Morgunblaðið - 10.03.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.03.1989, Blaðsíða 33
deild eftir leguna á Borgarspítala, þá kom gamli togarajaxlinn í ijós. Með óbilandi vilja og atorku í æfing- um tókst honum að ná þeim fram- forum sem fleyttu honum heim í Efstasund á ný um páskaleytið 1987. Heima dvaldist hann síðan með ágætum árangri og aðstoð elskulegr- ar eiginkonu allt fram til ágústmán- aðar 1988, en þá fór heilsu hans mjög hrakandi sem leiddi til sjúkra- húsvistar og aðgerðar sem hann náði sér aldrei að fullu eftir. Svo virtist sem hinn kröftugi logi dugnaðar- og eljumannsins Jóns væri nú að láta undan í stormi lífsins því hægt og bítandi flaraði lífsneistinn út. Þó létti það baráttuna, að hans trausta eigin- kona kom daglega í heimsókn í fylgd einhvers af bömum þeirra til að létta honum þá raun sem honum var búin. Þar féll aldrei dagur úr. Jafnframt var umönnun sú sem hann fékk á B-álmu Borgarspítalans með ágæt- um og starfsliði þar til sóma. Hinn 1. mars sl. urðu síðan þátta- skilin stóru, en þá um kvöldið slokkn- aði lífsneistinn og andi þessa mikil- hæfa manns hélt á vit síns algóða Guðs með trú á fyrirheit þess er þá heima þekkir. Síðustu dagana fyrir andlát hans skiptust bömin á að vera við sjúkra- beð hans og nálgaðist hann því andl- át sitt umvafinn elsku og kærleik þeirra sem hann unni mest. Hann sem við nú kveðjum mun ávallt vekja í huga okkar þær minn- ingar sem við teljum öllum flársjóð- um fegurri, því hvað er fegurra en minningin um góðan eiginmann, föð- ur, tengdaföður, afa og langafa, mann, sem veitti öllum sínum bamaskara ómælt af sjálfum sér og gaf það fordæmi sem við emm stolt af að fylgja. Sjálf þakka ég mínum ástkæra tengdaföður samfylgdina og þá ein- stöku alúð, gæsku og hugulsemi sem hann ávallt sýndi mér og heimili mínu. Minni elskulegu tengdamóður og bömunum þeirra sendi ég mínar alúðarkveðjur og bið algóðan guð að styðja þau og styrkja í þeirra mikla missi. FH-AK /31 fllGAJJF-niOlfOlf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARZ T98F 33 Himnaföðurinn bið ég að taka vel á móti þeim manni sem okkur öllum þótti svo vænt um. Far þú í friði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Lilja Hjördís Þegar við systkinin setjumst niður og fömm að minnast afa okkar, er margs að minnast og langar okkur að skrifa nokkrar línur um hann eins og við munum hann úr æsku okkar. Er við bamabömin hittumst hjá ömmu og afa á Dragaveginum var mikið fjör og fór afi þá oft með okk- ur í gönguferðir niður í Vatnagarða, heilan skara af bömum á öllum aldri og sagði okkur sögur um álfa, tröll og sæskrímsli. Eftir slíkar göngu- ferðir var gott að koma heim til ömmu og fá kökur og mjólk. Svo þegar leið að jólum var til- hlökkunin mikil að fara til ömmu og afa á jóladag og hitta alla krakkana samankomna hjá þeim. Þá var afi í essinu sínu því hann var alltaf í farar- broddi þegar dansa átti í kringum jólatréð. Þetta voru yndislegir tímar og söknum við þeirra. Við systkinin bjuggum spölkom frá afa og ömmu og vorum næstum daglegir gestir hjá þeim og þá var oft notalegt að setjast niður hjá afa og hlusta á sög- ur því alltaf fann hann tíma til að sinna okkur krökkunum. Og svo fengum við líka að starfa með afa. Hann treysti okkur til að mála grind- verkið þó að við værum ung og hrós- aði okkur fyrir vel unnin störf. Elsku amma, góður guð styrki þig í þinni miklu sorg. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, feginn hvíldinni verð. Guð minn gefðu þann frið gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (H. Andrésd. Jón, Margrét, Geir, Ragn- heiður og Geirný. Brids Arnór Ragnarsson Standard — sagnkerfið Út er komin íslensk bók um Standard- sagnkerfið I brids eftir Guðmund Pál Amar- son, ritstjóra Bridsblaðsins. Á kápusíðu seg- ir um kerfið: „Standard sagnkerfið hefur um langt skeið verið útbreiddasta bridskerfi heims. Það tilheyrir flokki svokallaðra „eðlilegra" kerfa, þar sem menn meina það sem þeir segja og hentar þvi byijendum sérlega vel. En það hæfir meisturum ekki siður, þvi endalaust er hægt að byggja ofan á hinn eðlilega og einfalda grunn. Það nýtur sívax- andi vinsælda á íslandi og er að skipa sér á bekk með Nákvæmnislaufínu og Vtnar- kerfinu að útbreiðslu til.“ Bókin er 160 bls. og skiptist I 12 kafla og 10 viðauka. 1 inngangi segir að bókin sé skrifuð með það fyrir augum að hún komi sem flestum spilurum að gagni, hvar á vegi sem þeir eru staddir. Bókin er fáanleg hjá Bridssambandi fs- lands, Sigtúni 9, hjá Bridsbiaðinu, Brautar- holti 4, og í bókabúðum. Bridsfélag kvenna Nú er tveimur umferðum af þremur lok- ið f Mitchell-tvímenningnum, úrslit f riðlun- um f siðasta kvöld urðu þessi: N-S riðill: Ólaffa Þórðardóttir — Hildur Helgadóttir 330 Dúa Ólafsdóttir — Guðrún Jörgensen Erla Ellert8dóttir — 308 Kristfn Jónsdóttir Valgerður Eiríksdóttir — Asta Sigurðardóttir A-V riðill: Véný Viðarsdóttir — 298 296 ElfnJónsdóttir Herta Þorsteinsdóttir — 317 Elfn Jóhannsdóttir Erla Guðmundsdóttir — 294 Gerðurísberg Steinunn Snorradóttir — 290 Þorgerður Þórarinsdóttir Efstu pör eru þá þessi: ólafía Þórðardóttir — 287 Hildur Helgadóttir Véný Viðarsdóttir — 616 Elín Jónsdóttir Valgerður Eirfksdóttir — Asta Sigurðardóttir Steinunn Snorradóttir — 610 592 Þorgerður Þórarinsdóttir Ása Jóhannesdóttir — 584 Kristfn Þórðardóttir Herta Þorsteinsdóttir — 682 Elfn Jóhannsdóttir 680 Bridsfélag Breiðholts Butler-tvimenningi félagsins er lokið. Úrslit urðu þessi: Guðmundur Grétarsson — Ámi Már Bjömsson 134 Jóhann Stefánsson — Guðmundur Baldursson 114 Eymundur Sigurðsson — ólafur Bjömsson 106 Magnús Oddsson — Lilja Guðnadóttir 106 Friðjón Margeirsson — Ingimundur Guðmundsson 104 Murat Serdar — Einar Bjömsson 89 Meðalskor 90 Næsta þriðjudag verður spilaður eins kvölds tvfmenningur. Spilað er f Gerðubergi kl. 19.30 stundvíslega. REGLULEG SKODUN Á ÞJÓNUSTU- VERKSTÆÐINU EYKUR VERDGILDW. Einslakur bill fyrir kröfuharða. Litla barnið þitt verður ótrúlega fljótt að sjálfstæðum táningi. En hann þarf ennþá stuðning þinn. Réttan stuðning. Stundum þarftu að standa fast á þínu og stundum þarftu að gefa eftir. Rétt eins og Regumatic. Regumatic rúmbotn og dýna styðja við líkamann á réttum stöðum og gefa eftir þar sem þarf. Þannig hvílist líkaminn best — með réttum stuðningi. Regumatic stuðningi. Veittu táningnum studning — allan sólarhringinn þínum réttan Regumatic rúmbotn og dýna fást í mörgum stærðum <gg passa í flest rúm. Jafnvel rúmið sem hann smíðaði sjálfur! SKEIFAN 8 108 REYKJAVÍK SÍMI: 91-685588 P&Ó/SlA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.