Morgunblaðið - 09.03.1989, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 09.03.1989, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1989 Tveir vertíðarbátar fórust með hálftíma millibili í fyrrakvöld Sæborg- frá Ólafsvík. Breiðagörður: Leit að skipstjóra Sæ- borgar árangurslaus LEITAÐ var í gær að skipstjóranum á Sæborgu SH 377, sem saknað er frá því að báturinn sökk á Breiðafirði um klukkan 20.30 á þriðjudagskvöld. Leitin bar engan árangur og frekari leit síðdegis ekki heldur. Áformað er að halda leit áfram i dag. Sæborg, 66 tonna bátur í eigu Hraðfrystihúss Ólafsvíkur, fékk á sig tvö brot hvert á eftir öðru, með þeim afleiðingum að báturinn lagð- ist á hliðina og sökk. Sjö skipveijum var bjargað um borð í Ólaf Bjama- son SH 137, en skipstjórans er enn saknað. Varðskipið Ægir fór til leitar og var komið til Breiðafjarðar um klukkan 4 í fyrrinótt. Þá hóf Fokk- er-flugvél Landhelgisgæslunnar leit á svæðinu klukkan 9 í gærmorgun. Ekki var talið að þyrla Landhelgis- gæslunnar kæmi að gagni vegna veðurútlits. Samkvæmt upplýsing- um Landhelgisgæslunnar var leitað á öllu því svæði, þar sem til greina kom að annar gúmmíbjörgunarbát- ur Sæborgar væri á reki, en skip- veijamir sem björguðust náðu að losa með handafli þann sem var bakborðsmegin á bátnum. Bátar leituðu á svæðinu á þriðju- dagskvöld, en upp úr miðnætti var veður orðið mjög slæmt og leit þá hætt. Bátar og skip frá Ólafsvík leituðu einnig í gærmorgun. Skömmu fyrir hádegi var Ieit úr lofti hætt og varðskipið Ægir hætti leit um klukkan 12.30. Menn úr björgunarsveitinni Sæbjörgu á Ól- afsvík gengu fjörur frá Ólafsvík að Öndverðamesi í gærmorgun og fóru með ströndinni í gúmbát. Leitin bar engan árangur og ekkert brak úr Sæborgu fannst. Síðdegis gengu björgunarsveitarmenn Qorur á ný, en án árangurs, enda var þá all- nokkur aflandsvindur. Ólafur Bjarnason SH 137. Björgnn ómöguleg án Markúsar-netsins - segir skipstjórinn á Ólafi Bjarnasyni „VIÐ hefðum ekki náð mönnunum um borð nema nota Markúsar- netið. Það var mikill sjór og hátt niður að gúmmíbjörgunarbátn- um og allt of mikil áhætta að ná þeim öðruvísi,“ sagði Björn Erlingur Jónasson, skipstjóri á Ólafi Bjarnasyni SH 137. Björn og áhöfh hans björguðu sjö skipveijum af Sæborg SH 377, þegar báturinn sökk á Breiðafirði um klukkan 20.30 i fyrrakvöld. Sæborg fékk á sig tvö brot og komust allir skipveijamir átta út um glugga bakborðsmegin og stukku frá borði. Sjö þeirra komust um borð í gúmmíbjörgunarbát, sem þeir höfðu losað með handafli úr gálga. Skipstjóranum tókst ekki að komast að björgunarbátnum og var hans leitað fram á nótt og hófst leit að nýju í gærmorgun. Um 15-20 mínútur liðu frá því að skipveijar komust um borð I björgunarbátinn og þar til Ólafur Bjamason SH 137 kom að. Skipveijar köstuðu Mark- úsar-neti til skipbrotsmannanna, sem þeir festu sig í og voru þannig dregnir um borð hver á fætur öðr- um. „Það gekk vel að ná þeim um borð með netinu, en annað hefði verið alltof mikil áhætta," sagði Bjöm skipstjóri. „Þessi búnaður er löngu kominn um borð í öll skip, enda hefur hann sannað gildi sitt. í þessu tilfelli varð hann skipveijun- um sjö til bjargar, en í raun er það kraftaverk að þeim skyldi yfírleitt takast að komast í gúmmíbjörgun- arbátinn í þessu veðri." Stökk í bátínn þegar brú- arglugginn lagðist í sjó - segir Leó Óskarsson skipsljóri á Nönnu VE Veatmannaeyjum, frá Áma Johnsen, blaðamanni Morgunblaðsins „ÞEGAR ég gaf fyrirskipun um að gera björgunarbátana klára var ég enn að reyna að keyra upp bátinn, sem var þá nær kominn á hliðina," sagði Leó Óskarsson skipstjori á Nönnu VE í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi en Nanna sökk sem kunnugt er í fyrrakvöld út af Reynisdröngum. „Tveir skipveijanna fóru í sjóinn til þessa að reyna að rétta annan gúmmíbjörgunarbáttinn við en hann reyndist hafa blásist upp á hvolfi. Þá var útséð með það að ekki væri hægt að ná bátnum upp — slagsíðan var svo mikil — svo ég kúplaði frá vél til þess að mennirnir yrðu ekki í lífshættu. Á sama tíma var hinn báturinn gerður klár og þegar ég stökk í þann bát var brúarglugginnamir á Nönnu að leggjast i sjó. Við sáum bátinn ekki sökkva því okk- ur rak strax frá honum. „Þegar við gáfum út neyðarkallið klukkan 20.16,“ saðgi Leó, „vorum við enn að reyna við að bagsa við að ná bátnum upp, losna við veiðar- færin og höggva á vírana. Það gekk ekki. Björgunarbátamir voru bundn- ir saman þannig að þegar við vorum komnir um borð í bátinn sem var á réttum klili þá var hinn báturinn sem var á hvolfí dreginn að og strákam- ir tveir sem voru á honum komu jrfir í bátinn til okkar. Við lokuðum þá bátnum öðru megin en notuðum hit.t opið til þess að vera á útkikki. Eftir nokkum tíma sá ég Ijós frá bát og skaut þá upp neyðarblysi og kveikti á handblysi. Þetta reyndist vera Sig- uijón bróðir minn á Þórunni Sveins- dóttur. Það var gott að sjá þá koma. Þeir tóku okkur síðan um borð um netalúguna og það gekk allt mjög vel. Fimm okkar komust í flotgalla og það munaði mjög miklu en það var ekki talið ráðlegt að ná í tvo galla sem vom aftar I bátnum því hann hallaði svo mikið þegar þar var komið. Þegar ég fór í gallann var báturinn nær alveg á hlið og ég stóð hálfpartinn á hliðarinnréttingun- um.“ „Jú, það er erfítt að lenda í þessu. Það er búin að vera ofsaleg vinna við að endurbyggja þennan bát, tveggja ára stanslaus vinna og nú er það verk allt til einskis. Það er i Toglúgumar á Nönnu sjást vel á þessari mynd, sem tekin var í Portúgal á dögunum, en þaðan er skipið nýkomið. rauninni rosalegt að lenda í þessu en maður verður að taka svona óhöppum eins og þau eru. Það sem skiptir öllu máli er að menn björguð- ust og eru heilir á húfi. Ég vil færa innilegar þakkir til allra þeirra sem aðstoðuðu okkur, áhafnarinnar á Þóruni Sveinsdóttur sem bjargaði ur á hliðina þegar við fórumí gúmm- íbjörgunarbátana. Við höfðum ekki náð í galla fyrir alla, því að tveir gallar voru afturí og við tókum ekki áhættuna á að fara niður í skipið. Við fórum tveir fyrstir frá borði til þess að reyna að rétta við bakborðs- björgunarbátinn, sem hafði blásist upp á hvolfí, því við vissum ekki hvemig gengi að ná bátnum á stjóm- okkur, áhafnarinnar á Sunnubergi, sem ofkeyrði vélina til að reyna að aðstoða okkur, til starfsmanna á Vestmannaeyjaradíó og allra ann- arra, sem þéttu björgunaraetið þeg- ar á reyndi. Þá vil ég þakka skip- veijum mínum fyrir æðmleysi og ömgg viðbrögð á hættustund. borðshliðinni, þeirri hliðsem báturinn hallaðist á. Við náðum ekki að rétta bátinn við en eftir að síðari björgun- arbáturinn var leystur frá Nönnu þá vom bátamir dregnir saman og við sameinuðumst í öðmm bátnum. Mér fannst skipta miklu máli hvað menn vom rólegir og yfírvegaðir og bmgð- ust rétt við. Eg vil þakka áhöfninni á Þórunni Sveinsdóttur fyrir fræki- lega björgun og öðmm þeim sem aðstoðuðu okkur,“ sagði Ragnar Sig- urbjömsson. Siguijón Óskarsson skipstjóri ásamt bróður sínum Leó í brúnni á Þórunni Sveinsdóttur við komuna tO Eyja. Siguijón sigldi á slysstað- inn með ótrúlegum hraða við þær aðstæður sem voru, botnkeyrði vélar skipsins og sigldi liðlega tíu mUur á 45 mínútum. Sama gerði Sunnubergið sem bilaði þegar túrbína gaf sig. Þeir nota venjulega 240 lítra á klukkutíma eoa um tiu mílur en fóru upp í 340 lítra, sem er 12,7 mflna hraði. y|Ml|8pgl«ra£fev.. Morgunblaðið/Hjörtur Jónsson. Flestir skipveijanna á Þórunni um borð f borðsalnum eftir komuna til Eyja. Menn voru róleg- ir og yfirvegaðir Vestmannaeyjum, frá Áma Johnsen, blaðamanni Morgunblaðsins „ÉG VAR uppi í brú með skipstjóranum, þaðan sem spilinu er stjórn- að þegar togfestan varð, skipið fékk sjó i sig og byijaði að halla,“ sagði Ragnar Sigurbjörnsson vélstjóri á Nönnu VE í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Það náðist ekki að loka toglúgunni — veiðarfærin voru föst og það varð ekki við neitt ráðið. Við höfðum 10-15 mínútur til þess að reyna björgunaraðgerðir, en án árangurs og á þessum tíma náðum við einnig að gera fiotgailana klára fyrir flesta og koma björgunarbátunum í sjó. „Menn vom mjög rólegir og yfir- vegaðir, báturinn var eiginlega lagst- Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Skipshöfiiin á Nönnu um borð í Þóruni Sveinsdóttur í Vestmannaeyjahöfh f fyrrinótt. Frá vinstri: Leó Óskarsson skipstjóri, Trausti Kristjánsson, Heimir Jónsson, Carlos Gilberto Pelicano da Silva, Hjörtur Jónasson, Ragnar Sigurbjörnsson og Sveinn Sveinsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.