Morgunblaðið - 10.03.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.03.1989, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1989 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Krabbi ogFiskur Krabbi (21. júní—22. júlí) og Fiskur (19. feb.—19. mars) eru að sumu leyti lík og eiga því að geta átt ágæt- lega saman. Einkennandi fyrir samband þeirra er til- finningalegur næmleiki, sterk sálræn tengsl, sterkt ímyndunarafl og þörf fyrir að lifa ríku innra lffi. Saman eru þau heldur „syndandi", þ.e. hlédræg og varkár, en jafnframt róleg og afslöpp- uð. Þau eiga til að láta sig fljóta með straumnum. Krabbinn Krabbinn metur lífið, tilver- una og annað fólk útfrá til- finningalegu innsæi og því hvort honum falli vel eða illa við eitt eða annað. Hann er næmur á andrúmsioft í um- hverfi sínu en styðst síður við beina röksemdafærslu. Hinn dæmigerði Krabbi er íhaldssamur, varkár og frek- ar hlédrægur en getur eigi að síður verið ákveðinn og fylginn sér. Hann er oft út- sjónarsamur. Krabbinn er hjálpsamur og trygglyndur í ást og vináttu. Fiskurinn Fiskurinn þarf fjölbreytta örvun frá umhverfinu, en jafnframt tímabundna ein- veru eða breytingar á um- hverfinu til að endumýja og hreinsa lífsorku sína. Hann er sveigjanlegur og lætur stjómast af tilfinningalegu innsæi. Fiskurinn hefur sterka aðlögunarhæfni, er skilningsríkur og á auðvelt með að setja sig í spor ann- arra. f framkomu er hann jrfirleitt þægilegur og lipur. Fiskurinn er fjölhæfur og hefur sterkt ímyndunarafl. Rólegsaman Mögulegar skuggahliðar eru að finna í eðli merkjanna. Þar sem þau eru bæði hlé- dræg og varkár er hætt við að þau séu ekki sérlega drífandi saman og hafi til- hneigingu til að einangra sig, sitji t.d. alla daga og horfi á sjónvarpið eða lifi á annan hátt í eigin heimi. Það rfkir engin sérstök spenna á milli Krabba og Fisks og þar með skapast ekki sterk orka til að afreka eða umræðu. Á hinn bóginn þarf það ekki að skipta máli því merkjun- um getur eigi að síður liðið ágætlega saman. ímyndunarafl í sambandi tveggja vatns- merlga þarf alltaf að varast að láta ímyndunina magna upp hugsanir og búa til at- burði sem gætu gerst. Þau þurfa þvf að gæta þess að draga ekki hvort úr öðru. Neemleiki Annað atriði sem þarf að varast er að tveimur næmum einstaklingum getur hætt til að taka of mikið inn á sig. Ef annar þeirra er f vondu skapi á hinn til að detta nið- ur. Að lokum má geta þess að sterk öryggisþörf og fhaldssemi Krabbans gæti rekist á þörf Fisksins fyrir flölbreytni. Einkaheimur Til að vel gangi þurfa Krabbi og Fiskur að viðurkenna við- kvæmni hvors annars. Þau þurfa því að vanda til orða sinna en jafnframt að gæta þess að safiia ekki upp innri óánægju. Bæði merkin þurfa öryggi og þannig aðstæður í daglegu lffí að þau geti verið útaf fyrir sig þegar þannig stendur á. IMWWjjjjllHMIMHWIjWWMHaWWWWIMMa GARPUR Haee>taxí. te)cu/z ab umh/fffast. ttTA, T!L HVAÐfl RbÐA TEJCUK HAAJN NÓ ? ^ 1 íi x "ii" s \ í u v . — liilll lllll Í:ÍÍ:::ÍÍ:::::::::::Íi: :::::::::: :::::::::: !::::: GRETTIR ff?M pAVfS IZ-I BRENDA STARR HVflU ▼ «5 h^r'flLLTAF' . TRTU AE> 1 KAFfl/VÉ. L/NA At/Nfl (ZfQA AA£B /HÉfZ / SUOH/ 1//B flfl£GOAf EKJC/ SOFNA OTAF V/L 70 KAFF/SOPA *? HflPPl SFFUK EKK/ HELPUF..., /HVAFA ‘Afsökun s/cyco/ I MANF/Z£P x/OTA / Kl/Ö 'LP ? SÍBBOE/N FRÉTTA- T/L KYNN/N<3 ? LJOSKA HS /EUA AP f FÁ AHNAN SKAMMT Þettaer. . SA PRIPJI Jútios SSSlí? AS> Í>AV)pfi& HEF sé EtNS GOTTA® -Höo, TR.ÖÐU PÓ HAFlR GOPA Jy Afsökun FERDINAND :::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::: SMÁFÓLK og hlustaðu á sjóinn . BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Það er lífsreynsla út af fyrir sig að gera sér far um að leita að 4—4 samlegu í trompi, finna hana, segja geimið og fá engan slag á tromp! Nákvæmlega þetta henti einn bandarískan spilara í keppni nýlega. Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ 5 ▼ 10653 ♦ 1095 ♦ ÁG732 Vestur ♦ 108643 ▼ D ♦ 862 ♦ D654 Suður ♦ ÁKG ▼ G742 ♦ ÁKD4 ♦ K8 Austur ♦ D972 ▼ ÁK98 ♦ G73 ♦ 109 Vestur Norður Austur Suður — — — 2 grönd Pass 3 lauf Pass 3 hjörtu Pass Pasa 4 hjörtu Pass Pass Utspil: lauffjarki. Sagnhafi nýtti sér tækifærið til að taka ókeypis svíningu fyr- ir laufdrottninguna og átti því fyrsta slaginn í blindum á lauf- gosann. Og spilaði að sjálfsögðu hjarta. Austur lét níuna, og suður hugsaði sig um dágóða stund áður en hann lét gosann. Vestur sendi lauf til baka, sem sagn- hafi drap heima og spilaði aftur trompi. Heldur ógætilega spilað. Austur tók trompslagina þijá og spilaði tígli. Sagnhafi gat nú sloppið einn niður með því að hleypa á tíu blinds, en hann var alveg heillum horfinn eftir þessa útreið og tók tígulinn ofan frá. Og gaf því einn slag f viðbót á spaðadrottninguna í lokin. Trompíferðin er athyglisvert vandamál. Með þvf að stinga upp gosa ræður sagnhafí við AKD9 hjá austri og ÁKD8 hjá vestri. Það eru tveir möguleikar. En hann tapar á því ef vestur á Á, K eða D blankt. Og það eru þrír möguleikar, svo sagnhafi tók heldur lakari kostinn. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á opnu móti f Gausdal í Noregi í janúar kom þessi staða upp 1 skák þeirra Dive, Nýja Sjálandi og fínnska stórmeistarans Heikki Westerinen, sem hafði svart og átti leik. Hvítur var að enda við að drepa riddara á d5, hann lék síðast 22. Bb2xe5. Heikki var ekki lengi að svara með drottningarfóminni 22. — Dxh3+! og hvítur gafst upp, því hann er óveijandi mát. Westerinen hefur löngum teflt meira fyrir fegurðina en skákstigin. Hann hefur nýlega náð að rffa sig upp úr lægð og er kominn upp fyrir 2400 stig, en þykir ekki tefla eins hvasst og áður. Westerinen er sá skákmaður sem teflt hefur á flest- um ólympfumótu.m í röð, alls tólf. Frá 1966 til 1988 hefur hann aldr- ei látið sig vanta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.