Morgunblaðið - 10.03.1989, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.03.1989, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐE) IÞROTT1R PÖSTUDAGUR 10. MARZ 1989 Sumarbúðir á Laugarvatni íþróttasamband íslands mun starfrækja sumarbúðir á Laugarvatni á komandi sumri og voru umsóknar- eyðublöð og upplýsingar sendar héraðssamböndum og sérsamböndum þann 23. janúar sl. 1. Ekki er ennþá fullbókað allar vikurnar og eru þeir, sem hyggjast nýta ágæta aðstöðu, hvattir til að hafa samband við skrifstofu ÍSÍ hið fyrsta og eigi síðar en 23. mars. 2. Dvalarvikur í sumar eru: 17. júní - 24. júní 24. júní - 1. júlí 1. júlí - 8. júlí 8. júlí - 15. júlí 15. júlí - 22. júlí 22. júlí - 29. júlí 29. júlí - 5. ágúst 5. ágúst - 12. ágúst 12. ágúst - 19. ágúst 19. ágúst - 26. ágúst íþróttasamband íslands. KÖRFUKNATTLEIKUR / ÍSLANDSMÓTIÐ Úrslitakeppnin hefst í kvöld Njarðvík- ingar taka ámóti KR-ingum URSLITAKEPPNI íslandsmóts- ins í körf uknattleik hefst í kvöld er Njarðvíkingar taka á móti KR-ingum í íþróttahúsinu í Njarðvík kl. 20. Þetta erfyrsti leikur úrslitakeppninnar en leikið er þar til annað liðið hef- ur sigraði tvívegis. Á sunnu- daginn mætast svo Keflavík og Valur í Keflavík. Njarðvík og KR mættust í úr- slitaleik bikarkeppninnar í fyrra og þá sigruðu Njarðvíkingar í spennandi leik. Síðast er liðin mættust í deildinni, í Hagaskólan- um, sigruðu KR-ingar, 83:78. Njarðvíkingar sigruðu í fyrri leikn- um, 91:81. Liðin mættust svo í undanúrslitum í bikarkeppninni og þá sigruðu Njarðvíkingar í báðum leikjunum. Ef litið er á síðustu tíu leiki lið- anna í deildinni er árangurinn svip- aður. Njarðvíkingar hafa unnið sjö og KR-ingar sex. Njarðvíkingar hljóta að teljast sterkari, einkum á heimavelli, en KR-ingar hafa leikið vel að undanfömu. Guðni Guðnason er kominn aftur og því ijarri lagi að afskrifa KR-inga. Það er kannski ekki úr vegi að líta á tölulegu hliðina leikjunum í deildinni. Jóhannes Kristbjömsson gert flest stig fyrir KR eða 34. Teitur Örlygsson er hinsvegar stigahæstur Njarðvíkinga með 35 stig í leikjunum tveimur. Njarðvík- ingar gerðu 15 þriggja stiga körfur úr 39 tilraunum. KR-ingar gerðu hinsvegar 11 þriggja stiga körfur úr 24 tilraunum. Helgi Rafnsson hefur tekið flest fráköst í þessum leikjum, eða 33 en ívar Webster hefur náð 29 frá- köstum. Helgi er reyndar eini leik- maðurinn sem ekki hefur farið útaf í þessum leikjum — leikið í alls 80 mínútur. MorgunblaÓiö/Einar Falur Tetur Örlygsson hefur gert flest stig í leikjum KR og Njarðvíkur. Fjör í Firöinum NBA-DEILDIN Boston Celtics að násérástrik BOSTON Celtics stendur nú í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppni NBA sem hefst sfðustu viku aprflmánaðar. Lið- ið lét Danny Ainge f skiptum fyrir tvo leikmenn frá Sac- ramento og hefur gegnið vel sfðan, unnið 3 af sfðustu fjór- um leikjum sínum. Á miðviku- dag vann Celtics góðan sigur á Chicago Bulls, 105:95. NBA-deildin Þriðjudagur: Seattle - Indiana Pacers....110: 92 New York - Phoenix..........124:119 LA Lakers - Atlanta.........106: 97 Philadelphia - Chicago...... 90: 88 Milwaukee - Washington......121:101 Portland - San Antonio......116:103 Cleveland - Sacramento......106: 96 Golden State - LA Clippers..138:112 Miðvikudagur: Boston - Chicago.............105:95 Denver - Charlotte...........112:99 Detroit - Seattle.......... 112:96 LA Lakers - Miami Heat.......127:87 Washington - Atlanta........119:111 Dallas - Portland.............99:92 Utah Jazz - Houston..........117:80 Íþessum leik vantaði Michael Jordan hjá Chicago, sem meidd- ist í leik gegn Philadelphia á þriðju- dag. Jordan tognaði í nára, en meiðsl kappans eru Gunnar ekki alvarleg og Valgeirsson hann missir aðeins skrífar af tveimur leikjum. Þess má geta að Jordan hafði leikið 235 leiki í röð fyrir Bulls fyrir þessi meiðsl. Reggie Lewis, hinn ungi og skemmtilegi leikmaður Boston, var stigahæstur í leiknum með 21 stig. New York heldur áfram sigur- göngu sinni í Madison Square Gard- en í New York. Á þriðjudag vann liðið Phoenix og var þetta 24 sigur liðsins í röð á heimavelli. Pat Ewing fór hamförum og skoraði 40 stig, þar af 18 í síðasta leikhluta. Bernard King skoraði 31 stig fyrir Washington í góðum sigri á Atlanta, en Washington er í baráttunni við Boston um að kom- ast í úrslitakeppnina. Isiah Thomas skoraði 27 stig fyrir Detroit í sigri gegn Seattle. Adrian Dantley gerir það gott hjá Dallas, hann var besti maður vallarins í sigurleik gegn Portland og skoraði 23 stig. Heilsubótarskokkarar Opinn fyrirlestur um heilsubótarskokk í íþróttamiðstöðinni, Laugardal, í kvöld kl. 19.30. Fyrirlesari verður hinn heimsfrasgi norski hlaupaþjálfari Johan Kaggested. Öll- um heimil þátttaka. Fundargjald kr. 500,- Frjálsíþróttasamband íslands. .. ''111111 I Haukar lögðu Tindastól, 90:83, í fjörugum leik í Hafnarfirði í gærkvöldi - þar sem leikmenn lið- anna buðu áhorfendum upp á tutt- ^^■■■1 ugu þriggja stiga Ágúst körfur. Haukar, Ásgeirsson undir stjóm Pálmars skrífar Sigurðssonar, voru sterkari í fyrri hálf- leik og voru þeir yfir, 51:34, þegar blásið var til hvíldar. Haukar náðu tuttugu stiga forskoti, 57:34, í byij- un seinni hálfleiksins. Eftir það tóku leikmenn Tindastóls, sem fóra að leika svæðisvöm, leikinn í sínar hendur. Haukar átti ekkert svar við svæðisvöminni. Eyjólfur Sverrisson fór á kostum og setti hann alls 26 stig hjá Haukum í seinni hálfleik - þar af margar þriggja stiga körfur, en alls skoraði hann 37 stig í leikn- um. Haukar-UMFT 90 : 83 íþróttahúsið í Hafnarfírði. íslandsmótið í körfuknattleik, fímmtudagur 9. mars. Gangur leiksins: 8:2, 17:10, 25:21, 41:26, 46:30, 51:34. 57:34, 61:38, 68:46, 74:64, 82:73, 89:77, 90:83. Stig Hauka: Pálmar Sigurðsson 23, ívar Ásgrímsson 21, Henning henn- ingsson 18, Jón Amar Ingvarsson 10, Hörður Pétureson 6, Tryggvi Jónsson 4, Ingimar Jónsson 4, Reynir Kristjáns- son 2, Eyþór Ámason 2. Stig UMFT: Eyjólfur Sverrisson 37, Haraldur Leifsson 22, Valur Ingimund- areon 17, Hjalti Ámason 2, Bjöm Sig- tryggsson 2, Gísli Kárason 2, Kári Maríusson 1. Dómarar: Gunnar Valgeireson og Helgi Bragason, sem dæmdu ágætlega. Áhorfendur: 120. Eyjólfur Sverrisson, Tindastól, Pálmar Sigurðsson, Haukum. ívar Ásgrímsson, Jón Amar Ingvare- son, Haukum, Valur Ingimundareon, Haraldur Leifsson, Tindastóll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.