Morgunblaðið - 09.03.1989, Síða 2

Morgunblaðið - 09.03.1989, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1989 Ók á móti umferðinni á Miklubraut Morgunblaðið/Júlíus TVENNT slasaðist í hörðum árekstri þriggja bíla á Miklubraut rétt vestan við Ártúnsbrekku á ellefta tímanum í gærkvöldi. Árekstrinum olli ung kona, sjáanlega ölvuð að sögn lögreglu, sem ók fólksbO sínum niður Artúnsbrekku og siðan vestur Miklubraut á móti umferð á öfúgum vegarhelmingi. BíU konunnar rakst firam- an á Bronco-jeppa á austurleið, sem kastaðist við höggið á Mazda- bíl, sem ekið var i sömu átt. Bill konunnar sem slysinu olli valt á hliðina eftir áreksturinn. Annað ft'amhjólið brotnaði undan jepp- anum. Konan var flutt með sjúkrabU á slysadeild, en fékk að fara þaðan að lokinni skoðun og blóðsýnistöku. Ökumaður Mazda- bifreiðarinnar var fluttur á slysadeUd vegna áverka á handlegg. íslenskt vinnsluskíp til Alaska • • Olvaðir græn- lenskir sjó- menn stálu bíl TVEIR ölvaðir grænlenskir sjó- menn stálu bU af Suðurgarði við HafnarQarðarhöfn í gærmorg- un. Ökuferð þeirra endaði í Kúa- gerði þar sem bíllinn lenti utan vegar. Mennina sakaði ekki og bUlinn skemmdist lítið. Að sögn rannsóknarlögreglu í Hafnarfirði eru verulegar annir samfara viðdvöl grænlenskra rækjutogara í bænum. Mikið er drukkið um borð í landlegum, skemmdarverk hvers konar eru tíð og eins sækir mikið af stúlkum, oft ólögráða, í félagsskap Grænlend- inganna og dveljast þær þar lang- dvölum. Y estmann- eyingar án raftnagns V estmannaeyj um. BETUR fór en á horfðist með viðgerð á vararafstrengnum tU Eyja. Bilunin reyndist vera i jörðu í um hundrað metra §ar- lægð frá rafstöðinni. Strengur- inn var grafinn upp og reyndist einn fasi hafa brunnið og var puttastórt gat á strengnum. Við- gerðarmenn komu með Heijólfi frá Reykjavík f gær og hófst við- gerð um kvöldmatarleytið. Var búist við að henni yrði lokið fyr- ir miðnætti. Rafmagnsiaust varð í Eyjum um miðjan dag á þriðjudag vegna þess- arar bilunar. Vararafstöðvamar gátu ekki sinnt allri orkuþörf bæjar- ins og voru frystihúsin og fískverk- unin látin sitja fyrir. Seint í fyrra- kvöld var sett rafmagn á bæinn en hann varð aftur rafmagnslaus um átta í gærmorgun þegar frystihúsin og fiskverkunin fóru í gang. Fór rafmagnið síðan að tínast smám saman á bæinn á ný með kvöldinu. Grímur T.iiii Karen val- in Fordstúlka LILLI Karen Wdowiak var í gærkvöld valin Fordstúlka 1989 á íslandi. Lilli Karen er 17 ára gömul og vinnur í bakaríi í Gnoðarvogi. Hún er fædd í Bandaríkjunum, en faðir hennar er pólskur. Það var William Ford sem valdi Lilli Karen úr hópi tíu stúlkna og verður hún fulltrúi íslands í keppninni Super Models of the World, sem fram fer í Banda- ríkjunum í ágúst. ÍSLENSKA úthafeútgerðarfé- lagið hf. hefúr gengið frá kaup- um á 1200 tonna frystitogara frá Grænlandi til að nýta veiðiheim- ildir íslendinga við Alaska. Skip- ið mun annast vinnslu á afla bandariskra fiskibáta sem landa í gærdag og fram á kvöld var unnið við að veita vatninu burt frá skólahúsinu, en þar var allt um- flotið vatni. Jóhanna Lárusdóttir á Brekku í Mjóafirði sagði mestu mildi að íbúðin var mannlaus þegar honum beint um borð og er ætl- unin að skipið verði komið á miðin í maí. Að sögn Ragnars Halldórssonar hjá íslenska úthafsútgerðarfélaginu byggist vinnslan við Alaska á samn- ingi Bandaríkjastjómar og ríkis- flóðið féll. Hefja átti kennslu í skól- anum eftir hádegi í gær, en frá því fallið sökum leiðinda veðurs, að sögn Jóhönnu. Ljóst er að ekki verð- ur hægt að kenna í skólanum fyrst um sinn, en Jóhanna sagði það stjómar íslands frá árinu 1984 um veiðiheimildir. Samningurinn átti að renna út 1. júlí á þessu ári en hefur verið framlengdur til 1. júlí 1991. Ragnar segir að gerður hafí ver- ið samningur við bandaríska fyrir- ekki koma að sök þar sem bömin væru fá og hægt að kenna þeim í heimahúsum. Um þijúleytið í gær mddi Borg- areyrará sig af þvílíku afli að brúin yfir ána lyftist upp og færðist úr stað. Þrír bæir urðu við það vega- sambandslausir, en fjölskylda á bænum Kastala flutti sig um set, þar sem talin var hætta á að flóð gæti fallið úr gili ofan bæjarins. í dag er von á matsmanni sem meta á það tjón sem orðið hefur í Mjóafirði. tækið Associated Vessel Services um að nýta þessar veiðiheimildir. Ætlunin sé að bæta við öðru skipi síðar til að vinna þann kvóta sem samningurinn kveður á um, alls 30 þúsund tonn. Afurðimar verða teknar við skipshlið af flutninga- skipi og fluttar á markaði I Banda- ríkjunum, Evrópu og Japan. Beiðni um skráningu skipsins undir íslenskum fána liggur nú fyr- ir hjá siglingamálastjóra en sér- staka undanþágu þarf frá lögum til að skrá skipið þar sem það er eldra en 11 ára. Stysta búnaðar- þingínu lokið BÚNAÐARÞINGI lauk í gær- kvöldi. Það stóð í 10 daga og er líklega stysta reglulega bún- aðarþing frá upphafi, að því er fram kom í ræðu Hjartar E. Þórarinssonar forseta búnaðar- þings við lok þingsins. „Með þessari hörku við sjálft sig vill þingið leggja sitt af mörkum við sparnað hjá Búnaðarfélagi íslands," sagði hann. 43 mál vom lögð fyrir þingið og voru þau afgreidd frá þinginu með 32 þingsályktunum. A þing- inu var meðal annars fjallað um umfangsmikla lagabálka, svo sem jarðræktarlög, endurskoðun bú- fjárræktarlaga, skógræktarlög og stjóm umhverfismála. Þijár álykt- anir voru gerðar um skógræktar- mál og fjallað ítarlega um búreikn- inga, bókhaldsmál og skipulag ieiðbeiningaþjónustunnar, hag- stofnun landbúnaðarins og fleira. Sjá einnig fréttir af búnaðar- þingi á bls. 29. © INNLENT Hið íslenska kennarafélag: Atkvæðagreiðsla um verkfall í þriðja skipti á þremur árum EF VERKFALL verður samþykkt í almennri atkvæðagreiðslu félaga í Hinu íslenska kennarafélagi munu um tólf hundruð kenn- arar, einkum $ framhaldsskólum landsins, leggja niður vinnu 6. aprfl næstkomandi. Það sama gildir um margar aðrar stéttir háskólamenntaðra manna, ef það verður einnig niðurstaða at- kvæðagreiðslu f félögum þeirra. Hörður Lárusson, deildarstjóri framhaldsskóladeildar mennta- málaráðuneytisins, segir að 15-16 þúsund nemendur séu á öllu fram- haldsskólastiginu, þ.e. í mennta-, fjölbrauta-, iðn- og tækniskólum. Að meðtöldum nemendum í öld- ungadeildum gæti þessa tala verið eitthvað á átjánda þúsundið. Kennsla í mennta- og flölbrauta- skólum myndi leggjast niður í verkfalli, auk þess sem einhver röskun yrði á kennslu í efstu bekkjum grunnskóla, en sumir kennarar þar eru í HIK. í 9. bekk grunnskólans eru samræmd próf í apríl. Hörður sagði að ef af verkfalli yrði kæmi það á versta tíma, þar sem próf hæfúst seinnihluta apríl- mánaðar og miðað væri við að skólum væri slitið í lok maí. Auð- vitað vonuðu menn í lengstu lög að ekki kæmi til verkfalls, en nið- urstaða atkvæðagreiðslunnar yrði að leiða það í Ijós. Aðspurður hvað væri til ráða ef til verkfalls- ins kæmi, sagði hann að sjálfsagt yrði að leysa það eftir aðstæðum í hveijum skóla. Þetta er í þriðja skipti á þrem- ur árum, sem HÍK hefur atkvæða- greiðslu um verkfall. Félög opin- berra starfsmanna fengu verk- falls- og samningsrétt hvert um sig með samningsréttarlögum op- inberra starfsmanna, sem sam- þykkt voru á Alþingi skömmu fyrir jólaleyfi þess 1986. Mjög mörg félög þeirra nýttu sér þenn- an rétt í kjarasamningum um vorið, þar á meðal kennarar í HÍK, sem voru í hálfs mánaðar verkfalli seinni hluta marsmánað- ar. Eftir að verkfallið leystist í byijun apríl, var víða tekin upp kennsla á laugardögum og að hluta til f páskafríi til þess að hægt væri að komast yfír náms- efnið fyrir vorpróf. Samið var til tveggja ára, en kennarafélögin höfðu ólíkt öðrum félögum opin- berra starfsmanna möguleika til uppsagnar á samningstímabilinu, vegna ákvæðis um endurskoðun á starfskjörum kennara. Samn- ingum var sagt upp og í atkvæða- greiðslu um verkfall var það naumlega samþykkt með 464 at- kvæðum gegn 462, en 60 seðlar voru auðir. Félagsdómur úrskurð- aði í framhaldi af því að verk- fallið væri ólögmætt, þar sem ekki hefði náðst meirihluti fyrir boðun verkfallsins í atkvæða- greiðslunni. Mjóifiörður: • ‘ Flóð féll á skólann - Brú færðist úr stað er Borgareyrará ruddi sig UMTALSVERT tjón varð er krapastífla brast í læk ofán við skóla- húsið Sólbrekku í Mjóafirði laust eftir hádegi í gær. Svo mikill var kraftur flóðsins, sem á efitir fylgdi, að veggur á kennaraíbúð I austurenda skólans gaf sig. Vatnsleiðsla í skólanum fór í sund- ur og var þar allt á floti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.