Morgunblaðið - 09.03.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.03.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1989 15 Kóngur vill sigla en byr hlýtur að ráða eftir Guðrúnu Sverrisdóttur í gamalli bók um hjúkrun sjúkra má lesa eftirfarandi pistil um æski- lega mannkosti hjúkrunarkvenna: „Góð hjúkrunarkona þarf að vera mörgum mannkostum prýdd. Ann- ars getur hún ekki staðið fyllilega vel í stöðu sinni. Heilbrigð á líkama og sál þarf hún að vera, því að starf- inu fylgir oft erfíði bæði líkamlegt og andlegt. Sje hún sjálf veik, getur hún tæplga orðið öðrum að fullu liði. Og ill áhrif hefur það á sjúkl- inga, að sú sem hjúkrar, sje annað veifið að fá veikindaköst (!), t.d. höfuðverk, svima, yfírlið, grát- köst(!) eða krampa(!). Þótt ekki sje annað en t.d. andremma(!) vegna nefkvilla eða tannskemmda, þá get- ur slíkt vakið óbeit eða jafnvel velgju hjá viðkvæmum sjúkling- um.“ Ef að við förum í smá orðaleik með ofanritað og setjum nafnið þingmaður í stað hjúkrunarkonu og' almennur kjósandi í stað sjúklings, þá er þetta orðið hálfgerður „Pollý- önnu“-leikur. Ekki satt? — Og áfram stendur: „Hjúk- runarstarfið er ábyrgðarmikið og vandasamt. Þess vegna þarf hver sá, er vill leysa það vel af hendi að vera góðum gáfum gæddur. Sá er gerir sjúkrahjúkrun að (lífs)starfi sínu fær flestum fremur tækifæri til að gleðja og hugga bágstadda og hjálpa þeim til að verða sjálf- bjarga." Mér finnst þessi „æskilega mann- kostalýsing" vera hreinlega klæð- skerasniðin fyrir þingmennina okk- ar. Það er, að huga að velferð ein- staklingsins í andlegum og líkam- legum skilningi, — sem þýðir sterk- ari og betri þjóðfélagsþegna. Kannski eru þingstarfið og hjúkr- unarstarfíð í eðli sínu ekki svo ólík, — nema ef vera skyldu launin? Stjómmálamaðurinn er eiginlega mjög merkilegt fyrirbæri. Hann þarf að vera býsna fjölhæfur. Hann þarf að vera tungulipur og helst að tala tungum tveim, — þ.e. fyrir og eftir kosningar. Hann þarf að hafa „vit fyrir öðrum" sem og sjálf- um sér. Svo þarf hann að hafa vit á svo mörgum óskiljanlegum orð- um, svo sem fastgengisstefnu, pró- sentutölum, matarskatti, raunaleg- um raunprósentum, vísitölu, verð- bólgu og öðrum bólgum (hann fær gjaman bólgu á báðar hendur — því handafiið er svo mikið), svo er það n-e-f-skattur, þumalfingurs- skrúfuskattur (sem kemur fljót- lega), viðbótarlauna þetta og hitt, og alls kyns „sig“ — líkamleg og veraldleg. Þar má nefna „krónusig" (sem fljótlegt er að meðhöndla á Alþingi, „legsig“ og „blöðrusig", sem þarf kannski aðeins öðruvísi og meiri kunnáttu. Já, svona mætti lengi telja. Stjómmálamaðurinn þarf að koma vel fyrir í fjölmiðlum, sér í lagi í sjónvarpi. Hann þarf að kunna vinstri og hægri handar „handaflssveiflur“, vera með óað- finnanlegt bros og æfðar líkams- hreyfíngar. Hann þarf að vemda landið og „ástkæra ylhýra málið“ fyrir fólkið sitt, þegar það hefur tíma og getu til að mæla eftir tvö- faldan vinnudag. Á 4ra ára fresti verður stjóm- málamaðurinn bljúgur eins og bam. Kemst þá í nána persónulega snert- ingu við „hina vinnandi stétt" (hver svo sem hún er). Og þá man hann svo vel eftir gamla fólkinu og fer jafnvel í heimsóknir á ellideildir spítalanna og dvalarheimili borgar- innar. Hann tekur fólk tali og hitt- ir fyrir gamla skattborgara, sem eru að uppskera afrakstur 40-50-60 ára starfs. Sei, sei, jú, það hefur haft nóg að bíta og brenna gegnum tíðina. Borgað sína skatta og skyldur, greitt eignaskatta og fasteignagjöld og er jafnvel farið að huga að nýja stóreignaskattin- um, því margir hveijir eiga góðar íbúðir, raðhús eða einbýlishús. Það hefði nú kannski ekki átt að vera með þennan spamað? Hann Jón í næsta rúmi drakk og „djammaði" út all sitt, en hefur þó rúmar 5.000 kr. í vasapening á mánuði. Blessað tryggingakerfið er að sligast undan „málefnum aldraðra", svo það er sjálfsagt að lejrfa því að kroppa í þá, sem eitthvað eiga eftir, áður en ríkið tekur erfðafjárskattinn og ættingjamir hitt. Svo eru þeir hræddir um það, kerfískarlamir, að einhver gamling- inn taki upp á því að ánafna ein- hveijum (kannski afkvæmum sínum) eignir sínar, og losna þann- ig við aukinn dvalarheimiliskostnað. Gaman væri nú að snúa á þá. Sei, sei, þeir þurfa að hugsa mikið og hafa stórar áhyggjur, blessaðir mennimir í ríkisbúinu. Kerfíð er ekki fyrir fólkið, heldur fólkið fyrir kerfíð. Einhvers staðar hefur meg- inmarkmiðið glatast. Oftast kveður við ölmusutónn þegar rætt er um aldraða, eins og þeir séu einhver óæskilegur baggi, sem setið er uppi með, nema á sér- stökum tyllidögum, — eins og kosn- ingadögum. Alltaf eru heimsóknar- dagamir á elliheimilinu í þágu kosn- inganna frekar dapurlegir. Stjóm- málamanninum hryllir við aðbúnað- inum og þrengslunum, sem þetta gamla fólk býr við. Aldrei, aldrei skyldi hann fara inn á svona dvalarstofnun, ef hann héldi skýrri hugsun í ellinni, þar sem hann hefði e.t.v. 4-6 fermetra lými til umráða, dágóð stærð, ef um kústskáp væri að ræða. Það væri sko til að svipta hann sjálfsákvörð- unarréttinum, sjálfsímyndinni og virðingunni! „Það fer kannski að koma tími til að huga að byggingu nýrra elliheimila, áður en aldurinn færist meira yfír mig og líolleg- ana,“ hugsar hann. Hann hryllir við 38 þúsund króna launum starfs- stúlknanna, sem aðallega annast þetta gamla fólk. Ekki gæti hann framfleitt sér á þeirra launum. Stjómmálamaðurinn var næstum því farinn að tárfella, enda mjög viðkvæmur! Nýstaðinn upp úr skurðaðgerð, sem hafði heppnast svona ljómandi vel! Ifyrir aðgerðina var hann sem hálfur maður, og gat varla stundað vinnu sína sómasam- lega. Hann þakkaði læknum spítal- ans og hjúkrunarliði í huganum fyrir þessa kraftaverkalækningu. „Sko, heilsan er fyrir öllu," tautaði hann með sjálfum sér, „enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hef- ur!“ Hann hraðaði sér léttstígur á fundinn, sem beið hans. Nú skyldi „skorið niður" f heilbrigðiskerfínu. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefiir Okkur íslendingum hefur tekist að byggja upp sjúkrahús og heil- brigðiskerfí á heimsmælikvarða. Reisuleg og falleg sjúkrahús standa víðsvegar um landið, flest vel búin tækjum og góðu starfsliði. Á Reykjavíkursvæðinu getum við stært okkur af þremur vel reknum sjúkrahúsum með góðum, vel menntuðum læknum og hjúkrunar- liði. Oft á tíðum hefur ekki verið hægt að nýta sem skyldi fjölda legu- plássa vegna skorts á sérmenntuðu starfsfólki, þó aðallega hjúkrunar- konum. Hefur það þótt nógu slæmt. Nú liggja skrifleg fyrirmæli á öllum deildum Borgarspítalans, að „herða eigi eftirlit með vinnu lækna og annarra starfsmanna.“ (Halda mennimir að við séum að dunda við að naga blýanta eða sprautur?) „Yfirvinna sérfræðinga óheimil ut- an vakta — án leyfís." (Hver á að gefa leyfíð — hvar næst í leyfísveit- endur?) „Aðgerðir utan dagvinnu fari ekki fram nema brýn nauðsyn sé til staðar." (Vonandi fá þing- mennimir ekki (bráða)kast utan dagvinnutíma.) „StarfSfólki verður sagt upp eftir þörfum á þeim deild- um, þar sem rúmum verður lokað." stök deild innan spítalanna hefur sinn mikilvæga púls, sem ekki er hægt að skera á! Svona er ekki hægt að stýra spítalavinnu, sem útheimtir vissan hóp mis-faglærðs fólks allan sólar- hringinn, alla daga ársins. Við emm með mjög hæfa og menntaða stjómendur sjúkrahús- anna, sem leggja fram áætlaða fjár- þörf spítalanna í hendur embættis- mönnunum, sem segja áætlunina ranga og ganga síðan út frá eigin fj árveitingaforsendu. marksframfærslu. Sú stétt, sem er ekki síður mikilvæg en aðrar, er með byijunarlaun um 36 þús. kr., kemst hæst eftir 18 ára starfsaldur í um 44 þús. kr. Stór hluti starfs- fólks sjúkrahúsanna er láglauna- fólk, sem getur þó náð dágóðum tekjum með bundnum vöktum, með tvöföldum 16 tíma vöktum, með álagskaupi á kvöld-, nætur- og helgidagavinnu, með unnum sk. kirkjudögum og unnum frídögum. Launatafla heilbrigðisstéttanna sýnir það best. Guðrún Sverrisdóttir „Eða að þingrnenn líti sér nær og fínni ein- hverjar „sporslur“ sem mega missa sín? Eitt- hvað „lítilræði“ eins og 72 milljónir (af al- mannafé), sem allir þingflokkarnir fengu í síðasta mánuði, sk. „fíárveitingn til styrkt- ar útgáfumála(!) þing- flokkanna“. Þetta er háerri upphæð en árs- rekstur Hvítabands Borgarspítalans, sem var 49 milljónir fyrir sl. ár. Þar er rekin 20 rúma hjúkruhardeild fyrir aldrað fólk og Altzheimersjúklinga, ásamt 20—25 sjúklinga dagdeildar.“ (Við fáum kannski biðlaun, hver veit?) Já, nú hafa yfirmenn heilbrigðis og fjármála brugðið sér í „skurð- læknisleik". Ansi er ég hraedd um að skurðhnífurinn eigi eftir að snú- ast í höndum þeirra og verða þeim skeinusár. Hvemig hljóðar svo aðgerðarlýs- ingin? Hvar á að skera? Hver ein- Starfsstétt: Starfsaldur 1 ár 3 ár 6 ár 9 ár 13 ár 18 ár Sókn 36.183 37.630 39.135 40.799 42.329 44.021 Sjúkraliði Hjúkmnar- kona 44.072 45.777 47.549 49.393 51.342 53.395 Hjúkrsk.ísl. 55.461 57.679 59.987 62.386 64.881 67.476 Háskóla ísl. 55.019 57.770 60.084 62.483 64.983 67.582 1 ár 2 ár 4 ár 7 ár 10 ár Aðstoðarlæknar 77.535 81.024 84.670 88.480 92.462 Að 12 ára að 14 ára að 16 ára að 18 ára að 19 ára Sérfræðingar 103.299 107.948 112.805 117.881 123.186 Að 21 árs 21 ár Sérfræðingar 128.730 134.523 Yfirlæknar 150.665 Launaútgjöld Borgarspítalans fyrir árið 1988 eru sögð hafa farið 39 milljónir, 3,7%, fram úr fjárveit- ingu. Þess ber þó að geta, að heild- arrekstrarkostnaður spítalans var innan ramma fjárlaga. Það tókst með góðri stjómun og ítrasta að- haldi á öllum sviðum. En nú skal handaflinu beitt fyrir árið 1989. Vissulega em 39 milljónir miklir peningar, en á ársgrundvelli á rekstri slíkrar stofnunar er það kannski ekki svo stórkostleg tala. Sér í lagi þegar maður heyrir að ríkiskassinn sítómi hafi tekið inn 33 milljónir á fyrsta „bjórdegi" mánaðarins. „Hvað er þessi litla atkvæðis-lús að ybba sig?“ hugsa blessaðir menn- imir, sem „litla-atkvæðið" kaus. Það er svo sem satt. Ég hef ekkert einasta vit á úrlausn mála — frem- ur en þeir, — ég b-a-r-a vinn á Borgarspítalanum. Mér hefup alltaf fundist það ljótur leikur (en klókur) að etja saman stétt á móti stétt. Er það í raun höfuðverkur láglauna- mannsins (uppáhaldsorð stjóm- málamannsins) hvað hálaunamað- urinn fær (einnig uppáhaldsorð)? Er það ekki mál málanna og lág- mark mannvirðingar, að þeir lægst launuðu geti séð fyrir sjálfum sér? Það hafa nefnilega ekki allir tvo hausa til fyrirvinnu heimilisins. Það er eiginlega þrennt, sem ein- staklingurinn þarf, hvar í stétt eða launum sem hann er, þ.e. góð heilsa, þak yfír höfuðið og mat til að borða. Gunnlaun lægst launuðu stéttarinn- ar innan heilbrigðisgeirans nær ekki einu sinni skattleysismörkum, sem hljóta að vera miðuð við lág- NYTT AISLANDI! Hljóðdeyfikerfi í bifreiðar og vinnuvélar úr gæðastáli. 5 ÁRA ÁBYRGÐ Á EFNI OG VINNU Ert þú með ryðfrítt undlr bílnum? Eina örugga vörnin Upplýsinga- og pantanasímar: 652877 og 652777 ÍSLENSKT FRAMTAK HF. HLJÓDDEYFIKERFIHF. Stapahrauni 3, Hafnarfirði Hvað skal þá til vamar verða ...? Færi það ekki vel að leyfa sjúkra- húsunum að starfa óhindrað og þjónusta þegna þessa lands í friði og spekt? Klína bara smá auka- auka skatti á bjórinn, fínna eitthvað fallegt nafn á hann og láta renna óskertan til sjúkrahúsmála. Eða að þingmenn líti sér nær og fínni ein- hveijar „sporslur" sem mega missa sín? Eitthvað „lítilræði" eins og 72 milljónir (af almannafé),' sem allir þingflokkamir fengu í síðasta mán- uði, sk. .fyárveitingu til styrktar útgáfumála(!) þingflokkanna". Þetta er hærri upphæð en ársrekst- ur Hvítabands Borgarspítalans, sem var 49 milljónir fyrir sl. ár. Þar er rekin 20 rúma hjúkmnar- deild fyrir aldrað fólk og Altz- heimersjúklinga, ásamt 20—25 sjúklinga dagdeildar. Halda ráðamenn að þeir hafi umboð kjósenda til þessarar niður- rifsstarfsemi á sjúkrahúsunum og heilbrigðiskerfinu? Hvemig væri að þjóðin „fengi" að kjósa um eigin heilbrigðisþjónustu? Höfundur er hjúkrunarkona. NILFISK Ji^u jyiLJ K JJÍIJUJJ Mótor med 2000 tíma kolaendingu Kónískslanga 10 lítra pappírspoki Þreföld ryksíun Nilfisk ernú meönýrri ennbetri útblósturssiu "Mikro-Static-Filter". Hreinni útblástur en ádur hefurþekkst. JFOnix HATÚNI 6A SÍMI (91)24420

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.