Morgunblaðið - 15.03.1989, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1989
Þorlákshöfii:
Sjó dælt úr Jóni Vídalín
Þorl&kshöfh.
SLÖKKVILIÐ Þorlákshafnar
var kallað út í hádeginu þriðju-
daginn 14. mars, til að aðstoða
við að dæla sjó úr togaranum
Jóni Vídalín, sem var kominn
með mjög mikla slagsiðu vegna
þess að sjór hafði komist inn á
millidekk.
Þegar löndunarhópurinn kom úr
mat í hádeginu var mikil slagsíða
komin á togarann og höfðu dælur
skipsins ekki undan. Því var kallað
á slökkviliðið og með aðstoðar stórr-
ar bensíndælu þess, tókst að tæma
sjóinn úr togaranum.
Engar skemmdir urðu, hvorki á
skipinu né á fiski sem í því var.
Tildrög þess að sjórinn komst í skip-
ið voru að gleymst hafði að loka
fyrir krana, en þegar krananum
síðan var lokað hafði steinn lent á
milli, þannig að sjór komst þar inn.
- J.H.S.
VEÐUR
I DAG kl. 12.00:
Heimild: Veðurstofa islartds
(Byggt á veðurspá Id. 16.15 i gær)
VEÐURHORFUR í DAG, 15. MARS
YFIRLIT í GÆR:Skammt suður af Reykjanesi er 990 mb lægð sem
þokast austur. önnur álíka djúp lægð yfir Norðurlandi vestra hreyf-
ist suður og grynnist. Frost verður um land allt, víða 4 til 10 stig.
SPÁ: Norðanátt um allt, land víða 6—8 vindstig. Snjókoma norðan-
lands en þurrt syðra.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
HORFUR Á FIMMTUDAG: Hægviðri og víða léttskýjaö um austan-
vert landiö, en suðaustlæg átt og sums staöar snjókoma eða él
um landiö vestanvert. Frost 4 til 10 stig.
HORFUR Á FÖSTUDAG: Austan- og suðaustanátt um mest allt
landið. Dálítil snjókoma eða él á vfð og dreif um landið. Frost 3 tit
8 stig.
TÁKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
Norðan, 4 vindstig:
Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
■|QC Hitastig:
10 gráður á Celsius
ý Skúrir
= Þoka
= Þokumóða
’ , > Súld
(X) Mistur
—j- Skafrenningur
Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
Akureyri Reykjavík hhl +2 +4 veður skýjaö lóttskýjaó
Bergen 6 haglél
Helsinki 2 rtgnlng
Kaupmannah. B skýjað
Narssaraeueq +17 skýjað
Nuuk +6 snjókoma
Osló 7 skýjað
Stokkhólmur 7 skýjað
Þórshöfn 2 anjóél
Atgarve 18 þokumóða
Amsterdam 10 skýjað
Barcelona 16 léttskýjað
Bertfn 9 skýjað
Chicago 3 þokumóða
Feneyjar rigning
Frankfurt 8 skýjað
Qlasgow 6 rlgning
Hamborg B skúr
Laa Palmas 20 skýjað
London 8 skúr
Los Angeles 10 léttskýjað
Lúxemborg 7 skýjað
Madrfd 11 skýjað
Malaga 18 léttskýjað
Mallorca 18 akýjaö
Montreal +1 alskýjað
New York 3 alskýjað
Ortando 16 Þokumóða
Parfs 10 skýjað
Róm vantar
Vfn 9 skýjað
Waahlngton 3 þokumóða
Wlnnipeg +18 léttskýjað
Viðskiptaráðuneytið:
Sovétmöimiim send-
ar upplýsingar
um Alþýðubankann
Viðskiptaráðuneytíð hefúr sent sovéska utanrikisviðskiptabank-
anum, sem annast olíuviðskiptí Sovétmanna, upplýsingar um Al-
þýðubankann. Björn Friðfinnsson ráðuneytisstjóri viðskiptaráðu-
neytísins segir ekkert eiga að vera því tíl fyrirstöðu að Sovét-
mann viðurkenni Alþýðubankann sem viðskiptabanka, en þeir
gerðu athugasemdir við bankí
veittí OLÍS vegna oliufarma.
Bjöm sagði sovéska bankann
hafa gert athugasemd vegna þess
að hann hefði ekki viðurkennt
Alþýðubankann sem viðskipta-
banka sinn, en væri hins vegar
tilbúinn til þess, að fengnum
ákveðnum upplýsingum. Bankinn
benti síðan á, að hapn hefði viður-
kennt tvo banka á íslandi, Lands-
bankann og Útvegsbankann sem
báðir önnuðust gjaldeyrisviðskipti
áður en þau voru gefin fijáls hér
á landi.
Alþýðubankinn hefur veitt OLÍS
jyrgðirnar sem Alþýðubankinn
bankaábyrgð vegna tveggja olíu-
farma undanfamar vikur, eftir að
Landsbankinn, viðskiptabanki
OLÍS, krafðist þess að fá útistand-
andi skuldi OLÍS til tryggingar
vanskilaskuldum OLÍS hjá Lands-
bankanum. Samkvæmt upplýsing-
um Gunnars Gunnarssonar að-
stoðarforstjóra OLÍS er gjaldfrest-
ur 30 dagar frá því olían er lestuð
ytra, og gildir bankaábyrgð fyrir
sama tíma. Von er á næsta olíu-
farmi til olíufélaganna innan
skamms.
Fékk tveggja ára
dóm fyrir íkveikju
HÆSTIRÉTTUR hefúr dæmt 23 ára gamlan mann, Gunnlaug Jón
Ólaf Magnússon, tíl tveggja ára fangelsisvistar fýrir að hafa í
maimánuði 1987 vísvitandi kveikt í íbúð I húsi við Barónsstíg. í
sakadómi hafði maðurinn verið dæmdur til 2 V2 árs fangelsisvistar.
Atvik málsins voru þannig að
Gunnlaugur og eigandi íbúðarinn-
ar vom saman í samkvæmi í Breið-
holti. Þeim sinnaðist og í hefndar-
skyni kveikti Gunnlaugur í íbúð
hans við Barónsstíg. Þá var komið
fram yfir miðnætti og íbúar á öðr-
um hæðum hússins vom gengnir
til náða en komust af eigin ramm-
leik óskaddaðir út úr miklu reykj-
arkófi. íbúar. á efstu hæð, hjón
með ungt bam, þurftu að fara út
á þak hússins og þaðan inn í nær-
liggjandi hús. Sakadómari taldi
að Gunnlaugi hefði átt að vera ljóst
að bráður bani gæti hlotist af at-
hæfí hans. Mikið tjón varð á hús-
inu í eldinum.
Hæstaréttardómaramir Guð-
mundur Jónsson, Benedikt Blönd-
al, Bjami K. Bjarn^son, Guðrún
Erlendsdóttir og Haraldur Henrýs-
son kváðu upp dóm þennan. í nið-
urstöðum þeirra segir að á rann-
sókn málsins hafi verið mjög að-
fínnsluverðir gailar, meðal annars
hafi sérfróðir skoðunarmenn fyrst
verið tilnefndir hálfum fímmta
mánuði eftir bmnann, vettvangs-
skoðun þeirra hafi verið ábótavant
og slökkviliðsmenn hafi ekki verið
yfirheyrðir um aðkomu og slökkvi-
starf. 7 daga gæsluvarðhald
ákærða kemur til frádráttar refs-
ingu hans.
Haukur Oskars-
son látinn
HAUKUR Óskarsson hárskera-
meistari er látinn 74 ára að
aldri. Hann fæddist í Reykjavík
5. janúar 1915, sonur hjónanna
Óskars Árnasonar hárskera-
meistara og Guðnýjar Guðjóns-
dóttur.
Haukur nam rakaraiðn af föður
sínum og tók við af honum starf-
rækslu elstu rakarastofu landsins
við Kirkjuhvol í Reykjavík. Þá
stofu stofnaði föðurafi Hauks,
Árni Nikulásson, í upphafi aldar-
innar.
Eftir stríð stundaði Haukur
Óskarsson um tíma söngnám í
Salzburg í Austurríki og lék meðal
annars í Gullna hliðinu í upp-
færslu Leikfélags Reykjavíkur og
í Marmara eftir Guðmundar
Kamban í Þjóðleikhúsinu.
Haukur var þekktur knatt-
spymumaður og lék m.a. fyrsta
landsleik íslands í knattspymu
1946. Hann tók mikinn þátt í fé-
lagsstarfi Knattspymufélagsins
Víkings og gegndi trúnaðarstörf-
um innan raða þess.
Haukur Óskarsson.
Haukur Óskarsson var
tvíkvæntur. Hann eignaðist tvo
syni með fyrri eiginkonu sinni,
Hafstein, sem er látinn, og Hauk,
sem lifir föður sinn.