Morgunblaðið - 09.03.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.03.1989, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1989 12 Skipholti 50 C (gegnt Tónabíói) Sími 688*123 ______Seljendur!_____ Vegna mikillar sölu undanfarið óskum við eftir öllum stærðum _____og gerðum_______ _____eigna á skrá____ Einstaklingsibúð Fálkagata. Erum meö í sölu sér- deilis huggul. einstaklíb. 43 fm nettó. Áhv. Byggsjlán 1,2 millj. Verö 3,2 millj. 2ja-3ja herb. Hamraborg. Glæsil. rúmg. 3ja herb. íb. á 2. hæð ásamt bílskýli. Suö- ursv. Fallegt útsýni. Öll þjón. í næsta nágr. Verð 5,2 millj. (Skipti ath. á 3ja- 4ra í Háaleitishv.) Hjarðarhagi. 76 fm nettó góð íb. í kj. í fjölb. Verð 3,9 millj. Hringbraut. 2ja herb. íb. 40,1 fm nettó. Verð 3,2 millj. Aukaherb. í kj. 4ra-5 herb. Lynghagi. Til sölu á þessum eftirs. stað 130 fm sérh. á 3. hæð. 20 fm sólst. Góðar sv. Stór bílsk. Mikið útsýni. Arinn í stofu. Flúðasei. 95,3 fm nettó (117 fm brúttó) glæsil. 4ra-5 herb. endaíb. á 2. hæð. Parket. Stórar suðursv. Þvottah. í íb. Bflskýli. Verð 6 millj. Austurströnd. Mjög rúmg. 4ra herb. fb. á 2. hæð 125 fm fb. Sérinng. Fráb. úts. Afh. fljótl tilb. u. trév. Verð 5,9. Raðhús — einbýl Skerjafjörður. 144 fm 5-6 herb. lúxusíb. á tveimur hæðum. Allt sér. Eignarlóð. Garðhýsi og tvennar svalir. Afh. fokh. nú þegar eða lengra komin. Teikningar á skrifst. Hverfisgata. I20fm einb. ásamt bílsk. Mikið endurn. Verð 6,5 millj. Bæjargil - Garöabæ. Erum með f sölu 154 fm skemmtílegt einb. é tveimur haeöum auk 12 fm gróðurskála og 24 fm bilsk. Afh. fokh. með jámi á þaki og gterjað nú þegar. Gæti tekið 3ja-4ra herb. fb. upp í kaupv. Verð aðeins 6350 millj. Fannafold. Erum með skemmtil. teikn. 125,6 fm parhús við Fannafold. Bílsk. ca 21 fm. Afh. tilb. að utan, fokh. innan.Teikn. á skrifst. Verð4950 þús. Bröndukvísl. Einbhús 171,3 fm nettó ásamt bílsk. sem er 54,6 fm. Húsið er ekki fullfrág. Vel staðsett. Gott útsýni. Verð 12 millj. Teikn. á skrifst. Ásgarður. Raðhús um 110 fm í mjög góðu standi. Nýl. eldhinnr. Verð 6,3 millj. Atvinnuhúsnæði Aðalstraeti. Bjart og gott versl- húsn. til sölu í Aðalstræti. Stórir gluggar. Smiðjuvegur. 250 fm iðnhúsn. Verð: Tilboð. Framnesvegur. 1. hæð + kj. versl.- eða skrifsthúsn. Mögul. að innr. sem íb. Verð aðeins 4,3 millj. (Bruna- bótamat 7,0 millj.). Til leigu Smiðjuvegur. 250 fm iðnhúsn. á jarðh. m/tveimur innkdyrum. Mikil lofthæð. Laust strax. Laugavegur. 2. og 3. hæð í nýl. versl.- skrifsthúsn. innarl. v/Laugaveg. Hvor hæð er um 150 fm. Geta leigst saman eða í sitthv. lagi. Síðumúli. Á 2. hæð v/Síðumúla ca 300 fm skrifsthúsn. Laust strax. Skemmuvegur. 200 fm skrifst- húsn. Laust strax. Fyrirtæk Söluturn á góðum stað í Breiðholti. Velta ca 2,5 millj. (Uppl. aðeins á skrifst.) Söluturn. Söluturn v. fjölfarna götu. Bílalúga. Velta 1300 þús. pr. mán. Hagstæð greiöslukjör. Söluturn - Vesturbae. Velta 1000 þús. Verð aðeins 2,0 millj. Söluturn — myndbanda- leiga. Nýjar innr. Uppl. á skrifst. Höfum einnig á skrá fjölda annarra fyrirtækja. ' Krístján V. Kristjánaaon viðakfr., Sigurfiur öm Slgurðaraon viðekfr., _^^ug]ýsinga- siminn ei~ 2 24 80_ Gerðuberg Ljóðatón- leikar Tónlist Krístinn Sigmundsson söngvarí og Jónas Ingimundarson píanóleikari. JónÁsgeirsson Kristinn Sigmundsson óperu- söngvari og Jónas Ingimundarson píanóleikari enduðu skemmtilega tónleikaröð sem Menningarmið- stöðin í Gerðubergi stóð fyrir og verður ekki annað sagt en að þeir femir ljóðatónleikar sem í þessum flokki voru hafi tekist með afbrigðum vel, bæði hvað val listamanna snertir, alla uppfærslu tónleikanna og móttökur almenn- ings, því segja má að uppselt hafí verið á alla tónleikana. Á efnisskrá tónleikanna sl. mánudag fluttu Kristinn og Jónas verk eftir Vaughan-Williams, Loewe, Mahler og Wolf. Fyrsta verkið, Songs of Travel eftir Vaughan-Williams, er falleg tónsmíð og var það í heild mjög vel sungið, þó veiki söngurinn væri ekki í því jafnvægi sem Krist- inn á að geta unnið mun betur úr, slíka rödd sem hann hefur. Ballöðumar þijár eftir Carl Loewe voru Heinrich der Vogler, Tom der Reimer og meistaraverk- ið Edward. Þær tvær fyrri vom vel sungnar en ekki meir, en aftur á móti var Edward stórkostlega vel flutt. Kristinn getur náð ótrú- lega sterkum leikrænum tilþrifum pg í Edward var söngur ekki síðri. í verki Mahlers, Lieder eines fahr- enden Gesellen, var margt fallega gert en það er eins og Kristinn eigi eitthvað óunnið í veikum söng, sem gerir það, að hlustand- inn (og söngvarinn sjálfur e.t.v.) trúir ekki eins á söng hans og þegar hann beitir röddinni í fullum hljómi. Síðustu lögin vom gaman- söngvar eftir Wolf við kvæði eftir Mörike og þar fór Kristinn á kost- um. Síðasta lagið er kveðja til gagnrýnenda, en sjálfur Wolf var einstaklega hvass og óvæginn gagnrýnandi og vakti raunar fyrr athygli sem „skríbent“ en tón- skáld. Samleikur Kristins og Jónasar var til fyrirmyndar og ekki spillti það fyrir að prentuð efnisskrá var einstaklega vel úr garði gerð. Þar á þýðandinn Reynir Axelsson mestan heiðurinn, en hann hefur séð um sérlega vandaðar þýðingar og átti auk þess eitt af aukalögun- um, smá „limruleik“ í tónum, sem er mjög vel gerður og var skemmtilega fluttur af Kristni og Jónasi. IIDSVANGIJR BORGARTÚNI 29,2. FiÆÐ. H 62-17-17 Stærri eignir Lóð - Seltjnesi Ca 905 fm einbhúsalóð vel stað- sett við Bollagarða. Samþ. útlits- teikn. af tvílyftu húsi geta fylgt. Einb. - Skipasundi Ca 160 fm einb., hæð, ris og kj. Húsið er í endurn. og býöur uppá mikla mögul. Verð 7,8 millj. Einb. - Garðabæ Stórgl. ca 350 fm einbhús við Dalsbyggð. Allar innr. sérlega vandaöar. Mögul. á séríb. í kj. Tvöf. bílsk. Mögul. skipti á minna einb. í Garðabæ. Einb. - Kópavogi Ca 106 fm steinhús við Grænatún. Bílskúrs- og viðbyggingarréttur. Eldri borgarar! 75 fm parhús í síðari áfanga eldri borgara við Vogatungu í Kópa- vogi. Skilast fullb. utan og innan. Verö 6,2 millj. Eldri borgar. Kynn- ið ykkur sérstaka fyrirgreiðslu húsnæðismálast. Sigluvogur - einb./tvíb. Ca 292 fm glæsil. parhús. í húsinu eru tvær samþ. íb. Fallegur garður. Einb. - Sogavegi Ca 110 fm fallegt einb. á tveimur hæð- um við Sogaveg. Verð 7,5 m. Raðhús - Mosfellsbæ Ca 155 fm fallegt raðhús við Stórateig. Bílsk. Áhv. tæpar 2 millj. Einbýli - Grafarvogi Ca 161 fm glæsil. einb. við Miðhús. Bílsk. Fullb. að utan, fokh. að innan. 4ra-5 herb. Keilugrandi Stórgl. endaíb. á tveimur hæð- um. íb. er öll sérlega vönduð og mikið í hana lagt. Stórar suðursv. Fráb. útsýni í noröur og suður. Stæði í bílhýsi. Verð 7,8 millj. bhæð - Sigtúni Ca 130 fm íb. á 1. hæð. Tvennar sval- ir. Skipti á góðri 3ja herb. ib. með bilsk. æskileg. Hagst. langtímlán allt að 2 millj. geta fylgt. Bræðraborgarstígur Ca 111 fm nettó björt íb. í timburhúsi. Sérstök eign. Verð 5,1 millj. Krummahólar Ca 88 fm nettó falleg íb. á 5. hæð í lyftuhúsi. Verð 5 millj. Bogahlíð Ca 100 fm góð endaíb. á 1. hæð. Herb. í kj. fylgir. Verð 5,8 millj. Dunhagi m. bílsk. Ca 101 fm nettó björt og falleg íb. á 2. hæð. Parket. Sérhiti. Bílsk. Áhv. ca 1 millj. veðdeild. Eiðistorg Ca 106 fm nettó glæsil. íb. á tveim hæðum. Suðursv. og sólstofa. Neðra-Breiðholt Ca 95 fm brúttó falleg íb. á 3. hæð við Eyjabakka. Gott útsýni. Ákv. sala. Verð 5,2 millj. 3ja herb. Jörfabakki - nýtt lán Ca 83 fm falleg íb. á 1. hæð. Aukaherb. í kj. Áhv. veðdeild o.fl. 2,9 millj. Verð 4,9 millj. Útb. 2 millj. Víkurás Ca 86 fm nettó falleg jarðhæð í nýju húsi. Áhv. ca 3 millj. veð- deild o.fl. Verð 5,1 millj. Útb. 2,1 millj. Lindargata - 2ja-3ja Gullfalleg mikið endurn. risíb. neðarlega við Lindargötu. Fráb. útsýni. Verð 4950 þús. Hverfisgata - Hf. Ca 75 fm góð hæð í timburhúsi. Áhv. 1,8 millj. Verð 3,3 millj. Útb. 1,5 millj. Njálsgata Ca 81 fm góð íb. á 1. hæð í þríb. Verö 4 millj. Miðborgin Ca 71 fm gullfalleg ib. á efstu hæð í steinhúsi við Laugaveg. Verð 4,2 millj. Vantar eignir með nýjum húsnlánum Höfum fjölda kaupenda að 2ja, 3ja og 4ra herb. íb. með nýjum húsnæðislánum og öðrum lán- um. Mikil eftirspurn. Hraunbær Ca 75 fm brúttó falleg íb. Verö 4,4 millj. 2ja herb. Þórsgata - 2ja-3ja Ca 55 fm snotur íb. á 2. hæð í steinhúsi. Verö 3,4 millj. Hamraborg Mjög góð íb. á 4. hæð í lyftublokk. Frá- bært útsýni. Verð 3,7 millj. Digranesvegur - Kóp. Ca 61 fm nettó góð neöri hæð. Sér- inng. og -hiti. Bílskréttur. Verð 3,9 millj. Skúlagata - laus Ca 60 fm góð ib. Verð 2950 þús. Ránargata Ca 70 fm björt og falleg íb. á 1. hæð. Guðmundur Tómasson, Finnbogi Kristjánsson, Kristín Pétursdóttir, ■i ■■ Viðar Böðvarsson, viðskiptafr. - fasteignasali. ggg m Tákn og feiknstafir ________Myndlist Bragi Ásgeirsson Á undanfömum árum hafa komið fram æ fleiri myndlistar- menn, sem í heiðri hafa kröfuna um hámákvæm og hnitmiðuð vinnubrögð, þegar slík tök lyfta undir listrænan árangur. Á tíma þótti það harla ófínt og ekki í takt við hugdirfsku og fram- sýni, enda var þá klaufanum og klastraranum gjaman lyft á sta.ll. Ekki svo að skilja að tæknin sé aðalatriði í sjálfu sér og einhver alsheijarlausn, en hins vegar er harla gott að hafa vald á henni í útfærslu mynda og þurfa hér eng- in hjálpargögn — og tækni er einnig til í klaufaskapnum og þannig eru margir hinna svo- nefndu nævistar hreinustu galdramenn á sínu sviði. Það er ekki langt síðan núlista- maðurinn Kristján Steingrímur var á ferð með yfírgripsmikla sýn- ingu í vestursal Kjarvalsstaða, er dijúga athygli vakti fyrir hressi- legan málunarmáta, og þessa dagana og fram til 12. marz kynn- ir hann nú verk í öllum húsakynn- um Nýlistasafnsins. Meginhluti þessara verka kemur nokkuð á óvart, því að hér eru á ferð mynd- ir, sem ótvírætt sameina rúmtak og málverk. Hér em nefnilega á ferð eins konar súlu- eða strend- ingaformanir upp við vegg, svo og veggverk og sjálfstæð gólfverk gjaman í endurteknum rýþmisk- um formum. Það er aðskilur þessi verk frá hreinum skúlptúr, eins og þau koma manni fyrst fyrir sjónir, er að þetta eru grindur, sem léreft hefur verið strengt á — nokkurs konar blindrammar í þrívídd og svo er málað á þetta líkt og menn mála á tvívíðan flöt, en eftir nokk- uð öðmm og táknrænni regl- um.Einn grunnlitur prýðir þá gjaman verkin, og síðan sker Ijós lína þau eftir endilöngu og endar á tákni eða galdrastaf. Ferlið er áhugavert og það, sem gefur því enn frekara gildi, er hin hámákvæma, hnitmiðaða út- færsla, er gerir óvenjulegan leik sannverðugan en með skynrænni útfærslunni standa eða falla iðu- lega myndverk af þessu tagi. Ekki veit ég, hve lengi Kristján Steingrímur hefur unnið að gerð slíkra mynda, en mér virðast þau vera í hæsta máta áhugaverð, þótt sjálft formið komi manni meira en kunnuglega fyrir sjónir. Það er hugsunin að baki, sem ýtir við heilasellunum og veldur manni ýmsum heilabrotum. En þrátt fyrir allt kann ég bet- ur að meta Kristján, þegar hann er í essinu sínu f tvívíðum mál- verkum og þá einkum í myndum eins og „Fyrirbrigði" (2), sem mér þótti mest til koma allra verka á sýningunni fyrir litrænan kraft og rökrétt formrænt fjaðurmagn auk sterkrar myndbyggingar. Það er jafnan gleðilegt að sjá þau vinnubrögð, sem prýða mörg þeirra verka sem á sýningunni eru, og vissulega eykur sýningin trú manna á þessum unga lista- manni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.