Morgunblaðið - 09.03.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.03.1989, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1989 Yfírlýsing frá Sölustofiiun lagmetis: Vestur-þýskur lagmetismark aður lokaður íslendingum - þrátt fyrir fullyrðingar þingmanns Alþýðuflokksins Morgnnbladínu hefur borist eftirfárandi frá Sölustofnun lagmet- is: „Einn af þingmönnum Alþýðuflokksins, Jón Sæmundur Sigurjóns- son, hefur fundið þörf hjá sér til að fara með ósannar fullyrðingar f rikisfjölmiðlum undanfarna daga um stöðu islensks lagmetisiðnað- ar. Þingmaðurinn kom fyrst fram I útvarpsþættinum „Hér og nú“ laugardaginn 4. mars sl. og aftur í viðtali i fréttum Sjónvarpsins á mánudags- og þriðjudagskvöld. í þessum þáttum gerði hann lítið úr vanda islensks lagmetisiðnað- ar vegna mótmælaaðgerða Grænfriðunga i V-Þýskalandi gegn hval- veiðum íslendinga. Vegna orða þingmanns Alþýðuflokksins vilja Sölusamtök lagmetis taka fram nokkrar staðreyndir málsins til að reyna að draga úr þeim skaða sem þingmaðurinn heflir þegar vald- „Hefjublóðgjafasveitin“ með Höllu Snæbjörnsdóttur fyrrverandi hjúkrunarforstjóra Blóðbankans. Aðalfundur Blóð gjafafélags íslands: 800 blóðgjafar heiðraðir AÐALFUNDUR Blóðgjafafélags íslands var haldinn 27. febrúar í Hótel Lind við Rauðarárstig. Þar voru mættir tæpur helmingur þeirra 80 blóðgjafa, sem gefið hafa blóð 50 sinnum eða oftar. Þeir veittu allir viðtöku sérstöku heiðursskjali frá Blóðbankanum og Rauða krossi íslands, sem viðukenningu fyrir framlagi þeirra til lækninga. íð lagmetisiðnaði landsmanna. 1. Aldi-samningunum hefur formlega verið sagt upp, en þeir áttu að renna út í maí. Samningam- ir verða ekki endumýjaðir á meðan hvalveiðistefna íslendinga helst óbreytt. Þessi staðreynd er yfirvöld- um landsins jafn kunn og Sölu- samtökum lagmetis. 2. Fyrsta lagmetisverksmiðjan sem hætti framleiðslu vegna sölu- taps f Vestur-Þýskalandi var Pól- stjaman hf. á Daivík, en þar lauk rækjuframleiðslu í október 1988. 3. Hik sf. á Húsavík hætti rækju- framleiðslu í nóvember 1988 af sömu sökum og hefur öllum starfs- mönnum fyrirtækisins verið sagt upp störfum. 4. Niðursuðuverksmiðjan Ora hf. í Kópavogi framleiddi kavíar fyrir vestur-þýska neytendur í október í fyrra en hætti vegna sölutregðu í V-Þýskalandi. Þá var lokið fram- leiðslu á um einum fímmta af fyrir- huguðu kavíarmagni sem framleiða átti til ársloka ’88 fyrir þann mark- að, en áætlunin hljóðaði upp á 50 millj. ísl. kr. Enn eru í birgðum hjá Ora hrogn sem áttu að fara til V-Þýskalands. Þremur starfsmönn- um við kavíarframleiðsluna hefur verið sagt upp störfum og sjö störf til viðbótar eru í hættu. 5. K. Jónsson og Co. hf. hætti alfarið í janúar sl. að framleiða rækju og sagði upp 15 manns. Mik- ið óunnið hráefni og umbúðir eru á lager fyrirtækisins á Akureyri, auk fullunninnar vöru. 6. Sendingar á seldu lagmeti til Aldi-verslanakeðjunnar í V-Þýska- landi voru með eðlilegum hætti í janúar í ár, enda sagði Aldi suður ekki upp samningi sínum, sem átti að gilda fram í maí nk., fyrr en í lok þess mánaðar. 7. Um hálfum mánuði seinna til- kynnti Aldi norður uppsögn síns samnings. Þá voru lagmetissend- ingar á hafnarbakkanum í Ham- borg, aðrar í skipum á leið frá ís- landi til V-Þýskalands og nokkurt magn tilbúið til útskipunar í Reykjavíkurhöfn. Þessum vörum tók Aldi við sem ekki er nema eðli- legt þrátt fyrir riftun samninga. 8. Á undanfomum mánuðum hefur dregið verulega úr sölu á lag- meti til annarra kaupenda í V-Þýskalandi af sömu sökum. Með sama áframhaldi bendir allt til þess að sú sala stöðvist einnig með öllu. 9. Þingmaður Alþýðuflokksins segist hafa upplýsingar um að Aidi ætli að heiðra sölusamningana út maímánuð sem okkur er ókunnugt um. Aldi suður og Aldi norður sögðu formlega upp samningum sínum í janúar og febrúar eins og fram hefur komið. 10. Birgðir af lagmeti fyrir þýska neytendur eru óeðlilega miklar hjá lagmetisfyrirtækjum um allt land, hvað svo sem þingmaður Alþýðu- flokksins fullyrðir í sviðsljósi ijöl- miðlanna. Þær eru óseldar og eng- inn er kaupandinn. Meðal birgða eru vörur sem ætlaðar voru Aldi. 11. Það tók áratug að byggja upp viðskipti í V-Þýskalandi, sem nú eru fyrir bí. Það sýnir vanþekk- ingu að halda því fram að sambæri- legur markaður finnist á einni nóttu í Frakklandi. 12. Það sýnir einnig þekkingar- leysi að halda því fram opinberlega að auðvelt sé að selja lagmeti í Japan. Landsmenn vita að Japanir borða helst aldrei niðurlagða mat- vöru að hefðbundnum evrópskum hætti. Ef þeir kaupa lagmeti héðan vegna hvalamálsins, þá er það eflaust vegna hvalveiðihagsmuna Japana sjálfra. Vilji þeirra á eftir að koma í ljós. Fyrir liggur aðeins viljayfirlýsing japansks embættis- manns. 13. Það er öilum ljóst, sem vilja vita sannleikann að það er ekkert framhald á sölu á lagmeti til Vest- ur-Þýskalands að óbreyttu og þar með glatast árleg lagmetissala og framleiðsla fyrir a.m.k. 6—800 milljónir íslenskra króna. Það er sú napra staðreynd sem blasir við starfsfólki í íslenskum lagmetis- iðnaði. Sá veruleiki þýðir það að umtalsverðar framleiðslutruflanir verða í innlendum lagmetisfyrir- tækjum. Sumstaðar með þeim af- leiðingum að algjör rekstrarstöðvun mun eiga sér stað með tilheyrandi atvinnumissi starfsfólks. Sölusamtök lagmetis bjóða hér með Jóni Sæmundi Sigurjónssyni, alþingismanni, í kynnisferð um Iandið þannig að hann geti heim- sótt öll lagmetisiðnaðarfyrirtæki í landinu og kynnt sér hið raun- verulega ástand í fyrirtækjunum með beinni vettvangskönnun. í sjónvarpinu sagði þingmaður- inn, sem telur sig vita manna mest um þetta mál, að Theodór S. Hall- dórsson, framkvæmdastjóri Sölu- samtaka lagmetis, færi „ekki með rétt mál". Á tölvuskrá Bióðbankans, sem nær til virkra blóðgjafa síðustu 5 árin, komu fram rúmlega 800 sem gefið höfðu 25 sinnum eða oftar. Þeim verður öllum sent heiðurs- skjal. Meðal hetjublóðgjafa á fund- inum var Jón Halldórsson, sem gefið hefur blóð 93 sinnum. Hann hætti fyrir nokkru sem blóðgjafí vegna aldurs. Jón heldur alltaf sambandi við Blóðbankann og er virkur í Blóðgjafafélaginu og held- ur þannig áfram að vera öðrum til fyrirmyndar og hvatningar í blóðgjafastarfinu. Halla Snæbjömsdóttir, fyrrver- andi hjúkrunarstjóri í Blóðbankan- um, sótti aðalfundinn öllum eldri og yngri blóðgjöfum og blóð- bankafólki til mikillar ánægju. Halla er meðal fremstu brautryðj- enda blóðbankastarfseminnar í landinu. Á fundinum var sýnd sænsk fræðslumynd um ungan mann, sem lendir i lífshættulegu um- ferðarslysi og er bjargað með stór- felidri blóðgjöf samfara annarri læknismeðferð. Blóðgjafafélagið var stofnað 1981 til að efla samstarfið við blóðgjafa og fræða almenning um framlag þeirra til lækningastarf- seminnar í landinu. Jafnframt hef- ur verið lögð áhersla á fræðslu- starf allra þeirra sem eiga hluta að blóðbankastarfseminni. Fram- lög félagsins til tækjakaupa, rann- sóknarstarfa og kynningarstarfs hafa verið mikilsverð frá upphafí. Á síðasta ári átti Blóðbankinn 35 ára starfsafmæli. Besta af- mælisgjöf til hans kom frá borgar- stjóm Reykjavíkur, þegar hún samþykkti tillöguteikningu Hú- sameistaraembættisins að bygg- ingu hæðar ofan á Blóðbankann. Húsnæðisvandræði hafa háð blóð- bankastarfseminni undanfarin ár. Stjóm Blóðgjafafélags íslands skipa: Olafur Jensson formaður, Hólmfríður Gísladóttir ritari og varaformaður, Logj Runólfsson gjaldkeri, Jóhann Diego Amórsson og Halldóra Halldórsdóttir með- stjómendur. Endurskoðendur vom kjömir: Þorsteinn Kragh og Hall- berg Sigurgeirsson. (Fréttatílkynning) Dómarinn ræður eftir Kristján Bersa Ólafsson Spumingakeppni af ýmsu tagi hefur notið talsverðra vinsælda í útvarpi og sjónvarpi. Mikill fy'öldi manna hefur tekið þátt í slíkri keppni og undantekningarlítið tekið hlutverk sitt alvarlega, reynt að standa sig sem best. Þetta fólk á heimtingu á því að stjómendur keppninnar, baeði spyijandi og dóm- ari, vinni verk sín vel; spyrjandi 'Tiarf að vita að hveiju hann er að spyija og koma spumingunni út úr sér á skýran og skiljanlegan hátt, og dómari þarf að hafa þekkingu og dómgreind til að meta hvort svör em rétt, jafnvel þótt þau séu ekki orðuð á nákvæmlega þann hátt sem kann að standa á svarblað- inu sem hann hefur fyrir framan sig. Auðvitað er hér um leik að ræða, en keppendur verða að geta treyst því að farið sé eftir leikregl- unum og að úrslitin séu réttlát, hver sem þau verða. Um þessar mundir stendur yfír spumingakeppni þar sem fram- haldsskólanemendur leiða saman hesta sína. Föstudaginn 24. febrúar sl. áttust við í þessari keppni lið frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði og Menntaskólanum í Kópavogi. Þátturinn var tekinn upp síðdegis, en fluttur að loknum fréttum um kvöldið. I þessum þætti urðu dómara á 1 niLtiu þau mistök að úrskurða svar liðs Flensborgarskólans við ákveðinni spumingu rangt, þótt svarið væri í raun og vem rétt. Spumingin var um gjaldmiðil í Lúxembúrg og var gefið það svar, að það væri belgísk- ur franki. Öllum sem til Lúxem- búrgar hafa komið — og þeir em margir — mun fullkunnugt um að belgískur franki er gangmynt í landinu, þótt raunar sé líka til sér- stakur lúxembúrg-franki, og því er fráleitt að úrskurða á þann veg sem dómarinn gerði. En þessi rangi úr- skurður leiddi til þess að lið Mennta- skólans í Kópavogi var lýstur sigur- vegari í viðureigninni, en að réttu lagi stóðu leikar jafnir og hefði því framlenging átt að koma til svo að hrein úrslit fengjust. Strax á mánudaginn næstan á eftir skrifaði ég bréf til dagskrár- sijóra sjónvarps og fór þess á leit að þátturinn yrði ógiltur og keppni umræddra liða endurtekin. Jafn- framt (og til vara) fór ég fram á að sjónvarpið og stjómendur þáttar- ins bæðu nemendur Flensborgar- skólans afsökunar á þessum mis- tökum sínum. Afrit af þessu bréfi sendi ég til útvarpsstjóra. Formlegt svar við þessu bréfi hef ég enn ekki fengið, en óformlega hefur mér verið tjáð að endurtekn- ing komi ekki til mála, því að um keppni af þessu tagi verði að gilda sama regla og í íþróttaleikjum: að úrskurður dómara á staðnum gildi, hversu rangur sem hann kunni að vera. Samkvæmt því hélt lið I 4.J * * 'á |i }j 1' I 'I ■" Menntaskólans í Kópavogi áfram keppninni og mætti liði frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð sl. föstu- dag. í þeirri keppni endurtók sig sagan frá fyrra fostudegi. Lið Menntaskólans við Hamrahlíð var spurt hver hefði verið síðasti vam- armálaráðherra í stjóm Reagans og svaraði réttilega að það hefði verið Frank Carlucci. Stjómandi taldi það hins vegar rangt svar og vildi fá svarið Caspar Weinberger (en Weinberger lét af þessu emb- ætti vorið 1988 og tók Carlucci þá við). Þessi rangi úrskurður réð eða gat ráðið úrslitum í þessari viður- eign, þannig að nú hefur liði Menntaskólans í Kópavogi verið dæmdur sigur tvisvar sinnum í röð á grundvelli rangrar niðurstöðu dómarans og er liðið þar með kom- ið í úrslit í keppninni. Þessi tvö dæmi sem hér hafa verið nefnd eru því miður engin einsdæmi. í mörgum öðrum viður- eignum — bæði nú í vetur og í fyrra — hafa einstök svör verið dæmd á rangan eða mjög hæpinn hátt, auk þess sem spumingamar hafa stund- um verið svo aulalega orðaðar eða flausturslega fluttar að erfitt hefur verið að skilja að hveiju væri verið að spyija, svo að ekki sé nefnt ýmislegt annað klúður sem upp hefur komið. Sérstaklega hefiir spyijandinn átt erfitt með að koma erlendum manna- og staðanöfnum rétt út úr sér, og er stundum engu líkara en hann sé að sjá spuming- amar í fyrsta sinn þegar í útsend- Kristján Bersi Ólafsson „Ætti ríkisútvarpið að taka það til alvarlegrar íhugunar, hvort ekki væri betra að sleppa því að halda þessa keppni heldur en gera það með þeim ósköpum sem nú hefur orðið raunin á.“ ingu er komið. Og dómarinn virðist engan veginn alltaf ganga úr skugga um það fyrir keppni að svör- in sem hann hefur á svarblaðinu séu örugglega rétt. Þetta hvort tveggja lýsir handarbakavinnu- brögðum sem eru ríkisútvarpinu ekki sæmandi. ★ Spumingakeppni framhaldsskól- anna hefur nú verið haldin í út- varpi og sjónvarpi í nokkur ár. Hún fór nokkuð vel af stað í upphafí undir stjóm Steinars J. LÚðvíksson- ar, en síðustu árin virðist í vaxandi mæli vera kastað til hennar höndun- um, þannig að hún er nú óðum að breytast í hreinan skrípaleik. Skóla- æskan á annað skilið en slík vinnu- brögð. Keppendumir, fulltrúar skól- anna, leggja margir mikla vinnu í að undirbúa sig sem best og þeir eiga heimtingu á að vel sé að keppn- inni staðið, að hæfír menn séu fengnir til að sjá um hana, að spum- ingar séu vel samdar og svörin metin á sanngjaman og vandaðan hátt. Sé þetta ekki gert eyðir það áliti þeirra á keppninni og veldur því að þeir hætta að taka hana al- varlega, ef þeir þá yfirleitt telja það ómaksins vert að taka þátt í henni. Vera má að forráðamenn ríkisút- varpsins og stjómendur spuminga- keppni framhaldsskólanna líti á hana fyrst og fremst sem ódýrt skemmtiefni, sem ekki þurfi að vanda mikið til. Vera má líka að einhveijum þyki ekki vera ástæða til að leggja í keppnina vinnu og vandaðan undirbúning af því að þama eigi unglingar hlut að máli og þeim þurfi ekki að sýna sömu virðingu og fullorðnu fólki. Um þetta get ég auðvitað ekkert full- yrt, en þannig hefur verið að keppn- inni staðið að það liggur beint við að Iáta sér detta eitthvað slíkt í hug. En hvort svo sem hugarfarið bak við keppnina er þetta eða ekki, ætti ríkisútvarpið að taka það til alvarlegrar íhugunar, hvort ekki væri betra að sleppa því að halda þessa keppni heldur en gera það með þeim ósköpum sem nú hefur orðið raunin á. Höfundur er skólameistari Flens- borgarskóla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.