Morgunblaðið - 09.03.1989, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 09.03.1989, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1989 49 Athyglisverðir útvarpsþættir um Jesú-ímyudiua í bókmenntum Til Velvakanda Ég vil nota þetta tækifæri til að minna fólk á mjög athyglisverða út- varpsþætti, sem fluttir eru á fímmtu- dagskvöldum um Jesú- ímyndina í bókmenntum. Þar eru valdir úrvalshöfundar síðustu 150 ára og útskýrt hvemig þeir hafa notað Jesú-ímyndina i verkum sínum. Þar á meðal sá frægi Kazantsakis, og okkar eigin Halldór Laxness. Það má með sanni segja að þetta sé verð- ugt framhald á þeirri andlegu stór- veislu sem mynd Scorseses eftir sögu Kazantasakis var. Scorsese er, eins og við Dr. Gunnar Kristjánsson, af- sprengi nýlegrar vísindagreinar sem orðið hefur vinsælli með ári hveiju. Það er rannsókn á líkingamáli kristn- innar um aldimar bæði í myndlist, bókmenntum og tónlist. Ég er ekki sammála þeim trúbræð- rum mínum, sem fordæmdu kvik- mynd Scorseses. Þar á meðal einhver Gunnar Gunnarsson „semínaristi" í Kennaraháskólanum. Gunnar þessi gerðist liðsmaður Francos Zeffírellis sem þurfti að selja sína eigin mynd meðal rómversk-kaþólskra þjóða og fordæmdi því listaverk kollega síns á meðan hann sjálfur strikaði allt sem hét kraftaverk út úr sinni Jesú-f mynd, en af þeim er nóg í mynd Scorseses. Útstrikun kraftaverksins er kjarnaatriði í frjálslyndu guð- fræðinni og rannsóknum hebreska háskólans í Jerúsalem, sem mynd Zeffírellis byggir mjög á. Jesú-ímynd Kazantsakis sem Scor- sese notar er sá Jesús sem í mennsku sinni hefur borið sinn kross á undan oss. Leikarinn sem lék hann í mynd- inni lék svo vel og sannfærandi að hann mun aldrei gera betur meðan hann lifír. Þessi Jesús upplifir mann- legar freistingar á allt annan hátt en sá Jesús sem maður hefur oftast séð á hvíta tjaldinu, það er sá sem stjómar atburðarásinni. AUt í einu fáum við að sjá mann sem er leiksopp- ur og fómarlamb ytri aðstæðna. Þetta minnir mig á 25 ára gamla lífsreynslu. Eftir að ég hafði lært minn kristindóm í skóla Gunnars Sig- uijónssonar og Bjarna Eyjólfssonar fór ég á norskan biblfuskóla til þess að kynnast þessari tegund kristin- dóms betur. 011 kennsla þar lagði áherslu á hinn milda tuttugustualdar kristindóm, sem ég hafði lært heima. Svo komu gamlir menn í heimsókn. Þeir höfðu verið í skólanum hálfri öld áður, og voru því norskir jafnaldrar Úr kvikmynd Scorseses, Last Temptation of Christ. Kazantsakis. Mér er minnisstæður einn, sem kenndi okkur að varast andskotann og byggði þar á reynslu sjálfs sfn. Það voru svefnrofín sem hann óttaðist mest. Þá stóð djöfullinn við hlið hans og ætlaði að hirða hans aumu sál. Saga þessi er enn í minni mér-svo sterk, að barátta Krists við Lúsífer f mynd Scorseses er eins og veik eftirlíking af kvölum og áminn- Velvakandi góður. Fyrir nokkru birtist f Velvakanda ágæt grein eftir konu sem þekkt er að greind og góðvilja. Þar segir m.a.: „Forstjóri Afengisverslunar rfkisins virðist telja það sitt hlutverk að ota áfengi að almenningi eins og hann væri að selja þorskalýsi eða hunang." Sama dag birtist í DV grein eftir þennan forstjóra. Þar ríður stærilætið hégómaskapnum við einteyming. Auðvitað blöskrar kerfisdraugum að sjá embættisbréf skrifað á rammís- lensku mannamáli en ekki þvi merg- lausa stofnanamáli sem gerir sam- skipti við yfírvöld og milli stofnana þurr, leiðinlegogjafnvel ómanneskju- leg. Hrokinn er þó verstur. Á for- stjóri ÁTVR að segja Áfengisvamar- ráði, lýðræðislega kjömu á sjálfu Alþingi, fyrir verkum? Er hann kannski að gamni sfnu ( eða f geðvonskukasti) að setjast á bekk með þeim mannvitsbrekkum sem aumastar eru allra f fjölmiðlum og er þá langt til jafnað? Forstjórar ÁTVR voru longum sið- fágaðir menn, hæverskir og velviljað- ingum þessa norska bónda. Hvemig stendur þá á því að kristnir trúarleið- togar leika sér að því að misskilja það sem Jesús er látinn segja þegar sálarstríð hans stendur sem hæst? Hafa þessir menn virkilega aldrei kynnst raunverulegu sálarstríði mennsks manns? Svo er helst að sjá á skrifum þeirra. Nei, það er annað sem hrellir þá. Þetta er í fyrsta sinn, sem menn hafa fengið að sjá hinn mennska Krist Arfusarsinna og Nestoríana. Sá kristindómur var fordæmdur sem villutrú fyrir 1500 ámm. Hann var mikilvægt framlag guðfræðiskólans í Antíokkíu (það er háskólans í heima- landi Krists) til kristindómsins, eink- um meðal germanskra og gotneskra þjóða. Líka austur í Indlandi og Kína fram eftir öldum. Það er því ekki undarlegt, að menn skuli rísa upp gegn þessum Jesú Kristi, þar sem höfuð áherslan er lögð á manndóm hans með öllum göllum þess tilveru- stigs. Hingað til hafa menn alltaf einblfnt á guðdóminn og veldi hans. Séra Kolbeinn Þorleifsson ir — og gerðu sér ljóst að varan, sem þeir skyldu selja, var sfður en svo nauðsynjavamingur. Nú er þar undir stýri Höskuldur nokkur Jónsson. Hann virðist gera allt sem hann megnar til að koma í lóg efni því sem spillir mannlífi meira en nokkuð ann- að. Efni þetta á sök á leiðindum, slys- um og glæpum, allt frá glögg-ælu f leigubílum og drykkjurausi til líkams- árása, nauðgana og mannvíga. Það er spurning hvort þjóðin hefur efni á að greiða manni laun — og þau sjálf- sagt ekki í lægri kantinum — fyrir slíkan verknað. Þegar bjórkoman var boðuð með pomp og prakt um daginn skildist manni að aðaláhyggjuefnið í sam- bandi við hana væru tímar áldósir. Kannski ætlast forstjóri ÁTVR til þess að Áfengisvamaráð beini vam- arstarfínu að tómum dósum og tóm- um flöskum en láti sölu- og auglýs- ingatilburði áfengissalanna lönd og leið. Ef svo er þá mun ástæða til að hafa áhyggjur af fleiru tómu en bjór- dósum. Kristinn Vilhjálmsson Forstjóri ÁTVR Gomora biðja um alþjóð- lega hjálp ... Áttu ekki rafmagnsstól? HÖGNI HREKKVÍSI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.