Morgunblaðið - 09.03.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.03.1989, Blaðsíða 24
24 MORGÖNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9.' MARZ 1989 Grikkland: Skora á Papandreou að segja strax af sér Bankahneykslið verður stöðugt alvarlegra Aþenu. Reuter. Stjórnarandstaðan í Grikklandi og tveir þingmenn Sósíalista- flokksins skoruðu í gær á Andreas Papandreou forsætisráðherra að segja af sér vegna bankahneykslisins þar í landi og efiia til kosninga. Papandreou vísaði því á bug og tilkynnti, að hann ætl- aði í meiðyrðamál við bandaríska tímaritið Time vegna viðtals, sem það átti við bankastjórann, sem hneykslinu olli. Tveir kunnir þingmenn Sósíal- istaflokksins og flokksbræður Pap- andreous, Roula Kaklamanaki og Antonis Tritis, fyrrum menntamála- ráðherra, tóku í gær undir með stjómarandstöðunni og hvöttu stjómina til að segja af sér. Sögðu þeir, að hún væri orðin svo blinduð af valdahroka, að hún sæi ekki hve aivarlegt ástandið væri. Talsmenn Nýja lýðræðisflokksins, stærsta stjómarandstöðuflokksins, sögðu, að það væri „óheyrilegt" að Pap- andreou héldi áfram sem forsætis- ráðherra og ný samtök vinstri- manna sögðu, að það öll töf á af- sögn hans væri stórhættuleg. Papandreou hefur þó ekki í hyggju að fara frá og segir áskoran- ir andstæðinganna eingöngu stafa af ótta þeirra við að tapa í kosning- unum, sem eiga að verða 18. júní næstkomandi. Talsmaður grísku stjómarinnar tilkynnti í gær, að Papandreou ætl- aði að höfða mál á hendur banda- ríska vikuritinu Time vegna viðtals þess við George Koskotas, fyrrum bankastjóra, sem flýði frá Grikk- landi en var síðan handtekinn í Bandaríkjunum. í Evrópuútgáfu Time er forsíðan helguð þessu máli með mynd af Koskotas og fyrir- sögninni „Rænt og ruplað f Grikk- landi". Segir Koskotas þar, að Pap- andreou hafí sjálfur lagt blessun sína yfír áætlanir um að svíkja út milljónir dollara af opinberu fé. Koskotas, sem er 34 ára að aldri, var aðeins óbreyttur bankastarfs- maður fyrir nokkrum árum en þeg- ar ár var liðið frá valdatöku Sósíal- istaflokksins var hann orðinn æðstráðandi í mikilli fjármála- og útgáfusamsteypu. Átti hann meðal annars helsta bankann á Krít og þegar hann flýði í nóvember sl. var talið, að hann hefði stolið frá honum meira en 200 milljónum dollara. Koskotas situr nú í bandarísku fangelsi og hefur verið farið fram á, að hann verði framseldur. í síðasta mánuði voru 14 ríkis- fyrirtæki ákærð fyrir að hafa tekið Reuter Andreas Papandreou, forsætis- ráðherra Grikklands, ásamt Dim- itra Liani, 34 ára gamalli vinkonu sinni. Myndin var tekin í desem- ber sl. við stolnu fé af Koskotas og einnig kaupsýslumaðurinn George Louvar- is, náinn vinur Papandreous. í þess- ari viku var svo Panayiotis Voum- as, yfírmaður grísku póstþjón- ustunnar, handtekinn og ákærður fyrir misferli. Hálfmilljón mexíkanskra kennara efndu til verkfalls í fyrradag til þess að leggja áherzlu á kröfur sínar um 100% hækkun launa og umbætur í kennslumálum. Þúsundir þeirra gengu fylktu liði um götur Mexikó af sama tilefiú og var þá meðfylgjandi mynd tekin. Kvennadagurinn í ísrael: Palestínukonur efna til mótmæla Jerúaalem, Tel Aviv. Reuter. PALESTÍNSKAR konur á hinum hernumda vesturbakka Jórdan- ár efiidu víða til mótmælasetu og í Gaza-borg fóru þær í kröfii- göngu á alþjóðlega kvenneadeginum i gær. Konumar mótmæltu því m.a. að ísraelsk yfírvöld héldu kynsystrum þeirra í fangelsi. Herlið réðst á konumar í Gaza með kylfum og sundraði göngunni; margar kvennanna vora eltar uppi er þær reyndu að flýja inn í nærliggjandi hús. Enginn mun hafa slasast alvarlega. Leiðtogar uppreisnar Palestínu- amir hófu tveggja sólarhringa alls- manna, intifada, sem nú hefur stað- ið í 15 mánuði, hrósa palestfnskum konum mjög í nýjustu flugritum sínum en þær hafa verið afar virk- ar í uppreisninni. Talsmenn Pa- lestínumanna og sjúkrahúsyfírvöld sögðu að hermenn hefðu sært 11 andófsmenn á Vesturbakkanum og Gaza með skotvopnum þegar íbú- herjarverkfall til að mótmæla hemámi ísraela. Palestínskir tals- menn segja að fyrirmælum leiðtoga uppreisnarinnar hafi verið hlýtt, verslunum hafí verið lokað og al- menningsfarartæki hafí verið í lamasessi. í Jerúsalem lýsti lög- regla yfír útgöngubanni í borgar- hverfí Palestínumanna í austur- Deilan um „Söngva Satans“: Irönum vísað úr landi af Bretum Lundúnum. Reuter. GEOFFREY Howe, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í gær að ótilteknum Qölda írana í Bretlandi yrði vísað úr landi af öryggisá- stæðum og að ræðismannsskrifstofii írana í Hong Kong yrði lok- að. Vestur-þýsk stjóravöld sögðust vilja viðhalda góðum samskipt- um við írana þrátt fyrir dauðadóm Khomeinis, trúarleiðtoga Ir- ana, yfir Salman Rushdie, höfúndi bókarinnar „Söngvar Satans“. Þau vildu hins vegar ekki tjá sig um árás íranska dagblaðsins Kayhan á Vestur-Þjóðveija, en blaðið hvatti írönsk stjóravöld til þess að slíta stjórnmálasambandi við þá. Geoffrey Howe sagði á breska þinginu að starfsmenn írönsku ræðismannsskrifstofunnar í Hong Kong fengju hálfs mánaðar frest til að yfírgefa nýlenduna. Hann sagði að íranar hefðu ekki dregið dauðahótanimar gegn Rushdie til baka og því yrði hópi írana í Bret- landi vísað úr landi. Embættis- menn breska utanríkisráðuneytis- ins sögðu að nú væru um 100.000 íranar í Bretlandi og töldu að inn- an við hundrað þeirra yrði skipað að yfírgefa landið. Félagar í skæruliðahreyfingu múslima, sem heldur tveimur Bandarílgamönnum í gíslingu í Líbanon, sögðust í gær ætla að taka Rushdie af lífí. Þeir sögðust hafa verið „neyddir til þess að ráð- ast á breskar lögreglustöðvar sem vemda eiga Rushdie til að ná hon- um og taka hann af lífi“. Rithöf- undurinn hefur verið í lejmum und- ir lögregluvemd síðan Khomeini kvað upp dauðadóminn 14. febrú- ar. Talsmaður vestur-þýsku stjóm- arinnar sagði að Vestur-Þjóðveijar vildu viðhalda góðum samskiptum við írana þrátt fyrir aðforina að Rushdie. Hann sagði þó að Vest- ur-Þjóðveijar myndu ávallt ieitast við að veija tjáningarfrelsið og önnur mannréttindi. Iranska dag- blaðið Kayhan hafði hvatt írönsk stjómvöld til þess að slíta stjóm- málasambandi við Vestur-Þjóð- veija vegna „viðbjóðslegra móðg- ana þeirra gagnvart múhameðstr- únni og islömsku byltingarforyst- unni“. Reuter Hægrisinnar á Qöldafundi i Tel Aviv þar sem þess var krafíst að stofiiaðar yrðu fleiri landnemabyggðir gyðinga á hemumdu svæðun- um. ísraelsstjórn segist munu hindra að byggðir verði stofiiaðar án leyfís stjórnvalda. hlutanum og sagðist hafa tekið höndum fjölda eftirlýstra manna. Hópur sérfræðinga við hermála- stofnun Tel Aviv-háskóla hefur Iagt til að gerð verði 10-15 ára áætlun um frið milli ísraela og Palestínu- manna ísraelsstjóm he§i viðræður við Frelsishreyfíngu Palestínu- manna, PLO, og Palestínumenn fái sjálfstjóm er með tímanum geti leitt til sérstaks ríkis þeirra. Fram- kvæmdastjóri stofnunarinnar, Aharon Yariv, var áður ráðherra ogyfírmaðurleyniþjónustu hersins. Sovéskar haftiir: Kjarnorku- knúnu skipi vísað burt Moskvu. Reuter. SOVÉSKU gámaskipi hefur verið neitað að leggjast að bryggju í ijórum höfnum á Kyrrahafsströnd Sovétríkj- anna vegna þess að skipið er kjamorkuknúið, að sögn sov- éska dagblaðsins Sovétskaja Rossíja á þriðjudag. Blaðið sagði yfírvöld hafa vanrækt að veita fullnægjandi upplýs- ingar um skipið og búnað þess. Tugir þúsunda manna í borg- unum Vladívostok, Nakhodka, Magadan og Vostotsní hafa ritað útvarpsstöðvum til að mótmæla komu skipsins og tilraunir til að lægja öidumar með því að leyfa fólki að skoða skipið hafa mistekist. í síðustu viku skýrði sovéskur embætt- ismaður frá þvi að neyðar- ástand hefði ríkt í kjam- orkuknúnum ísbrjóti í fjórar mínútur vegna mistaka en áhöfninni hefði tekist að leysa málið á síðustu stundu. Bandaríkin: Palestínufull- trúi fær vega- bréfsáritun Washington. Reuter. FEISAL al-Husseini, Pa- lestínumaður frá Vesturbakk- anum, er nýlega var látinn laus úr ísraelsku fangelsi, hef- ur fengið vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Þar hyggst hann sækja ráðstefnu um málefni Miðausturlanda, að sögn bandaríska utanríkis- ráðuneytisins. Talsmaður ráðuneytisins sagði að ekki hefði enn verið tekin ákvörðun varðandi áritun fyrir tvo full- trúa Frelsishreyfíngar Pa- lestínumanna PLO. Ráðstefii- an er kostuð af Columbíu- háskólanum og fjórum sam- tökum gyðinga og araba. Talið er að ráðstefnan hefði farið út um þúfur ef Palestínumann- inum hefði verið neitað um áritun. Frakkland: Atta farast í eldsvoða Mulhouse. Reuter. ÁTTA manns fómst og a.m.k. 10 slösuðust er eldur braust út í íbúðarblokk í frönsku borginni Belfort í gær. Um eitt hundrað slökkviliðsmönn- um tóks loks að ráða niðurlög- um eldsins en íbúamir biðu skelfíngu lostnir í gluggunum er þeir komu á vettvang. Þrír hinna látnu vom slökkviliðs- menn. Blokkin var uppmna- lega hótel en hafði verið breytt í íbúðarhús. Andófsganga í Nicaragua Managua. Reuter. Stjómarandstöðuflokkar í Nicaragua hafa ákveðið að efna til mikillar göngu um borgina Leon á sunnudag, að sögn andstöðublaðsins La Prensa. Markmiðið er að treysta samstöðu hinna mörgu flokka og fylkinga sem beijast gegn sandinistastjóminni svo að hægt verði að hrínda stjóm- inni úr sessi í fyrirhuguðum kosningum á næsta ári. 14 flokkar og nokkur einkafyrir- tæki standa að göngunni en sótt hefur verið um leyfí fyrir henni hjá lögreglu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.