Morgunblaðið - 09.03.1989, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 09.03.1989, Blaðsíða 52
_jiglýsinga- síminn er 2 24 80 *t$nn(ltifr!fr SAGA CLASS í heimi hraða og athafna FLUGLEIÐIR FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1989 VERÐ I LAUSASOLU 80 KR. 50% verð- fall á lýsi RÚMLEGA 50% verðfaU hefur orðið á loðnulýsi á mörkuðum erlendis £rá þvi sem það var hæst í fyrra. Fyrir tonnið af loðnulýsi fengust fyrir tveimur vikum 250 dollarar og fyrir prótíneininguna af loðnumjöli fengust 9,20 dollarar. Verð á loðnulýsi fór hins vegar hæst í 470 dollara fyrir tonnið í fyrra og verð á loðnumjöli komst þá í tæplega 10 dollara fyrir prótíneininguna, að sögn Jóns Reynis Magnússonar fram- kvæmdastjóra Síldarverk- smiðja ríkisins. Jón Reynir sagði að loðnuafurð- ir hefðu síðast verið seldar fyrir tveimur til þremur vikum. Hann sagði að allt að 90% af loðnulýsinu hefði verið selt til Bretlands en sáralitið hefði verið selt þangað af lýsi á þessari vertíð. Hins vegar hefði verið selt mikið af lýsi til Noregs og meginlands Evrópu í vetur og stór mjölsala til Póllands hefði bjargað miklu. Tíu piltar stálu úr stöðumælum Óeinkennisklæddir varðmenn gatnamálastjóra og lögreglunn- ar stóðu 14 ára dreng að þvi að skemma stöðumæla á Skóla- vörðustíg á þriðjudagskvöld. Yfírheyrslur yfír piltinum leiddu til þess að upp komst um 10 pilta á svipuðum aldri sem um nokkurt skeið hafa gert sér sérstaka ferð í miðbæinn að kvöldlagi til að bijóta upp stöðumæla og reyna að koma höndum yfír peninga sem þar er að fínna. Undanfamar vikur hefur Reykjavíkurborg orðið fyrir hundr- uð þúsunda króna tjóni vegna skemmda á stöðumælum vegna þessa en hins vegar hafa skemmd- arvargamir haft lítið upp úr krafs- inu enda eru mælamir tæmdir reglulega og litla peninga í þeim að fínna. Morgunblaðið/Úlfar Tveggja manna er saknað eftir sqjóflóð er féll á Óshlíðarveg í gær. Snjófióðin féllu úr gili milli Húfii og Halds, en á Haldsnibbunni stendur krossinn sem reistur var þegar Óshliðarvegur var vígður. Á myndinni má sjá björgunarsveitarmenn kemba í gegnum skriðuna en 70-80 manns tóku þátt i leitinni. Leitarhundur kom siðdegis með þyrlu Landhelgisgæslunnar og kafarar frá ísafirði og varðskipinu Tý leituðu á sjó auk báta frá ísafirði og Bolungarvik. „Sá þá hverfa í kófið“ Tveggja manna saknað eftir snjóflóð Bolungarvík og tsafirði TVEGGJA manna er saknað eftir að snjófljóð féll á Óshliðarveg í gærmorgun. Þriðji maðurinn, Jónmundur Kjartansson, aðstoðaryfir- lögregluþjónn á fsafirði, slapp naumlega. Mennimir þrír voru þama á ferð á tveimur bílum og höfðu bílstjórar beggja bílanna gengið upp á skriðu er lokaði veginum til að kanna aðstæður er enn eitt snjóflóð féll á veginn. Sagði Jónmundur að hann hefði séð til mann- anna uppi á skriðunni en svo „sá ég þá hverfa i kófið“. Veður var mjög slæmt í gær- morgun en lagaðist þegar líða tók á morguninn og var ágætis leitar- veður allan seinni part dagsins. I samtali við fréttaritara sagði Jón Guðbjartsson, formaður Slysa- vamasveitarinnar Emis á Bolung- arvík, að sveitin hefði verið kölluð út laust upp úr klukkan átta i gærmorgun og um tuttugu mínút- um síðar hefðu fyrstu mennimir verið komnir á staðinn. Strax hefði verið hafín grófleit í snjófíóðinu og það síðan fínkembt. Fljótlega fannst skófla í flæðarmálinu, sem annar mannanna er saknað er, var með, og var lögð áhersla á leit í sjó eftir það. Björgunarbátamir Daniel Sig- mundsson frá ísafírði og Gisli Hjalta frá Bolungarvík leituðu í sjónum fram undan skriðusvæðinu, auk tveggja slöngvubáta. Um hálf- tvöleytið kom þyrla Landhelgis- gæslunnar með leitarhund frá Reykjavík og um klukkan Qögur voru komnir á staðinn tveir kafarar frá ísafirði. Skömmu seinna bætt- ust við kafarar frá varðskipinu Tý. Leitinni var hætt um klukkan 19 í gærkvöldi en áður en staður- inn var yfírgefínn var net lagt fyr- Jónmundur Kjartansson ir vík sem þama er fram undan snjóflóðasvæðinu. í dag verður leit- að frekar á sjó og fjörur gengnar. Sjá einnig blaðsíðu 21. Fréttaritarar Framnesið strandaði við Engey TOGARINN Framnes ÍS strand- aði á Engeyjarrifi um klukkan 21 í gærkvöldi, er hann var á leið úr Reykjavíkurhöfh. Magni reyndi að ná togaranum á flot hálftíma síðar, en það tókst ekki, og átti að gera aðra tilraun á háflóði f morgun. Að sögn hafnsögumanna var ekki talin ástæða til að hafa vakt við togarann í nótt, þar sem ekki var álitið að um hættuástand væri að ræða. Skipstjórinn á Framnesinu vildi ekki ræða orsakir strandsins er Morgunblaðið ræddi við hann skömmu fyrir miðnætti. Herjólfiir fékk á sig brotsjó Vestmannaeyjum HERJÓLFUR fékk á sig brotsjó er hann var að sigla út úr Þor- lákshöfii síðdegis f gær. Kom brotið á mitt skip og losnaði við það einn gúmmíbjörgunarbátur sem fór út með brotinu. Blés björgunarbáturinn upp og fauk upp í fjörn. Jón Eyjólfsson, skipstjóri Heij- ólfs, sagði í samtali við fréttaritara, að innsiglingin í Þorlákshöfn hefði versnað mjög upp á síðkastið. Grunn brot væm langt austur fyrir hafnarkjaftinn auk þess sem inn- siglingin væri þröng og gijótgarð- amir stórhættulegir. Sagði hann að þetta gengi ekki til lengdar. Úr þessum málum yrði að bæta áður en slys hlytist af. Grímur Leit hefttr ekki borið árangur LEIT að skipstjóranum á m/b Sæborgu, sem sökk á Breiðafirði að kvöldi þriðjudags, bar ekki árangur f gær. Leitað var úr lofti meðan skilyrði leyfðu, varðskip, bátar og skip frá Ólafsvfk fóru um svæðið og björgunarsveitar- menn gengu fjörur. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Fagnaðarfundir Fagnaðarfundir urðu með skipbrotsmönnunum af Nönnu VE og aðstandendum þeirra er Þórunn Sveinsdóttir VE kom með þá til Eyja f gærmorgun. Á myndinni sjást foreldrar Leós skipstjóra á Nönnu, Þóra Siguijónsdóttir og Óskar Matthfasson, fagna syni sfnum. Það var Siguijón bróðir Leós sem bjargaði áhöfhinni. Sjá nánar á bls. 20. Forsætisráðherra um forsvarsmenn Arnarflugs: Sýnistþeim getatekist að komast yfir núllið Fyrst o g fremst um erfíða greiðslustöðu að ræða „ÞAÐ sem hefur breyst, að afloknum fiindi forsvarsmanna Arnarflugs í dag með samgönguráðherra, er það að þeir hafa sýnt fram á að þeir hafa útvegað meira fé en talið var að þeim tækist. Mér sýnist þeim geta tekist að koma þessu yfir núllið,“ sagði Steingrfmur Her- mannsson forsætisráðherra f samtali við Morgunblaðið f gærkvöldi og bætti við að hann teldi að forsvarsmenn Arnarflugs væru reiðubúnir að leggja ótrúlega Qármuni og eignir að veði til þess að tryggja áfram- haldandi rekstur félagsins. „Mér sýnist þeir búnir að skrapa sig inn að beini,“ sagði forsætisráðherra. „Það er fyrst og fremst greiðslu- staða Amarflugs sem er erfíð. Þá vantar lán, en hafa léleg veð,“ sagði Steingrímur. Hann kvað ríkisstjóm- ina mundu ræða þann þátt málsins í fyrramálið. Hann teldi vel koma til greina að ríkisvaldið afskrifaði þær 150 milljónir króna sem það ætti hjá Amarflugi og hætti þar með afskipt- um af rekstri þess. „Ég tel stöðu Amarflugs alls ekki jafti neikvæða og rætt hefur verið um. Samkvæmt upplýsingum endur- skoðanda Amarflugs um endurmat á flugvél félagsins hefur hún verið vanmetin þannig að neikvæð staða félagsins gæti verið um 250 milljón- ir króna í stað þeirra 450 milljóna króna sem greindi frá í bráðabirgða- uppgjörinu," sagði forsætisráðherra. Steingrímur kvað það enn vera spumingu hversu mikið nýtt fyár- magn félagið þyrfti til þess að renna tryggum stoðum undir reksturinn og koma í veg fyrir að erlendir lánar- drottnar gætu gengið að félaginu. Það yrði eins og áður segir til um- ræðu á fundi ríkisstjómarinnar í fyrramálið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.