Morgunblaðið - 10.03.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.03.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1989 Noregur: Myrti gæslukonuna í Mi frá fangelsinu Almenningnr hneykslaður á frjálsræðinu í norskum fangelsum Ósló. Frá Rune Timberlid, fróttaritara Morgunblaðsins. Yfirstjórn fangelsismála í Noregi sætir nú harðri gagnrýni og er ástæðan sú, að fangi, sem dæmdur hafði verið fyrir morð, nauðgaði og myrti fangavörð, konu, sem átti að gæta hans í fríi utan fangels- ismúranna. Refsifangar i Noregi, jafnvel menn, sem dæmdir hafa verið fyrir morð og ofbeldisverk, hafa lengi notið óveiyulegs fijáls- ræðis en nú finnst flestum sem mælirinn sé fullur. Hefur enda hvert hneyksiið rekið annað á sfðustu árum. Það var síðastliðinn laugardag, fangelsi fyrir að hafa myrt frænda í fyrrasumar vakti það mikla athygli þegar upp komst, að Erik Fallo, sem var að afplána þungan dóm fyrir mesta áfengissmygl i Noregi, fékk að fara í langt frí til Danmerkur ásamt flölskyldunni. Anne-Bente Brandal Kenneth Daniélscn (sá lágvaxn- ari) leiddur brott cftir hand- tökuna. að Anne-Bente Brandal, 26 ára að aldri og fangavörður í Ila-fangelsi skammt frá Ósló, fylgdi Kenneth Danielsen, 22 ára gömlum manni, sem afplánar sjö ára dóm vegna morðs, á kvikmyndahús í borginni. Hafði fangelsisstjómin að sjálf- sögðu samþykkt það en þó var ekk- ert vitað í hvaða kvikmjmdahús þau ætluðu. Að sýningu lokinni héldu þau aftur til fangelsisins en á leið- inni réðst Danielsen á Brandal, nauðgaði henni og myrti síðan. Atburðurinn átti sér stað skammt frá Ila-fangelsi og þaðan fór Dani- elsen íótgangandi að bflastæðinu við fangelsið og tók einkabfl Bran- dals. Ætlaði hann sér augljóslega að komast til Stafangurs þar sem hann átti áður heima. Á sunnudag fannst bfllinn í Egersundi og þá um kvöldið náðist Danielsen i Sandnesi skammt fyrir sunnan Stafangur. Danielsen komst fyrst í kast við lögin 11 ára gamall og 1983 var hann dæmdur í 16 mánaða fangelsi fyrir nauðgunartilraun og hnífsstunguárás. Nú var hann í sinn. Þetta mál hefur vakið mikla reiði í Noregi og berast alls staðar að kröfur um, að bundinn verði endi á „fijálsræðið" í norskum fangelsum. „Það er lágmarkskrafa, að borgar- amir séu óhuitir fyrir ofbeldismönn- um á þeim tíma, sem þeir eiga að sitja í fangelsi," sagði til dæmis Carl I. Hagen, formaður Fram- faraflokksins en fyrstu viðbrögð ríkisstjómarinnar eru að banna að kvenfangaverðir séu einir með of- beldismönnum í fríi frá fangelsinu. Helen Bösterud dómsmáiaráðherra segir einnig, að reglur um frí verði hertar og eftirlit aukið með heim- sóknum til fanganna. Bretar fínna vopnbúr IRA: Ottast hryðjuverka- öldu á meginlandinu London, Londonderry. Daily Telegraph. Ecuter. LIÐSMENN úr írska lýðveldishcrnum, IRA, sem hafa mikið magn vopna og sprengiefha undir höndum, undirbúa Qölda gprengjutil- ræða á meginlandi Bretlands, að sögn Douglas Hurds, innanrikisráð- herra Bretlands, á miðvikudag. liann lét þessi orð f&lla skömmu efltir að vopn og sprengiefhi, sömu gerðar og írski lýðveldisherinn er þekktur fyrir að beita, fundust grafin f jörðu skammt frá Scar- borough f Norður-Englandi, þar sem ráðstefiia breska íhaltísflokks- ins fer fram f næstu viku. Gnutsemdir vöknuðu strax um að IRA hefði uppi áform um að ráða Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, og aðra breska ráðberra af dögum þegar þeir sæktu ráðstefnuna. ERLENT Leiðtogar flokksins staðfestu tð ráðstefnan yrði haldin eins og vtí var gert fyrir 17. mars næstkonv andi. Thatcher virðist staðráðin iJb láta sem ekkert hafi í skorist. og Börnin og nútíminn Laugardaginn 11. mars nk. verður haldin ráð- stefna um dagvistar- og skólamál í Valhöll, húsi Sjálfstæðisflokksins, Háaleitisbraut 1. Að ráð- stefnunni standa fjölskyldu- og jafnréttisnefnd Sjálfstæðisflokksins, skóla- og fræðslunefnd flokksins, Landssamband sjálfstæðiskvenna, Samband ungra sjálfstæðismanna, og Hvöt, félag sjálfstæðiskvehna í Reykjavík. Dagskrá ráðstefnunnar er eftirfarandi: Kl. 10.00 Rástefnan sett. Guðrún Zoéga, formaður fjölskyldu- og jafnréttisnefndar. Kl. 10.10 Tillögur sjálfstæðismanna í dagvistar- og skólamál- um. Birgir (sleifur Gunnarsson, alþingismaður. Kl. 10.30 Uppeldi og fræðsla á dagvistum. Selma Dóra Þorsteinsdóttir, formaður Fóstrufélags íslands. Kl. 10.50 Aukið valfrelsi - hærri barnabætur og lægri niöur- greiðslur. Sigurður Snævarr, hagfræðingur. Kl. 11.10 Er þörf á dagmæðrum? Selma Júlíusdóttir, formaður Samtaka dagmæðra. Kl. 11.30 Rekstur og uppbygging dagvistarheimila í Reykjavík. Anna K. Jónsdóttir, formaður stjórnar Dagvista bama í Reykjavík. Kl. 12.00 Hlé. Léttur hádegisverður á staðnum. Kl. 13.00 Er þörf á menntuðu starfsfólki á dagvistum? Guðmundur Magnússon, fyrrv. aðstoðarmaöur menntamálaráðherra. Kl. 13.20 Fyrstu skólaárin. Herdís Egilsdóttir, kennari í Skóla ísaks Jónssonar. Kl. 13.40 Lengri skóladagur - hvers vegna? María Héðinsdóttir, skólastjóri Tjarnarskóla. Kl. 14.00 Almennar umræður. Ráðstefnustjóri: Áslaug Friðriksdóttir, fyrrv. skóla- stjóri Ölduselsskóla. Að loknu hverju erindi gefst tækifæri til að beina fyrirspurnum til ræðumanna. Ráðstefnunni verður slitið ekki síðar en kl. 15.00. Barnagæsla verður á staðnum. Allir velkomnir. vinna það sem hún telur siðferði- legan sigur yfir IRA. Hurd sagði að of snemmt væri að segja til um hvort eitthvað sam- hcngi væri á milli vopnafund&rins í Scarborough og sprengjuverk- smiðjunnar í Clapham suður af London, sem lögregla fann í desem- ber síðastliðnum. „Við eigum í höggi við vel þjálfaða og litla hryðjuverkahópa sem hafa komist yfir umtalsvert magn af vopnum og sprengiefnum. Þeir eru þar af leiðandi stórhættulegir," sagði Hurd. Mark Broughton, sem starfar hjá vikuritinu Jane’s Defcnce Weekly, sagði að sennilegt væri að IRA vildi nú ná „markverðum" árangri því undanfarið ár hefðu aðgerðir þeirra á Norður-írlandi verið klúðurslegar og „árangurinn" oft ekki annar en mannfall í eigin röðum. í Londonderry týndu tveir her- menn lífi og sex rlösuðust á mið- vikudag þegar þeir óku yfir jarð- sprengju sem IRA-menn höfðu komið fyrir og sprengdu með fjar- stýrðum búnaði. „Ég kæri mig ekki um að verða vitni slíku öðru sinni. Líkamsleifar voru nánast út um allt og Land-Rover hermannanna var í tætlum," sagði leigubflstjóri sem slapp naumlega frá sprenging- unni. Að sögn lögreglu voru tveir menn, grunaðir um verknaðinn, handteknir og færðir til yfirheyrslu. Grænland: Vilja sitja ein- ir að rækjunni Kaupmannahöfia. Frá NJ. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. Embættismannanefiid frá gi'ænlensku landsstjórninni er nú komin til Brussel til viðræðna við fúlltrúa Evrópubandalagsins lun nýjan fiskveiðisanming. Á hann að taka gildi árið 1990 þegar núverandi fimm ára samningur rennur út en fyrir hann greiðir EB Grænlendingum sem svarar rúmlega hálfan annan milljarð fsl. kr. árlega. Grænlendingar leggja nú áherslu á, að þeirra eigin togarafloti sé orð- inn það stór, að þeir geti sjálfir tekið allan rækjukvótann. Þess vegna sé aðeins um aðrar tegundir að ræða, til dæmis karfa, þorsk og loðnu. Hefur þessi afstaða þeirra vakið reiði í Danmörku enda hafa tveir togarar frá Borgundarhólmi byggt upp rækjuveiðamar við Grænland og fengið í mörg ár ákveðinn hluta af kvóta Evrópu- bandalagsins. Hafa þeir veitt 900 tonn árlega fyrir um 360 milljónir ísl. kr. og á Borgundarhólmi eiga 100 manns atvinnuna undir þessum veiðum. Á þingi Norðurlandaráðs í Stokk- hólmi á dögunum hittust þeir Lars P. Gammelgárd, sjávarútvegsráð- herra Dana, og Kaj Egede, starfs- bróðir hans grænlenskur, og sagði þá Gammelg&rd, að Danir ætluðu sér að veiða rækju við Grænland, annað kæmi ekki til greina. EB leggur líka mikla áherslu á að fá rækjukvóta við Grænland því að bandalagið hefur notað þá í skiptum fyrir aðgang að norsku fiskveiðilög- sögunni í Norðursjó. Gömul skuld afskrifuð London. Reuter. SKÓSALI i Oxford á Englandi heftir afekrifað 76 ára gamla skuld Rauða barónsins, helstu flughetju Þjóðveija i fyrri heimsstyijöld. Manfred von Richthofen barón keypti par af gaddaskóm þegar hann var við nám í Oxford-háskóla árið 1914 en gleymdi hins vegar að greiða skóna þvi hann var kallaður i skyndi heim til Þýskalands þegar strið braust út. „Þessari færslu í bókhaldinu er ekki auðvelt að gleyma," var haft eftir eiganda Duckers- skósölunnar, Georges Purves, i breska dagblaðinu Daily Tele- graph nýlega. Það var vinur Hermanns von Richthofens baróns, sendiherra Vestur-Þýskalands í Bretlandi og frænda Rauða barónBÍns, sem fékk frænda flughetjunnar með sér inn í skósöluna og sýndi honum reikninginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.