Morgunblaðið - 09.03.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.03.1989, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1989 -4 Fasteignaskattur lækkaður hjá „efiia- minni“ bæjarbúum Bæjarstjórn Akureyrar hefur ákveðið að lækka til muna fast- eignaskatt af eigin íbúðum efiialítilla elli- og örorkulífeyrisþega á árinu. Tekjuviðmiðunartölur hækka á milli ára um 33,5% og fylgja þannig breytingum, sem verða á lífeyri almannatrygginga með tekjutryggingu milli áranna 1987 og 1988. Breyting þessi felur í sér mun rýmri ívilnanir en launabreytingar á sama tíma segja til um. Launabreytingar eru með öðrum orðum mun minni en hækkun lífeyris aimannatrygginga. í fyrra nam viðmiðunin 570 þúsund krónum hjá hjónum, en í ár verður þessi viðmiðun 760 þúsund krónur. Fasteignaskattur fellur algjörlega niður af húsnæði einstaklings, sem er með tekjur undir 507 þúsundum krónum. Fasteignaskattur lækkar um 75% hjá einstaklingum með tekjur allt að 594 þús. kr. og hjá hjónum eða fólki í sambúð með tekjur allt að 862 þús. kr. Fast- eignaskattur lækkar um 50% hjá einstaklingum með tekjur allt að 720 þús. kr. og hjá hjónum eða fólki í sambúð með 1.065 þús. kr. Hámark skuldlausrar eignar má vera allt að 8,7 millj. kr. 8% hækkun á gjaldskrám hita- veitu og* rafveitu TAXTAR Hitaveitu Akureyrar og Rafveitu Akureyrar hækkuðu um 8% frá og með 1. mars sl., en þá rann út verðstöðvun, eins og öllum má ljóst vera. Hitaveita Akureyrar sótti um 9,23% hækkun, en fékk 8%. Bæjarstjóm hefur samþykkt að gjaldskrá Hita- veitunnar taki framvegis breyt- ingum mánaðarlega í samræmi við breytingar á byggingarvísitölu. Áður tók gjaldskrá HA-breytingum á þriggja mánaða fresti. Skuldir Hitaveitu Akureyrar nema um það bil 2,5 milljörðum króna og er sú hækkun, sem nú fékkst aðeins til að halda í horfínu, að sögn eins bæjarfulltrúans. Ef fengist hefði það 1,23% sem sótt var um bil við- ’ bótar, þýddi sú hækkun 4 milljóna króna viðbótartekjur á árinu fyrir Hitaveituna. Rafveitan sótti um 11% hækkun á sinni gjaldskrá, en fékk 8% hækk- un — sömu prósentuhækkun og Landsvirkjun fékk frá 1. mars. Þess má geta að 70% af vöruverðinu er frá Landsvirkjun og 30% er álagn- ing veitunnar til að standa undir rekstri og stofnkostnaði. Engin frekari breyting er fyrirhuguð á gjaldskrá Rafveitunnar fyrr en breyting verður á söluverði Lands- virkjunar. Morgunblaíið/Rúnar Þór Tjón af völdum eldsvoðans að Óseyri 20 varð mest á bílaverkstæðinu, en skemmdir á Fiskverkuninni Skutli og Bátaverkstæði Birgis ÞórhaUssonar urðu mestar af völd- um reyks. Neisti frá logsuðu- tæki olli brunanum TALIÐ er að neisti frá logsuðutæki hafil verið orsök eldsvoðans sem varð að Óseyri 20 á þriðjudagskvöldið, en að sögn rannsókn- arlögreglunnar á Akureyri er fullvíst talið að eldurinn hafí kom- ið upp í bílaverkstæði sem var í húsinu. Að sögn rannsóknarlögregl- stund eftir að starfsmaðurinn yfir- unnar var starfsmaður á bílaverk- stæði í húsinu að vinna þar með logsuðutæki, og mun neisti frá því hafa borist í pappakassa með fatnaði og öðru eldfímu efni, en eldsins varð vart um einni klukku- gaf húsið. Tjón af völdum eldsvoðans varð mest á bílaverkstæðinu, en þar eyðilögðust fjórir bílar auk véla og verkfæra. Skemmdir í Fisk- verkuninnni Skutli og Bátaverk- stæði Birgis Þórhallssonar urðu að mestu leyti af völdum reyks, en ráðgert hafði verið að opna nýja fiskverslun í húsnæði físk- verkunarinnar í gær. Ekki liggur fyrir hversu mikið tjón varð af völdum eldsvoðans, en matsmenn frá tiyggingarfélög- um komust ekki til Akureyrar í gær þar sem ekki var flogið norð- ur. Lindinni synjað um vínveitingaleyfi: Bjórinn eykur tilfinningasemi - segir Sigurður J. Sigurðsson bæjarfulltrúi MIKLAR umræður urðu um áfengismál á síðasta fúndi bæjar- sljórnar sfðastliðinn þriðjudag. Óskað hafði verið umsagnar bæjarstjómar um umsókn Lind- arinnar við Leiruveg og Hótels Stefaníu hf. um leyfí til vínveit- inga. Bæjarstjóra ákvað að mæla Framkvæmdir hafiiar við tíu kaupleiguíbúðir Úthlutunarreglur gera ráð fyrir a.m.k. 115 þús. kr. fjölskyldutekjum Bæjarstjóra Akureyrar hefur samþykkt úthlutunarreglur fyrir kaup- leiguíbúðir og verða fyrstu tíu kaupleigufbúðiraar, sem byggðar verða á vegum bæjarins, auglýstar innan skamms. Þeir sem saekja um kaupleiguíbúðir þurfa að hafa fullan lántökurétt hjá Húsnæðisstofnun ríkisins. Gert er ráð fyrir að viðkomandi umsækjend- ur hafi að lágmarki 115 þúsund krón- ur í ijölskyldutekjur á mánuði og að þeir eigi ekki fiillnægjandi íbúðir fyrir á Akureyri. „Til þess að aðilar geti staðið und- ir þeim leigugjöldum, sem kaupleigu- íbúðimar gera ráð fyrir að séu greidd, þurfí að minnsta kosti 115 þúsund krónur að koma til í heimilis- tekjur. Það þýðir einfaldlega að kaupleiguíbúðir eru ekki fyrir alla. Á hinn bóginn eru svokallaðar félags- legar kaupleigufbúðir sniðnar að þörfum þeirra, sem ekki ná þessu tekjumarki. Uthlutunarreglur varð- andi þær liggja ekki ennþá fyrir á vegum bæjarins enda er meiningin að hefja framkvæmdir við þær í kjöl- farið á hinum almennu kaupleiguí- búðurn," sagði Sigurður J. Sigurðs- son, bæjarfulltrúi, í samtali við Morg- unblaðið. Markmið bæjarins með kaupleigu- kerfínu er fyrst og fremst það að auðvelda ungu fólki að komast inn í húsnæði í upphafí búskapar, þar sem leigumarkaðurinn á Ákureyri er mjög þröngur. Einnig að auðvelda flölskyldum að stækka við sig búi þær við þröngbýli eða í ófullnægj- andi húsnæði. Framkvæmdir eru hafnar við byggingu tíu kaupleiguíbúðir, sem verða til húsa í ijölbýlishúsi í Helga- magrastræti 53. Jafnframt eiga þar að rísa fímm félagslegar kaupleiguí- búðir seinna meir. Samið hefur verið við byggingaverktaka Híbýli hf. og er gert ráð fyrir að fyrstu tíu íbúðim- ar verði fullfrágengnar í febrúar 1990. Eins og fram kom hér að fram- an verða íbúðimar auglýstar á næstu dögum og er umsóknarfrestur til 10. apríl. Bæjarstjóm úthlutar íbúðunum endanlega, en skrifstofa Verka- mannabústaðá tekur á móti umsókn- um. Að sögn Sigurðar liggja engar tölur fyrir um þöfína á kaupleiguí- búðum á Akureyri. Hinsvegar er mönnum fullljós húsnæðisekla á Akureyri og því má búast við að nægar umsóknir berist. ekki gegn vínveitingaleyfí til Hótels Stefaníu. Hinsvegar lögð- ust átta fúlltrúar bæjarstjómar gegn veitingu leyfísins til Lind- arinnar, en þrír bæjarstjórnar- manna sátu hjá, þeir Sigurður J. Sigurðsson, Björa Jósef Am- viðarson og Áslaug Einarsdóttir. Áfengisvamamefnd og bæjarráð höfðu áður fjallað um umsóknimar og voru sama sinnis. „Áfengisvam- amefnd mælir eindregið gegn leyf- isveitingu til Lindarinnar þar sem staðurinn er fyrst og fremst ætlað- ur til þjónustu við ökumenn og því liggur í augum uppi að vín- og bjór- sala á ekkert erindi inn á slíkan stað. Að auki telur nefndin með öllu óæskilegt að sala áfengra drykkja fari fram á stöðum, sem hafa opna greiðasölu stóran hluta sólarhrings," segir í umsögn áfeng- isvamanefndar. „Ég sat hjá þar sem mig skorti rök til að greiða atkvæði gegn Ieyf- isveitingunni. Það er jú rétt að stað- ur eins og Lindin býður bæði upp á bensín- og sjoppusölu, en þar er líka til húsa veitingastaður, þar sem þjónað er til borðs. Ég tel að ráða- menn bæjarins þurfí fyrst og fremst að marka ákveðna stefnu í þessum efnum, en því miður hefur öll um- ræða um áfengismál síðustu dag- ana einkennst af mikilli við- kvæmni. Það er eins og bjórinn hafí eitthvað aukið á tilfínningasemi manna," sagði Sigurður J. Sigurðs- son, bæjarfulltrúi, í samtali við Morgunblaðið. * A gönguskíðum í Staðarskála Vilhelm Ágústsson hjá Höldi sf., sem á og rekur Lindina, sagðist ekkert hrökkva langt þó hann hafí fengið neikvæða afgreiðslu að þessu sinni, því það væri ekki í eina skipt- ið sem fyrirtækið fengi slíka af- greiðslu hjá bænum. „Okkur leiðist hinsvegar að vera með huggulegan veitingastað, sem getur aðeins boð- ið gestum sínum upp á Pepsi eða Mix með steikinni. Við erum með dúka á borðum, kertaljós og borð- þjónustu og erum að reyna að byggja staðinn skemmtilega upp, höfum hugsað okkur að hafa ýmis sérkvöld í gangi og tónlist svo eitt- hvað sé nefnt. Við ætluðum reyndar fyrir lifandi löngn að vera búnir að fá okkur vínveitingaleyfi, en fyrst þurftum við fullkomið veitingaleyfi, sem þýðir sérstaka snyrtingu fyrir kokkinn, þijár sturtur í húsið og annað eftir því. Það er sem sagt búið að uppfylla öll slík skilyrði og svo er okkur neitað um að fá að selja létt vín með mat. Á meðan getur fólk keyrt á Bautann og feng- ið sér vín og bjór með matnum og jafnvel alla leið í Staðarskála. Ekki koma menn á gönguskíðum þang- að,“ sagði Vilhelm. Vilhelm sagðist gera ráð fyrir að sækja um leyfið á ný þegar mesta bjórfylliríið væri um garð gengið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.