Morgunblaðið - 10.03.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.03.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1989 15 Þvi síður meiðir það fyrrverandi ráðherra og þingmenn og allra síst einhveija hneykslara út í bæ sem telja sig finna á málinu auma biettí". Ekki vantar manninn stæri- lætið að voga sér að halda því fram að þessi hörmulegu endalok særi ekki þá, sem vilja lýðræðislega meðferð mála en ekki bein ríkisaf- skipti af dómstörfum líkt og er lenska austan tjalds. Hef ég engan málsmetandi lögfræðing hitt, sem telur þetta samkomulag annað en misnotkun ráðherra á valdi sínu. Með samkomulaginu var Ammundi Backman og hans líkum gert kleift um ókominn tíma að meiða fyrrver- andi menntamálaráðherra, Sverri Hermannsson, jafnrækilega og Ammundur Backman klykkti út með í grein sinni: „Það er allavega (jóst og fenginn fyrir þvi dómur að þau lagafyrirmæli braut þá- verandi menntamálaráðherra hvað sem öðru líður.“ Hver var þá að meiða hvem? Það situr síst á Ammundi Back- man að vera með svona stóryrði vegna afskipta hans af málinu. Það er því ljóst sem fyrr segir að aðalatriðið í samkomulagsgerð ráðherranna tveggja, Svavars og Ólafs, var að koma í veg fyrir að Hæstiréttur fjallaði um málið. Miklu hefur verið til kostað af almanna fé. Aftur á móti segir hvergi í hér- aðsdóminum að ráðherrann hafi brotið lög. Á hinn bóginn: „Fram- kvæmd frávikningarinnar að formi til þykir hafa verið ábóta- vant, sbr. fyrirmæli laga nr. 38/1954.“ Þetta orðalag er ólíkt því, sem hinn göfugi aðstoðarmað- ur, notar til þess að reyna að meiða. Því má skjóta hér inní, að flokks- bræður ráðherranna hafa fordæmt gerðir þeirra. Ráðstefina um dagvistar- og skólamál Sjálfstæðisfiokkurinn efhir til ráðstefiiu um dagvistar- og skólamál undir yfirskriftinni Börnin og nútfminn laugardag- inn 11. mars nk. Ráðstefnan, sem haldin verður í Valhöll, Háaleitisbraut 1, hefst kl. 10 og lýkur kl. 15. Flutt verða 8 erindi um ýmsa þætti dagvistar- og skólamála. Hægt verður að bera fram fyrirspumir til ræðumanna og gert er ráð fyrir almennum umræð- um. Létt hádegismáltíð verður í boði og bamagæsla verður á staðn- um. Allir eru velkomnir. Dagskrá ráðstefnunnar fylgir blaði þessu. 42 króna lág- marksverð á loðnuhrognum Á FUNDI yfímefhdar verðlags- ráðs sjávarútvegsins á miðviku- dag varð samkomulag um að lág- marksverð á loðnuhrognum til frystingar á vetrarvertíð 1989 skuli vera 42 krónur fyrir kfióg- rammið. Verksmiðjur á Aust- íjörðum greiða nú um 3.500 krónur fyrir tonnið af loðnu til bræðslu. Verðið á hrognunum er miðað við að þau séu tekin úr skilju við löndun og miðast við það magn sem fryst er, segir í fréttatilkynningu. í yfímefndinni áttu sæti Ami Benediktsson og Bjami Lúðvíksson af hálfu kaupenda, Óskar Vigfússon og Sveinn Hjörtur Hjartarson af hálfu seljenda og Benedikt Valsson, hagfræðingur í Þjóðhagsstofnun, var oddamaður neftidarinnar. _/\uglýsinga- síminn er 2 24 80 Hæstaréttarlögmanni sýnd lítilsvirðing í grein sinni segir Ammundur Backman: „Sturlumálið var á al- gjöru byijunarstigi í Hæstaréttí. Það hafði verið þingfest og var í fresti vegna gagnaöflunar. Hæstiréttur hafði þess vegna ekki fjallað um málið að neinu öðru leytí.“ Með þessari fullyrðingu er Am- mundur að reyna að slá lyki í augu fólks, sem ekki er kunnugt hvemig þessu er farið. Staðreyndin er sú, að í langflestum tilvikum er gagna- öflun lokið, þegar mál er dæmt í héraði, enda er til þess ætlast. Hins vegar er það svo, ef áskilnaður er gerður í áfrýjunarstefnu um frekari gagnöflun, er hún venjulega leyfð. Mér fínnst þó miður að grípa til þess eftir að mál er komið í Hæsta- rétt. Það er stundum biýn nauðsyn, einkum ef annar lögmaður hefur verið með málið fyrir héraðsdómi, því lögmenn líta oft mál sín misjöfn- um augum. Þá er þess að gæta að flestum héraðsdómurum er metnað- armál að dómar þeirra standist fyr- ir Hæstarétti, en viðbótargagnöflun hefur oft leitt til umbyltrar niður- stöðu. Sturla var stefnandi málsins í héraði og var gagnasöfnun algjör- iega lokið af hans hálfu fyrir dóm- töku í héraði og enginn áskilnaður gerður um fekari gagnaöflun, er málinu hafði verið áfrýjað. Sturla vildi greinilega sætta sig við niður- stöðu héraðsdómsins og gagnáfrýj- aði ekki að heldur, en þá hefði ver- ið hægt afla frekari gagna. M.ö.o. gagnaöflun af hans hálfu var að fullu lokið, þegar dæmt var. Það er þess vegna lítilsvirðing við Jónat- an Sveinsson, hæstaréttarlögmann, sem var lögmaður fræðslustjórans í héraði (hann kom samt ekki nærri gerð samkomulagsins) að gefa í skyn að málið hafi verið á byijunar- stigi fyrir Hæstarétti, líkt og það hefði verið efnislega vanreifað fyrir héraðsdómi. Hæstiréttur fjallar yfírleitt ekki um mál fyrr en þau eru komin í flutning. í þessu efni fer Ammundur viljandi með blekk- irigar. Dylgjur í garð lögmanna Í grein sinni vill Ammundur eigna einhveijum lögmanni þá: „skoðun að það sé móðgun við Hæstarétt eða dómstóla að sætta mál. Mér fínnst þannig málflutn- ingur dæmalaust ruglandi. Lög- menn sem halda slíku fram, hafa annað hvort ekkert lært eða öllu gleymt." Engan slíkan lögmann þekki ég og þetta er eitthvert hugarfóstur hjá Ammundi Backman. Verk hans, að framfylgja fyrirmælum ráðherr- anna, Svavars og Ólafs, er hins vegar alls ekki það, sem kalla mætti sátt í máli, heldur misnotkun á almanna fé og gróft brot á því, sem gildir í allri embættisfærslu. Ömurlegt hlutskipti Það er trú mín, að afskipti Am- mundar Backman hæstaréttarlög- manns af þessu máli muni verða honum til lítils sóma. Það er ömur- legt hlutskipti fyrir hæstaréttarlög- mann að verða gjalda pólitíska skuld með því að vinna skítverk af þessum toga. Höfimdur er hæstaréttarlögmað- ur. Nýja 5-linan vekur þig upp af draumi ■ . M ! BMW kynnti snemma á síðasta ári nýju 5- línuna, sem markaði tímamót í háþróaðri tækni fólksbifreiða. BMW fimman hefur hlotið frábærar viðtökur hjá þeim sem kjósa þá sérstöku eiginleika og þægindi sem eru í BMW. Nýja fimman höfðar til þeirra fjölmörgu sem sameina smekkvísi, aksturseiginleika, hagkvæmni og tækni, en gera mismunandi kröfur um útfærslu og búnað. Það er margt sem gerir fimmuna svona einstaka. Vélin er 6 strokka og búin tölvu- stýrðu eldsneytiskerfi, sem gefur aukið afl á hvern strokk, ásamt sjálfvirku eftirlitskerfi sem fylgist með ástandi og viðhaldsþörf vélarinnar. Vélin í fimmunni er ein sú hljóðlátasta á markaðnum, sem segir sína sögu um það hugvit sem að baki liggur. Þyngdar hlutfall er jafnt á fram- og afturás, sem gerir aksturseiginleika bílsins örugga og þægilega. í nýju fimmuna getur þú fengið mikið úr- val af alls konar aukabúnaöi. Meðal ann- ars kerfi sem á sjálfvirkan hátt heldur bíln- um jafn stöðugum og í jafnri hæð frá jörðu án tillits til hleðslu. Einnig óviðjafn- anlega aksturstölvu, sem m.a. upplýsir þig um eldsneytisnotkun, hitastig fyrir framan bílinn, gefur hljóðmerki á hámarkshraða og virkar sem þjófavörn. Nýja fimman frá BMW hefur mikla sér- stöðu. Þú kynnist fimmunni best með reynsluakstri, þá færðu tilfinningu fyrir þeim gæðum sem einkenna BMW og þeim aksturseiginleikum sem gera BMW fimmuna svona eftirsótta. Hafðu samband og pantaðu tíma. Njóttu þess besta, — eignastu BMW. Bílaumboðið hf BMW einkaumboð á íslandi Krókhálsi 1, Reykjavík, slmi 68663a Einstakur bill fyrir kröfuharða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.