Morgunblaðið - 11.04.1989, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 11.04.1989, Qupperneq 1
56 SIÐUR B 11 STOFNAÐ 1913 81.tbl. 77. árg. ÞRIÐJUDAGUR 11. APRIL 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins 17 biðu bana í átökum hers og þjóðernissinna í Grúsíu: Upp úr sauð í Tíflis þegar herinn birtíst Moskvu. Reuter. AÐ MINNSTA kosti 17 manns biðu bana í átökum miili um 4.000 þjóðernissinna og mörg hundruð hermanna í Tíflis, höfuð- borg sovétlýðveldisins Grúsíu, um helgina, að sögn talsmanns sovézku stjórnarinnar. Af hálfú þjóðernissinna var hins vegar fúllyrt að a.m.k. 30 manns hefðu beðið bana. Allt var með kyrrum kjörum í borginni í gær enda hermenn, skriðdrekar og brynvagnar á hverju götuhorni. Lýðveldinu var lokað fyrir erlendum blaðamönnum þegar átökin brutust út og útgöngu- bann var sett. Vegfarendur virða fyrir sér öflugan viðbúnað hers og lögreglu í Tíflis, höfúðborg Grúsíu, í gær. Til hægri sér í flokk hermanna. Allt var með kyrrum kjörum í gær í kjölfar átaka hers og þjóðernis sinna á laugardag. Talsmaður stjórnarinnar harð- neitaði að mannfallið væri því að kenna að hermennimir hefðu skotið á þjóðernissinna. Engum skotum hefði verið hleypt af, að hans sögn, en fólkið troðist undir er herinn kom á vettvang. Fjöldi manna var handtekinn meðan á óeirðunum á laugardag stóð. Mikil spenna var sögð í Tíflis í gær og her- og lögreglumenn hindruðu tilraunir fólks til að safn- ast saman til mótmælafunda. Auk mikils viðbúnaðar á götum úti sveimuðu herþyrlur yfir borginni. Skólar voru lokaðir og ferðir strætisvagna lágu niðri en starf- semi flestra fyrirtækja og stofn- ana var sögð með eðlilegum hætti. Dzhumber Patíashvílí, leiðtogi kommúnistaflokks Grúsíu, sagðist í gær bera ábyrgð á því að til átaka kom milli hermanna og þjóðernissinna, en mótmæli þeirra síðarnefndu voru brotin á bak aft- ur með valdi aðfaranótt sunnu- dags. Edúard Shevardnadze, ut- anríkisráðherra Sovétríkjanna og fyrrum leiðtogi kommúnistaflokks Grúsíu, aflýsti í gær fyrirhugaðri ferð til fundar Varsjárbandalags- ríkjanna í Austur-Berlín og hélt til Tíflis til þess að aðstoða yfir- völd við að koma kyrrð á. Ferðamenn, sem komu til Moskvu í gær frá Tíflis, sögðu að kátína hefði ríkt í mótmælaað- gerðum þjóðernissinna fyrir helgi og hefðu þau helzt minnt á kjöt- kveðjuhátíð. Andrúmsloftið hefði fyllzt spennu þegar herinn hefði komið á vettvang og fljótlega upp úr soðið. í samúðarskyni við þá sem biðu bana í átökum helgarinnar lýstu yfírvöld í Grúsíu daginn í dag sem sérstakan sorgardag. Deilur í Noregi um fréttaflutning af sovéska kafbátnum: Norsk vamarmálayfirvöld sökuð um hættulegt seinlæti Ósló, Moskvu. Reuter. HARÐAR deilur hafa risið f Noregi vegna þess hvernig varnarmálaráðu- neytið hagaði fréttaflutningi af sovéska kafbátnum sem sökk skammt frá Bjarnarey síðastliðinn föstudag. Það hefur komið í ljós að vestræn- ar eftirlitsstöðvar urðu fljótlega varar við að eitthvað hafði komið fyrir kafbátinn. Norskir embættismenn skýrðu Jo- han Jorgen Holst varnarmálaráð- herra frá því að kafbáturinn væri sokkinn, aðeins stundarfjórðungi eft- ir að það gerðist. Hins vegar fengu Gro Harlem Brundtland forsætisráð- Sakharov orð- inn þingmaður Moskvu. Reuter. SOVÉZKA vísindaakademían útnefndi í gær andófsmanninn Andrei Sakharov til setu á sovézka þinginu, en akademían hafnaði honum fyrir um þremur mánuðum. Meðal þeirra, sem einnig hlutu útnefningu, var geimvísindamaðurinn Roald Sagdejev, félagsfræð- ingurinn Júrí Karíakín, hagfræðingurinn Niokolaj Shmíljov og Georgí Arbatov, sérfræðingur sovézku stjómarinnar í kanadískum og bandarískum mál- eftium. Sakharov hlaut 34 atkvæði af 37 á fundi akade- míunnar í gær en menn, sem hann hafði sérstak- lega mælt með, var hafnað. Hann hlaut hins veg- ar ekki stuðning á fundi akademíunnar í janúar, en þá tókst stjórn hennar aðeins að útnefna 23 menn í 25 sæti, sem tekin vom frá fyrir akade- míuna. Þing akademíunnar fyrir um mánuði stað- festi aðeins útnefningu átta mannanna og þurfti stjómin því að koma aftur saman og velja í þau 17 þingsæti sem laus vom. Sjá „Medvedev kjörinn ...“ á bls. 22. Andrei Sakharov Reuter herra og Thorvald Stoltenberg ut- anríkisráðherra fyrst fregnir af at- burðunum eftir að fréttamenn bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN hringdu í utanríkisráðuneytið um tíuleytið á föstudagskvöld. Ráðu- neytismenn höfðu þá samband við áðumefnda ráðamenn. Holst varnarmálaráðherra segir að gerð hafi verið mistök hjá heryfir- völdum, að sögn norska blaðsins Verdens gang. Ráðherrann telur að mistökin hafi einkum falist í því að líta fyrst og fremst á slysið sem mál leyniþjónustunnar. Ábyrgir aðilar hafi talið að öryggi landsins væri engin hætta búin. „Auk þess er öllum ljóst að þess verður að gæta vel hvaða upplýsingar em gerðar opin- berar því að ekki má auðvelda and- stæðingum um of að meta þær að- ferðir sem við notum,“ sagði Holst. Norskir herflugmenn tóku myndir af skipbrotsmönnum í björgunarbát- um og segir ráðherrann að þá fyrst hafi menn orðið fullvissir um að ekki væri um æfingu að ræða heldur raun- vemlegt slys. Þingmenn stjórnarand- stöðu og fulltrúar fjölmiðla hafa gagnrýnt herinn og varnarmálaráðu- neytið harðlega fyrir frammistöðuna og verður Holst krafinn skýringa í fyrirspumatíma stórþingsins í dag. Sovétmenn hafa skýrt frá því að 69 menn hafi verið í áhöfn kafbáts- ins og er nú talið að 42 þeirra hafi látið lífið, flestir af vosbúð og kulda eftir að kafbáturinn sökk. Talsmenn sovéskra yfirvalda hafa einnig viður- kerint að tvö tundurskeyti með kjamahleðslum hafi verið um borð. Málgagn Sovétstjómarinnar, íz- vestíja, sagði í gær að skammhlaup í rafbúnaði kafbátsins virtist hafa orsakað eldsvoðann í kafbátnum. Norsk yfirvöld hafa gagnrýnt Sovét- menn fyrir að draga of lengi að skýra frá slysinu og jafnframt krafið Sovét- menn nánari upplýsinga um búnað kafbátsins. Sjá nánari fréttir af slysinu á bls. 20. Blöðin ferin úr Fleet Street Lundúnum. Reuter. TÍMAMÓT urðu sl. laugar- dagskvöld í götunni Fleet Street í Lundúnum en þá lauk þar blaðaprentun, sem átti sér allt að 500 ára sögu. Prentverk hófst í Fleet Street fyrir hálfu árþúsundi og þar hefur miðstöð brezkrar blaða- mennsku verið frá því á síðustu öld. Síðasta blaðið, sem prentað var í Fleet Street, var Sunday Express, en bækistöðvar þess og systurblaðanna Daily Ex- press og Daily Star vora fluttar á sunnudag yfir í gamalt hafnar- hverfi Lundúna, þar sem brezku blöðin hafa byggt yfir sig hvert af öðra og tekið í notkun nýj- ustu prenttækni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.