Morgunblaðið - 09.03.1989, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.03.1989, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1989 Þessi rafeindasmásjá verður til sýnis á Opnu húsi í læknadeild. Hún getur stækkað allt að 500.000 sinnum og er notuð til þess að skoða veQasýni, bakteríur o.fl. Gestir sem sækja heim læknadeild á hinu Opna húsi geta m.a. svipast um í þessari kennslustofu líffærafræðinnar þar sem líkön af hinum líflærum o.þ.h. verða til sýnis. Morgunblaðið/Þorkell Opið hús Háskóla íslands er að þessu sinni haldið í húsi lækna- og tannlæknadeildar að Vatnsmýrar- vegi. Verður lögð sérstök áhersla á að kynna starfsemina sem þar fer fram. „Með tilkomu fjölbrautaskóla leita nemendur inn á fleiri svið að loknu stúdentsprófí en áður og því mikilvægt að sem flestir kostir séu kynntir. Þess vegna fengum við sérskólana til samstarfs f Opna húsið en þetta er í fyrsta sinn sem svona víðtæk sameiginleg kynning er haldin," sagði Ásta Kr. Ragnars- dóttir. „Með þessu móti ættu fram- haldsskólanemar að geta fengið mjög ítarlegar upplýsingar um námskosti á einum degi.“ Á undanfömum átta árum hefur Námsráðgjöf Háskólans skipulagt námsskynningar í framhaldsskól- unum og hafa fulltrúar hennar haldið fyrirlestra um nám og náms- skipulag innan Háskólans. Er Há- skólinn fús að veita þjónustu af því tagi áfram þegar óskir um það ber- ast. Slíkar kynningar em þó með öðmm hætti og geta aldrei komið í staðinn fyrir opin hús. Það fyrir- komulag getur þó komið til móts við framhaldsskólana úti á landi, en það er vissulega erfíðara fyrir nemendur þeirra að sækja Háskól- ann heim en þá sem em á höfuð- borgarsvæðinu. En ef Opna húsið festist í sessi vona aðstandendur þess að framhaldsskólamir skipu- leggji það inn í skólaárið hjá sér. „Sú hugmynd hefur verið rædd að Opið hús verði árviss atburður á svipuðum tíma árs þó svo að for- mið geti eitthvað breyst og áherslur verið mismunandi eftir ámm," sagði Ásta. Hún sagði viðbrögð sérskóla og annarra skóla á háskólastigi hafa verið góð og yrði framhald á þessu samstarfí ef húsnæðið byði upp á það. Sérstakar ráðstafanir hafa verið gerðar að þessu sinni til að fá nema í framhaldsskólum utan að landi til að koma og hafa Flugleiðir veitt sérstakan afslátt á flugfargjöldum í því skyni. Þá hefur Háskólinn í samvinnu við Félagsstofnun stúd- enta einnig skipulagt svefnpoka- pláss með morgunverði í kennslu- húsnæði á háskólalóðinni. Þetta er líklega í fyrsta skipti sem sofið er í byggingum Háskólans síðan á stríðsámnum er Bretar lögðu hús- næði þar undir sig. Fyrir þá nemendur sem vilja fara í nám til útlanda er einnig boðið upp á upplýsingar og verða á staðn- um fulltrúar frá Upplýsingastofn- uninni um nám erlendis, SINE og Fulbright. Það em rúmlega 2000 íslendingar í háskólanámi erlendis og því mikilvægt að kynning af þessu tagi taki einnig til náms- möguleika erlendis. Liður í víðtækri kynningu Opna húsið og allt sem því fylgir er einungis liður af víðtækri kynn- ingarstarfsemi Háskóla íslands. Páll Sigurðsson, prófessor, formað- ur Kynningamefndar Háskóla ís- lands, sagði það vera mikilvægt að Háskólinn væri ekki lokuð stofnun. „Við viljum kynna stofnunina al- menningi. Þetta er lang stærsti skóli landsins með um 4500 nem- endur og nauðsynlegt að fólk viti hvað þar fari fram innan veggja.“ Hann sagði að gerðar hefðu ver- ið kynningarmyndir sem sýna ætti í sjónvarpi og jafnvel f framhalds- skólum. Töldu þau að svona mynd- ir gætu verið mjög öflug kynning og mjög hentugar t.d. fyrir bóka- söfn framhaldsskóla sem hefðu myndbandstæki. Þá væri þessa stundina unnið að gerð bæklinga um allar deildir Háskólans en þegar væri til bæklingur um Háskólann í heild sinni. Loks mætti svo nefna að Ríkisútvarpið væri að fara af stað með sex þátta röð í útvarpi um nám við Háskólann. Þess má geta að ýmsar þjón- ustu-og rannsóknarstofnanir Há- skólans verða einnig á svæðinu á sunnudag sem og þjónustustofnanir stúdenta svo sem Félagsstofnun stúdenta, Lánasjóður íslenskra námsmanna, Stúdentaráð og BÍSN. Þá verða sýnd verk frá Listasafni Háskólans sem Bjöm Th. Bjöms- son, listfræðingur, veitir forstöðu. Verða verkin til sýnis í anddyri og kaffistofu Félagsstofnunar stúd- enta, sem rekin er í tilefni Opins húss. nniu Vor-ogsumartískan Stórsending afkjólum Nýjarsendingaríhverri viku GO d < m K3 co CI Z VERSLUNARHUSINU MIÐBÆ HÁALEITISBRAUT 58-60 S. 38050 105 RVK. Royal Cristina við Palmaströndina íbúðahótelið Royal Cristina er glæsilegra og betur búið innan dyra sem utan, en flest önnur sólarstrandahótel. íbúðirnar eru rúmgóðar og smekklegar og allur búnaður þeirra eins og frekast Verður á kosið. Royal Cristina stendur við Palmaflóann þar sem verslanir, veitinga- og skemmtistaðireru á hverju strái og 10 mín. akstur inn til Palmaborgar. dTUXVTIK HALLVEIGARSTÍG 1, S(MI 28388 Fannirhf. H. Sigurmundsson hf., heildverslun Hafateinn Vilhiálmsson Bildshöfða 14. s 91 - 672511 Vestmannaoyjum. s. 98-2344/2345 Hliðarvegi 20. Isafirði. s. 94-3207 Osta- og smjörsalan sf Rekstrarvörur P. Björgulfsson hf., heildverslun Brtmhélsi 2. Reykjavik, s 91-82511 Réttarhálsi 2. Reykjavik, s 91-685554 Hafnarstræb 19. Akureyri. s 96-24491 M. Snædal, heildverslun Lagarfelli 4. Egilsstöðum. s 97-1715 EGAREITTHVAB N.TENDURTIL! s Hvort sem það er árshátíð, þorrablót, brúðkaup eða fermingarveisla er nauðsynlegt að hafa líflegt í kringum sig. dúkarúllur eru til í mörgum fallegum litum og ávallt í nýjustu tískulitunum. dúkarúllur eru 40 m á lengd og 1,25 m á breidd. Þeim má rúlla út á hvaða borðlengd sem er og síðan skærin á. Þægilegra getur það ekki verið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.