Morgunblaðið - 10.03.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.03.1989, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B/C 58. tbl. 77. árg. FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1989__________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins sem félagar í kommúnistaflokknum væru í meirihluta. Pólsk stjómvöld staðfestu fréttina í gærkvöldi. Í samkomulaginu er einnig gert ráð fyrir því að stjómarandstaðan fái 35 af hundraði þingsætanna í neðri deildinni, kaþólikkar sem styðja stjómina fái 5 prósent og kommún- istar og bandamenn þeirra í Smá- bændaflokknum og Lýðræðisflokkn- um fái 60 prósent. Ennfremur er gert ráð fyrir því að Samstaða og óháða námsmannahreyfingin NZS verði viðurkennd. Heimildarmennimir sögðu að sam- komulagið yrði gert opinbert á fundi helstu samningamanna stjómar og stjómarandstöðu 3. april. Þeir kváð- ust ánægðir með samkomulagið og sögðu að gengið hefði verið að flest- um kröfum þeirra. Pólland: Viðamiklar lýðræð- isumbætur boðaðar Varsjá. Reuter. LÍKUR eru taldar á því að stjórnvöld og stjórnarandstæðingar í PóUandi semji um viðamiklar breytingar á stjórnkerfi landsins, sem yrðu til þess að stjórnarandstæðingar gegndu nýju hlutverki í þjóðfélaginu. Heimildarmenn úr röðum stjómar- andstæðinga sögðu í gær að stjórnin og stjómarandstaðan, sem átt hafa í viðræðum í Varsjá um framtíð Pól- lands, hefðu komist að samkomulagi um að þingkjörinn forseti hefði fram- kvæmdavald líkt og Frakklandsfor- seti. Ennfremur yrðu 98 þingmenn kjömir í frjálsum kosningum til efri deildar þingsins, sem fengi neitunar- vald gagnvart neðri deildinni, þar Kosovo í Jugóslavíu: Námamenn í verkfalli Pristínu. Reuter. HUNDRUÐ námamanna í Goles sjálfstjómarhéraðinu Kosovo í Júgóslavíu efhdu til verkfalia í gær til að kreQast þess að fyrrum leiðtogi kommúnistaflokks hér- aðsins yrði látinn laus úr fangelsi. Námamennimir sögðust einnig kreflast afsagnar þriggja forystu- manna kommúnistaflokksins í hérað- inu, þar á meðal Rahmans Morina flokksleiðtoga, og lýstu þeim sem leppum Serba. Mennimir þrír gengu að kröfum verkfallsmanna í Mitrovica fyrir tíu dögum og sögðu af sér en flokksforystan hafnaði af- sögnunum eftir að herinn hafði grip- ið í taumana í héraðinu. atkvæðum á mótí Reuter John Tower sest inn í bifreið sína ásamt dóttur sinni skömmu áður en öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði um hvort stað- festa bæri tilnefhingu hans í embætti varnarmálaráðherra. Úrslitin urðu þau að Tower var hafiiað með 53 atkvæðum gegn 47. Atkvæðagreiðsla í öldungadeild Bandaríkjaþings: John Tower hafnað með 53 atkvæðum á móti 47 Norræna húsið í Þórshöfo: 83 vilja for- stjórastöðuna Kaupmannahöfn. Frá NJ. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. NÝR forsfjóri fyrir Norræna húsinu í Færeyjum tekur til starfii 1. október á hausti komanda og þá hverfur Kar- en Flodström aftur til sins heima I Svíþjóð. Augljóst er, að starfið þykir eftirsóknar- vert þvi að umsækjendur um það eru hvorki meira né minna en 83 talsins. Um forstjórastarfið, sem er veitt til flögurra ára í senn, sækja 14 Danir, 26 Svíar, 20 Finnar, 19 Norðmenn og flðrir íslendingar. Hefur færeyska sjónvarpið það eftir sínum heim- ildarmönnum, að slagurinn muni standa milli Norðmanna og Finna en úr því verður skor- ið í júní nk. Er meðal annars nefndur til sögunnar Jan Klöve- stad frá Noregi en hann er fyrrr- um formaður í Norsk-færeyska félaginu. Washington. Reuter. Öldungadeild Bandaríkjaþings hafhaði í gærkvöldi John Tower í embætti varnarmálaráðherra með 53 atkvæðum gegn 47. At- kvæðagreiðslan fór fram eftir harða baráttu i öldungadeildinni, sem stóð í sex daga og einkenndist af deilum um áfengisdrykkju og kvennamál Towers, auk tengsla hans við hergagnaframleiðend- ur. Dagblöð í Belgrað greindu frá því í gær að fyrrum forsætisráðherra héraðsins, Bahri Oruci, hefði verið handtekinn ásamt nokkrum embætt- ismönnum og stjómendum fyrir- tækja í héraðinu. Oeirðalögregla var á verði við vegi milli Goles og Pristfnu, höfuðborgar Kosovo. Rúmlega 300 hermenn, vopnaðir sprengjuvörpum, vélbyss- um og léttum stórskotabyssum voru og á verði við námu í Mitrovica, sem er 180 km suður af Belgrað. Þetta er í níunda sinn sem Bandaríkjaþing hafnar ráðherraefni og síðast gerðist það fyrir 30 ámm, er Dwight Eisenhower var forseti. Þingið hefur aldrei áður hafnað til- nefningu forseta í embætti vamar- málaráðherra. Einn þingmaður repúblikanaflokksins, Nancy Kassebaum, greiddi atkvæði gegn Tower, og þrír demókratar studdu hann. Marlin Fitzwater, talsmaður Bandaríkjaforseta, hafði í raun við- urkennt ósigur nokkm áður en at- kvæðagreiðslan fór fram. „Þetta var ekki persónulegur ósigur, held- ur ósigur flokksins," sagði hann við fréttamenn og bætti við að baráttan fyrir því að tilnefningin yrði stað- fest hefði orðið til þess að nfrnil eining hefði skapast innan repúblik- anaflokksins. Hann spáði því að deilan um Tower myndi ekki hafa slæmar afleiðingar fyrir Banda- ríkjaforseta eða samskipti hans við þingið. „Nú vita þingmenn og öll bandaríska þjóðin að þegar forset- inn hefur valið mann sem hann hefur trú á stendur hann við valið. Það er mikilvægt að slíkir eiginleik- ar komi í ljós snemma á forsetaferl- inum,“ sagði Fitzwater meðal ann- ars. Leiðtogi demókrata í öldunga- deildinni, George Mitchell, sagði að Tower hefði ekki verið hafnað vegna þess að demókratar hefðu viljað gera forsetanum erfiðara fyr- ir í embætti. Hann kvaðst vona að úrslitin hefðu ekki áhrif á sam- skipti öldungadeildarinnar og for- setans, sem hann sagðist bera mikla virðingu fyrir. Fitzwater sagði að Bush myndi bráðlega tiinefna annan mann í embætti vamarmálaráðherra í stað Towers en vildi ekki segja hvenær. Stjómmálaskýrendur hafa sagt að Brent Scowcroft öryggisráðgjafí sé líklegastur til að verða tilnefndur í embættið en aðspurður kvaðst hann ekki búast við að svo yrði. Yfír Atlantshafíð á fíösku Fons Oerlemans stendur við spaðabát, sem líkíst flösku, en hann ætlar að sigla honum yfir Atlantshafið £rá Amsterdam í Hollandi í júní. Hann hefiir þegar siglt yfir hafíð á fleka, fljótandi flutn- ingavagni og báti er gerður var úr gufukatli. Mótmæli í Úkraínu: Beijast fyrir endur- heimt kirkju sinnar Moskvu. Reuter. KRISTINN söfiiuður í borginni Rovno í Úkraínu hefur efiit til daglegra mótmæla fyrir utan kirkju, sem breytt hefur verið í safii, til að krefiast þess að rétttrúnaðarkirkjan fái hana á ný, að því er talsmaður borgaryfirvalda sagði í gær. Talsmaðurinn sagði að um 250 aðra kirkju. manns að meðaltali hefðu safnast saman fyrir utan kirkjuna daglega og Qórar konur hefðu efnt til hung- urverkfalls á kirkjutröppunum. Anatolíj Dozenko, félagi í mann- réttindahreyfingunni Helsinki- samtökunum í Ukraínu, sagði hins vegar að fjöldi þátttakenda í mót- mælunum hefðu verið um 3.000 að meðaltali. Mótmælin hófust 10. febrúar þegar borgaryfirvöld neituðu að afhenda söftiuðinum kirkjuna. Kirkjunni var breytt í trúleysissafn á sjöunda áratugnum og söfnuður- inn hefur síðan þurft að sækja Yfírvöld hafa haldið því fram að kirkjunni hafi verið breytt í safn vegna þess að söfnuðurinn hafi orðið svo fámennur að hann hafí ekki verið fær um að halda henni við. Fleiri sovéskum kirkjum var breytt i söfn undir sama yfir- skini, en kristnir söfnuðir hafa fengið nokkrar þeirra á ný síðan Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi komst til valda. Þeirra á meðal var kaþólska dómkirkjan í Vilnius, höfuðborg Litháens, sem var skilað aftur við hátíðlega athöfn að við- stöddum þúsundum manna í síðasta mánuði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.