Morgunblaðið - 09.03.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.03.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ , FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1989 23 Verkfallið hjá Eastern-flugfélaginu: Starfsmenn S AS ekki í samúðarverkfall Kaupmannahöfn. Frá Níls Jörgfen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. YFIRMENN SAS-flugffélagfsins eru vongfóðir um að vinnudeilan Igá bandaríska flugfélaginu Eastern Airways hafi engin áhrif á rekstur SAS, sem á Eastern að hluta til með hlutafjáreign sinni í móðurfyrir- tækinu Texas Air, sem á Eastern og Continental-flugfélagið. Bemard Bevort, starfsmanna- stjóri SAS, fullyrti að starfsmenn fyrirtækisins myndu ekki efna til samúðarverkfalls með flugvirkjum Eastem, en þeir em 8.500 talsins og fóm í verkfall um síðustu helgi. Flugmenn Eastern, 3.400 að tölu, fóm flestir í samúðarverkfall með þeim afleiðingum að félagið hefur aðeins getað haldið um 10% flug- flotans gangandi. Verkfallið hefur valdið gífurlegri röskun í flugsamgöngum í Banda- ríkjunum austanverðum, en það flytur um 100.000 farþega á dag. Dómari sagðist í gær ekki treysta sér til þess að skipa flugmönnum að láta af samúðaraðgerðum sínum og bijótast framhjá verkfallsvörð- um, en forráðamenn Eastem hafa haldið því fram að aðgerðir flug- mannanna væm ólöglegar og stefnt stéttarfélagi þeirra. Flugmenn annarra flugfélaga ákváðu að styðja satrfsbræður sína hjá Eastem með því að fara stíft eftir öllum reglum, sem flugið varða. Af þeim sökum hafa orðið tafir á ferðum annarra félaga og bitnaði það m.a. á George Bush, Bandaríkjaforseta, en vegna tafa og annarra aðgerða flugmanna komst flugvél hans ekki í loftið er hann hugðist fara til Pensylvaniu í gær. Eastem hefur átt við mikinn hallarekstur að stríða og nam tapið einni milljón dollara á dag fyrir verkfall flugvirkjanna. Fari fyrir- tækið á hausinn kemur það til með að hafa áhrif á rekstur SAS. Pólska stjórnin tekur af skarið: Sovétmenn stóðu að morð- unum í Katyn Varsjá. Reuter. PÓLSKA stjórnin kvað upp úr með það í fyrsta sinn á þriðju- dag, að það hefðu verið Sovétmenn, sem myrtu 4.000 pólska liðsforingja í Katyn-skógi í Sovétríkjunum á heimsstyijaldarár- unum síðari. „Við teljum allt benda til, að það hafi verið NKVD, leynilög- regla Stalíns, sem glæpinn framdi,“ sagði Jerzy Urban, tals- maður pólsku stjómarinnar, á fréttamannafundi en hingað til hafa kommúnískir valdhafar í Póllandi stutt þá kenningu Sovét- manna, að þýskir nasistar hafi staðið að morðunum. í stríðsbyrjun, í september árið 1939, handtóku sovéskir hermenn 15.000 pólska liðsforingja og fundust lík 4.000 þeirra í fjölda- gröf í Katyn-skógi skammt frá borginni Smolensk árið 1943. Hvað varð um hina 11.000 er ekkert vitað. Að undanfömu hafa sovéskir fjölmiðlar íað að því, að leynilögregla Stalíns hafi myrt Pólveijana en Míkhaíl Gorbatsjov sovétleiðtogi vildi þó hvorki játa því neita þegar hann var í Pól- landi í júlí í fyrra. Tadeusz Olec- howski, utanríkisráðherra Pól- lands, krafðist þess svo í síðasta mánuði, að Sovétstjómin tæki af öll tvímæli í þessu máli en hún hefur engu svarað enn. Fyrir ári var skipuð pólsk- sovésk sagnfræðinganefnd til að fylla upp „auðar síður“ í samskipt- um ríkjanna og á fundi í Moskvu í liðinni viku lögðu Pólveijamir fram skjöl, sem bentu til hveijir hefðu verið að verki. Sovésku sagnfræðingamir sögðu hins veg- ar, að ekki væri um neinar sann- anir að ræða, aðeins vísbendingar. Óþolinmæði pólskra stjómvalda vegna þessa máls hefur farið vax- andi að undanfömu og í síðasta mánuði var innihald fyrmefndra skjala birt í pólskum fjölmiðlum. A fréttamannafundinum á þriðju- dag kvaðst Urban hins vegar vona, að þetta mál yrði ekki til að auka óvild Pólveija í garð Sov- étmanna. Meö vaxandi samkeppni á öllum sviöum viö- skipta er nauösynlegt að skoöa vel þær baráttu- aöferöir sem bjóðast. Nám í viðskiptatækni er ætlað þeim sem vilja hafa vakandi auga með öllum möguleikum sem gefast í nútíma rekstri fyrirtækja og vilja auka snerpu sína í harönandi samkeppninni. Viöskiptatækni er 128 klst. námskeið. Hnitmiöaö nám, sem byggt er á helstu viðskiptagreinum, markaös- og fjármálastjórnun —sniðið aö þörfum yfirmanna fyrirtækja, sölumanna og markaösstjóra, og þeirra er starfa aö eigin rekstri. Nokkur atriði námskeiðsins: • Grundvallaratriði í rekstrarhagfræði • Framlegðar og arðsemisútreikningar • Verðlagning vöru og þjónustu • Fjárhags- og rekstraráætlanir • Islenski fjármagnsmarkaðurinn • Markaðsfærsla og sölustarfsemi • Auglýsingar • Bókliald sem stjórntæki • Gestafyrirlestur Innritun og allar nánari upplýsingar eru veittar í símum 68 75 90 & 68 67 90. Hringið og viö sendum upplýsinga- bækling um hæl. JÖLVUFRÆÐSLAN Stjórnunar- og viðskiptadeild Borgartúni 28 RAUÐARÁRSTÍG 18 Sími 623350 0 mma \i^% Ljúffengir fiskréttir meö súpu, brauöi og kaffi á aöeins frá 610 kr. Frítt fyrir börn innan 6 ára aldurs og hálft gjald fyrir börn innan 12 ára. Slepptu eldamennskunni af og til og líttu inn í Lindina. Þar færðu fullkomna máltíð á frábæru verði. Hótel Lind er staöur fyrir alla fjölskylduna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.