Morgunblaðið - 29.03.1989, Page 19

Morgunblaðið - 29.03.1989, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1989 19 Flugleiðir: Ný sæti á Saga Class í DC-8 FLUGLEIÐIR munu í byrjun apríl taka í notkun ný og þægilegri sæti á Saga Class í DC-8 vélum sínum, en þær þjóna aðallega á Atlantshafsleiðum félagsins. Fjögur sæti verða í röð og eru þau 6 sm. breiðari en gömlu sætin. Gangvegurinn mun breikka um 36 sm. og sætabilið aukast úr 89 í 94 sm. Pétur J. Eiríksson, framkvæmda- ari þróun og skipta um sæti á Saga stjóri markaðssviðs Flugleiða, sagði að í Atlantshafsflugi hefði þróast annar staðall á dýrari farrýmum flugfélaga en í Evrópufluginu. Flugleiðir ætluðu nú að fylgja þess- Class samtímis sem þeim yrði fækk- að og bilið milli sæta breikkað á alla vegu. Verða alls 20 sæti í hverji vél. Um leið og þetta gerðist yrði þjónustan í vélunum bætt og myndi sú breyting einnig skila sér aftur í vélina. Áfram verður fylgt evrópskum stöðlum á Saga Class í Evrópufluginu. Pétur sagði að Flugleiðir legðu nú aukna áherslu á að reyna að ná farþegum sem borguðu fullt far- gjald á milli Luxembourg og Banda- ríkjanna. Aðaluppistaða farþega Flugleiða yrði þó eftir sem áður venjulegir ferðamenn. ADALFUNDUR RAUDA KROSS ÍSLANDS Aðalfundur Rauða kross íslands 1989 verður haldinn í Reykjavík 28.-29. apríl nk. Fundurinn verður settur ó Hótel Lind, Rauðarórstíg 18, klukkan 20.00 föstudaginn 28. apríl. Dagskrá samkvæmt 16. grein laga RKÍ. Stjórnin. I Rauði Kross Islands Sykurmolarnir: Upptökum lokið á nýrri hljómplötu Fara 1 tónleika- ferð um allan heim á þessu ári Hyómsveitin Sykurmolarnir hafa nú Iokið við að taka upp nýja plötu sem mun koma út samtímis í 19 löndum í septem- ber. Fram að þeim tíma, og einn- ig eftir að platan kemur út, held- ur hljómsveitin tónleika víða um heim og hefst tónleikaferðin hér á landi 20. apríl. Meðal viðkomu- staða eru Rússland, Ástralía og Brasilía. Þegar Sykurmolamir hafa spilað vítt og breitt um landið halda þeir til Evrópu um miðjan maí og leika þar í ýmsum löndum, aðallega í Þýskalandi. Eftir það fer hljóm- sveitin til Rússlands og Eystrasalts- landanna en þangað hefur henni verið boðið að sögn Árna Benedikts- sonar framkvæmdastjóra Sykur- molanna. í byijun júni verða tónleikar í Finnlandi, en 10. júní verður stefn- an tekin á Bandaríkin. Þá ætla Sykurmolamir að koma fram á tón- leikum í helstu borgum Banda- ríkjanna ásamt hljómsveitunum Public Image Ltd. og New Order og lýkur þeirri ferð um miðjan júlí. í ágúst ætla Sykurmolamir að halda tónleika í Brasilíu og Ástralíu. Eftir að platan kemur út í sept- ember er fyrirhugað að kynna hana með tónleikum í Bretlandi, Evrópu og Bandaríkjunum. Góð rækjuveiði í Arnarfirði RÆKJUVEIÐI var mjög góð í Amarfírði í vetur og rækjan var stór og falleg, að sögn Hönnu Eyvindsdóttur hjá Rækjuveri hf. á Bíldudal. í vetur mátti veiða 600 tonn af rækju í Amarfirði og búið var að veiða kvótann um síðustu mánaðamót. Hanna Eyvindsdóttir sagði í samtali við Morgunblaðið að 10 bátar legðu upp hjá Rækjuveri. „í vetur byijuðu bátarnir á rækjuveiðum í október og einu dagamir, sem duttu út á vertí- ðinni vegna veðurs, vom 15. og 16. febrúar,“ sagði Hanna Ey- vindsdóttir. Sameining Sjóvátryggingarfélags íslands hf. og Alinennra Trygginga hf. er orðin að veruleika. Það besta úr starfsemi hvois um sig hefur verið sett undir eitt inerki. Nýtt og endurhætt skipulag tiyggir aukna hagræðingu í rekstri án þess að mannlega þættinum sé gleymt. Að haki er áratuga starf að alhliða vátryggingamálum. Með þá reynslu í farteskinu, traust starfsfólk og mikla faglega þekkingu er okkur ekkert að vanbúnaði og hefjumst því handa af einhug. SJÓVÁ-ALMENNAR veitir fjölbreytta fyrirgreiðslu á sviði hefðbundinna trygginga, en einnig verður hryddað upp á nýjungum sem auka enn á öryggi viðskiptavina okkar. Þeir ganga að persónulegri og ábyrgri þjónustu vísri hjá okkur. Fyrst um sinn verður öll almenn afgreiðsla á sömu stöðuin og verið hefur nema afgreiðsla Tjónadeildar verður einungis í Síðumúla 39, feími 82800, og Innheimtudeild og sala trygginga til fyrirtækja að Suðurlandsbraul 4, sími 692500. ITFELAG STERKAR SlOVAgrTM MFNNAR Suöurlandsbraut 4 og Síðumúla 39. Umboösmenn um allt land. MEÐ RÆTUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.