Morgunblaðið - 10.03.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.03.1989, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1989 GXT868 alit þetta • Fjarstýring • Magnari 2x25W meö 5 banda tónjafnara • Útvarp meö FM MV LW, 24 stöðvaminnum, sjálfvirk stöövaleit • Tvöfalt segulband með Dolby B og hraðaupptöku (high speed dubbing) • 70W hátalarar þrískiptir • Vandaöur viðarskápur með glerhurð ■1 STGR. VERÐ I Suðurlandsbraut 16 - Sími 680780 Gunnar Ásgeirsson h.f. SASíYO 29.790 HÖFUM OPNAD Stórverslun í FAXAFEN114 fclk í fréttum Morgunblaðið/RAX Verðlaunahafar ásamt kennara sínum. Frá vinstri á myndinni eru Guðmundur, Sigurður Örn, Hildur og Margrét. ÁSMUNDARSALUR Sýning í tilefni ^ 50 ára afinælis AÍ IÁsmundarsal stendur nú yfir sýn- ing á veggspjöldum í tilefni 50 ára afmælis Arkitektafélags íslands og er hún liður í afmælisári. Eru verkin alls fimmtán talsins unnin af nemendum annars árs í graflskri hönnunardeild MHÍ. Verðlaun voru veitt fyrir þrjú bestu veggspjöldin og var dómnefndin skipuð aðilum frá félagi arkitekta og frá MHÍ. Fyrstu verðlaun hlaut Guðmund- ur Bogason. Á verðlaunavegg- spjaldi er myndefnið stuðlaberg sem tekur á sig mynd byggingar eða byggingareininga. Unnið var úr túss teiknað með pennastöng og litað með þurrpastel. Veggspjaldið verður síðan fjölfaldað og mun Guðmundur teikna það á ný í tvö- faldri stærð. Verðlaunin voru fyrsta flokks teikniborð frá Pennanum. Önnur verðlaun hlaut Margrét Ingólfsdóttir fyrir veggspjald sitt þar sem texti er látinn brúa bil milli fomrar og nútíma bygginga- listar. Hún fékk teikniborð í verð- laun. Hildur Bjömsdóttir hlaut teiknibretti í þriðju verðlaun fyrir mynd sína af húsgafli sem myndað- ur hefur verið með orðinu „arkitekt- úr“. Verðlaunahafamir sögðu að námið væri mjög skemmtilegt, því fylgdi bæði fjölbreytni og oft mikið álag. Þau þrjú vom sammála um að gerð þessa verkefnis hafi verið mjög skemmtileg, sérstakur andi hafi ríkt í bekknum meðan á því stóð. Að sögn kennara þeirra, Sig- urðar Amar Brynjólfssonar, fá nemendur venjulega mánaðartíma í slíkt verkefni en að þessu sinni hafí þau aðeins haft tólf daga. Hann sagði ennfremur að það færð- ist í aukana að farið væri að tengja ýmis verkefni inn í grafísku deildina og kæmu af og til beiðnir um sam- vinnu sem þessa. Sýningin er opin til kl. sex dag- lega og er þetta síðasta sýningar- helgi. Larry Hagman og May til vinstri LARRY HAGMAN Burt með krumlurnar Svo virðist sem Larry Hagman, leikarinn kunni úr Dallas-þáttun- um, eigi fremur erfitt með að halda að sér höndum hvað kven- fólk varðar. Ekki skiptir það máli hvort kona hans, May, er með honum eður ei. Síðast er Larry gerði sig sekan um að leggja krumlur á konubrjóst var í veislu í Beverly-hæðum og eins og sést á meðfylgjandi mynd var kona hans viðstödd. Ef vel er að gáð er hann ekki svo ósvífinn sem ætla mætti. Konan með þeim hjónum á myndinni varð ekki vör við neitt ósiðlegt — mynd- in er einfaldlega fölsuð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.