Morgunblaðið - 10.03.1989, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.03.1989, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1989 9 Átt þú spariskírteini ríkissjóðs sem eru innleysanleg núna? Kauptu ný skírteini með 6,8% til 7,0% ársvöxtum í stað eldri skírteina. Sala og innlausn fer fram í Seðlabanka Islands. %ss^ m Góðan daginn! Airamtap- rekstur! í greininni í Fiskifrétt- um segir Einar Oddur: „Á sl. 10 árum hefur i 7 ár verið taprekstur á íslenskum sjávarútvegi. Slíkt dregur dilk á eflir sér. Á sama tímabili hef- ur þessi þjóð stanslaust safiiað skuldum erlendis. Þessi skuldasöfiiun er ekki að minnka, heldur eykst hún stöðugt ár frá ári. Á þessu ári stefiiir i viðskiptalialla ca. 14-15 þúsund niiUjónir. Þar með hefiir teldst að safiia 30 þúsund niilljónum í erlendum skuldum að- eins á þremur árum. Margir taismenn at- vinnulífsins hafit löngum haldið þvi fram, að beint samhengi sé milli tap- reksturs framleiðslufyr- irtækja á íslandi og skuldasöfhunar þjódar- innar erlendis. Eina leid- in til að stöðva taprekst- urinn sé að skuldasöfiiun Bjart framundan í grein í nýjasta tölublaði Fiskifrétta, gerir Einar Oddur Kristjáns- son, framkvæmdastjóri Hjálms hf. á Flateyri, hina nýju sjóði ríkis- stjórnarinnar, Atvinnutryggingarsjóð og Hlutafjársjóð, að umtals- efni. Telur hann stjórnvöld seint deyja ráðalaus. Fyrst lánar Atvinnutryggingarsjóður fyrir tapinu og síðan, þegar fyrirtækin hafa tapað öllu eigin fé, leggur Hlutafjársjóður nýtt fé í hin gjald- þrota fyrirtæki. Allt er þetta auðvitað fjármagnað með erlendum lánum. Mega þessi snjallræði ekki gagnast okkur víðar, spyr Einar Oddur og leggur til að stofnaður verði sérstakur Orkutrygg- ingarsjóður til að fjármagna tap orkufyrirtækja. Ef í harðbakka slær má svo alltaf stofna Hlutabréfasjóð orkufyrirtækja. Já, það er bjart framundan. erlendis sé hætt og þjóðin miði eyðslu sína við afla- fé. Stjómvöld haía að sjálfeögðu engan áhuga á þessum sjónarmiðum, þvi tilgangur þeirra er alls ekki að stöðva tap- reksturinn, heldur þvert á móti, að finna leið tíl þess að halda honum áfram, og með nýjustu lagasetningu þeirra má segja að bærilega hafi til tekist.“ Sjóðimir Síðan segir Einar Odd- ur: „Það fé sem atvinnu- vegimir hafit tapað á undanfömum árum, það fé er farið og notast þvi ekki í framleiðslunni. í staðinn þarf að £á fé að láni, — sem sagt það verður að fjármagna tap- ið. Á þessu vandamáli hafa islensk stjómvöld sýnt mikinn og góðan skilning. Nýverið tók rikið erlend lán upp á nokkra milljarða króna til að leggja i nýjan sjóð: Atvinnutryggingarsjóð. Sjóðurinn heftir það hlut- verk að lána sjávarút- vegsfyrirtækjum, svo þau getí haldið áfram að tapa. Ekki er að efii góð- an hug þeirra sem að sjóði þessum standa. Þau vandkvæði hafit að visu komið upp að svo grátt hefiir sjávarútvegurinn verið leikinn hin seinni ár, að fjöldi fyrirtækja hefiir nú þegar tapað nær öllu sínu fé, — gerist þvi þröngt um veðin á þeim bæjum, eins og gef- ur að skilja. Em nú góð ráð dýr, en til allrar ham- ingju hafit stjómvöld ráð undir rifi hveiju. Fyrir nokkrum dögum var samþykkt á Alþingi að stofiia enn nýjan sjóð: Hlutafjársjóð, sem ætlað er það hlutverk að taka erlend lán tíl þess að leggja fram nýtt hlutafé í gjaldþrota sjávarút- vegsfyrirtæki. Sýnist mér þvi framtíd sjávarút- vegsins vera allbjört um þessar mundir, að visu halda fyrirtækin áfram að tapa, en það ættí ekki að koma að sök, að minnsta kostí ekki ef sjóðirair vinna vel sam- an. Fyrst fá menn lán hjá Atvinnutryggingarsjóði meðan veðin em tíl, en síðan snúa þeir sér tíl hins sjóðsins, „Hluta- bréCasjóðsins", og fá þar nýtt hlutafé, verða þann- ig aftur lánshæfir í At- vinnutryggingarsjóði um hrið, og þannig getur þetta gengið koll af kolli um ókomna tíð.“ Stofnum Orkutrygg- ingarsjóð Loks segir Einar Odd- un „En úr því búið er að finna þessa maka- lausu leið til bjargar þessum volaða sjávarút- vegi, þá spyr ég: Mega slík sqjallræði ekki gagn- ast oss viðar? Frá þvi hefiu- verið sagt i §öl- miðlum að orl'ufyrirtæki landsins eiga við mikinn taprekstur að striða um þessar mundir. Allir hljóta að sjá, að ekki geta orkufyrirtæki endalaust setíð uppi með tapið, stjómvöldum ber skylda til að Qármagna þetta tap á einhvem hátt. Ég legg þvi til að stofiiaður verði „Orkutryggingar- sjóður". Hlutverk sjóðs- ins yrði að sjál&ögðu að taka erlend lán til að endurlána orkufyrir- tækjum i landinu svo þau geti haldið áfram að tapa. Mikið hagræði myndi af þessu hljótast, eins og allir liíjótn að sjá. Að visu gætí svo farið eflir nokkur ár að orku- fyrirtækin ættu litíð eig- ið fé eftir og „Orku- tryggingarsjóður" Ienti i vandræðiun að lána þeim fyrir meira tapi, en þá er enn til ráð: Stofiia nýjan sjóð: „Hlutabréfe- sjóð orkufyrirtækja". Hlutverk sjóðsins yrði að taka eriend lán til að leggja nýtt hlutafé í gjaldþrota orkufyrir- tæki, þannig er sá vandi leystur. Og með góðri samvinnu þessara sjóða tryggjum við bömum þessa lands birtu og yl um ókomna tíð. — Já það er bjart framundan."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.