Morgunblaðið - 09.03.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.03.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1989 19 verkalýðshreyfingin að setja markið hátt. Hún á að tryggja kaupmátt launa um og undir meðallagi — ekki eins og hann er í dag eftir afnám samningsréttar, beinar kjaraskerðingar, 5 gengisfellingar, skattahækkanir og endalausar verð- hækkanir á vöru og þjónustu — heldur eins og hann var áður en ósköpin dundu yfir. Allt tal um að tryggja kaupmáttinn eins og hann er á fyrsta ársfjórðungi þessa árs er niðurlægjandi hvatning til launa- fólks um að kyssa vöndinn. En verkalýðshreyfíngin á að gera fleira, hún á líka að ræða félags- málapakka sem stuðla að auknum félagslegum jöfnuði. Hún á að vinna að lengra fæðingarorlofi án launa- skerðingar, uppbyggingu dagvistar- kerfis sem byggi á faglegum metn- aði og sé fjármagnað til jafns af ríki, atvinnurekendum og sveitarfél- ögum, hún á að vinna að auknum bamabótum til að mæta þeim kostn- aði sem bamafólk hefur af því að sækja vinnu, fleiri veikindadögum vegna veikinda barna, hærri trygg- ingabótum aldraðra og öryrkja, fél- agslegum lausnum í húsnæðismál- um og svona mætti lengi telja. Það þarf tæplega að gera sér vonir um að þetta náist fram í einu vetfangi en að þessu þarf engu að síður að vinna. þessa félagsmálapakka þarf að tryggja með lagasetningu og fjárframlögum því óljósar bókanir og loforð um stefnumörkun em ekki pappírsins virði sem þær em skrif- aðar á. Það þekkjum við frá bóklun vinstri stjómarinnar árið 1980 um lausn dagvistarvandans á næstu 10 ámm. Vandinn hefur sjaldan verið meiri en nú. Tími kvenna er kominn Það hefur sýnt sig í kjaradeilum undanfarinna ára að konur em meðal virkustu liðsmanna verka- lýðshreyfingarinnar þegar á reynir og þær em tilbúnar til að sækja sinn hlut ef á þarf að halda. Um ár og aldir hefur þess verið krafist af konum í nafni samstöðu að þær sýndu biðlund meðan karlamir væm að móta heiminn eða bylta honum eftir sínu eigin höfði. Þegar því væn lokið fengju konumar þarfir sínar uppfylltar. Þessi tími er liðinn — nú nenna konur ekki að bíða leng- ur. Nú er röðin komin að körlum að styðja kröfugerð kvenna og það er komið að verkalýðshreyfingunni að sýna konum samstöðu í verki. Ekki á næsta ári eða þegar vextim- ir hafa lækkað eða atvinnuástandið glæðst eða hallinn minnkað á ríkis- sjóð — heldur núna. Frjálshyggju- stjómin vóg að velferðarkerfinu með launastefnu sinni, látum ekki þessa stjóm reka endahnútinn með blind- um niðurskurði sem hittir jafnt rétt- láta sem rangláta. Ég veit ekki hvort fleirum er far- ið eins og mér að upplifa samtímann eins og þeir stæðu á þröskuldi þess sem var og þess sem verður þar sem hið fyrra er ljóst og afmarkað en hið síðara hulið móðu þar sem eng- ar útlínur verða lengur greindar. Maður kemst ekki hjá því að stíga inn í móðuna en til að missa ekki sjónar á því sem er manni einhvers virði skiptir máli að sleppa ekki af því hendinni. Og það er einmitt þetta sem þeir, sem láta sér annt um íslenska verkalýðshreyfingu, eiga að sameinast um núna. Fólk innan verkalýðshreyfingarinnar greinir á um margt, það hefur mismikinn skilning á pólitískri afstöðu hvers annars, og það er misjafnlega án- ægt eða vonsvikið með þá þróun sem orðið hefur í íslenskri pólitík en það á það vonandi sameiginlegt að taka lífskjör og réttindi launafólks fram yfir stundarhagsmuni pólitískra flokka og stofnana innan sem utan ríkisstjómar. Það er tímabært að verkalýðshreyfingin sýni í verki að hún þori, vilji og geti unnið að bættu samfélagi og breyttum viðhorfum þar sem jöfnuður og réttlæti vega þyngra en nú er. Og hún á að beita til þess samtakamættinum áður en hann leysist upp í frumeiningar sínar. Ég er sannfærð um að það hefur sjaldan skipt meira máli en einmitt núna hvað út úr kjarasamn- ingum kemur. Höfundur er starfskona hjá tíma- ritinu Veru..................... Háskóli fslands: Kosningar til stúd- enta- og háskólaráðs KOSNINGAR til stúdenta- og háskólaráðs Háskóla íslands fara fram næstkomandi miðvikudag 15. mars. Þá verða kosnir til næstu tveggja ára 13 fulltrúar stúdenta í stúdentaráð og 2 fulltrúar stúdenta í háskólaráð en þeir eiga jafnframt sæti í stúdentaráði. í stúdenta- ráði sitja nú 15 fulitrúar Röskvu, samtaka félagshyggjufólks og jafii margir fulltrúar Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta. í kosning- unurn á miðvikudaginn verður kosið í 15 kjördeildum í Háskóla ls- lands og verða þær flestar opnar frá klukkan 9 til 18. Tíu efstu frambjóðendur Vöku í kosningunum til stúdentaráðs eru Andri Þ. Guðmundsson, Ama Schram, Viktor Kjartansson, Birgir Ármannsson, _Ema Gísladóttir, Ásta Malmquist, Áshildur Bragadóttir, Unnur Ámadóttir, Bjami Ossurar- son og Hallgrímur Óskarsson. Frambjóðendur Vöku í kosning- unum til háskólaráðs eru Sigurjón Ámason, Þórgunnur Ársælsdóttir, Páll Brynjarsson og Valborg Snæv- arr. Tíu efstu frambjóðendur Röskvu í kosningunum til stúdentaráðs eru Ólöf Ýr Atladóttir, Eygló Ingadótt- ir, Guðjón Ólafur Jónsson, Ásta Sigurbrandsdóttir, Hermann Svein- mundsson, Jóhann Bjömsson, Sig- rún Vala Bjömsdóttir, Grímur Sæ- mundsson, Margrét Viðar og Pétur Halldórsson. Frambjóðendur Röskvu í kosn- ingunum til háskólaráðs em Pétur Már Ólafsson, Sveinþór Þórarins- son, Sólveig Ólafsdóttir og Ástráður Haraldsson. Síðast þegar kosið var til Stúd- entaráðs hlaut Vaka 8 fulltrúa en Röskva 7 fulltrúa. Hefur Vaka far- ið með stjórn stúdentaráðs í vetur. Barðaströnd: Erfitt veðurfar Innra-Múla. HÉR ER búin að vera versta tið frá áramótum. Rok og snjókoma langan tíma í einu. Hefur svona tíðarfar ekki verið hér síðustu tuttugu árin. Að minnsta kosti hafa sjómenn héðan, sem stunda sjó á Patreksfirði, oft lent í erfiðleikum að komast til Patreks- flarðar, verið í allt að sjö klukku- stundir, sem venjulega tekur um eina klukkustund. — S.J.Þ. Kynningarfundur Maharishi Mahesh Yogi Innhverf íhugun er einföld, huglæg tækni, sem veitir djúpa og endumærandi hvild. Iðkun hennar losar um streitu og stuðlar þannig að auknu heil- brigði. Kynningarfyrirlestur verður haldinn í Garðastræti 17 (3. hæð) í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30. íslenska íhugunarfélagið, s. 16662. * Ert þú 14 eia 15 ára? * Langar þíg tíl ai veria skiptinemi í Sviss, Belgíu eia Englandi ísumar? * Efsvo er, leitaiu þá upplýsinga hjá AFS strax. AFS Á ÍSMNDI Alþjóðleg fræðsla og samskipti Skúlagötu 61, pósthólf 753, 121 Reykjavík, sími 25450. 41IKUG4RDUR MARKAÐUR VIÐ SUND A KAUPSTAÐUR ÍMJÓDD Stærðir 40-45 Kr. 2.990,- Stærðir 36-41 Kr. 3.690,- Nýkomnir fallegir og góðir skór fyrir dömur og herra. Tilvaldir fyrir ferminguna. Gottverðog mikiðúrval. -Héreru nokkur sýnishorn: Stærðir 36-45 Dömu- og herrastærðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.