Morgunblaðið - 10.03.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ -FðSTUÐAGUR lb. MÁRZ51989
31
Fara kennarar í verkfall?
eftirBjörn Búa
Jónsson
Á næstu dögum þurfa kennarar í
HÍK að gera upp við sig hvort þeir
eigi að samþykkja boðun verkfalls
sem heflist 6. apríl hafí samningar
ekki náðst við ríkið fyrir þann tíma.
Sumir halda því fram að kennarar
og aðrir ríkisstarfsmenn hafi góð
laun. Staðreyndin er hins vegar sú
að byrjunarlaun kennara með BA-
próf og uppeldis- og kennslufræði
eru 57.225 krónur á mánuði. Þessi
laun eru greidd fólki með fjögurra
til fimm ára háskólanám og afborg-
anir af námslánum á bakinu. Kennar-
inn verður að leggja til vinnuaðstöðu
og gögn á heimili sínu og kosta það
sjálfur.
Kennsla er skemmtilegt og gef-
andi starf og það er ánægjulegt að
vinna með ungu og lífsglöðu fólki.
Því mætti ætla að margt námsfólk
stundaði háskólanám, t.d. í raun-
greinum, með það að markmiði að
verða kennarar. Reyndin er hins veg-
ar sú að í sumum mikilvægum grein-
um, t.d. eðlis-, efna- og stærðfræði
eru mjög fáir eða jafnvel engir við
nám sem ætla að leggja fyrir sig
kennslu í framhaldsskóla. Þeir sem
hafa hæfileika og áhuga á að nema
raungreinar velja önnur störf en
kennslu, svo sem tæknifræði eða
verkfræði. Núna eru byijunardag-
vinnulaun tæknifræðings 76.683
krónur á mánuði og því meira en
þriðjungi hærri en byijunarlaun
framhaldsskólakennara, þó er nám
tæknifræðings í flestum tilvikum
styttra en kennara.
Ef þjóðin á að byggja afkomu sína
á hugviti og hátækni eins og ráða-
menn halda gjaman fram á tyllidög-
um verða að vera til kennarar mennt-
aðir í þeim greinum sem eru undir-
staða tækni. Vart þarf að taka fram
að kennsla í húmanískum fræðum
er ekki síður mikilvæg, að ekki sé
minnst á móðurmálið á þessum
síðustu tímum.
HÍK hefur verið með lausa samn-
inga í fjórtán mánuði. Á árinu 1988
tókst ekki að semja áður en lög, sem
bönnuðu kjarasamninga tóku gildi.
Fulltrúar ríkisins þæfðu málið á 17
samningafundum og voru alls ekki
til viðræðu um að leiðrétta lcjör kenn-
ara. Hið eina sem kom frá þáverandi
flármálaráðherra og formanni Al-
þýðuflokksins var það að hann réðst
í blaðagrein á kennarastéttina með
órökstuddum dylgjum og undarleg-
um meðaltalsreiknikúnstum. Kenn-
arar voru sagðir vinna hálfan dag
nánast hálft árið á háum launum.
Sú blaðagrein var fest upp á mörgum
kennarastofum um land allt og mun
hún lengi í minnum höfð.
Nú er í fjármálaráðuneytinu ráð-
herra sem oft hefur bent á nauðsyn
„Eina skýra svarið sem
ráðherrar hafa gefið,
er að reyna eigi að
vernda kaupmátt launa
fyrsta árs^órðungs
1989.____________________________
þess að leiðrétta kjaramun f þjóð-
félaginu. í grein, sem hann ritaði í
Dagblaðið 11. mars 1987, segir:
„Á næstu mánuðum þurfa því að
verða þáttaskil í launabaráttunni í
landinu. Það verður að gera kröfuna
um 35.000—45.000 króna lágmarks-
laun að veruleika. [Innskot: Þetta
jafngildir 52.000—66.000 krónum í
dag.] Það verður að veita þeim sem
vinna við sköpun útflutningsverð-
mæta og þeim sem vinna við uppeldi
æskunnar og umönnun sjúkra og
aldraðra forgang í nýju launakerfi.
Ríkisstjóm og ráðamenn, sem ekki
gera slíka stefnubreytingu að kjama
allra aðgerða í kjaramálum, eiga
bókstaflega ekki fétt á að ráða örlög-
um íslands. Þeir munu bera ábyrgð-
ina á þvf að íslendingar halda áfram
að dragast aftur úr öðrum þjóðum."
Þetta voru orð ráðherrans fyrir
tveimur árum.
Vorið 1987 náðist með kjarasamn-
ingi eftir harða baráttu dálítill áfangi
í samræmi við þá stefnu sem núver-
andi fjármálaráðherra boðaði þá. En
á árinu 1988 hvarf sá ávinningur
þannig að nú er svo komið að kaup-
máttur er 6—8% lakari en hann var
í janúar 1987 þegar kennarar töldu
fulla ástæðu til að fylgja kröfum
sínum eftir með verkfalli.
Eins og áður segir hafa samningar
HÍK verið lausir í 14 mánuði. í fímm
mánuði af þessum 14 hefur núver-
andi fjármálaráðherra verið yfirmað-
ur samninganefndar ríkisins. Á þess-
um fímm mánuðum hefur stjóm HÍK
ekki tekist að fá nema tvo samninga-
fundi. Á seinni fundinum, sem var
3. mars, lagði fjármálaráðherra fram
efnisyfírlit að félagsmálapakka. {
þessu yfirliti eru talin upp mörg mik-
ilvæg þjóðþrifamál sem flestir eru
sammála um að vinna beri að, en
mörg þeirra verður að leysa á öðrum
vettvangi en í kjarasamningum. Eina
skýra svarið sem ráðherrar hafa gef-
ið, er að reyna eigi að vemda kaup-
mátt launa fyrsta ársfjórðungs 1989.
Fyrir kennara í HÍK þýðir þetta um
20% kauprán ef miðað er við samn-
inginn 1987, þetta samsvarar því að
kennarar vinni einn dag kauplaust í
hverri viku.
Hefur núverandi fjármálaráðherra
skipt algjörlega um stefnu og skoðun
við að verða ráðherra? Um það em
nokkur hjákátleg dæmi samanber
fyrrverandi fjármálaráðherra sem
var í stjómarandstöðu talsmaður fyr-
ir að bæta kjör kennara en harður
Björn Búi Jónsson
andstæðingur þess þegar hann varð
ráðherra. En ég trúi því ekki fyrr en
á reynir að þetta eigi einnig við um
núverandi fjármálaráðherra. En úr
þessu mun reynslan skera.
Ég býst við því að kennarar sam-
þykki boðun verkfalls. Hin smánar-
legu kjör og framkoma fulltrúa ríkis-
ins frá því í fyrra munu sjá til þess.
Vonandi reynist núverandi fjármála-
ráðherra hæfari í þessum efhum en
fyrirrennari hans og vonandi að aðil-
ar leggi sig fram um að semja. Að
öðrum kosti mun sverfa til stáls.
Kennarar munu líklega ekki sætta
sig lengur við smánarlqör.
Hufundur er raungreinakennari t
Menntaskólanumí Reykjavík og
varamaður i sijórn Hins islenska
kennarafélags.
STIL
ULLARNÆRFÖTIN Á
ALLA FJÖLSKYLDUNA
KAPP-
KLÆÐNAÐUR
BORNUNUM
LÍÐUR VEL í KAPP
KLÆÐNAÐI _
NORSKAR
LOPAPEYSUR
ODYRAR
SKYRTUR OG
GALLABUXUR
illl
Dæml um vefð:
buxur
Dærrii um v
herrabuxur
Dæmi um verð
buxur
ISLENSKAR
ULLARHOSUR
VATTERAÐU R
KULDAGALLI Á GÓÐU
VERÐI
HLYIR OG STERKIR
SNJÓSLEÐAGALLAR
DOKKBLAAR
FROTTE HOSUR
skyrtur á mynd
vinnuskyrtur
Dæml um verð:
stærð 8-9 V.i
Dæmi um verð
stærð 10—11
galiabuxur
kr. 1.593,- | kr. 1.938,- kr. 1.265,-
Dömubuxur jakki jakki
kr. 1.318,- kr. 2.633,- Kr. 1.376,-
WtMESM-m
mm
• £■ '
Fí
Hjá okkur feerðu fleira en
góðar gallabuxur á 1.180,- krónur
Verslun athafnamannsins.
SENDUM UM ALLT LAND.
Grandagarði 2, sími 28855, Rvík.