Morgunblaðið - 09.03.1989, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.03.1989, Blaðsíða 45
Sara Ferguson, hertogaynja af Jórvík. BRESKUR AÐALL * A Sara von áöðru barni? Frétt þess efnis að Sara Ferguson ætti von á öðru bami sló niður sem sprengju á slúðurdeildum bresku pressunn- ar. Það sem menn hafa helst til sannindamerkis er að fæðingar- læknir hertogaynjunnar, Anth- ony Kenney, sótti hertogahjónin heim rétt fyrir skömmu. Tals- maður konungshallarinnar hef- ur ekki staðfest fréttina en sagt er að læknirinn hafi ekki verið í kurteisisheimsókn. Sara hefur látið frá sér fara að hún óski sér annars bams. Hún og Andrés prins hafa verið mikið saman eftir að Beatrice litla, sem nú er orðin sex mán- aða, fæddist og hefur Sara ferð- ast yfir hálfan hnöttinn til þess að hitta Andrés er hann á frí frá skyldustörfum sínum í flot- anum. Breskir fjölmiðlar hafa gagnrýnt þau hjónin fyrir að sinna ekki opinberum skyldum sínum. í janúarmánuði vom vinnudagar Söru aðeins sex tals- ins, en Díana prinsessa hefur átt annrikt í opinberum heim- sóknum í Bretlandi og Banda- ríkjunum. Það má geta þess að hún hefur verið gerð að heiðurs- borgara í Kalffomíuríki í Banda- ríkjunum en þar heimsótti hún meðal annars sjúkrahús fyrir böm sem sýkst hafa af alnæmi. Hún vakti mikla athygli er hún snerti bömin og kyssti, en jafn- framt fylgir fréttinni að hún hafí tárast er þau sáu ekki til. Sara Ferguson nýtur hinsveg- ar ekki sömu vinsælda og Díana. Gárungamir hafa þó sagt að ekkert afli henni meiri vinsælda en að eignast annað bam, þrátt fyrir gagnrýni vegna mikillar ^arveru frá dótturinni Beatrice. Þegar Sara varð bamshafandi að þeirri litlu varðist hún að sjálfsögðu allra frétta áður en það var gert opinbert frá kon- ungshöllinni. Breska pressan spáir þeim hjónum syni í september. I ífíir,* HOTMMia ðíríAiíHWUBffOM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1989 Ron Bloom nýklipptur. Stefenía prinsessa af Mónakó. STEFANÍA AF MÓNAKÓ Brúðkaup á næsta leiti? egar Stefanía prinsessa af Mónakó lét fyrst sjá sig með unnusta sínum, hljómplötuútgefandanum Ron Bloom, líktist hann vissulega einu af „biómabömum" hippakynslóðarinnar. Sagt er að ekki hafi Rainer fursta litist á piltinn. En nú er sagan önnur. Ron lét skera hár sitt og fór að klæða sig af smekkvísi. Nú hefur honum í fyrsta skipti verið boðið í eina af stærstu veislum furstadæmisins. Hann mætti þar ásamt foreldrum sínum og telja menn það merki þess að Rainer fursti hafi samþykkt Ron sem tengdason. Hann hafði rauðan hálsklút sem og aðrir í fjölskyldunni. Þó fékk parið ekki að sitja saman til borðs í „furstastúkunni". Er það hinsvegar talið teikn ,um að maðurinn þurfi um sinn að bíða eftir opinberri viðurkenningu, til þess dags er hann gengur að eiga prinsessuna. Innrömmun Sigurjóns Ármúla 22 sími 31788 Málverka- og myndalnnrömmun. Málverkalampar - málverkasala - speglasala Sendum í póstkröfu I BOSCH GERÐU VERÐSAMANBURÐ Það borgar sig BR/EÐURNIR (©} ORMSSON HF Lágmúla 9, sfmi: 38820 FÆRIBANDA- MÖTORAR = HÉÐINN = « VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 ð SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER < Áratuga reynsla ABB (Asea) rafmótora hérlendis er vafalaust bestu meömælin með rafmótorunum frá Johan Rönning. Rönning tryggir þjónustuna. Tvö nöfn sem standa fyrir sínu. Við eigum ávallt á lager mótora frá 0,25 kW - 37 kW. Við veitum tæknilega þjónustu og aðstoð við val á réttum mótor, ræsibúnaði og hraðastýringu. Veldu ABB Jf JOHAN RONNING HF Sundaborg 15-104 Rcykjavik-simi (91)84000 Rafmótorar frá ABB Motors $ . . snúast og snúast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.