Morgunblaðið - 09.03.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.03.1989, Blaðsíða 14
14____________ Ivan Rebroff: MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDA6Ug,9. MARZ 1689 Tónleikum frestað Söngvarinn Ivan Rebroff og hlóm- sveit hans ætluðu að halda sex tón- leika á Hótel íslandi og Sjallanum nú um helgina. Þeir fyrstu áttu að vera í kvöld. Tónleikunum hefur orðið að fresta af óviðráðanlegum orsökum, segir í frétt sem blaðinu hefur bor- ist. Er jafnfram sagt að þeir sem hafa keypt miða fái þá endur- greidda á Hótel íslandi og Sjallan- um. Tveir nýir hótelbæklingar S AMBAND veitinga- og gistihúsa hefur nýlega gefið út tvö upplýs- ingabæklinga um islensk hótel. Annar bæklingurinn nefnist Restaurants & Hotels, og kemur út árlega. í bæklingnum eru upplýs- ingar um öll aðildarfélag sambands- ins á hveijum tíma og er hann gef- inn út í 30 þúsund eintökum. Hinn bæklingurinn nefnist Hótel og gistiheimili. I honum eru upplýs- ingar með litmyndum og texta á þremur tungumálum um 9 hótel í Reykjavík og 37 hótel utan Reykjavíkur. NYBYLGJA ________IWIyndlist___________ Bragi Ásgeirsson Það má til sanns vegar færa, að heildarhrif sýningar Björgu Örvar í listhúsinu Nýhöfn gefi góða hugmynd um upphaf Nýja málverksins svonefnda. Myndir hennar minna mig ennþá á deild Kölnargalleríanna á hinni stóru alþjóðlegu sýningu West- kunst, í Köln Deutsch, sumarið 1982, er þau voru að ryðja list- stefnunni braut. Að visu eru þau ekki jafn ofsafengin og margt sem þar var að sjá, en hins vegar ein- kenna þau hinn gamalkunni vöxtur út úr grunnforminu, sem hefur verið reyndur í svo margri mynd um dagana en aldrei eins mjög og hin síðustu ár. Myndverk Bjargar einkennir og einnig hin svonefnda pensilskrift, sem pensilstrokur hafa mikið verið kallaðar af list- sagnfræðingum upp á síðkastið, og er hér réttnefni. Pensilstrokum- ar virka hér nefnilega öllu meira sem tákn og skírskotun til fyrir- brigða hlutveruleikans en bein myndræn skynhrif, enda er iðulega eins og þær skorti þetta innra sam- band við lífæðar myndflatarins, sem eldri málarar leggja svo mikla áherslu á. Við getum kannski nefnt þetta úthverfan málunarmáta og víst er, að málarar eldri kynslóða eiga afar erfitt með að meðtaka hann, enda þótti þetta þunnur þrettándi á þeirra þroskaárum og engum til sóma. En svona breytast tímamir, og það sem þótti ófeij- andi í gær, er kannski lyft á stall í dag í nafni nýjungarinnar og malar gull í vasa nokkurra eigenda nafnkenndra listhúsa í útlandinu, svo lengi sem hægt er að kreista safann úr myndmálinu, sem er varla meira en örfá ár, en er þá sett í sömu hillu og áður. En ekki blandast mér hugur um það, að Björg Örvar vinnur hér af fyllstu einlægni, og að hún noti hið frekar hráa myndmál vegna þess að henni finnist hún eigi að gera svo, til að vera í takt við sína listrænu sannfæringu og fullgild í list núsins. Þetta gerir og gerði framsækið ungt fólk, og hér er Björg Örvar náttúrlega í fullum rétti, en hins vegar saknar maður dýpri tengsla við sjálft umhverfið, einhvers, sem maður meðtekur og kannst við, en hinsvegar skortir ekki skírskotanir í ókennilegt myndmál. Og hvort sú ákveðna lifun sé sértæk og óhlutlæg eða bein skírskotun til hlutveruleikans kemur málinu svo ekki par við. Einungis að eitthvað af viðbrögðum við margræðan og safaríkan veraleikann allt umkring kristallist í vinnubrögðum lista- mannsins. Hér er þó augljóslega margt í deighmni hjá hinni ungu listakonu og það má vera aðalatiðið. 18-22: Glæsilegir heitir og kaldir réttir. Kaffiveitingar allan daginn. OG HEÍTAR SÍBKUR FYRJR1190KR. Nú hefur hin þekkta sænska síldarmatselja KERSTIN HANSSON útbúiö fyrir okkur glæsilegt sildarhlaöborð. Síldarævintýriö stendur yfir hvern dag frá kl. 12 til 14. Aukþess verða m.a.á boðstólum heitar steikur og súpur. Allt þetta fyrir 1.190 kr. SKRUÐUR fTóte/3ögn Sólstofur - Svalahýsi „LENGJUM SUMARIÐ" Komið og um gæðin Gjluggar og Cjardhús hf. Smiðsbúð 8, Garðabæ, sími 44300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.