Morgunblaðið - 09.03.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.03.1989, Blaðsíða 7
Sólarlandaferðir: MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAilZ 1989 7 staðinn. Ástæða þess er þó tæpast góð afkoma, því jafnvel metárin 1987 og 1988 var afkoman í jám- um,“ sagði Karl Sigurhjartarson. Leiguflug sameinað ef bókunum fjölgar ekki ur eftir því hvort ferðaskrifstofum- ar væru ekki of margar í landi tæplega 252 þúsund íbúa. „Jú, það er ljóst að þær eru of margar fyrir markaðinn, en ég vil benda á að af þessum em nokkrar sem ein- göngu sjá um ferðir fyrir erlenda ferðalanga hérlendis, en selja ekki ferðir úr landi. Það em 20-25 aðilar sem selja ferðir til útlanda og oft á sama markað. Þrátt fyrir að allt- af leggi einhveijar ferðaskrifstofur upp laupana virðast aðrar koma í ÁTTA ferðaskrifstofur innan Félags íslenskra ferðaskrifstofa, sem selja ferðir með Ieiguflugi, funduðu á þriðjudaginn um bókanir í ferðir. Bókanir eru færri það sem af er ári en á sama tíma í fyrra, þó þeim hafi fjölgað undanfarna daga, og urðu ferðaskrifstofurnar ásáttar um að fylgjast með bókununum og sameina leiguflug ef með þyrfti. Þessar átta ferðaskrifstofur em Pólaris, Atlantik, Saga, Útsýn, Samvinnuferðir-Landsýn, Úrval, Veröld og Ferðaskrifstofa Reylq'avíkur. Karl Sigurhjartarson, formaður Félags ferðaskrifstofa, sagði að áhyggjur forsvarsmanna ferðaskrifstofanna væm aðallega vegna framboðs á sætum í leigu- flugi til Spánar. Fjórir aðilar bjóða ferðir til Mallorka, þrír til Costa del Sol og þrír til Benidorm. „Við bámm saman framboð og bókanir og það kom fram að síðustu daga hafa bókanir glæðst vemlega. Menn em bjartsýnni nú en fyrir helgi og við töldum ekki tileftii til sérstakra aðgerða. Þó var ákveðið að fylgjast vel með öllum bókunum og sameina leiguflug ef ástæða gefst til. Þann- ig komum við í veg fyrir að vélarn- ar fari héðan með auð sæti.“ Karl sagði erfitt að koma auga á skýringar á því hvers vegna bók- anir væm nú færri en í fyrra, því aldrei hefðu fleiri sóst eftir bækling- um ferðaskrifstofanna til að kynna sér ferðir. „Ein skýringin gæti ver- ið sú að fólk hafí beðið eftir að verðstöðvun lyki til að sjá til hvaða efnahagsráðstafana yrði gripið," sagði hann. „Jafnvel þó bókunum hafí fjölgað undanfarna daga þor- um við ekki að treysta á að svo verði áfram og við fylgjumst því vel með bókunum hjá öllum ferða- skrifstofunum. Það ætti að skýrast á næstu dögum hvort við þurfum að grípa til sérstakra ráðstafana." í Lögbirtingablaðinu fyrir skömmu var auglýsing frá sam- gönguráðuneytinu, þar sem skýrt er frá því að 33 ferðaskrifstofur hafí skilað fullnægjandi trygging- um til ráðuneytisins. Karl var innt- Veðrið í febrúar: Trygg- ingabæt- ur hækka ALLAR bætur almanna- trygginga hækkuðu þann 1. mars síðastliðinn um 1,25% frá þvi, sem þær voru hinn 28. febrúar. í frétt frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu kemur fram, að gefín hefur verið út reglugerð um hækkun allra bóta samkvæmt lögum 67 frá 1971, með áorðnum breyt- ingum. Meðal þeirra trygginga sem umrædd lög ná til eru lífeyris- tryggingar, slysatryggingar og sjúkratryggingar. Fjórföld úrkomaá Akureyri Á AKUREYRI mældist úr- koman 166 millimetrar í febrúar síðastliðnum, sem er lang mesta úrkoma sem mælst hefúr síðan mælingar hófúst árið 1928 og Qórum sinnum meiri en i meðalári. Meðalhitinn í Reykjavik var mínus 3 stig og er það 3,3 stigum undir meðallagi. Er það þriðji kaldasti febrúar á öldinni. Á Akureyri var meðalhitinn mínus 4,2 stig, sem er 2,7 stigum kaldara en í meðalári og á Hjarðamesi á Homafirði var meðalhiti mínus 1,9 stig og á Hveravöllum mínus 9 stig að jafnaði, sem er nokkuð mikið samkvæmt upplýsing- um frá Veðurstofunni. „Febrúarmánuður var bæði kaldur og snjóþungur en erfið- leikar vegna snjóa vom þó sambærilegir við árin 1981 og 1984,“ sagði Trausti Jónsson veðurfræðingur. „Það er ann- ars sérkennilegt með febrúar að það er svo langt síðan kom- ið hafa kaldir febrúarmánuðir. Á allra síðustu ámm hafa til dæmis janúar og mars verið mun kaldari." í Reykjavík mældist úrkom- an 101 millimeter eða 40% umfram meðallag en á Hjarð- amesi og á Hveravöllum var úrkoman innan við meðallag. Sólskinsstundir í Reykjavík vom 39 og er það 19 klukku- stundum minna en í meðalári. NY SMURÞJONUSTA FYRIR CITROÉN OG SAAB AUKIN ÞJÓNUSTA Á BIFREIÐAVERKSTÆÐUM GLOBUS Globus hefur nú opnað smurstöð fyrir Citroén og Saab bifreiðar ó verkstæðum sínum að Lágmúla 5. Smurstöðin er opin alla virka daga á verkstæðistíma. Hægt er að hringja og panta tíma eða líta við þegar leiðin liggur nálægt Lágmúlanum og fá afgreiðslu á meðan beðið er. Verðið hjá okkur er það sama og á venjulegum smurstöðvum þrátt fyrir að allir starfsmenn Globus verkstæðanna séu sérþjálfaðir í viðhalds- og viðgerðarþjónustu á Citroén og Saab bifreiðum. Við minnum Citroén og Saab eigendur einnig á fyrirbyggjandi kílómetraskoðanir og örugga viðgerðar- og varahlutaþjónustu Globus. GLOBUS VERKSTÆÐIN - FAGLEG ÞJÓNUSTA FYRIR CITROÉN OG SAAB G/obusi Lágmúla 5, Sími 681555 < Q ktikaiiiiitlfá&iáií'i 5 ii iiif fti 2Íj-4iS'i Sik l jjt 2 itwú'í &

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.