Sigurlaug Tryggvadóttir hringdi: Þótt búast megi við því að ráðamenn sjónvarpsins taki ekkert tillit til orða minna, verð ég að lýsa yfir vanþóknun á því sem var borið fram fyrir þjóðina á þeim vettvangi sl. mánudag í þættinum Já. Þvílíkt ógeð. Hverskonar sódóma er þetta íslenska þjóðfélag að verða. Vita menn ekki hvað svona ómenning hefur í för með sér, ekki einungis fyrir þá sem ungir eru? Það er verið að draga hina sönnu list ofan í svaðið og gera hana að skrímsli. Svo er það guðlastið, sem er ein svartasta syndin sem maðurinn getur drýgt. Skapari himins og jarðar hlýtur að fara að heíjast hand og taka í taumana þegar hans tími er kominn. Algjör smekkleysa Gamall maður hringdi: Mér fannst þátturinn um Smekkleysu í sjónvarpinu á mánudagskvöld vera til algjörrar skammar. Sá sem hefur tekið slíkan þátt inn í sjónvarpið er ekki starfi sínu vaxinn. Það er ekki hægt að bjóða fólki upp á svona lagað. Mælitækjum stolið Skúli Guðnason hringdi: Svartri tösku með sérhæfðum mælitækjum var stolið úr bílnum mínum við Glæsibæ, Álfheimum. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 681351 eða skili til lögreglunnar. Hver þekkir höfúndinn? Vg.V. hringi: Er ekki einhver sem kannast við höfund þessarar vísu? Lífið er gáta, leyst á margan hátt. Að hlæja og gráta hefur skipst á þrátt. Unaður, kæti, angur, sorg og þrá, skiptir um sæti skugga bekkjum 1 Óskiljanlegt orð í Staksteinum Jón Stefánsson hringdi: í Staksteinum í Morgunblaðinu í morgun, 7. mars er ein óskiljanleg setning: „Það er sum sé eitt að kveða upp vinstri sljóm, annað að ráða við uppkvaðninginn." Ég held að þama sé verið að vísa í þjóðsögumar þó ég hafi aldrei heyrt um „uppkvaðning" og orðið er ekki að fínna í orðabók Blöndals. Aftur á móti, þegar verið var að vekja upp drauga, gekk oft illa að kveða uppvakninginn niður. Víkverji skrifar Víkverji hefur velt fyrir sér, hve skammsýn þau sjónarmið skattyfírvalda em að örva fólk ekki til spamaðar í lífeyrissjóðum. Hér fyrr á ámm var mjög örvandi að greiða í lífeyrissjóð, því að iðgjöld vom undanþegin tekjuskatti og drógust frá þeim heildartekjum, sem menn höfðu, þegar gert var upp til skatts. Síðan kom svokölluð 10% frádráttarregla, sem í raun afnam þessi fríðindi, að lífeyris- greiðslur væm undanþegnar skatti. Niðurstaðan varð sú, að fólk sá sér ekki hag í því að greiða í lífeyr- issjóð og fyrirsjáanlegt er að lífeyr- issjóðir munu ekki standa undir skyldum sínum í framtíðinni. Vænt- anlega kemur það þá niður á ríkis- sjóði, sem tryggja þarf, að allir búi við mannsæmandi kjör í þjóðfélag- inu og sífellt verður hlutfall lífeyris- þega stærra miðað við vinnandi hendur í þjóðfélaginu. Því verður í raun sífellt erfiðara að ná þessu takmarki. í nýja skattkerfínu er frádrætti vegna iðgjalda lífeyrissjóðanna gert enn lægra undir höfði og á skatt- framtali er ekki einu sinni reitur fyrir lífeyrisiðgjaldagreiðslur. Þannig ber allt að sama bmnni. Skammtímasjónarmið ráða ríkjum í stjómarathöfnum í kringum ríkis- kassann. xxx egar hugað er að þessum ið- gjaldagreiðslum, má jafnframt benda á að ein af ástæðunum fyrir því að núverandi húsnæðislánakerfi er spmngið, er það að lán innan þess kerfis hafa borið allt of lága vexti, 3,5%. Það hefur t.d. verið hagkvæmt fyrir fólk að taka hús- næðislán með þessum kjömm, þótt það þurfi þess ekki með. Ástæðan er, að unnt hefur verið að lána ríkinu peningana aftur og fá 7,2% vexti fyrir, þ.e.a.s. vexti sem verð- tryggð ríkisskuldabréf bera. Allir sjá, að í þessu er engin glóra. Ríkis- valdið býður fólki upp á sjálfvirka peningavél, sem malar því gull og lái hver sem vill fólki, sem notar þetta tækifæri. í þessu sambandi má einnig minna á námslánin. Þau bera í raun enn lægri vexti en lán húsnæðis- málastjómar, enda hefur Víkveiji fyrir satt, að margur nemandinn taki námslán einungis til þess að kaupa ríkisskuldabréf. Það er ekki ónýtt að fá á námsámm tækifæri til þess að setja í gang peningavél, sem kannski fer langt í að tvöfalda höfuðstól lánsins á 10 ámm. Verð- trygging gengur svo upp gegn verð- tryggingu og menn sitja uppi með dágóðan sjóð að námi loknu. Nú er ekki svo að skilja að allir námsmenn hafi tækifæri til þess að setja þessa sjálfvirku peningavél í gang. Sumir em komnir með fjöl- skyldu á framfæri og em kannski ekki ofsælir af þeim lífeyri, sem þeir hafa. En það hlýtur að vera eitthvað bogið við þetta kerfi, þegar það felur í sér möguleika, sem hér hefur verið lýst. XXX Kunningi Víkveija benti á vand- ræðalegan galla, sem er á annars afbragðs góðum Tópastöfl- um, sem Sælgætisverksmiðjan Nói framleiðir og selur. Umbúðimar um Tópasinn em svo illa límdar að öskj- umar losna nær undantekningar- laust, þegar þær em settar í vasa. Víkveiji skorar á framleiðanda Tóp- asins að fá framleiðanda askjanna til þess að nota betra lím, svo að Tópasinn fari ekki út um allt í vasa þessa kunningja Víkveija. KV ÖLDNÁMSKEIÐ í HUGARÞJÁLFUN HUGEFLI Bolholti 4 10. mars kl. 19.00. Námskeiðið byggir á nýjustu rannsóknum í dáleiðslu, djúpslökun, tónlistarlækningum og beitingu ímyndunaraflsins. Með sjálfsdáleiðslu getur þú m.a.: A Opnað aðgang að öflugustu hlut- um undirmeðvitundarinnar. A Náð djúpri slökun og sofnað á nokkrum mínútum. A Fyrirbyggt taugaspennu, kvíða og áhyggjur. A Hætt reykingum og ofáti. A Auðveldað ákvarðanatöku og úrlausn vandamála. Námskeiðið verður haldið á hverju föstudagSkvöldi í 4 vikur. Leiðb. er Garðar Garðarsson NLP pract. Skráning og nánari upplýsingar fást hjá Nám- skeiðahald, SÍMI: 3 00 55 Sendum bækling ef óskað er. ☆ Á ÆSIR NffiST restaurant S í M I 17 7 5 9 Síldarvagninn + B-matseðill alla virka daga VESTURGÖTU 10, 101 REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.