Morgunblaðið - 10.03.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.03.1989, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLÁÐIÐ FÖSTUDAGUr’iO. MARZ 1989 SKRÚFUDAGUR kynningardagur Vélskólans veröur haldinn laugardaginn 11. mars í Sjómannaskólanum. Opiö er frá kl. 13-16. Ekið er inn frá Háteigsvegi. Allir velkomnir. Vélskólinn. Viðtalstlmi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laug- ardögum í vetur frá kl. 10-12. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum. Allir borgarbúar eru velkomnir. V Laugardaginn 11. mars verða til viðtals Magnús L. Sveinsson, forseti borgar- stjórnar og formaður Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, og Helga Jóhanns- dóttir, í stjórn umferðarnefndar og í stjórn SVR. -SÍMI680725 QT ■ 'J&m- Tómlæti um menningarviðburði eftir Guðrúnu Snæbjarnardóttur Ég hefí hér fyrir framan mig söngskrá eina merkilega, sem gerð var í tilefni tónleika sem haldnir voru í Langholtskirkju og í Laugar- dalshöll 5. nóv. sl., í tilefni 50 ára afmælis Landssambands blandaðra kóra og báru nafnið „Söngleikar ’88“. Ég komst því miður ekki á þessa tónleika, en hefi heyrt frá fólki sem þar var, að stórkostlegt hefði verið á að hlýða er um 1000 manns, um 20 kórar, sungu þar saman. Þama var samankomið fólk úr flestum landshlutum er sameinaðist kórum af höfuðborgarsvæðinu. Þama hafa verið fulltrúar um 1000 heimila af landinu og hefði verið gaman fyrir fólkið sem heima sat að sjá þetta og heyra í sjónvarpinu. Söngskráin var svo fjölbreytt, að þar var eitthvað fyrir alla þá mörgu sem tónlist unna og þeir em marg- ir, sem betur fer. Ég hefí tekið mikinn þátt í kóra- starfí og veit hve mikil vinna liggur að baki þegar loks er komið að konsert. Mér varð hugsað um þetta er ég horfði á annál ársins 1974 í sjón- varpinu 22.2. ’89, hver verður hlut- ur „Söngleika ’88“ í annál ársins eftir 15 ár? Þetta riijar upp fyrir mér er ég var svo lánsöm að vera við opnun Norrænnar menningarhátíðar heymarlausra, sem í fyrsta sinn var haldin á íslandi 1986. Opnunarhá- tíðin var sett af forseta íslands í Þjóðleikhúsinu. Forsetinn okkar frú Vigdís tjáði sig meðal annars á táknmáli, sem vakti mikla hrifningu viðstaddra. Bara það að forsetinn skyldi tjá sig á táknmáli, til að ná til þessa elskulega fólks, kom við hjartað í manni. Öll var dagskráin túlkuð bæði á talmáli og táknmáli, á öllum Norðurlandamálunum. „Ég- er mjög' þakklát sjónvarpinu fyrir margt g’ott efai sem þar er sýnt og auðvitað er ekki hægt að sýna allt. En eru fréttamenn nóg á verði um hvað er að g'erast hér hjá okkur?“ Einnig flutti borgarstjórinn okk- ar, Davíð Oddsson, eina af sínum snjöllu ræðum. Á þessari menningarhátíð var allt efni flutt af heymleysingjum, með aðstoð kennara þeirra. Meðal þess, sem þau fluttu, var saga heymleysingjaskólans. Þama döns- uðu bömin og var undursamlegt að sjá böm, allt frá 4 ára aldri, koma þama fram. Ég beið spennt eftir að sjá þetta aftur í sjónvarpinu um kvöldið, en því miður var lítið um þessa einhveija áhrifamestu látbragðssýningu sem hér hefur verið sýnd. Ég veit núna að hvorki „Söng- leikar ’88“ né þessi sýning heym- leysingja var tekin upp af sjón- varpi, en Svíar tóku upp sýninguna í Þjóðleikhúsinu. Gaman væri ef sjónvarpið fengi upptökuna. Eftir vonbrigði mín og fleiri, hefí ég verið að hugsa um hvort það, sem við emm að horfa á í sjón- varpi, sé í raun það merkilegasta sem er að gerast í kringum okkur eða hvort við erum alltaf að missa af því besta. Ég er mjög þakklát sjónarpinu fyrir margt gott efni sem þar er sýnt og auðvitað er ekki hægt að sýna allt. En eru fréttamenn nóg á verði um hvað er að gerast hér hjá okkur? Höfundur hefur lengi starfað að söngmálum. Ríkisendurskoðun: Oskar eftir úttekt á tölvumáhim útvarpsins Ríkisendursskoðun hefúr óskað eftir því að gerð verði úttekt á tölvumálum innheimtudeildar rikisútvarpsins. Fjárlaga-og hag- sýslustofiiun hefiir borist bréf frá ríkisendurskoðun þess efnis. Jafhframt hefur útvarpsstjóra verið sent bréf þar sem greint er frá þessu. Verkeftiið verður falið Ráðgjafánefiid um upplýs- inga- og tölvumál (RUT) Formaður RUT, Jóhann Gunn- arsson, staðfesti í samtali við Morg- unblaðið að farið hefði verið fram á þessa úttekt. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins mun Ríkisendurskoðun hafa gert skýrslu um tölvuvæðingu innheimtudeildar RUV í febrúar á síðasta ári þar sem fram kom gagn- rýni á hvemig stofnunin hefur stað- ið að þessum málum. Gerðar voru tillögur til úrbóta af háifu Ríkisend- urskoðunar en í ljós hefur komið að ekki hefur verið farið eftir þeim nema að mjög takmörkuðu leyti. Því hefur RUT verið beðin um fyrr- greinda úttekt. Til bota að sérfræð- ingar taki þessi mál út - segir Hörður Vilhjálmsson Qármálastjóri HÖRÐUR Vilhjálmsson §ár- málastjóri Rfkisútvarpsins seg- ir að það sé til bóta að sérfræð- ingar séu fengnir til að taka út tölvumál stofiiunarinnar. Hann segir að vandræðum hafi valdið í upphafi, er byrjað var að tölvuvæða stofinunina, að ekki var til staðar innan hennar sérfræðiþekking á þessu sviði. „Nú höfum við ráðið mann með sérfræðiþeekkingu til að sjá um daglegan rekstur á tölvukerfi inn- heimtudeildar okkar og ástandið hefur batnað við það,“ segir Hörð- ur Vilhjálmsson. í máli hans kemur fram að hæpið sé að segja að hörð gagn- rýni hafí komið fram á innheimtu- deild RUV í skýrslu Ríkisendur- skoðunar í fyrra. Hinsvegar hafí Rfkisendurskoðun gert ákveðnar athugasemdir og bent á ýmislegt sem betur mætti fara. Til að fylgja þeim ábendingum eftir hafí Ríkis- endurskoðun nú fengið sérfróða menn til að gera úttekt á málinu. Hörður segir einnig að tölvu- kerfi innheimtudeildar sé nú orðið of lítið og seinvirkt fyrir stofnun- ina. Það standist ekki það álag sem á því er og því sé verið að huga að stækkun þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.