Morgunblaðið - 10.03.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.03.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1989 1 Alþjóðleg sjávarútvegssýning í Boston: Islenska bleikjan vekur athygli Boston, frá Óla Birni Kárasyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ISLENSKA bleikjan hefiir vakið mikla athygli á alþjóðlegri sjáv- arútvegssýningu í Boston, að sögn Friðriks Sigurðssonar hjá Landssambandi fiskeldis- og haf- beitarstöðva, sem er með sýning- arbás á The International Boston Seafood Show í samvinnu við Útflutningsráð íslands og Mark- aðsnefiid landbúnaðarins. Þetta er i fyrsta skipti sem islensk físk- eldisfyrirtæki standa sameigin- lega að kynningu á framleiðslu sinni á erlendri sjávarútvegssýn- ingu. Friðrik sagði í samtali við frétta- ritara Morgunblaðsins að borist hefðu fyrirspumir frá innflytjend- um í Bandaríkjunum og einnig frá innflytjendum í Japan. íslendingar munu vera þeir einu á sýningunni sem bjóða upp á bleikju og hefur hún vakið áhuga og athygli. Sýn- ingargestum er boðið að bragða bæði bleikju og lax í bás íslensku fiskeldisfyrirtækjanna. Gert er ráð fyrir að bleikjuframleiðslan á ís- landi verði um 70 tonn á þessu ári og um 300 tonn á næsta ári. Stærsti hluti útflutnings á bleikju fer til Bandaríkjanna og hefur verðið ver- ið sambærilegt við verð á laxi, að sögn Friðriks. „Við erum að láta vita að við séum til,“ sagði Friðrik þegar hann var spurður um ástæður þess að ákveðið var að taka þátt í sýning- unni. Hann sagði að ekki hefði ver- ið grundvöllur fyrir þátttöku á al- þjóðlegum sýningum fyrr en nú, þar sem framleiðsla hefði verið lítil. Á þessu ári er gert ráð fyrir að fram- leidd verði um 4.000 tonn af laxi. íslendingar seldu um 350 tonn til Bandaríkjanna á síðasta ári, að verðmæti .100-110 milljóna íslenskra króna. Samkvæmt upplýs- ingum Friðriks flytja Bandaríkja- menn inn um 20.000 tonn af laxi á ári. Fleiri íslensk fyrirtæki eru með sýningarbása á sýningunni, þar á meðal Coldwater, sölufyrirtæki SH í Bandaríkjunum, og Iceland Sea- food, dótturfyrirtæki SÍS. Sýning- unni lýkur í dag, fimmtudag. Alþýðubandalagið: Þjóðviljinn fær 8 millj- ónir af blaðastyrknum Framkvæmdastjórn Alþýðu- bandalagsins samþykkti á mið- vikudag að greiða Þjóðviljanum 75% þeirrar upphæðar sem Al- þingi úthlutaði þingflokki Al- þýðubandalagsins til útgáfii- starfsemi, eða tæpar 8 milljónir króna. Sigurjón Pétursson for- maður framkvæmdastjórnarinn- ar segir að fyrir liggi ákvörðun um að Alþýðubandalagið komi Þjóðviljanum enn frekar til hjálpar, en ekki sé enn ljóst með hvaða hætti. Skuldir blaðsins nema um 80 milljóniim. Á stjómarfundi Útgáfufélags Þjóðviljans á miðvikudagskvöld voru ræddar ýmsar leiðir til að koma blaðinu úr þeim erfiðleikum sem það glímir við. Það mun liggja fyrir, að starfsfólki blaðsins verði sagt upp um næstu mánaðamót, vegna endurskipulagningar á rekstri en ekki hefur enn verið tek- in ákvörðun um hvaða leið verður farin. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins voru voru m.a. ræddar tillögur frá starfsfólki blaðsins til hagræðingar, svo sem að hætta að gefa út blað á laugardögum, og ná þannig fram sama niðurskurði á blaðsíðufjölda og ef blaðið yrði skor- ið niður í 8 síður daglega. Þá voru einnig ræddar tillögur um hagræð- ingu við vinnslu blaðsins. ÞórPéturs- sonlátinn HúsavíkÞÓR Pétursson útgerðar- maður á Húsavik lést mánudag- inn 6. mars í sjúkrahúsinu á Húsavík, tæpra 85 ára, fæddur 21. 5. 1904. Hann var vel þekktur athafna- maður meðal útgerðar og sjó- manna. Ungur að árum hóf hann sjósókn með bróður sínum Stefáni og réru þeir fyrst á þekktum ára- bát sem hét Klakkur. Upp úr árunum 1930, keyptu þeir bræður fyrsta vélbátinn Skal- lagrím, 8 tonna bát á 4000 krónur. Síðan óx útgerðin ár frá ári og þeir bræður hófu söltun fiskjar og sfldar, fyrst aðeins á Húsavík en síðar einnig í Sandgerði og Kópa- vogi. Bátamir stækkuðu og um tíma áttur þeir þrjú skip og umsvif þeirra bræðra voru orðin mikil þá, þegar þeir létu stjóm fyrirtækjanna í hendur sona sinna. Samstarf þeirra var alveg sérstaklega gott, Stefán sótti sjóinn og var ávallt skipstjóri á „móðurskipi" þeirra, en Þór sá um verkun aflans í landi. Eftirlif- andi kona Þórs er Hólmfríður Sig- urðardóttir og eiga þau fímm böm á lífí. Þór verður jarðsettur nk. laugardag. Fréttaritari AÐALFUNDUR Aðalfundur Verslunarbanka íslands M. verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu laugardaginn 18. mars 1989 og hefstkl. 14:00 Dagskrá: Aðalfundarstörf skv. ákvæðum 33. greinar samþykktar bankans. Tillaga bankaráðs um útgáfu jöfhunarhlutabréfa. Tillaga bankaráðs um aukningu hluta- Qár félagsins um 100.000.000 kr. Önnur mál, löglega fram borin. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fundarins verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í Verslunarbankanum Bankastræti 5, 2. hæð miðvikudaginn 15. mars, fimmtudaginn 16. mars og föstudaginn 17. mars 1989 kl. 9:15-16:00 alla dagana. Bankaráð Verzlunarbanka íslands M. VeRSLUNRRÐRNKINN 1 2 3 4 HU ER aðeins rúm lika efíit af hinum eina og sanna Faxafeni 14, 2. u,» mm °g eJ.? fefcfcar verdio og nvH kredilkortafiinabil hefsf i «££ Nýjar vorur bætast vié Opnunartími: Föstudaga..........kl. 13-19 Laugardaga.........kl. 10-16 Aðra daga......... kl. 13-18 Frítt kaffi Videóhom fyrir bömin Fjöldi fyrirtækja STEIHAR HUÓMPLÖTUR - KASSETTUR KARHAB/ER - BOGART - GARBÓ TÍSKUFATNAÐUR HUMMEL SPORTVÖRUR ALLS KONAR SAMBAHDIfi SKYLDUNA RAfilÖBÆR HUÓMTÆKI O.M.FL. Þ.H. ELFUR FATNAÐUR HERRAHÚSIÐ/ADAM HERRAFATNAÐUR MÍLAHO SKÓFATNAÐUR BLÚM BLÓM OG GJAFAVÖRUR HAFHLAUSA BfiBIM EFNI ALLS KONAR THEÚDÖRA KVENTÍSKUFATNAÐUR MU SNYRTIVÖRUR - SKARTGRIPIR PIRTY TÍZKUVÖRUR SKÖGLUBBIHK SKÓR Q.M.Fl. FYRIRTÆKI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.