Morgunblaðið - 09.03.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.03.1989, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1989 í hrakningum á flöllum: Menn þurfa kjark til að halda kyrru fyrir - segir Ólafur í. Jónsson björgnnarsveitarmaður „MENN þurfa að hafa kjark til að stoppa og halda kyrru fyrir strax og þeir lenda í byl eða átta sig á að þeir eru orðnir villtir,“ sagði Ólafur í. Jónsson formaður hjörgunarsveitarinnar Tryggva á Sel- fossi aðspurður urn heilrœði tU þeirra sem lenda í villum eða óveð- rum á fjöllum. Ólafur sagði ljóst að þeir sem ekki ættu áttavita og landabréf eða kynnu ekki með slík tæki að fara ætti ekki erindi á fyöll einir síns liðs. Þótt vissulega væri til bóta að hafa meðferðis farsíma eða talstöðvar lentu menn oftsinnis í þeirri aðstöðu á fjöllum að ná ekki sambandi um slfk Qarskiptatæki. Meðal annars hefðu leitarmenn í leitinni að piltun- um flórum á mánudag lent i því að einungis náðist samband við umheiminn um flarskiptastöðina í Gufunesi. Einnig mæti benda fjalla- mönnum á að hafa meðferðis neyð- arbiys sem gætu gefið upp staðsetn- ingu þeirra við þokkaleg veðurskil- yrði. Olafur sagðist alls ekki vilja draga úr mönnum að ferðast um óbyggðir landsins og kynnast því sem það hefði upp á að bjóða en þar sem ótal hættur gætu orðið á leiðinni auk hættu á villum taldi hann mikilvægt að óvanir hefðu reynda menn með í för og þar sem áætlanir gætu alltaf raskast vegna villu eða veðurs ættu menn að taka tillit til þess þegar þeir byggju sig til ferðar. Morgunblaðið/Kristjana Guðmundsdóttir Kofi Landsvirkjunar við Þórólfsfell, sem Qórmenningarnir leit- uðu skjóls í. Spumingakeppni framhaldsskólanna: Nemendur fengu ekki að tapa á heiðarlegan hátt -segir Kristján Bersi Olafsson skóla- meistari Flensborgarskóla „MERGURINN málsins er sá, að ýmsar villur og rangir úrskurðir eru orðnir svo algengir að þeir hafa áhrif á úrslitin," segir Kristján Bersi Olafsson skólameistari Flensborgarskóla um þáttinn spuming- arkeppni fiamhaldsskólanna sem sýndur er í Sjónvarpinu. Kristján Bersi hefur skrifað dagskrárstjóra Sjónvarpsins bréf vegna þáttar sem sýndur var föstudagskvöldið 24. febrúar sfðast liðinn þar sem áttust við Flensborgarskóli og Menntaskólinn í Kópavogi í um- ræddri spurningarkeppni. í bréfinu fer hann fram á endurtekna keppni skólans við MK. I þættinum voru Flensborgarar spurðir um hver væri gjaldmiðill í Lúxembúrg, sem þeir sögðu vera belgískan franka. Svarið var úr- skurðað rangt, hið rétta væri lúx- emborgar franki. Vemharður Lin- net stjómandi þáttarins segir að um túlkunaratriði sé að ræða, belgfskur franki sé vissulega sú mynt sem er í gangi, en lúxemborg- ar frankinn sé til sem þjóðarmynt. Hann segir þá dóma sem dómari dæmir á velli gilda. Eitt stig skildi á milli skólanna að lokinni keppni, hefðu Flens- borgarar fengið stig fyrir belgíska Leiðrétting í frétt sem birtist í Morgunblaðinu í gær um fimm stúlkur, sem keppa til úrslita í Fegurðarsamkeppni Suðurlands 11. mars næstkomandi, var rangt farið með nöfn þeirra í mjmdatexta. Nöfn stúlknanna eru talið frá vinstri á myndinni: Hugrún Inga Ingimundardóttir, Heiðrún Perla Heiðarsdóttir Aníta Jóns- dóttir, Guðlaug Olafsdóttir og Margrét Birgisdóttir. frankann, hefði orðið að grípa til bráðabana. „Nemendur eru óhressir vegna þessa og þykir sem þeir hafí ekki fengið tækifæri til að tapa á heiðarlegan hátt. Þetta særir rétt- lætiskennd ungs fólks og því tók ég málið upp fyrir þeirra hönd,“ segir Kristján Bersi. I bréfí til dagskrárstjóra Sjón- varps fór Kristján Bersi þess á leit að þátturinn yrði ógiltur og keppni liðanna endurtekin. Jafnframt fór hann fram á að sjónvarpið og stjóm- endur þáttarins bæðu nemendur Flensborgarskóla afsökunar vegna mistaka sinna. Enn hefur svar ekki borist við bréfi þessu, en Kristján Bersi segir að sér hafi verið til- kynnt að endurtekning komi ekki til greina því um keppni af þessu tagi gildi sömu reglur og í íþrótta- kappleikjum; úrskurður dómara á staðnum gildi. Hann segir einnig að of algengt sé að einstök svör hafi verið dæmd á rangan eða mjög hæpinn hátt og því vakni upp spumingar um hvort undirbúningi fyrir keppnina sé á einhvem hátt ábótavant. I vaxandi mæli virðist vera kastað til höndum og sé hún óðum að breytast í skrípa- leik. Ein mynda Hörpu. Myndlistar- sýning í Landspítala HARPA Karlsdóttir sýnir um þessar mundir 10 olfumálverk f anddyri Landspftalans. Þetta er önnur sýning hennar en sú fyrsta var fyrir tæpu ári. Harpa hefur áður mjmdskreytt bamabækur, ljóðabók og einnig myndasögur fyrir sjónvarp. Páskaferð- ir Utivistar kynntar NÆSTA myndakvöld ferðafé- lagsins Útivistar verður f kvöld, fimmtudagskvöld 9. mars, f Fóstbræðraheimilinu, Lang- holtsvegi 109, og hefst það klukkan 20.30. Þar er ætlunin að kynna Útivistarferðir um páskana 23.-27. mars og sýna myndir frá þeim stöðum sem farið verður á. Vinsælasta páskaferð Útivistar hefur jafnan verið á Snæfellsnes, en þangað verður bæði fimm og þriggja daga ferð. Gengið verður á Jökulinn og farið f skoðunar- og gönguferðir um bæði þekktar og minna þekktar leiðir þar. Fimm og þriggja daga ferðir verða einnig í Þórsmörk, en Mörk- in skartar nú sínum fegursta vetr- arskrúða. Þá fer Útivist í ævin- týraferð á Vestfírði, ef færð leyf- ir, og er hún sérstaklega ætluð gönguskíðafólki. Farið verður um innanvert ísa- flarðardjúp, í Kaldalón og á Drangajökul. Aðalmyndasýning kvöldsins verður svo frá hinu litríka Torfajökulssvæði, en þar eru margar ferða- og gönguleiðir sem vert er að kynnast. Mynda- kvöldið er öllum opið sem kjmnast vilja ferðum og starfsemi félags- ins. Skákkeppni framhalds- skóla 1989 SKÁKKEPPNI framhaldsskóla 1989 hefet að Grensásvegi 46 á morgun, föstudaginn 10. mars, klukkan 19.30. Henni verður fram haldið á laugardag og lýkur á sunnudag. Þátttöku á að tilkynna f sfðasta lagi í kvöld. Fyrirkomulag er með svipuðu sniði og áður. Hver sveit skal skipuð flórum nemendum á fram- haldsskólastigi (fæddir 1967 og síðar), auk 1-4 til vara. Tefldar .verða sjö umferðir eftir Monrad- kerfi, ef næg þátttaka fæst. Að öðrum kosti verður sveitum skipt f riðla, en sfðan teflt til úrslita. Umhugsunartími er ein klukku- stund á skák fyrir hvem kepp- anda. Á föstudag verður 1. og 2. umferð tefld frá kl. 19.30 til 23.20. Laugardag verða 3., 4. og 5. umferð og teflt frá klukkan 13-19. Síðustu tvær umferðimar verða tefldar á sunnudag frá klukkan 13-17. Fjöldi sveita frá hveijum skóla er ekki takmarkaður. Sendi skóli fleiri en eina sveit skal sterkasta sveitin nefnd a-sveit, næsta b- sveit o.s.frv. Ekkert þátttökugjald er. Þátttöku í mótinu má tilkynna í síma Taflfélags Reykjavíkur, í síðasta lagi í kvöld, fimmtudag, frá kl. 20-22. Gítartónleikar á Norðurlandi PÉTUR Jónasson gítarieikari mun halda tónleika á Norður- landi um næstu helgi, 11.—12. mars. Laugardaginn 11. mars leikur hann í Tónheimilinu Björk á Blönduósi og hefjast tónleikamir klukkan 16.00. Sunnudaginn 12. mars heidur hann tvenna tónleika í Skaga- firði. Þeir fyrri verða í Tónlistar- skólanum á Sauðárkróki, Borgar- flöt 1, klukkan 17.00 og eru þeir á vegum Tónlistarfélags Sauðár- króks. Síðari tónleikamir verða að Löngumýri, klukkan 21.00. Á efnisskránni verða verk eftir M.M. Ponce, J.S. Bach, W. Wal- ton, H. Vilia-Lobos, sem samdi „Tilbrigði við jómfrú", sem Kjart- an Ólafsson samdi fyrir Pétur árið 1984. Ferðin er styrkt af mennta- málaráðuneytinu og Félagi íslenskra tónlistarmanna. (Fréttatilkynning) David Enns skólastjóri RANGT var farið með nafii skólastjórá Tónlistarskóla Flat- eyrar i frétt Morgunblaðsins á laugardag. Skólastjórinn heitir David Enns, en ekki David Irms, eins og sagt var. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Rússneskur ráðherra með fyrirlestur í Norræna húsinu JEVGENÍ Kazantsév, fyrsti aðstoðarmenntamálaráðherra Rússneska sambandslýðveldis- ins, flytur fyrirlestur á vegum MÍR, Menningartengsla íslands og Ráðstjómarríkjanna, í Nor- ræna húsinu á morgun, föstu- daginn 10. mars, klukkan 17.00. Ræðir hann um efnið: Menning- artengsl og samvinna þjóða frum- byggja á norðurslóðum. Kaz- antsév ráðherra hefúr kjmnt sér sérstaklega og látið til sín taka málefni fámennra þjóða og þjóð- arbrota, sem byggja nyrstu hluta Sovétríkjanna við Norður-íshaf og Kyrrahaf og hann mun í fyrir- lestri sfnum ræða um samstarf þessara þjóða og annarra sem á norðurslóðum búa. Fyrirlesturinn verður túlkaðurá ísiensku. Öllum er heimill aðgangur. Leiðrétting VEGNA mistaka var Siguijón Pétursson titlaður formaður Framkvæmdastjómar Alþýðu- blaðsins, í frétt í Morgunblaðinu í gær. Siguijón er formaður Fram- kvæmdastjómar Alþýðubanda- lagsins, eins og raunar kom einn- ig fram í fréttinnu. Beðist er vel- virðingar á þessum mistökum. Sjómannafélag- Reykjavíkur: Ekki verði hvikað í hval- veiðimálum FUNDUR stjórnar og trúnaðar- mannaráðs Sjómannafélags Reykjavíkur hvetur ríkisstjóra- ina til að láta hvergi undan öfgahópum varðandi þá stefiiu sem mörkuð hefiir verið um hvalveiðar i vísindaskyni. í ályktun fundarins segir að grænfriðungar hafi margsinnis látið í veðri vaka að næst muni þeir snúa sér að botnfiskveiðum okkar takist þeim að stöðva hval- veiðar í vísindaskjmi. Síðan segir: „Til að fyrirbyggja framgang slíkra öfga er nú nauðsjmlegra en fyrr að koma á nýrri og öflugri sókn á kjmningu okkar málstaðar og stefnu nýtingu auðlinda fisk- veiðilögsögu okkar. Allt skal þó gert til að ná samningi þar sem við gætum ásamt umhverfis- vemdunarfólki raunverulega tek- ið á þeim hættum sem steðja að í umhverfi mannsins." Morgunblaðið/G.L.Asg. Einar Hákouarson við opnun sýningarinnar. Kaupmannahöfa: Málverk Einars Hákonarsonar í SCAG-galleríinu Jónshúsi. TUTTUGU og fimm málverk Einars Hákonarsonar listmál- ara prýða nú veggi SCAG-gall- erísins við Amaliegade. Áhrifa- mikil, litrík og seiðandi gleðja þau augu gestsins í hinni fid- legu umgjörð gamla hússins. Sýningin var opnuð laugardag- inn 25. febrúar og mun standa í tvær vikur. Einar Hákonarson var hér á opnunardaginn, en hann hefur dvalið um skeið í Gautaborg. Þar stundaði listamaðurinn fram- haldsnám á árunum 1964—67 og hefur hann tekið þátt í sýningum í Svíþjóð sem víðar í Evrópu og auk þess í New York. Sýning Einars er önnur í röð íslenskra sýninga í SCAG, en næst sýnir þar Eiríkur Smith list- málari. — G.L.Ásg. Stykkishólmur: Gæftir stopul- ar seinni hluta febrúar Stykkishólmi. Gæftir voru stopular seinni hiuta febrúar. Flestir bátar komn- ir eru á net og var afli að glæðast nú fyrir helgina eða í 12 lestir í lögn. Aflinn er verkaður f salt. Áætlunarbíllinn hingað hefur að mestu haldið áætlun, þrátt fyr- ir illviðri og erfíða færð, og eru ferðir hans vel notaðar. HP-hóp- ferðir hafa hér sérleyfísferðir og reka þær af dugnaði. - Árni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.