Morgunblaðið - 09.03.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.03.1989, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1989 37 Merking drengskapar eftir Þorgeir Þorgeirsson Miðvikudaginn 22. febrúar skrif- ar Helgi Hálfdanarson ádrepu til stjómar leikstjórafélagsins vegna þess sem hann telur ranga og var- hugaverða notkun á lýsingarorðinu ódrengilegur. Hann leitar til orðabókar þeirra Menningarsjóðs og Áma Böðvars- sonar um merkinguna og finnur þar nafnorðið ódrengur vel og ræki- lega skýrt sem: hrakmenni, svikull maður og óvandur að meðulum. Af þessu dregur hann þá ályktun að ódrengileg ummæli séu þau ein sem níða saklausan mann á bak, svíkjast aftanað honum með niðr- andi ósannindum. Af þeirri orðskýr- ingu leiðir hann síðan „rökfasta" niðurstöðu sína um það að ummæli Helga Skúlasonar, þau sem leik- stjórafélaginu þóttu ódrengileg, geti ekki verið nema drengskapur- inn uppmálaður úrþví þau vom sögð í útvarp. Varla er það á færi annarra en Helga Hálfdanarsonar að gera orð- in ódrengskapur og baknag að sam- heitum. Vissulega er þetta mál- fræðiafrek hans mikið drengskap- arbragð við annan deiluaðilann í málinu sem alt þetta fjas spratt af. En minna kærleiksverk gagnvart Kafli féll niður - Leiðrétting Því miður féll niður kafli úr tón- listargagnrýni Egils Friðleifssonar í blaðinu í gær. Réttur á hann að vera þannig: Þeir félagar Þorsteinn Gauti og Guðni hffiu leik sinn með skemmti- legri Caprice eftir Milhaud og á eftir fylgdi eitt af síðustu verkum Saint-Saéns, sónata op. 167 með síðrómantisku yfirbragði þar sem lokakaflinn býr yfir sér- stæðri fegurð. Þá heyrðum við tvær gymnopedíur eftir Satie, sem venjulega eru aðeins leiknar á píanó, en „Solo de concours" eftir Messager hafði ég aldrei heyrt áður. Blaðið biðst velvirðingar á þess- um mistökum. BMW FIMMAN VEKUR ÞIG UPP AFDRAUMI. Einstakur bill ffyrir kröfuharða. hinum aðilanum — að sumra dómi. Ódrengskapur getur víst ekkert heitið sem birtist í víðlesnu dag- blaði samkvæmt nýju merkingar- fræðinni. Og einhverra hluta vegna hefur enginn enn minst á þá ljósu og óhrekjanlegu staðreynd að marg- nefnd ummæli leikarans voru ský- laust brot á gildandi útvarpslögum — enda voru þau sett áðuren ljóst varð að sérhvert orð í útvarp talað hlýtur eðli sínu samkvæmt að vera drengskaparorð. Það jaðrar trúlega við guðlast í þessu samhengi að láta eftir löngun sinni tilað rengja málvísi meistar- ans. En ég læt arka að auðnu með það. Villa hans er göfug að tilgang- inum og eðlileg. Þannig vill nefnilega til að þeir Menningarsjóður og Árni Böðvars- son urðu hreint ekki fyrstir tilað skýra orðið sem um er rætt. Snorri bóndi í Reykholti skýrði þetta orð í Eddu sinni. Og þaðan held ég sé runninn almennur skiln- ingur orðsins til þessa dags að minstakosti. Snorri segir: Drengir heita góðir menn og batnandi. Og ég trúi að svona snjöll orð- skýring lifi alla útúrsnúninga af í hugum flestra. Ekki síst vegna þess að þá er líka hægurinn að vita hitt sem af þessu leiðir: Ódrengir heita illir menn og versnandi. „Það sem sagt er á stund illinda o g af versnandi mönnum er margoft ódrengdleg'a mælt en hitt sem sagt er á g’óðri stund og- af batnandi mönnum það er yfirleitt drengilega sagt.“ Þannig er klassískur skilningur orðsins' og hann liggur vonandi til grundvallar í yfirlýsingu leikstjóra- félagsins um „ódrengileg" útvarps- ummæli Helga Skúlasonar. Enda var Helgi illur þegar hann sagði þessi orð. Það mátti vel heyra á röddinni. Og illir menn eru versn- andi alveg þangaðtil þeir snúa af þeim vegi og verða góðir menn og batnandi. Enda vitað að þaðsem sagt er á stund illinda og af versnandi mönn- um er margoft ódrengilega mælt en hitt sem sagt er á góðri stund og af batnandi mönnum það er yfir- leitt drengilega sagt. Svona er þetta nú einfalt í mínum huga. Hitt er svo annað mál að orðið ódrengskapur er stundum notað á ilskunnar stund af litlum drengskap og verður þá merkingarlítið hversu satt sem það kann að vera. Gæti ekki hugsast að það hefði einmitt hent stjórn leikstjórafélagsins í þessu dæmi? Hö/undur er ritböfiindur. Lactacyd hársápan fyrir viðkvæmt smafólkió! Lactacyd hársápan er kjörin fyrir viðkvæman hársvörð bama. Sam- setning hársápunnar stuðlar að góðri rækt hársins og vinnur gegn húðertingu. Húðin er í eðli sínu súr og er það vöm hennar gegn sýklum og sveppum. Mikilvægt er að eðlilegt sýmstig húðarinnar raskist ekki við þvott. Þetta þarf að hafa í huga við val á sápu. Flestar tegundir „venjulegrar" sápu hafa hátt sýmstig (hátt pH-gildi, 10-11) og vinna gegn náttúrulegum vömum húðarinnar. Lactacyd hársápan er mild og hefur hina góðu eiginleika Lactacyd léttsápunnar. Lactacyd hársápan hefur lágt pH-gildi (5,2), áþekkt náttúmlegu pH-gildi hársvarðarins og eflir þar með vamir hans. í Lactacyd hársápunni em: Lacto- serum sem gefur hársápunni lágt pH gildi og inniheldur vítamín, steinefni og eggjahvítuefni; lauryl súlföt sem gera hana að virkri sápu; Lactabas til næringar; Cocoamid MEA sem er mýkjandi; propylenglycol sem mýkir hárið og viðheldur raka þess; rotvamarefni. Lactacyd hársápan gerir hárið létt, mjúkt og meðfærilegt. Lactacyd hársápan fæst með og án ilmefna í helstu stórmörkuðum og að sjálfsögðu í næsta apóteki. (jist-brocades

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.