Morgunblaðið - 10.03.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.03.1989, Blaðsíða 4
4 ::.'.u í i ai. ií í . t , .(awuatíftM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1989 Sjálfstæðisflokkurinn 60 ára: Eitt þúsund plöntur fyrir hvert starfsár SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN er 60 ára á þessu ári. Hann var stofa- aður 25. maí 1929. „Ákveðið hefiir verið að minnast þessara tíma- móta á margvíslegan hátt á árinu,“ sagði Þorsteinn Pálsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, á fimdi með fréttamönnum í gær, þar sem hann, ásamt Friðrik Sophussyni, varaformanni, Kjartani Gunnars- syni, fi-amkvæmdastjóra flokksins, og Ingu Jónu Þórðardóttur, form- anni framkvæmdastjómar, kynntu það helsta sem verður á döfinni hjá flokknum á afinælisárinu. Ákveðið hefur verið að verkefni landsfundar, sem verður haldinn í byijun októbermánaðar, verði mót- un meginstefnu Sjálfstæðisflokks- ins fram til aldamóta. Hannað hefur verið sérstakt afmælismerki Sjálf- stæðisflokksins, sem er stílfærð útgáfa af flokksmerkinu — fálkan- um. Þorsteinn sagði að þótt þessi útgáfa yrði áberandi nú á afmælis- árinu, yrði gamla merkið áfram merki flokksins. Þá hafa ungir sjálfstæðismenn ákveðið sérstakt átak til land- græðslu á þessu ári og eru með áform um að gróðursetja 60 þúsund plöntur á árinu — eitt þúsund plönt- ur fyrir hvert ár sem flokkurinn hefur starfað. Þorsteinn sagði að það hefði ver- ið talið eðlilegt í miðstjóm flokksins að landsfundurinn yrði ekki fyrr en í haust, svo nægur tími gæfist til þess að móta tillögur um framtíð- arstefnu. Hann sagði að ákvörðun um hvenær landsfundur yrði hald- inn hefði ekkert með önnur mál að gera, svo sem það hvort núverandi ríkisstjóm héldi velii eða ekki, en hann sæi þó engin merki þess að stjómin væri að fara frá. Kjartan Gunnarsson var spurður um fjárhagsstöðu flokksins og sagði hann hana vera trausta, en vissu- lega skuldaði Sjálfstæðisflokkurinn nokkrar milljónir, eftir kosninga- baráttuna á sl. ári, sem hefði verið háð af öllum flokkunum að miklu leyti með auglýsingaherferðum ( sjónvarpi. „Við stóðum að sam- komulagi gömlu fjórflokkanna fyrir síðustu kosningar, að fara ekki út 5 sjónvarpsauglýsingaherferðir, en Framsóknarflokkurinn sprengdi það samkomulag, og þá var ekki um annað að ræða fyrir hina flokk- ana en hefja þess konar kosninga- baráttu," sagði Þorsteinn Pálsson, VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 10. MARS YFIRLIT f GÆR: Um 500 km vest-suðvestur af Reykjanesi er 958 mb lægð sem hreyfist Iftið og er farin að grynnast, en vaxandi 973ja mb lægð skammt vestur af Færeyjum fer allhratt norð- norðaustur. SPÁ: Sunnan og suðaustanótt, vtðast kaldi. Él um sunnan- og vestanvert landlö en v(ða bjart veður á Noröurlandi. Hiti nólægt frostmarki. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR A LAUGARDAG: Fremur hægar suðlægar áttir með éljum um sunnan- og vestanvert lendið en bjart veður norðan- og austan- lands. Hiti nólægt frostmarki. HORFUR Á SUNNUDAG: Hæg breytileg átt, skýjað og dólftil él út við ströndina vestanlands en léttskýjað (innsveitum. Kólnandi veð- ur. TÁKN: Heiðskírt <á Qk & Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / # / # / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma « * # 10° Hitastlg: 10 gráður á Celsius Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða , ’, ’ Súld OO Mistur —|- Skafrenningur Í7 Þrumuveður VEÐURVÍÐA UMHEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Akureyrí Raykjivflt hlti 3 2 veftur akýjað ekýjað Sergen 8 skýjað Helsinkl 1 þokumóða Kaupmannah. 7 þokumóða Nsrssarssusq vantar Nuuk +18 skafrannlngur Osló 4 þokumóða Stokkhólmur 4 akýjað Þórshöfn ð alskýjað Algsrvo 18 téttskýjað Amsterdam 9 rignlng Sarcelona 14 hélfskýjað Berlín 6 skýjað Chlcsgo +6 léttakýjað Psneyjar vantar Frankfurt 9 skýjað Qlasgow 11 rigning Hamborg 9 skýjað Las Palmas 29 helðskfrt London 10 rigning Los Angeles 13 skýjað Lúxemborg 8 hálfskýjað Madrfd 16 láttskýjað Malags 20 mlstur Mallorca vantar Montreal vantar New York +4 láttskýjað Oriando 7 þokumóða París 11 skýjað Róm vantar San Dlago 13 skýjað Vfn 8 skýjað Washington +3 skýjað Wlnnipeg +4 alskýjað Morpfunblaoio/RAX Frá firndi forystumanna Sjálfetæðisflokksins með fréttamönnum í Valhöll í gær. Frá vinstri: Inga Jóna Þórðardóttir, formaður fram- kvæmdasljórnar, Þorsteinn Pálsson, formaður, Friðrik Sophusson, varaformaður og Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri. en hann kvaðst ekki vera ánægður flokkur bryti gert samkomulag, með þessa þróun. Á hinn bóginn gæti annar flokkur ekki setið eftir, væri á það að líta, að þegar einn aðgerðarlaus. Læknafélag íslands: Sparnaðarkröfttr ráðherra óraimliælkr AÐ áliti Læknafélags fslands eru kröfur fiármálaráðherra um sparnað í launakostnaði og niðurskurð námsferða og bílastjTkja lækna óraun- hæfar og óheiðarlegar, þar sem kjör lækna eru buntíin ( samningum við ríkið sjálft og fulltrúa þess, Qármálaráðherra. Á blaðamanna- fundi, sem Læknafélagið hélt ( gær, kom fram að í kröfiun um aukinn sparnað á spítölunum væri ekkert tillit tekið til þess uú mikið aðhald og spamaður hefði ríkt i rekstrí þeirra undanfarin ár, og rekstrar- kostnaður farið sárahtið fram úr áætlunum. „Launakjör lækna, með náms- ferðum, bílastyrlqum og fleiru, eru aðeins niðurstaða heildarsamninga lækna við vinnuveitanda sinn, ríkis- valdið. Það er mjög óheiðarlegt af fiármálaráðherra að tína út hin og þessi atriði, sem hann féllst sjálfur á að setja inn ( samninga," sagði Lúðvík Guðmundsson, stjómarmaður f LÍ, sem einnig er í samninganefnd fastráðinna lækna. Hjá læknunum kom einnig fram að námsferðimar væru lögbundnar; læknum bæri að bæta við menntun sína samkvæmt læknalögum, heil- brigðislögum og siðareglum lækna. í samningum hefði verið ákveðið að hafa þann hátt á að læknar ættu rétt á einni námsferð á óri, ( stað þess að hækka laun læknanna svo að )>eir gætu tekizt slíkar ferðir ó hendur. Engum þyrfti að koma ó óvart kostnaðurinn við þær, enda hefði hann löngu verið reiknaður út og viðurkenndur rið samningagerð. Ferðimar væru aukinheldur ekki famar nema með samþykki yflr- manna, og því aðeins að nauðsyn bæri til. Um 40% lækna nýttu sér þessar ferðir órlega. í gögnum, sem Læknafélagið lagði fram á fundinum, kemur fram að launakostnaður lækna sé aðeins um 13% af rekstri ríkisspítalanna, en stöðugildi þeirra séu um 10% af heildarmannafla. Þar kemur einnig fram að kostnaður við heilbrigðis- þjónustu sé aðeins um 10% af fjórlög- um og 6,9% af þjóðarframleiðslu. Sverrir Bergmann, varaformaður Læknafélagsins og formaður samn- inganefndar sjúkrahúsiækna, sagði að þegar talað væri um að 40% af fjórlagafé færu til heilbrigöisgeirans, gleymdist að taka með í reikninginn, að þar væri bæði um heilbrigðis- og tryggingamál að ræða. Samninganefodir HÍK og KÍi Ríkið hefur tafið íraingajig viðræðna Samninganefndir kennax-afélaganna tveggja, HÍK og KÍ, tejja að Samninganefnd ríkisins sé að te^a framgang viðræðna um kjarasamn- ing við félögin. Á samningafiuidi £ gær hafi hún ekki haft neitt bita- stætt fram að feera frekar en fyrr í viðræðunum og þrátt fyrir óskir um annan samningafimd hið _______ um fyrr en á þríðjudaginn kemur. Á blaðamannafundi sem samn- inganefndir félaganna boðuðu til í gær kom fram að svo virtist sem Samninganefnd ríkisins væri ennþó að undirbúa viðræður. Viðbrögð við kröfum kennarafélaganna séu þau að skoða þurfi málið í heild og þá vísað til lista um efnisatriði viðræðna um launamál og nýja kjarasamninga, sem fjármálaráðherra lagði fram 3. mars og annarra kjarasamninga. Um ástseður þessara tafa sögðu þau að stjómvöld græddu á hverri viku sem samningar drægjust, auk þess sem stjómvöld vildu ekki láta það koma skýrt fram hvað þau hefðu að bjóða fyrr en atkvæðagreiðslu um verkfall væri lokið. Atkvæðagreiðsla um verkfall, sem myndi hefjast 6. apríl, stendur yfir hjá HÍK og afstaða til atkvæðagreiöslu hjá KÍ verður mótuð á fundi stjómar og fulltrúaráðs á iriorgun, laugardag. Töldu samn- inganefndarmenn þessar tafir mikið ábyrgðarleysi af rfkisins hálfu við þessar aðstæður. Kennarafélögin leggja áherslu á að ræða kaupmátt, þ.e. launahækkun og verðtryggingu, endurskoðun á launakerfi, þ.e. launatöflur, starfs- hafi nefndin ekki Ijáð máls á hon- heiti og starfsaldurskerfi, samnings- tíma og önnur atriði sem koma fram ( kröfugerð félaganna, svo sem menntunarmat og kennsluskyldu. Wincie Jóhannsdóttir, formaður HÍK, sagði að vegna samninga, sem KÍ stóðu til boða skömmu áður en bráðabirgðalögin gengu í gildi en HÍK ekki, þá gæti munað 10 þúsund krónum á launum kennara sem ynnu hlið við hlið og hefðu að öllu leyti sambærilega menntun og starfstíma. Félagið hefði óskað eftir að þetta atriði yrði rætt sérstaklega. Samninganefnd ríkisins fundaði einnig með Bandalagi háskólamennt- aðra ríkisstarfsmanna í gær. Páll Halldórsson, formaður BHMR, sagði að Samninganefnd ríkisins hefði ekk- ert upp á annað að bjóða en það sem áður hefði komið fram, að leitast yrði við að haida kaupmætti fyrsta ársfjórðungs þessa árs. Næsti við- ræðurfundur hefur verið ákveðinn á miðvikudag og þangað til vinnur nefnd að undirbúningi verklags í við- ræðunum. „Ég lít svo á að það séu engar alvöru samningaviðræður byr- jaðar ennþá," sagði Páll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.