Morgunblaðið - 10.03.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.03.1989, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1989 Magrir Hestadagar í reiðhöllinni _________Hestar_____________ Valdimar Kristinsson Eftir tvenná vel heppnaða Hestadaga í Reiðhöllinni komu einir magrir. Flest sýningarat- riðin nú voru greinilega ekki eins vel æfð eða jafn mikið í þau lagt og gert var á síðasta vetri. Þá má telja að slæmt tíðarfar í vetur hafi sett strik í reikninginn því hross eru greinilega ekki komin i eins góða þjálfun nú og venja er til á þessum tíma. En þrátt fyrir þetta var ýmis- legt sem gladdi augað á sýning- unni og má helst nefna sýningu Reynis Aðalsteinssonar á glæsi- legum hesti Tvisti frá Smáhöm- rum. Sýndi Reynir þar nýstárlega hugmynd sína um gæðingakeppni en einnig komu þeir fram í hlýðni- æfingum ásamt Sigurbimi Bárð- arsyni og stóðhestinum Sokka frá Kolkuósi. Kynbótahross voru sýnd bæði stóðhestar og hryssur. Ekki voru stóðhestamir upp á marga físka á fyrstu sýningunni en fóru batnandi með hverri sýningu og voru bestir á sunnudagskvöld. Sýndu þeir Adam frá Meðalfelli og Atli frá Syðra-Skörðugili þá ágætar rispur. Af hryssunum voru einkum tvær sem vöktu athygli glæsihryssan Drottning frá Akur- eyri sem er undan Hóla-BIesa og Or frá Akureyri en hún stóð efst af unghryssum á Landsmótinu á Vindheimamelum 1974 með um 8,50 fyrir byggingu. Drottning virðist gefa móður sinni lítið eftir hvað útlit varðar. Hin hryssan heitir Sæla og er frá Gerðum, undan Ófeigi 882 frá Flugumýri og Fífu frá Fífuhvammi, hágeng og kröftug hryssa, jafnvíg á allan gang. Nokkrar konur í Félagi tamn- ingamanna voru með bráð- skemmtilega frísklega töltsýningu þar sem ekki var riðið af neinni hálfvelgju og böm og unglingar voru með sinn hlut í sýningunni Morgunblaðið/V aldimar Kristinsson Hestur Reynis Aðalsteinssonar Tvistur frá Smáhömrum vakti mikla athygli og var án efa besti hestur sýningarinnar. Krakkarnir stóðu vel fyrir sínu, vel ríðandi og reiðmennskan til fyrirmyndar. og stóðu sig vel að vanda. Skúli Amper Ohmarsson betur þekktur sem Skúli rafvirki er nú kominn á fullt í hestamennskuna og átti hann leið um Reiðhöllina þegar sýningar stóðu yfir og reitti þar af sér góða brandara ásamt bróður hans Ladda, Haraldi Sig- urðssyni, við góðar undirtektir. Þá mætti á tvær sýningar stórstir- nið Sverrir Stormsker og varð hann sér til stórskammar með blótsyrðum og klámkjafti og end- aði aðra sýninguna á því að látast gefa hestinum sem hann sat á kjaftinn, — gaf hann honum kannski á kjaftinn? Öllum til mik- ils léttis boðaði þessi ágæti laga- smiður en lélegi skemmtikraftur forföll á sunnudeginum. Það var vitað mál fyrirfram að erfitt yrði að ná upp jafngóðum sýningum og í fyrra. Atti maður því kannski ekki von á miklu nú. Sýningamar nú voru ágætis skemmtun en óneitanlega hefði framkvæmd og skipulagning mátt vera betri. Ekki er ástæða til að örvænta því ekki er að efa að næstu Hestadagar verði með nýj- um og spennandi atriðum og allt lagt í sölumar að vel takist til. Aógangseyrir kr. 300, TUNGLIÐ Hljómsveitin Hafrót heldur uppi kráarstemmningu í kvöld Bíókjallarinn er opinn frá kl. 18 öll kvöld Diskótekið opnar kl. 22 ÖLL KVÖLD ^ÐGANGSEVBI' AtBmSS. N '<r- OLÆSIBÆ ÁLFHEIMUM 74. SÍMI686220. FÖSTUDAGUR: Hljómsveitin „/QBJJIWIH tíÚÍfíS“ ásamt söngkonunni finnu Vilhjálms skemmta gestum Danshússins í kvöld frá kl. 22.00 til 03.00. Rúllugjald kr. 600,- Snyrtilegur klæðnaður. Opnum í kvöld kl. 22.30. Dansaðtil kl. 03.00. Hljómsveitin sem sló í gegn í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði og Breiðfirðingabúð „i den tid“ skemmtir kl. 23.00. Bjöggi, Pétur, Steinar, Viðarog Björn Thoroddsen aftur í Hafnarfirði eftir 20 ár. Hafnfirðingar nú er tækifærið. Fjölmennið. HJómsvemnm%EM leikur fyrir dansi til kl. 03.00. Strandgötu 30, Hafnarfirði, sími 50249 /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.