Morgunblaðið - 09.03.1989, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.03.1989, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1989 Stefán Ottó Páls- son Hafimrfírði 42_______ Minning: Fæddur 6. mars 1958 Dáinn 1. mars 1989 Stefán Ottó Pálsson fæddist í Reykjavík 6. mars 1958, sonur hjónanna Páls Ólasonar frá Siglu- firði og Súsönnu K. Stefánsdóttur frá Hafnarfírði. Systir Stefáns heit- ir Þuríður. Þegar Stefán var eins árs gam- all fluttist fjölskyldan til Hafnar- ijarðar og bjó Stefán í Hafnarfírði næstu 30 árin er hann flutti til Reykjavíkur aftur og bjó í Grafar- voginum ásamt sambýliskonu sinni, Sigríði Sigurbjartsdóttur, og bami hennar. Skólaganga Stefáns hófst í Öldu- túnsskóla, en fór síðan í Flens- borgarskóla og lauk þaðan stúd- entsprófí árið 1978. Það var gaman fyrir mig að rifja upp skólagöngu Stefáns með kennurum hans, í þeirra huga var hann framúrskar- andi þægilegur og góður nemandi. Stefán var alla tíð rólegur maður en hann var glaðlyndur og góður félagi og mikill vinur vina sinna. Hann var hæverskur og kurteis hvar sem hann kom, fyrirferðarlítill í fjölmenni en skemmtilegur og alls staðar aufúsugestur. Stefán hafði alla tíð mikinn áhuga á fþróttum og var virkur þátttakandi í FH í gegnum alla yngri flokka félagsins bæði í hand- knattleik og knattspymu. Stefán fékk góðan stuðning og hvatningu foreldra sinna í því sem öðru. Það hlýtur að hafa verið stoltur 8 ára gamall drengur í FH-búningi sem steig sín fyrstu spor á fjalir Laugar- dalshallarinnar, undir öruggri leið- sögn Birgis Bjömssonar þjálfara og fyrirliða FH-liðsins í handknatt- leik á þeim tíma, sem lukkupolli horfandi framan í 3-4.000 kiapp- andi áhorfendur. Þá hefur FH- hjartað slegið hratt í bijósti hans. Þjálfarar Stefáns tala um neistann í honum og að hann hafí verið dug- mikill og fómfús keppnismaður. Þótt Stefán hætti sjálfur að stúnda og iðka keppnisíþróttir, eftir að hafa fundið sér annað aðaláhuga- mál, sótti hann flesta kappleiki með FH af miklum áhuga. Aðaláhugamál Stefáns frá því í Flensborgarskóla var brids. Stefán lærði brids ásamt vinum sínum Ægi Magnússyni og Aðalsteini Jörgensen og áttu þeir að öðmm ólöstuðum stærstan þátt í velgengni Flensborgarskóla á framhalds- skólamótum í brids og má segja að þeir hafí komið Flensborg á landa- kortið í brids. í mörg ár máttu keppinautar Stefáns hjá Bridsfélagi Hafnarfjarðar og fleiri bridsfélög- um sjá eftir efstu verðlaunasætum til Stefáns og hans meðspilara hverju sinni. Hann náði góðum ár- angri á íslandsmótum og var tvisv- ar valinn í unglingaiandslið íslands í brids, á Evrópumót unglinga 1982 og á Norðurlandamót 1983. Stefán sat í stjóm Bridsfélags Hafnarfjarð- ar í nokkur ár og var farsæll stjóm- armaður. Það var á spilakvöldum hjá Brids- félagi Hafnarfjarðar sem við Stefán kynntumst fyrst. Það þróaðist með okkur traustur og góður vinskapur. Við bjuggum í sömu götu, eitt hús á milli, í ein 10 ár og vorum oft samferða heim eftir bridskvöldin. Við vomm nær alltaf keppinautar en höfðum gaman af því á heimleið að leggja þrautir kvöldsins hvor fyrir annan, eins og bridsmanna er gjaman siður. Oft var komið fram á rauða nótt í bílnum fyrir utan húsið heima þegar við gleymdum bæði stað og stund við lausnir á bridsþrautum og öðmm vandamál- um. Við höfðum líka oft á orði að við gætum ekki verið keppinautar alla tíð í svo mikilli nálægð hvor við annan, þó ekki væri nema eina keppni, en örlögin höguðu því þann- ig að það var ekki fyrr en 22. febrú- ar sl. sem við Stefán spiiuðum sam- an í fyrsta sinn í keppni og því miður reyndist það einnig í síðasta sinn, því einni viku síðar var Stefán kallaður til æðri starfa af sjálfu almættinu. Stefán var glöggur, næmur en praktískur spilari, tók ekki mikla áhættu en komst langt á mjög góðu keppnisskapi. Alhliða hæfíleiki í spilinu, hæverska og gott skap gerði Stefán vinsælan meðal bridsmanna. Stefán kom nokkmm sinnum til mín í bankann í vetur að spjalla og var greinilegt að hann var bjartsýnn á framtíðina þrátt fyrir erfíð veik- indi undanfama mánuði. Hann var fyrir stuttu byijaður að vinna aftur suður í ísal, þar sem hann hafði unnið frá því skólagöngu lauk, og það var góður hugur í honum. En enginn veit sína ævi. Nú er vinur horfínn á braut og harmur mikill, en efst í huga mínum er þakklæti þegar ég minnist Stefáns og hugg- un er það harmi gegn sú trú mín og reyndar fullvissa að góður Guð, sá Guð sem gefur og tekur, ætlar Stefáni góðan stað í framtíðinni. Foreldmm Stefáns, Páli og Sús- önnu, systur hans, sambýliskonu, vinum og vandamönnum votta ég samúð mína og bið Guð að styrkja þau. Ég kveð vin og megi blessun Guðs vera með honum. Björn Eysteinsson Það er oft erfítt að átta sig á gangi lífs og dauða. Einkum á þetta við, þegar ungt fólk í blóma með allt lífíð framundan er kvatt á braut, að því er virðist fyrirvara- laust. Starfsmenn Islenzka Alfé- lagsins hf. vom harmi slegnir á föstudaginn í síðustu viku, þegar fréttin barst um að Stefán hefði látizt. Margir vissu að vísu, að hann hafði átt við sjúkdóm að stríða und- anfama mánuði, en einhvem veginn virtist það fjarlægt, að það leiddi til svo ótímabærs dauðdaga. Stefán O. Pálsson hóf sem ungl- ingur störf hjá ISAL í sumarleyfum sínum, eða sumarið 1976, þegar hann var 18 ára að aldri. Næstu sumur vann hann hjá fyrirtækinu, en gerðist fastur starfsmaður árið 1981. Eins og sést á því, að hann var ráðinn til sumarstarfa ár eftir ár, var hann góður og traustur starfsmaður. Stefán var sérlega laginn til verka og mikið prúð- menni, sem naut fyllsta trausts vinnufélaga sinna og yfírmanna. Sá sem þessar línur ritar átti þeirri gæfu að fagna að kynnast Stefáni allvel. Leiðir okkar lágu saman hjá ISAL, en kunningsskap- ur okkar varð þó mestur í tengslum við sameiginlegt áhugamál okkar, keppnisbrids. Stefán var einn nokk- urra pilta úr Hafnarfírði, sem tóku að vekja athygli í bridsheiminum á árunum í kringum 1980. Þetta vom efnispiltar, sem tóku íþrótt sína alvarlega. Sumum hefur ef til vill þótt, að full miklum tíma hafí verið varið í tómstundagamanið. Ungu piltamir skildu hins vegar að til þess að ná árangri í göfugri íþrótt verður að sinna henni af kostgæfni og nýta sem best þau ár, þegar menn eru með „delluna". Stefán og félagar hans hættu líka fljótt að vera fallbyssufóður, eða efnilegir. Þeir urðu mjög góðir bridsspilarar sem settu mark sitt á keppni um mestu virðingar. Fyrir kom að við Stefán spiluðum saman þegar ISAL atti kappi við önnur fyrirtæki og bárum oftast sigur úr býtum. Mörg bestu einkenni Stefáns komu fram í honum sem keppnisspilara. Hann var agaður, kappsamur og hæfílega varfærinn. Við samstarfsmenn hans og spilafélagar hjá ISAL sendum unn- ustu hans Sigríði Sigurbjartsdóttur, og foreldrum Súsönnu Stefánsdótt- ur og Páli Ólasyni hugheilar samúð- arkveðjur. Jakob R. Möller Hann Stebbi vinur minn er dá- inn, langt fyrir aldur fram. Mér brá ónotalega þegar ég heyrði þessa frétt. Við Stebbi vorum búnir að vera vinir og spilafélagar í mörg ár og höfum átt margar ánægju- stundir saman. Ég kynntist Stebba í gegnum bridsíþróttina fyrir um það bil 8 árum síðan. Við erum búnir að spila saman sem „makker- ar“ í mörg ár, bæði í sveitakeppni, tvímenning og á stórmótum. Hann Stebbi, eins og við vinimir kölluðum hann alltaf, var rólegur en samt alltaf hress og skipti sjald- an skapi. Hann var mjögtraustvekj- andi, alltaf var hægt að treysta á hann hvenær sem maður þurfti á að því að halda. Stefán var Hafn- fírðingur, sonur hjónanna Súsönnu Stefánsdóttur og Páls Ólasonar. Sendi ég unnustu, foreldrum, systur og öðrum ættingjum innilegar sam- úðarkveðjur. Jósef Rúnar Magnússon Því hefur löngum verið haldið fram að vinátta og kærleikur eigi sér bústað í hjartanu, og fyrir þá sem hafa fundið fyrir auknum hjartslætti eða herpingi í hjarta við óvæntar fréttir eða atvik telja ekki slíkar fullyrðingar fjarri lagi. Er mér var sagt frá því að Stef- án Pálsson vinur minn væri dáinn tók hjartað kipp og eitt augnablik tók beiskjan og reiðin yfírhöndina. Það voru aðeins liðnir nokkrir klukkutímar síðan við höfðum spil- að í sömu sveit. Það er liðið á ann- an áratug síðan ég kjmntist Stefáni fyrst og þá við spilaborðið. Stefán var einn af strákunum hans Óla Gísla, en það vom þeir drengir kall- aðir er höfðu fengið sína fyrstu til- sögn hjá félaga okkar í Bridsfélagi Hafnarfjarðar Ólafí Gíslasyni. Bar Stefán ávallt síðan sérstakan hlý- hug til Ólafs og var Stefán t.d. í sigursveit Ólafs er hann vann sveitakeppni BH. Vegna mikils áhuga var Stefán ungur valinn í stjórnunarstörf hjá Bridsfélagi Hafnarfjarðar, en það var eitt af einkennum Stefáns og reyndar öllum spilafélögum hans, hvað auðvelt þeir áttu með að um- gangast sér eldri og var það ekki síst sú staðreynd, sem olli því hvað fljótt og auðvelt Stefán átti með að tileinka sér bridsspilið og ná árangri. Öll framkoma Stefáns og hæfni urðu þess fljótlega valdandi að hann þótti traustur félagi og hlaut al- mennar viðurkenningar jafnt við spilaborðið sem utan þess. Minnist ég með ánægju, er ungu mennimir á sínum fyrstu bamdómsárum í bridsíþróttinni, komu í heimsókn á ótrúlegustu tímum til að spila nokk- ur spil og var þá oft glatt á hjalla. En það Ieið ekki langur tími þar til þeir urðu okkur eldri fremri. Stefán átti sinn metnað og komst hann í landslið yngri spilara og lék á Evr- ópumóti og Norðurlandamóti. Á síðari ámm má segja að það hafí verið fastur liður á stórmótum Bridssambands ísland í tvímenn- ingi, þar sem oft voru samankomn- ir margir af snjöllustu bridsspilur- um heims, að sjá Stefán í verðlauna- sæti og oftast með vini sínum og makkér Rúnari Magnússyni. Síðasti sigur Stefáns í bridsíþróttinni var nú fyrir skömmu, er sveit Stefáns Pálssonar vann Reykjanesmótið með miklum yfirburðum -og hafði þar með aflað sér réttar til þátttöku í undanúrslitum íslandsmótsins er hefst nú í kvöld. Örlögin höguðu því svo til að aðeins nafn hans verð- ur þar nú á skrá. Með þessum fáu línum hef ég aðeins minnst á Stefán í því umhverfí þar sem ég þekkti hann best. Það fór þó ekki fram hjá mér að Stefán kom frá góðu og traustu heimili þar sem fylgst var af áhuga með hugðarefnum hans enda var áhugamál hans síður en svo fram- andi leikur á hans heimili. Ég vil leyfa mér fyrir mína hönd og margra vina hans í lífí og leik að skila innilegustu samúðarkveðjum til foreldra hans, unnustu og systur og vonast eftir það þegar fram líða stundir getum við minnst sam- verustunda okkar með hlýhug og þakklæti án trega eða sársauka. Blessuð sé minning hans. Kristófer Magnússon Er ég um síðustu helgi frétti lát vinar míns og fyrrum samstarfs- manns, Stefáns Pálssonar, setti mig hljóðan. Gat það verið að hann, svona ungur og i blóma lífins væri allt í einu burtkallaður, jú, því varð ekki neitað, Stefán var látinn. Stefán ólst upp í Hafnarfírði hjá foreldrum sínum Súsönnu Kristínu Stefánsdóttur og Páli Ólafssyni ásamt systur sinni Þuríði. Hann lauk stúdentsprófí frá Flensborgar- skóla 1978, og mun hafa haft hug á framhaldsnámi, en lét það bíða um sinn. Þess í stað hóf hann störf á vinnumarkaðinum og kom fljót- lega til starfa í flutningadeild ís- lenska álfélagsins og starfaði þar til dauðadags. Stefán var sannur vinur og vildi hvers manns vanda leysa, raungóð- ur og ráðhollur. Félagar hans treystu honum líka fyrir sínum málum, og var hann snemma kosinn af þeim í trúnaðarstörf. Hann tók mikinn þátt í ýmsum félagsmálum og var m.a. mjög liðtækur brids- maður og keppti oft á mótum, bæði hjá ÍSAL og einnig út á við, og stóð sig ávallt með mestu prýði. Starfsmaður var hann góður og þurftu yfírmenn hans ekki að hafa áhyggjur af þeim störfum sem hon- um voru falin. Hann leysti þau ávallt vel af hendi. Nú er mikill harmur upp kveðinn í fjölskyldu Stefán og ég vil votta þeim mína innilegustu samúð, for- eldrum hans, systur, sambýliskonu, Sigríði Sigurbjartsdóttur og dóttur hennar, Margréti, en við hana hafði Stefán tekið miklu ástfóstri og var henni sem faðir. Og nú er vinur minn, Stefán, burt kvaddur, svo skyndilega, svo óvænt. Við skiljum ekki þann til- gang, að ungir menn, sem oss virð- ist að eigi allt lífíð framundan, þurfí að hverfa á braut fyrir fullt og allt, en ráðstöfunin er ekki okkar manna, hún er tekin á öðrum stað, okkur meiri og æðri. Við vitum ekki tilganginn, en einhver er hann og hann er okkur lítt skiljanlegur. Samstarfsmenn Stefáns senda honum hinstu kveðju. Blessuð sé minning hans. Stefán E. Sigurðsson Mig langar að minnast Stefáns Pálssonar, sem látinn er í blóma lífsins, tæplega 31 árs að aldri. Stefán kom fyrst inn á heimili mitt með sonum mínum Böðvari, Rúnari og Ragnari. Þeir kynntust í gegnum spilamennskuna, en brids er þeirra aðaláhugaál. Oft var glatt á hjalla þegar þeir komu vinimir Stefán og Aðalsteinn Jörgensen, en þeir voru mjög samrýndir, enda oft talað um þá í sömu andrá. Þá voru spilin tekin upp og stundum spilað á tveimur eða þremur borðum. Þótt Stebbi væri rólegur og prúð- ur piltur var mjög stutt í kímnina hjá honum og átti hann til að læða út úr sér bröndurum alveg fyrir- varalaust. Þá var oft hlegið dátt. Rúnar og Stebbi voru mjög miklir vinir undanfarin ár og þakka ég forsjóninni fyrir að hafa kynnst slíkum öndvegisdreng eins og Stef- án var. Votta ég aðstandendum öll- um mínar samúðarkveðjur. Valborg Soffia Böðvarsdóttir Oft lílq'um við mennimir lífínu við veðrið. Þar skiptast á skin og skúrir, birta og dimma. Óneitanlega dimmdi í hugskotum okkar er sú fregn barst að vinur okkar, Stefán Ottó Pálsson, væri allur. Minningar okkar um Stefán ná allt til bemsku, en þegar leiðir okk- ar lágu saman í Flensborgarskóla. Bundumst við sterkum vináttu- böndum er héldust ávallt síðan. Það sem einkum dró okkur saman var sameiginlegt áhugamál, bridsíþróttin, sem við helguðum okkur af alefli þessi ár. Stundimar við bridsborðið voru ófáar. Þar skipti miklu máli að búa yfír rök- hyggju og byggja á gagnkvæmu trausti. Kannski einmitt þess vegna náði Stefán jafnlangt í bridsíþrótt- inni og raun bar vitni. Hann spilaði með unglingalandsliði íslands bæði á Evrópumóti og Norðurlandamóti. Á síðasta ári var Stefán valinn til þátttöku í úrtökumóti um sæti í landsliði íslands. Að loknu stúdentsprófí hóf hann fljótlega störf hjá íslenska álfélag- inu. Stefán þótti góður vinnufélagi og þar undi hann sér vel allt þar til yfir lauk. Stefáni vom íþróttir hugleiknar. Þegar tími gafst til fór hann gjam- an á völlinn og þá oftast til að sjá leiki hjá sínu uppáhaldsfélagi FH en hjá því stundaði hann íþróttir í æsku. Vináttan við Stefán gaf okkur mikið. Hann var hlýr persónuleiki sem gott var að hafa í návist sinni. Hann var rólegur í fasi en umfram allt góður og traustur vinur. Nú hefur Stefán skipt um vistar- verur og yfírgefið jarðneskt líf. Við fáum ekki að njóta hans um sinn, en minning hans er björt og hún lifír. Við sendum innilegar samúðar- kveðjur til unnustu, foreldra, systur og annarra sem um sárt eiga afi binda við fráfall góðs dreners. Ægír Magnússon, Aðalsteinn Jörgensen. t Ástkær eiginkona mín, SIGURRÓS INGA HANNEA GUNNARSDÓTTIR, Sólheimurn 40, lést á heimili sínu þriðjudaginn 7. mars. Fyrir hönd aðstandenda, Kristinn E. Guðmundsson. t Faðir minn og bróðir okkar, ÞORVALDUR SIGURBJÖRNSSON, varð bráðkvaddur á heimili sínu sunnudaginn 5. mars. Jarðaförin auglýst síðar. Fyrir hönd vandamanna, Lárus Jökull Þorvaldssón, Friðjón Sigurbjörnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.