Morgunblaðið - 15.03.1989, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1989
Jón Guðmundsson
írá Nesi - Minning
Fæddur 7. október 1909
Dáinn 7. mars 1989
Það er sama hvemig tímamir
breytast og jafnvel mennimir með.
Fráfall nákominna kemur alltaf
sárt og illa við aðstandendur. Þann-
ig var það með mig við fráfall stjúp-
föður míns, Jóns Guðmundssonar,
sem gjaman var kenndur við Nes
í Selvogi.
Jón Guðmundsson fæddist þann
^ 7. október 1909 að Borgum í Nesja-
hreppi í Austur-Skaftafellssýslu.
Foreldrar hans voru Guðmundur
Jónsson og seinni kona hans, Ingi-
björg Jónsdóttir. Jón fluttist með
foreldrum sínum og systkinum,
fyrst að Reykjanesi í Grímsnesi en
síðar að Nesi í Selvogi. Hann vann
við búrekstur foreldra sinna frá
unga aldri og allt til þess að þau
hættu búskap árið 1945. Stundaði
hann, jafnframt búskapnum, sjó-
sókn á vertíðum frá Grindavík,
Þorlákshöfn og síðar var hann á
Kveldúlfstogurunum í Reykjavík.
Árið 1945 fluttist hann alfarinn til
Reykjavíkur og vann eftir það
lengst af á Skattstofu Reykjavíkur
sem gjaldkeri og fulltrúi. Árið 1980
lét hann af störfum þar fyrir aldurs
sakir.
Jón gegndi ýmsum trúnaðar-
störfum í Selvogshreppi meðan
hann bjó þar. Eftir að hann kom
til Reykjavíkur tók hann einnig
virkan þátt í félagsmálum. Um ára-
tugaskeið átti hann sæti í stjóm
Húseigendafélags Reykjavíkur um
árabil og í Niðutjöfnunamefnd
Reylqavíkur sem síðar fékk nafnið
Framtalsnefnd Reykjavíkur.
Árið 1956 giftist Jón móður
minni, Sesselju Jónu Magnúsdóttur
frá Borgamesi, sem þá var ekkja
með þrjú ung böm heima: Hregg-
við, Höllu og þann sem þetta ritar,
böm Hreggviðs Magnússonar. Auk
þess átti móðir mín eina dóttur frá
fyrra hjónabandi, Þóru Guðrúnu
Grönfeldt, en hún ólst upp í Borgar-
nesi. Móðir mín og Jón eignuðust
saman einn son, Guðmund.
Jón Guðmundsson var ákaflega
sterkur persónuleiki. Má segja, að
hann hafi fyllt það umhverfi sem
hann var í hverju sinni. Hann var
mjög viljasterkrjr maður og harður
við sjálfan sig og stundum einnig
við aðra. Hann var traustur maður
og trúr viðfangsefnum sínum og
mjög orðheldinn. Fyrir þá sem leita
þurftu til hans og áttu samskipti
við hann var það nánast sem loforð
ef hann gaf í skyn að hann ætlaði
að reyna að gera eitthvað.
í starfi sínu á Skattstofu
Reykjavíkur og í Framtalsnefnd
Reykjavíkur nýttist honum vel hin
mikla lífsreynsla sem harðræði við
búskap og sjómennsku hafði veitt
honum. Gerði það honum auðveld-
ara að meta aðstæður þess fólks
sem leitaði til hans í starfi. Jón
fylgdist mjög vel með stjómmálum
og hafði einstakt lag á að setja hin
ýmsu mál í pólitískt samhengi.
Hann hafði einarðar stjómmála-
skoðanir sem mótuðust af trúfestu
við Sjálfstæðisflokkinn sem hann
fylgdi alltaf einlæglega að málum.
Það hefur engan veginn verið
auðvelt fyrir Jón að ganga að eiga
konu og taka um leið við þremur
ungum bömum hennar, sem mótuð
vom af því að hafa misst föður sinn
snögglega. En Jón rækti hlutverk
sitt af þeirri ábyrgð og festu sem
honum var lagið. Hann gekk okkur
í föðurstað og vegna löngunar okk-
ar til að eignast föður og til þess
að auðvelda honum föðurhlutverkið,
kölluðum við hann pabba frá fyrstu
tíð.
Ekki er nokkur vafi á því að Jón
hafði mikil áhrif á líf okkar systkin-
anna og mótun okkar í uppvextin-
um. Eins og gerist og gengur í lífinu
þá var sumt frá tilveru hans í lífi
okkar lærdómsríkt og ánægjulegt
en annað ekki. Má þar ömgglega
stundum um kenna erfiðleikum
stjúpföðurs að nálgast stjúpbörn og
þeirra að nálgast hann. Þegar á
heildina er litið rækti hann hlutverk
sitt sem fjölskyldufaðir og fyrir-
vinna af traustleika.
Þegar Jón lét af störfum átti
hann langa starfsævi og oft erfiða
að baki. Hefur vinnudagur hans
ömgglega verið lengri og erfiðari
en hjá okkur sem yngri emm og á
eftir komum. Jón átti við heilsu-
leysi að stríða síðustu árin. Þegar
aldurinn færðist yfrr hann og heils-
an bilaði breyttist hann úr hörðum,
viljasterkum og lokuðum manni í
veikari og meyrari mann sem átti
auðveldara en áður með að opna
sig og nálgast okkur sem næst
honum stóðu. Jón Guðmundsson er
nú kominn yfír móðuna miklu —
sáttur við Guð og menn og laus við
veikindi og þrautir. Eg og fjölskylda
mín kveðjum hann hinsta sinni og
blessum minningu hans.
Magnús Hreggviðsson
Mér varð hverft við þegar sonur
Jóns hringdi til mín og sagði að
faðir sinn hefði látist fyrir klukku-
tíma. Jón hafði hafði komið til mín
nokkrum dögum áður, á okkar
gamla vinnustað, Skattstofuna í
Reykjavík. Hann var þá hress og
glaður, sagðist hafa verið hálf las-
inn undanfarið, en væri við nokkuð
góða heilsu núna. Við gátum spjall-
að saman dálitia stund og farið
saman í kaffi, eins og við gerðum
daglega þau 30 ár sem við vorum
samstarfsmenn. Við vorum búnir
að ákveða að hittast bráðlega, og
gefa okkur þá góðan tíma til að
spjalla saman og minnast liðinna
daga. Ég gleymi ekki hlýja hand-
takinu þegar hann kvaddi mig.
Okkur hefur víst hvorugum dottið
í hug að þetta væri í síðasta sinn,
sem við hittumst á þessu jarðlífs-
sviði.
Mér er það nú ljóst, að í þetta
sinn var ég að kveðja einn besta
mann sem ég hef átt samleið með
á lífsleiðinni. Jón var vinsæll maður
og mjög góður vinur þeirra sem
áttu með honum samleið. Ekki vissi
ég til þess, að hann ætti nokkum
óvildarmann. Ég þekkti það af
langri samfylgd að hann vildi verða
flestum að liði. Margir leituðu lið-
sinnis hans og vildi hann hvers
manns vanda leysa, ef aðstæður til
þess voru fyrir hendi. Nú er hann
horfinn af sviðinu, en ég er þess
fullviss að þeir sem kynntust honum
eiga allir góðar minningar um hann.
Jón var fæddur í Borgum í Nesja-
hreppi í Austur-Skaftafellssýslu 7.
október 1909. Foreldrar hans voru
Guðmundur Jónsson bóndi þar og
kona hans Ingibjörg Guðmunds-
dóttir. Þau voru bæði af þekktum
skaftfellskum ættum. Ég hef heyrt
eldri Skaftfellinga hafa orð á því,
hve mikill dugnaðarmaður Guð-
mundur hafi verið, þegar hann var
ungur bóndi í Borgum. Fljótlega
kom í ljós, að þessi jörð var ekki
nógu stór fyrir slíkan dugnaðar-
mann til búskapar. Guðmundur tók
þá ákvörðun, sem ekki var algeng
á þeim árum, að flytja í annan
landshluta, til að finna búskapar-
jörð við sitt hæfí. Jörundur Brynj-
ólfsson alþingismaður, náfrændi
Ingibjargar, hafði þá nýlega hafið
búskap á hinu forna biskupssetri í
Skálholti. Hann mun hafa útvegað
Guðmundi jörðina Reykjanes í
Grímsnesi. Þangað flutti Guðmund-
ur með fjölskyldu sína og bústofn.
Mikinn kjark og vilja hefur þurft
til að flytja buferlum svo langt frá
átthögum sínum, með stóran barna-
hóp, eins og samgöngum var háttað
á þeim tímum.
Eftir nokkur ár var Reykjanes
orðin of lítil jörð fyrir þetta dugnað-
arfólk. Enn flutti Guðmundur fjöl-
skyldu og bústofn. Nú varð fyrir
valinu stórbýlið Nes í Selvogi. Eftir
nokkurra ára búskap í Nesi var fjöl-
skyldan komin með stærsta fjárbú
landsins, á hinni víðáttumiklu jörð.
Þeir sem til þekkja vita það best,
að oft hefur fjárgæsla og smala-
mennska verið erfið þegar girðingar
voru ekki komnar í sveitum lands-
ins. Nú þurfti að afla fjár til að
girða þetta stóra land. Jón var þá
um tvítugt. Það var erfitt á þessum
árum að fá vellaunaða vinnu. Hann
gekk á fund Ólafs Thors og falaði
vinnu á Kveldúlfstogurunum. Ólafi
leist vel á þennan unga og dugnað-
arlega mann og Jón var ráðinn á
togara. Ég hef góðar heimildir fyr-
ir því, að skipstjórinn varð ekki
fyrir vonbrigðum með þennan nýja
sjómann. Jón var nokkrar vertíðir
á Kveldúlfstogurunum og líkaði sjó-
mennskan vel. Nú var fjár aflað til
að girða landið í Nesi, og hið stóra
fjárbú átti starfskrafta Jóns næstu
árin. Þegar Guðmundur fór að eld-
ast var verkstjóm á búinu að mestu
leyti í höndum Jóns. Oft sagði Jón
mér frá því, hve ánægjulegt það
hefði verið þegar þeir feðgar vom
að fá heim stóra fjárhópinn á haust-
in. Um tvö þúsund fjár kom þá af
fjalli. Á þessum ámm gegndi Jón
ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit
sína. Var m.a. í hreppsnefnd og
formaður skólanefndar.
Árið 1945 hætti fjölskyldan bú-
skap í Nesi og flutti hingað til
Reykjavíkur. Ingibjörg móðir Jóns
var þá nýlega látin. Mæðuveikin
byijuð að heija á íjárstofninn. Sam-
göngur og aðstæður vom þannig
að ekki þótti fjölskyldunni æskilegt
að setja upp kúabú í Nesi. Keyptu
- H
m
\AJ
&
P JötÁyj
PARIS
SNYRTJ VORUR
SEM FAGFOLKIÐ VELUR
fást í
apótekum
snyrtivörudeildum
stórmarkaða
snyrtivöruverslunum
snyrtistofum
DUSGUVOGI 2
síml 91-686334
Hef opnað
lækningastofu í Domus Medica.
Helga Hrönn Þórhallsdóttir.
Sérgrein: Húð- og kynsjúkdómar.
Viðtalsbeiðnir kl. 9-18 daglega í síma 14513.
IIISALA
á kuldaúlpum og skíðaanórökum.
Helmings afsláttur.
Don Cano-búðin,
Glæsibæ, sími 82966.
bræðurnir Jón og Sigurður þá hús
á Óðinsgötu 13, þar sem fjölskyldan
bjó fyrstu árin í Reykjavík.
Jón hóf nú störf í vömhúsi Mjólk-
urfélags Reykjavíkur fyrsta árið
sem hann dvaldi í Reykjavík. Þar
starfaði hann í nær tvö ár, eða þar
til hann veiktist í baki og varð að
hætta allri erfiðisvinnu. Halldór
Sigfússon skattstjóri hafði keypt
Nes í Selvogi af Guðmundi föður
Jóns. Nú réð Halldór Jón til starfa
á Skattstofunni í Reykjavík, og
starfaði hann þar næstu 32 árin,
eða frá 1947—1980. Jón var jafn-
framt í framtalsnefnd Reykjavíkur
í liðlega 12 ár. Ymsum fleiri trúnað-
arstörfum gegndi hann á þessum
ámm. Hann var í stjóm Húseig-
endafélags Reykjavíkur og í full-
trúaráði sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavík. Öll störf sem Jón gegndi
leysti hann vel af hendi, og ávann
sér traust þeirra sem með honum
störfuðu.
Jón kvæntist árið 1956 Sesselju
Magnúsdóttur Jónssonar spari-
sjóðsstjóra frá Borgamesi. Hún var
þá ekkja eftir Hreggvið Magnússon
kaupmann, og átti þijú lítil börn.
Jón reyndist stjúpbörnum sínum
mjög vel og var sífellt með velferð
þeirra í huga, bæði þegar þau vom
ungböm á heimili þeirra hjóna, og
ekki síður eftir að þau höfðu lokið
námi og fóm að stofna sjálfstæð
heimili. Systkinin em Magnús for-
stjóri og blaðaútgefandi, Halla há-
skólanemi, og Hreggviður verslun-
armaður, sem er búsettur í Borgar-
nesi á æskustöðvum móður sinnar.
Þau hjónin eignuðust einn son,
Guðmund blikksmið, sem nú síðustu
árin hefur búið í sama húsi og for-
eldrarnir, að Þverárseli 10 hér í
Reykjavík.
Jón og Sesselja keyptu íbúð í
Stigahlíð 2, fljótlega eftir að þau
giftust. Nokkmm ámm síðar
byggðu þau einbýlishús í Bjarma-
landi 6, og bjuggu þar um 15 ára
skeið. Eftir að Jón var hættur störf-
um á skattstofunni settist hann
ekki í helgan stein, eins og það er
nefnt þegar menn láta af störfum
fyrir aldurssakir. Hann keypti hús
í smíðum að Þverárseli 10, ásamt
Guðmundi syni sínum. Fullgerðu
þeir feðgar húsið, og hafa fjölskyld-
urnar búið í þessu húsi síðustu ár-
in. Þau Jón og Sesselja áttu alltaf
mjög fallegt heimili. Þangað var
gott að koma. Veitingar vom höfð-
inglegar og viðmót þeirra elskulegt.
Á heimili þeirra var jafnan mjög
gestkvæmt, enda áttu þau hjónin
marga vini og fjölskyldur þeirra
fjölmennar.
Það er margs að minnast frá
langri samleið okkar Jóns. Við vor-
um nánir samstarfsmenn og vinir
um þriggja áratuga skeið. Eg held
að fáir vinnudagar hafi liðið án
þess að við Jón fengum okkur kaffi-
sopa saman, og aldrei skorti um-
ræðuefni. Jón var maður mjög vel
greindur og fylgdist vel með öllu
sem var að gerast. Hann hafði mjög
mikinn áhuga á öllum þáttum lands-
málanna, og var áhugasamur um
stjómmálin. Við tókum stundum
svona smá brýnur, í stjómmálaum-
ræðunni, því ekki vomm við alltaf
sammála í þeim efnum. Aldrei
skyggði þetta þó á vinskap okkar.
Við tókum þetta svona eins og
smáhressingu okkur til ánægju, því
báðir höfðum við mikinn áhuga á
þessum málefnum. Jón var mjög
vinsæll maður meðal starfsfélaga
sinna. Ekki var annan mann betra
að biðja bónar ef einhver samstarfs-
manna þurfti á fyrirgreiðslu að
halda. Ég minnist þess hve margir
leituðu til hans með vandamál sín
á skattstofuna. Hann var eftirsóttur
til viðtals, bæði vegna þægilegs við-
móts og hvernig hann lagði sig fram
við að leysa vandamál flestra sem
til hans leituðu eftir því sem að-
stæður leyfðu.
Nú er Jón horfinn úr hópnum
okkar. Ég minnist þess með þakk-
látum huga, hve mikið lán það var
mér að eiga slíkan samferðarmann
um langt árabil. Ég hef þá trú, að
við eigum eftir að hittast síðar á
öðru tilverustigi. Ég kvíði ekki þeim
samfundi.
Við hjónin sendum Sesselju og
fjölskyldunni okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Ragnar Ólafsson