Morgunblaðið - 10.03.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.03.1989, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1989 27 Forsætisráðherra og sjávarútvegsráðherra: SKÍÐANÆRFÖTIN Kaupum ekkí tollfríð- índi með veiðiheimildum „Yfirþjóðlegar stofnanir“ ekki til umræðu Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sagði í utandagskrárum- ræðu í gær að hvorki afsal fullveldisréttinda né „yfirþjóðlegar stofhan- ir“ kæmu við sögu í fyrirhugaðri yfirlýsingu fundar forsætisráðherra EFTA-ríkja í Osló. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra sagði að ekki stæði til að bjóða veiðiheimildir hér fyrir tollfríðindi í EB- ríkjum, en semja megi um nýtingu sameiginlegra stofiia: loðnu, karfa, rækju og kolmunna, til að fyrirbyggja rányrkju. Kristín Einarsdóttir (Kvl(Rvk) hóf utandagskrárumræðu á Alþingi í gær um væntanlega yfirlýsingu forsætisráðherra EFTA-rílqa um afstöðuna til EB. Umræðan verður lítUlega og efiiislega rakin hér á eftir. „Yfirþjóðlegar stofnanir“ Kristín Einarsdóttir (Kvl/Rvk) hóf mál sitt á því að hún hefði áhyggjur vegna frétta um drög að yfirlýsingu væntanlegs fundar for- sætisráðherra EFTA-ríkja, sem haldinn verður í Osló 14. og 15. marz nk., þar sem fjallað verður um afstöðuna til EB, með hliðsjón af framþróun mála þar og fyrirhugaðr- ar breytingar á EB 1992. Hún lagði sérstaka áherzlu á það að ekki verði ýjað að afsali neins konar fullveldisréttinda í yfírlýsingu „toppfundar EFTA“ eða tilurð ein- hvers konar „yfirþjóðlegra stofnana" á vegum bandalagsins. Forsætisráðherra á ekki að halda utan á fyrirhugaðan toppfund EFTA-ríkja, sagði þingmaðurinn, án þess að gera Alþingi grein fyrir stöðu mála og því, að hverju er stefnt með fundinum. Vilji Alþingis á að ráða ferð í málinu. Fríverzlun með sjávarafurðir — ekkert réttindaafsal Steingrfmur Hermannsson, for- sætisráðherra, sagði að réttindaaf- sal eða yfirþjóðlegar stofnanir yrðu ekki á dagskrá fundarins í Osló né í yfírlýsingu sem þar kynni að verða undirrituð. Forsætisráðherra sagði hinsvegar að milli 55-60% af utanríkisviðskipt- um okkar, bæði innflutningi og út- flutningi, væri við EB-ríkin. Tollfríð- indi fyrir fiskafurðir okkar á þessum markaði skiptu miklu. Sem og fríverzlun með fískafurðir. „Við fengum hinsvegar þau svör að EFTA-ríkin þyrftu fyrst að semja um fríverzlun á fiski sín á milli, áður en þau færu fram á fríverzlun við EB með fiskafurðir. Þetta mál verður m.a. rætt í Osló. Finnar einir EFTA-ríkja halda enn í andóf gegn fríverzlun með fisk. Sérstök nefnd innan EFTA-ríkjanna vinnur nú að þessu máli. Við leggjum áherzlu á að fá inn í yfirlýsingu Oslo-fundarins grein sem kveður á um fullt verzlun- arfrelsi með sjávarafurðir innan EFTA.“ Forsætisráðherra vék síðan að ijórföldu samskiptafrelsi, sem að væri stefnt í EB: 1) fríverzlun, 2) samskonar frelsi í þjónustuviðskipt- um, 3) ftjálsum flutningum fjár- magns og 4) fijálsum flutningum vinnuafls. Við höfum áhuga á fyrsta þættinum, fríverzlun, sagði forsætis- ráðherra. Forsætisráðherra sagði EFTA- ríkin ræða sin í milli um viðbrögð við framvindu innan EB. Þær við- ræður eru enn sem komið er trúnað- armál. í þeirri yfirlýsingu, sem að er unnið, verður ekki rætt um neins- konar réttindaafsal af okkar hálfu eða yfirþjóðlegar stofnanir. Þessi mál verða sérstaklega rædd við Evrópu-nefnd okkar siðar í dag, sagði ráðherra. Ráðherra sagði að við yrðum að ræða um markaðshagsmuni okkar í EB-ríkjum, annað hvort í samfloti með öðrum EFTA-ríkjum, eða einir sér. Þar væru um mikla hagsmuni að tefla. Horft til allra átta Július Sólnes (B/Rn) spurði, hvort sú yrði niðurstaðan, að íslend- ingar einir stæðu utan Evrópusam- starfs um aldamótin. Júlíus taldi eðlilegt, eins og mál standi nú, að vera utan EB, en leita hagstæðra samninga við bandalagið. Spuming væri hinsvegar, hvort slíkir samningar eigi að vera í samfloti við önnur EFTA-ríki. Hann sagði og að við hefðum hagsmuna að gæta víðar, svo sem í Bandaríkjun- um, Asíu og jafnvel í þriðja heimin- um. Við eigum ekki að einblína um of á EB, sagði þingmaðurinn, heldur horfa til allra átta. Virk hagsmunagæzla Eyjólfur Konráð Jónsson (S/Rvk) taldi að fundurinn í Osló gæti orðið hinn merkasti, m.a. ef fram næðist fríverzlun með fisk. EFTA og Norðurlandasamstarf væri og vettvangur til víðtækari hagsmu- nagæzlu, m.a. í sambandi við meng- unarvamir hafsins, sem geymdu sjávarauðlindir fiskveiðiþjóðanna við N-Atlantshaf og Eystrasalt, sem og hafsbotnsréttindi. Eyjólfur sagði og mikilvægt ef önnur EFTA-ríki yrðu stuðningsaðil- ar okkar þegar við reyndum að styrkja markaðsstöðu okkar hjá EB. Og sjálfgefið væri að ræða við EB, en hinsvegar kæmi ekki til mála að tala um fískveiðiheimildir í lögsögu okkar. Réttindi okkar á þessu sviði væm óumdeild, ættu sögulegar og lagalegar stoðir. Eyjólfur gerði grein fyrir heim- sóknum utanríksmálanefndar Al- þingis til EB, 1986 og 1988, og vitn- aði til ræðu Delors, forseta ráð- herranefndar EB, sem hafi verið ein- staklega vinsamleg íslendingum. Halda verður fast á málum Hjörleifur Guttormsson (Abl) fagnaði þeirri yfirlýsingu forsætis- ráðherra að á toppfundi EFTA í Osló væri hvorki á dagskrá að af- sala neins konar fullveldisrétti né innleiða jrfirþjóðlegar stofnanir. Halda yrði fast á þessum málum, ekki sízt af hálfu þjóðþinga, sem ættu undir högg að sækja gagnvart framkvæmdavaldinu. Samfelld þróun frá stríðslokum Kjartan Jóhannsson (A/Rn) sagði m.a. að samfelld samstarfs- þróun Evrópuríkja hefði staðið allt frá lyktum síðari heimsstyijaldar. Þeir múrar í samskiptum ríkjanna, sem brotnir yrðu 1992, væru hvorki fyrsta né síðasta skref þessarar þró- unar. Ríki utan EB gætu ekki horft fram hjá þessari þróun, allra sízt þegar miklir viðskipta- og sam- skiptahagsmunir kæmu við sögu. Kjartan rakti síðan þá hagsmuni, sem við ættum að verja, fríverzlun með físk, tollfríðindi, flugsamgöngur o.fl. o.fl. Einnig samstarf á sviði mennta og rannsókna, m.a. haf- rannsókna; víða sköruðust hags- munir. Þessi mál koma upp á borð EFTA-þjóða, bæði sameiginlega og hverrar fyrir sig, hvort sem þeim líkaði betur eða ver. Þessi mál verð- ur að ræða og taka afstöðu til þeirra. Hann sagði ástæðulaust að hræð- ast allar breytingar, aðalatriðið væri að meta þær rétt og sinna hagsmu- nagæzlu í þágu þjóðarinnar. Sjálf- gefið væri að ræða við EB, heyra Samskiptin við Evrópubandalag- ið bar mikið á góma þegar rætt var utan dagskrár á Alþingi í gær um væntanlega yfirlýsingu for- sætisráðherra EFTA um afetöð- una til EB. Myndin sýnir fána Evrópubandalagsins. hvað bandalagið hefur fram að færa, og taka síðan afstöðu með hliðsjón af viðblasandi staðreyndum. Skrítín útlegging Morgunblaðsins Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, sagði að sú umræða, sem fram hafí farið um þessi mál hér á landi, hafí verið hin undarleg- asta. Skilja hafi mátt að íslenzka ríkisstjómin hafi nánast boðið veiði- heimildir hér við land. Það er af og frá, sagði ráðherra, það hefur ekki verið gert og stendur ekki til. Sjávarútvegsráðherra sagði það furðu gegna, hvem veg Morgun- blaðið hafi lagt út af þessu máli. Leiðarar blaðsins fæm víða, bæði hérlendis og erlendis. Annað mál er, sagði ráðherra, að utanríkisviðskipti skipta þjóðarbú- skap okkar miklu máli, ekki sízt við- skiptin við EB-ríkin. Þessvegna er okkur kappsmál að ná góðum samn- ingum við bandalagið. Það er stefna EB að veiðiheimild- ir komi í stað aðgangs að markaði, en stefna okkar er hinsvegar sú, að ekki komi til mála að veita aðgang að auðlind gegn aðgangi að markaði. Það má hinsvegar ræða önnur svið sjávarútvegsmála. Við eigum sameiginlega sjávarstofna með EB- ríkum: loðnu með Norðmönnum og Grænlendingum, karfa og rækju með Grænlendingum, og kolmunna með EB. Grænlendingar hafa afhent EB-ríkjum nýtingu þessara stofna, að dijúgum hluta. Nauðsynlegt væri að semja um nýtingu sameiginlegra stofna til að koma í veg fyrir rán- yrkju þeirra. Ráðherra vék og að fríverzlun með fisk í Evrópu og tollfríðindum og sagði einsýnt að við ættum mik- illa hagsmuna að gæta. Hann benti á að Norðmenn hefðu tryggt sér tollfríðindi fyrir saltfisk gegn veiði- heimild. Pólitískar keilur Páll Pétursson (F/Nv) taldi mál Jón Baldvin Hannibalsson, ut- anríkisráðherra, sagði að ekki væri mikil von til árangurs ef boðað yrði fyrirvaralaust til ráðstefnu um þetta mál. Ekki ætti að halda ráð- stefnu ráðstefnunnar vegna. Við þessi í góðum höndum forsætisráð- herra. Það hafi verið frumhlaup hjá þingmanni Kvennalista að hefja ut- andagsskrárumræðuna. Hann hafi haft aðgang að öllum gögnum máls- ins hjá Evrópunefndinni. Tilgangur umræðunnar væri sá einn að slá pólitískar keilur. Páll sagðist hinsvegar hafa svip- aða afstöðu til EB og málshefjandi. Það er ekki á dagsrká þingmeirihlut- ans að ganga í EB, sagði hann, „enda væri það hreinn óvitaskapur nú“. Páll sagði EB ekki bandalag þjóða, heldur stjómvalda og fyrir- tækja. Hann sagði og að EB hefði ekki áhuga á aðild hlutlausra þjóða eins og Austurríkis, Sviss, Finnlands og Svíþjóðar. EFTA yrði því áfram til og það bæri að styrkja. Engar veiðiheimildir Guðmundur H. Garðarsson (S/Rvk) sagði umræðuna tímabæra og að mestu málefnalega. Þakkaði hann málsheQanda fyrir að hreyfa málinu. Þingmaðurinn sagði það rangt hjá sjávarútvegsráðherra að því hafi verið haldið fram að ríkisstjómin hafi falboðið veiðiheimildir. Það hafi hvergi verið gert. Hinsvegar hafi forsætisráðherra (Tíminn 9. marz) og utanríkisráð- herra (Morgunblaðið 8. marz) gefið misvísandi yfírlýsingar í málinu. Það eitt hafi verið tilefni til að hreyfa málinu á Alþingi. Þing og þjóð eigi rétt á vitneskju um, hver væri stefna ríkisstjómarinnar í jafn þýðingar- miklu máli. Mín skoðun er sú, sagði Guð- mundur, að ekki komi til greina að he§a viðræður við EB á gmndvelli veiðiheimilda hér, sama á við um veiðiheimild gegn veiðiheimild; við höfum einfaldlega ekkert til skipt- anna. Hinsvegar er mikilvægt að ræða um mengunarvamir í N-Atlants- hafinu, til þess að tryggja vöxt og heilbrigði fiskistofnanna. Lokaður þingfundur Albert Guðmundsson (B/Rvk) krafðist þess að haldinn yrði lokaður þingfundur í stað nefndafundar, um þetta mikilvæga mál, þar sem öll gögn yrðu lögð fram. Þjóðkjömir þingmenn ættu heimtingu á því að forsætisráðherra gerði þeim glögga grein fyrir málinu, áður en hann héldi til Osló. Hvergi sagt að bjóða eigi veiðiheimildir Jón Baldvin Hannibalsson ut- anrikisráðherra sagði rangt að hann hafi talið rétt að bjóða upp á veiðiheimildir fyrir tollfríðindi fiskaf- urða í EB-ríkjum. Við yrðum hins- vegar að ræða við samningsaðila um hagsmunamál okkar. yrðum að hafa samvinnu við þau ríki sem stjórnuðu þróun þessara mála. Taldi utanríkisráðherra að við ættum að setja okkur markmið í þessum efnum og vinna síðan að þeim kerfísbundið. Utanríkisráðherra: Vinna þarf að af- vopnun í höfiinum Hjörleifur Guttormsson (Abl/Al) spurði í gær utanríkisráðherra hvort ríkisstjórnin væri reiðubúin að eiga frumkvæði að þvi að boð- að yrði til alþjóðlegrar ráðstefiiu hérlendis til að Qalla um afvopnun á og í höfunum. Þér verður ekki kalt í norsku skíðanær- fötunum. OPIÐ laugardaga 9-12 Grandagaiði 2. Rvík., sími 28855 ÖRNINNÍ Spítalastig 8 v/Óðinstorg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.