Morgunblaðið - 09.03.1989, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 09.03.1989, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1989 17 Helga Backmann í hlutverki Mörtu og Ellert A. Ingimundarson í hlutverki Nicks. tilgangs. Marta er hin mannúðlega arfleifð, eða kannski einfaldlega hið manneskjulega, eldri en sagan, sem treystir örvæntingarfull á hin sögu- legu örlög sem bregðast. Nick er nýi maðurinn, eins og Georg nefnir hann iðulega; hann er vísindin, með fullkomna sjálfsstjóm og fullkomna stjóm á forlögum mannkyns, en getulaus í tengslum sínum við hið manneskjulega. Hin huglausa kona hans, Honey, er dóttir hinnar dauðu trúar, sem fleytti á land auðlindum þeim sem vísindin nærast nú á, meðan þau halda ótrauð áfram því illvirki sínu að eyða menningunni. Ef við setjum verkið í þennan ramma, fær barnleysi hjónanna tveggja skýra merkingu. Fyrir okk- ur sem lifum á kjamorkuöld, getur framtíðin í raun verið ímyndun ein . . .“ Þetta er athyglisverður skilning- ur, sem sumum kann að virðast langsóttur, en ljóst er, að fletir verksins em margir og það vekur einnig þá skoðun, að algjört vamar- leysi mannsins, sem birtist í þessari mögnuðu fléttu Albees og leiðir hann út á kaldan klaka, kallar á eitt og aðeins eitt í trú á gilt svar: GUÐ, sem einn getur reist við reyrinn brotna og rétt hinum hjálp- arvana hönd. Þannig er Albee eitt þeirra stórbrotnu skálda ofanverðr- ar tuttugustu aldar, sem reka menn fram á hengiflug þar sem þeir sjá til þeirra sömu fjalla og fomhebr- eska skáldið, og þau knýja fram sígilda játningu: — Hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. Hvemig svo sem þessu leikriti hefiir verið stjómað af leikstjóran- um, , í samvinnu við Amór Benónýsson, þá birtist það sem heilsteypt og glæsileg sýning, sem borin er uppi af frábæmm leikurum. Og ekki má gleyma þýðingu Sverr- is Hólmarssonar, sem er auðheyran- lega gerð af alúð og skáldlegum skilningi. smmommi í TAKT VIÐ TÍMANN Viltu skara fram úr á hörðum vinnumarkaði? Við bjóðum þér upp á hagnýta kennslu í viðskipta- og tölvu- greinum, ásamt því helsta sem gerir þig að hæfum og dugandi starfskrafti. Þú getur valið um morgun- eftir- miðdags- eða kvöld tíma, eftir því sem þér hentar. Að námskeiðinu loknu útskrifast þú sem skrifstofutæknir. Innritun og allar nánari upp- lýsingar færðu í símum 68 75 90 og 68 67 90. Vió ermii við síniann til kl. 22 í kvöld. Steinvör Gisladóttir, skrifstofumaður, Mjólkursamsölunni: „Námið er yfirgripsmikið og hagnýtt og reyndist mér vel. Það hefur styrkt mig í sessi og umfram allt var þetta skemmtilegur tími í góðum og samhentum hóp.“ L^Stölvufræðslan Borgartúni 28 ■' V; » f u £ £ O 'Éo so æ o t 9. BEKKINGAR, BEISLIÐ HUGMYNDAFLUGIÐ ÞVÍ STUNDIN NÁLGAST! Ert þú í 9. bekk grunnskólans á þjónustusvæði Verslunar- bankans? Manstu ekki örugglega eftir ritgerðasamkeppninni í tengslum við dagatal Verslunarbankans sem við sendum þér í pósti? Áttu kannski bara eftir að ganga frá ritgerðinni þinni og senda okkur hana? Sé svo skaltu drífa þig því skilafrestur í ritgerðasamkeppni Verslunarbankans rennur út þann 15. mars 1989. Þannig merkir þú umslagið: Verslunarbankinn ritgerðasamkeppni Húsi verslunarinnar Kringlunni 7 103 Reykjavík. Mundu að vegleg verðlaun eru í boði fyrir tíu bestu ritgerðirnar: 1. verðlaun KASKÓ- reikningur með 50.000 króna innstæðu. 2. -5. verðlaun Islendingasögurnar. Heildarútgáfa með nútímastafsetningu. 6.-10. verðlaun KASKÓ-reikningur með 10.000 króna innstæðu. Ert þú skáld framtíðarinnar? Þú veist það ekki nema þú prófir! YDDA F2.3S/SÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.