Morgunblaðið - 10.03.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.03.1989, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1989 Evrópa öll heimsótt eftírJón Sigurðsson Síðastliðinn laugardag ritaði Þor- steinn Pálsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, grein í Morgunblaðinu með yfirskriftinni „Evrópa öll“. í þessari grein fjallar Þorsteinn um horfur um samvinnu Evrópuríkja og afstöðu íslendinga í því sam- bandi í ljósi umræðna um þau mál á þingi Norðurlandaráðs í Stokk- hólmi í síðustu viku. Margt er rétt athugað í grein Þorsteins, meðal annars að það geti ráðið úrslitum um farsæla þró- un efnahagsmála hér á landi á næstu árum að vel takist til um samskipti íslendinga við Evrópu- Myndlist Bragi Ásgeirsson Glerlistarmanninum Leifi Breiðljörð er margt til lista lagt, eins og flestir vita og fram kemur á sýningum hans og verkum. Nafnbótin glerlistarmaður hef- ur festst við Leif, en hann er í raun myndlistarmaður í sinni hreinustu mynd, bæði að upplagi og menntun og það er raunar styrkur hans og yfirburðir yfir þ, sem eru sérhæfðir í glerinu. Þetta er þó ekkert nýtt og vísa má til þess, að margur, sem hefur gert nafntoguð glerverk og gler- skreytingar, byrjaði að starfa í þeirri tækni miðaldra eða jafnvel á gamals aldri, en hinir sömu höfðu áður fengist við hreinar myndlistir, þ.e. málun, mótunar- list og graflk. Teiknari og pastelmyndamálari er Leifur ágætur, svo sem sýning, er hann hélt í Gallerí Borg fyrir ca. tveimur árum var til vitnis um, en þar fór hann á kostum í léttum en margræðum leik með línu og liti. Og nú er hann aftur kominn með sýningu í sama listhúsi og í þetta sinn sýnir hann á sér nýja hlið, sem er glíman við olíumál- verkið, en einnig lætur hann fylgja nokkrar pastelmyndir. Uppistöðu sýningarinnar verður þó að telja málverkin, sem eru sextán að tölu. Eins og í öðrum athöfnum sínum, þegar glerinu er sleppt, leggur Leifur megináhersluna á lifandi og spennta línu og fjörlega bandalagið, að brýna nauðsyn beri til að íslendingar fái sérstöðu sína vegna mikilvægis sjávarútvegs við- urkennda og síðast en ekki síst að breytingar í samskiptum milli ríkja megi ekki stofna í hættu sérkennum íslenskrar menningar eða sjálfstæði þjóðarinnar. Um þetta er enginn ágreiningur meðal íslenskra stjómmálamanna eins og glöggt kom fram í ræðum þeirra á þingi Norðurlandaráðs. En í grein Þorsteins eru einnig alvar- legar missagnir einkum um afstöðu jafnaðarmanna til þróunar mála í Evrópu jafnt norrænna sem íslenskra sem óhjákvæmilegt er að leiðrétta. Það er auðveld málflutn- liti. Hraðinn og hinar fersku og beinu kenndir eru megineinkenni vinnubragðanna, en síður yfirleg- ur og heilabrot. Hann tekur til handargagns ýmis þekkt minni úr listasögunni, t.d. úr fomum hofum í Róm, og einnig má sjá vinnubrögð, er minna á Cobra í einni myndinni og ýmislegt sækir hann í smiðju enskra listamanna trúr skólun sinni, og hinir léttu og tæru litir minna á fauvistana og þá helst Matisse. Þetta leitast hann við að beisla undir upplag sitt og eigin stílbrögð og ferst það vel í ýmsum myndanna, og þær eru tvímælalaust þær athyglis- verðustu á sýningunni. Eðlilega ber sýningin þess merki, að þetta sé frumraun Leifs á sviði olíumálverksins og að hér sé um íhlaup að ræða samfara öðmm verkefnum, sem hann mun hafa nóg af. En árangurinn sýnir þó, að hann á erindi inn á þetta svið og gæti hægast mtt sér braut í fremstu röð íslenzkra málara með samfelldari vinnubrögðum — nautnina af að mála virðist hann auðsjáanlega hafa og enginn ætti að efast um hæfíleikana, en mál- verkið er strangur húsbóndi og krefst fóma, eins og allir vita, sem hafa lent í átökum við það. Það kemur greinilega fram á sýningunni, að Leifur er sjóaðri í pastelinu, enda sýnir hann þar mun meira öryggi og þar em myndirnar formrænt betur út- færðar og kvikan uppmnalegri. Hins vegar er meira spennandi að fylgjast með umbrotunum á dúkunum og verður næsta fróð- legt að sjá framhaldið. áný ingsaðferð sem Þorsteinn velur sér að gera andstæðingnum upp skoð- anir til að hafa að skotspæni en ekki er hún stórmannleg. Jafhaðarmenn og Evrópa Þorsteinn lætur sem hann sé upphafsmaður þeirrar skoðunar að umræður um framtíð Evrópu eigi ekki eingöngu að snúast um ríkin sem nú eiga aðild að EFTA eða EB heldur þurfi einnig að efla ftjáls viðskipti við ríki Austur-Evrópu, sérstaklega hin gamalgrónu menn- ingarríki Mið-Evrópu sem lentu austan jámtjalds eftir heimsstyij- öldina síðari. í greininni gagnrýnir hann norræna jafnaðarmenn fyrir að einskorða sig við auðugu ríkin átján í EFTA og EB. Þessi málflutn- ingur á ekki við nein rök að styðj- ast. Hann er reyndar svo fjarstæðu- kenndur að kalla má öfugmæli. Allir sem fylgst hafa með um- ræðum á Norðurlöndum um þróun mála í Evrópu vita gjörla að þar hafa leiðtogar jafnaðarmanna verið fremstir í flokki þeirra sem hvatt hafa til aukins samstarfs við ríki í Austur-Evrópu einmitt til þess að styrkja þar þróun í lýðræðisátt. Það var Ingvar Carlsson, forsætisráð- herra Svíþjóðar og formaður sænska jafnaðarmannaflokksins, sem hélt þessu sjónarmiði hæst á loft á Norðurlandaráðsþinginu í gagnmerkri ræðu. Það er ánægju- legt til þess að vita að þessi ræða hefur ekki farið fram hjá Þorsteini Pálssyni því í henni er meðal ann- ars að fínna þá athugasemd sem hann gerir að sinni í Morgunblaðs- greininni að í sögulegum skilningi sé í raun afar stutt síðan Búdapest og Prag hættu að vera evrópskar menningarborgir og fluttust í annan heimshluta. Skilningur Ingvars Carlssons á nauðsyn þess að ijúfa einangrun Austur-Evrópu ristir raunar langtum dýpra. Að mati Ingvars eru bætt samskipti ríkja vestan og austan jámtjalds ekki einungis í þágu þeirra síðamefndu heldur eru þau sameiginlegt hags- munamál allra Evrópuþjóða. Bætt sambúð ríkja Vestur- og Austur- Evrópu sé til dæmis forsenda þess að unnt verði að leysa bráðan um- hverflsvanda sem steðjar að allri Evrópu. Jón Sigurðsson „Hafí einhver evrópsk stj ór nmálahr eyfing öðrum fremur fylgt þeirri steftiu að ný Evr- ópuhugsun eigi að miða að því að Evrópa öll verði frjáls þá er það hreyfingjafiiaðar- manna. En um leið hafa þeir aldrei misst sjónar á því að nánari sam- vinna og aukin viðskipti Evrópuríkja mega ekki verða á kostnað alþjóð- legrar samvinnu og fríverslunar.“ Hafi einhver evrópsk stjóm- málahreyfíng öðrum fremur fylgt þeirri stefnu að ný Evrópuhugsun eigi að miða að því að Evrópa öll verði frjáls þá er það hreyfing jafn- aðarmanna. En um leið hafa þeir aldrei misst sjónar á því að nánari samvinna og aukin viðskipti Evr- ópuríkja mega ekki verða á kostnað alþjóðlegrar samvinnu og fríversl- unar. Eg læt hér nægja að nefna Willy Brandt og Francois Mitter- rand auk Ingvars Carlssons til að minna á málflutning jafnaðar- manna í þessu efni. Þeir hafa verið og em óþreytandi baráttumenn frelsis og mannréttinda í Evrópu allri. Það var engin tilviljun að Berlín var valin sem fundarstaður leiðtoga evrópskra jafnaðarmanna í nóvember sl. til að ræða sameigin- lega framtíð Evrópu. Tillögxir í peninga- og vaxtamálum En Þorsteinn lætur ekki við það sitja að gera norrænum jafnaðar- mönnum í heild upp skoðanir um evrópsk málefni heldur lýkur hann Evrópugrein sinni með því að end- urtaka margvíslegan útúrsnúning um nýlegar tillögur íslensku ríkis- stjómarinnar í peninga- og vaxta- málum. íhlutun í vaxtaákvarðanir Hann heldur því í fyrsta lagi fram að ríkisstjómin hafí gert tillögu um aukna miðstýringu varðandi vaxta- ákvarðanir. Þetta er rangt. Hið rétta í málinu er að ríkisstjómin hefur lagt til að heimild Seðlabank- ans til að hlutast til um vaxta- ákvarðanir verði skýrð þannig að Seðlabankinn geti lagt sjálfstætt mat á það hvað teljist hæfílegir raunvextir. í raun er ekki fjarri lagi að ætla að þetta hafí einmitt verið ætlun Alþingis þegar Seðla- bankalögin voru sett árið 1986 og er rétt að minna á að Þorsteinn Pálsson var formaður nefndar sem undirbjó frumvarpið að þeim lögum. Rétt er að vekja athygli á því að íhlutunarákvæðið sem nefndin lagði til var víðtækara en það sem nú er að fínna í 9. gr. Seðlabankalag- anna. I athugasemdum með þeirri grein frumvarpsins sem kveður á um heimild Seðlabankans til að hlutast til um vaxtaákvarðanir inn- lánsstofnana sagði orðrétt: „... er haft í huga að til afskipta bankans geti komið þegar undantekningar- ástand kann að skapast á lánamörk- uðum sem hindrað geti eðlilega og sanngjama vaxtamyndun." Engin grundvallarbreyting er nú lögð til á því fyrirkomulagi vaxtaákvarðana sem leitt var í lög árið 1986. í frum- vörpum ríkisstjómarinnar um vaxtamál nú felst fyrst og fremst árétting á því að öllu frelsi_ þurfí að fylgja ábyrgð og agi. Á það hefur skort á síðustu misserum þegar raunvextir hafa hækkað úr hófí fram meðal annars af því að samkeppni er ónóg á útlánahlið íslenska fjármagnsmarkaðarins. Það liggur í augum uppi að stjóm- völd þurfa að hafa heimild til þess að grípa inn í vaxtaákvarðanir við slíka aðstæður. Kommissaranefhdir í öðm lagi heldur Þorsteinn því fram að ríkissljómin stefni að því að gera bankaráð ríkisbankanna að eins konar „kommissaranefndum" ráðherranna. Miðað við afskipti Þorsteins sjálfs af ráðningu banka- stjóra þarf mikla kokhreysti til að halda þessu fram. Tillögur ríkis- stjómarinnar miða fyrst og fremst að því að girða fyrir hagsmuna- árekstra í yfírstjóm bankanna og koma í veg fyrir að þeir mismuni Vegna fangelsisdóms eftirJóhann Tómasson í dag, 6. mars, var kveðinn upp fimm mánaða fangelsisdómur yfír heilsugæzlulækni fyrir sviksam- legt athæfí og brot á opinberu starfí. Frá þessu var margskýrt í fréttum útvarps. Ég geri ráð fyr- ir, að fleiri en ég hafl þurft að heyra fréttina oftar en tvisvar til að trúa eigin eyrum: Sextán þús- und krónur hafði læknirinn svikið út úr sjúkrasamlagi. Sextán þús- und krónur! Fyrir rúmu ári, þegar þessi rannsókn stóð sem hæst, voru sjónvarpsfréttir kvöld eftir kvöld undirlagðar af þessu máli og hálft Kastljós var eignað þvf. Ábyrgðar- fullir gæzlumenn almennings- hagsmuna tóku höndum saman um nauðsyn þess að koma bönd- um á heilsugæzlulækna: Hallur Hallsson fréttamaður, Halldór Sigurðsson ríkisendurskoðandi og Bjöm Önundarson tryggingayfír- læknir. í fyrmefíidu Kastljósi sagði tiyggingayfírlæknir m.a.: Jóhann Tómasson „Hér er um gífurlega hagsmuni að ræða. Þetta stefnir í átta hundruð til þúsund milljónir" (greiðslur Tryggingastoftiunar til lækna á ári). Það væri því meira en lítið nauðsynlegt að fá að skoða sjúkraskrár heilsugæzlulækna. Ég hef eins og aðrir mátt bíða úrslita þessa máls heilsugæzlu- læknisins í rúmt ár, en ég hef líka í meira en ár beðið upplýsinga frá Tryggingastofnun, sem ég hef tvívegis leitað eftir og varðar greiðslur stofnunarinnar til lækna. Þær upplýsingar hef ég enn ekki fengið. Hallur Hallsson átti hins vegar á sínum tíma greið- an aðgang að gögnum ríkisins. En hvar var Hallur Hallsson og sjónvarpið þegar dómur í máli heilsugæzlulæknisins féll? Ekki orð í fréttum sjónvarps. Hefði nú ekki verið ástæða til að segja frá lyktum þessa máls og tala við tryggingayfirlækni og ríkisendur- skoðanda? Maður er satt að segja svo dol- fallinn, að maður á ekki fleiri orð. Að sinni. Höfundur er læknir. Á laufléttum nótum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.